Bændablaðið - 28.09.2004, Side 2

Bændablaðið - 28.09.2004, Side 2
2 Þriðjudagur 28. september 2004 Endursmíði gamalla dráttarvéla er sívinsælt viðfangsefni. Í flest- um tilvikum eru það karlmenn með sterkar taugar í sveitina sem taka að sér gamlar vélar og gera þær þannig úr garði að þær eru eins og splunkunýjar. Hér má sjá höfuðborgarbúann og Austurbæinginn Pál R. Pálsson sem á sér það áhugamál að gera upp gamla traktora. Á meðfylgjandi mynd situr Páll við stjórnvölinn á Farmal Cub árg. 1952. Raunar er þessi vél sett saman úr þremur. Tvær komu frá Jóni Gunnarssyni frá Arnarnesi í Kelduhverfi og sú þriðja frá Ás- mundi Guðmundssyni, Arkarlæk í Skilmannahreppi. Vélin sem er fjær er Farmall Cub árg. 1957, en hana keypti Páll af Ingólfi Péturssyni á Húsavík. Svo ætt vélarinnar sé rakin þá fékk Ingólfur hana hjá Ásmundi Karls- syni, bónda á Vaði I í Reykdala- hreppi. Páll sagði við tíðindamann Bbl. að hann hefði gert upp fleiri traktora en hér eru nefndir til sögunnar. "Þetta er skemmtilegt áhugamál," sagði Páll og gat þess að í sjálfu sér væri ekki erfitt að út- vega varahluti í þessar vélar. Enn væru framleiddir "orginal" hlutir og merkimiðar, en sannast sagna væru þeir nokkuð dýrir. Aðspurður sagði Páll að menn hefðu rætt um nauðsyn þess að stofna félagsskap þeirra einstaklinga sem gerðu upp gamla traktora. "Það hlýtur að vera grundvöllur fyrir svoleiðis félagi. Til eru félög þeirra sem hafa endursmíðað gamla bíla. Gamlar dráttarvélar eru ekki síður merkileg tæki," sagði Páll. Flottir traktorar í Austurbænum! Páll og dráttarvélarnar hans. Úttekt á gróður- setningu frá upphafi Suður- landsskóga Tveir starfsmenn á vegum Suðurlandsskóga, þeir Björgvin Eggertsson skógar- verkfræðingur og Jón Þór Birgisson skógfræðinemi eru að taka út gróðursetningar frá upphafi Suðurlandsskóga og til ársins 2002 á um 40 jörðum á Suðurlandi. Verið er að safna upplýsingum um ástand viðkomandi ungskóga. Þá er tekinn út vöxtur og við- gangur, talið er í reitum og trén hæðarmæld. Tilgangur- inn er að sjá framvindu skógræktarinnar frá upphafi. Björn B. Jónsson, fram- kvæmdastjóri Suðurlands- skóga, sagði í samtali við Bændablaðið að í fyrra hefði verið gerð úttekt á öllum jörð- um sem byrjuðu skógrækt áður en Suðurlandsskógar urðu til en eru inn í verkefni Suðurlands- skóga. Nú er verið að taka út þær jarðir sem hafa verið með alveg frá byrjun og fram til ársins 2002. Síðan verður komið með aðgerðarplan varðandi endurgróðursetningu og fleira sem gera þarf. ,,Við fyrstu sýn er útkoman vel viðunandi en samt misjöfn. Þessi úttekt mun nýtast bænd- um vel því að henni lokinni munu þeir fá í hendur saman- tekt á úttektinni og síðan ætlum við að vinna aðgerðaplanið í samvinnu við þá. Það ætti því að vera meira öryggi fyrir bændur um að það verði skógur þar sem á að verða skógur," sagði Björn. Gróðursetningu hjá Suður- landsskógum nú í ár lauk nær alveg í lok júní og var plantað rúmlega einni milljón plantna í vorgróðursetningu. Sagði Björn að þær hefðu gengið óvanalega vel. Haustgróðursetning er því mjög lítil í ár. Hann segir það fara vaxandi ár frá ári að gróðursett sé með vélum. Þeim fjölgar jafnt og þétt sem gerast skógarbændur en takmörk eru fyrir því hve hratt þeim getur fjölgað og fer það eftir því hvað Suðurlands- skógar ráða við og því fjár- magni sem er til ráðstöfunar. Björn segir að þess vegna sé alltaf biðlisti fólks sem vill gerast skógarbændur. Margir bændur hafa keypt sér ISDN símstöðvar frá Símanum til að komast í betra netsamband. Í A-Skaftafellssýslu hafa verið brögð af því að þessar símstöðvar bili sem má mjög líklega rekja til óstöðugleika í rafmagni frá RARIK. Í september mánuði hafa dottið út símstöðvar á um tíu bæjum á Mýrum og nágrenni vegna rafmagns- truflanna. Ferðaþjónustubæn dur hafa orðið fyrir mestum óþægindum vegna þessa enda þá símasambandslausir og þar með án tengingar við netið. Eigendum ISDN símstöðvanna hefur verið bent á þeir geti fengið sér varaaflstöðvar sem verji tæki gegn sveiflum í rafmagni en eðlilega eru bændur ekki sáttir við að þurfa dýran búnað til að verja rafmagnstæki sín vegna óstöðugleika í rafmagni frá RARIK. Síminn lánaði fólki ISDN síma endurgjaldslaust til að bjarga málum um stundarsakir eða þar til varanleg lausn er fundin. Bændur á svæðinu eru seinþreyttir til vandræða en núna þegar þetta er farð að gerast trekk í trekk þá leituði þeir til tölvudeildar Bændasamtaka Íslands um liðveislu. Að sögn Jóns Baldurs Lorange, forstöðumanns tölvudeildar Bændasamtakanna, er ljóst að RARIK og Síminn verði að finna í sameiningu varanlega lausn á þessu og hefur hann rætt við báða aðila sem taka jákvætt í að leysa málið á viðunandi hátt fyrir bændur. Svo virðist vera sem ISDN símstöðvarnar séu viðkvæmari en önnur rafmagnstæki vegna yfirspennu en Jón Baldur taldi allt benda til þess að ástand á rafmagni á þessu svæði væri slæmt og hefði því áhrif á endingu allra rafmagnstækja. Rafmagnstruflanir skemma ISDN símstöðvar hjá bændum Eins og er kunnugt hafa bændur haft miklar áhyggjur af kálfadauða. Blaðið innti Þórólf Sveinsson, formann Landssambands kúa- bænda, eftir því hvað væri að frétta af rann- sóknum á orsökum kálfadauða. Þórólfur sagði málið hafa verið til umfjöllunar á vett- vangi fagráðs í nautgriparækt. Fagráð hefði skipað þá Braga Líndal, Halldór Runólfsson og Jón Viðar Jónmundsson í starfshóp til að fjalla um málið og hvað væri til ráða. Í um- ræðu um málið og frekari skoðun á því hefur svo komið í ljós að augljósar brotalamir eru varðandi þekkingu á eðli vandans. Þess vegna hefur verið unnin áætlun um það hvernig best megi greina áhættuþætti og orsakir þessa vandamáls. Það sem ákveðið var að gera í fyrstu er eftirfarandi: A: Vinna víðtæka greiningu á snefilefnum í íslensku gróffóðri því að ljóst er að talsvert vantar á að fyrirliggjandi þekking sé nægileg til að meta hvort efnaskortur er orsakavaldur í þessu efni. B: Í öðru lagi er ætlunin að greina mögulega áhættuþætti með því að afla talsvert víðtækra upplýsinga af nokkrum hópi kúabúa. Um 90 kúabændur hafa lent í úrtaki og hefur þeim þegar verið sendur spurningalisti vegna þessa. Þessum lista á ekki að svara skriflega, heldur verður hringt í þá sem hafa fengið lista og sam- ræmdra svara aflað símleiðis. C: Í þriðja lagi vantar betri greiningu á því hvernig og hvenær dauða kálfanna ber að. Til að afla slíkra upplýsinga hefur verið útbúið sér- stakt eyðublað þar sem mögulegt er að skrá nánari upplýsingar um burðarferilinn hjá kúm. Þeir sem hafa fengið þessi blöð send eru beðnir að útfylla þessi eyðublöð fyrir burð á öllum fyrsta kálfs kvígum og helst öllum kúm sem bera á búinu frá því eyðublaðið berst til við- komandi bónda, þar til mjólkurskýrslu verður skilað í janúar. .,Það er afar mikilvægt að þessir kúabændur leggi lið og veiti umbeðnar upplýsingar'' sagði Þórólfur. ,,Þannig verður vonandi hægt að afla upplýsinga sem færa okkur nær því að greina orsakir vandans og þar með að leggja grunn að bættri stöðu þessara mála''. Rannsóknir á orsökum kálfadauða Kindakjöt selst vel Ekkert lát er á góðri sölu kindakjöts en aukning var í júlímánuði um rúm 65% miðað við sama tímabil árið á undan. Í ágúst var söluaukningin rúm 30%, sala síðasta ársfjórðung fór upp um tæp 39% miðað við sama tímabil árið 2003. Mikið verðstríð ríkti á kjötmarkaði á síðustu 2 árum og varð óæskileg birgðaaukning á kindakjöti á því tímabili. En þar sem salan hefur farið langt fram úr björtustu vonum eru birgðir kjöts frá fyrra ári langtum minni en menn gerðu ráð fyrir og birgðastaða í lok ágúst orðin ásættanleg. Þessi góða sala ber þess vitni að bændur eru að framleiða úrvalsvöru sem sannast best á sérstaklega góðri umfjöllun og viðtökum á erlendum mörkuðum en útflutningur á dilkakjöti inn á dýra markaði erlendis hefur gengið mun betur en áætlað var. Nóg af hrati hjá Agli! Bændablaðið sagði á dögunum frá ofurkúnni Þyrnirós frá Ytri-Tjörnum í Eyjafirði sem m.a. er alin á bygghrati frá bruggverksmiðju Vífilfells á Akureyri. Guðmundur Mar Magnússon, bruggmeistari hjá Agli Skallagrímssyni, hafði samband við blaðið og sagði að þeir væru í vandræðum við að losna við sitt hrat. Þeir bjóða nú þegar einum svínabónda upp á heimsendingu og óska eftir að komast í samband við fleiri bændur í nágrenni Reykjavíkur. Um er að ræða 8-10 tonn á viku og ekki úr vegi að nokkrir bændur taki sig saman sagði bruggmeistarinn. Þeir sem hafa áhuga er bent á að hafa samband við Guðmund í síma 580-9049. Bændablaðsmynd/Jón Eiríksson.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.