Bændablaðið - 28.09.2004, Síða 4
4 Þriðjudagur 28. september 2004
Skv. hollustuháttalögum nr. 7/1998 er
eftirliti með mengandi starfsemi skipt á
milli heilbrigðisnefnda sem starfa á vegum
sveitarfélaganna annars vegar og Um-
hverfisstofnunar, áður Hollustuverndar
ríkisins, hins vegar. Í lögunum er tekið
fram að heimilt sé að fela heilbrigðis-
nefndum eftirlit með starfsemi sem Um-
hverfisstofnun vinnur starfsleyfi fyrir.
Samkvæmt ákvæðum laganna eru
þvingunarúrræði samt áfram í höndum
Umhverfisstofnunar. Í nýjum lögum um
meðhöndlun úrgangs er þó kveðið á um að
framselja megi ekki bara eftirlitið heldur
einnig þvingunarúrræði sem unnt er að
beita til að ná fram úrbótum ef starfsemi er
ekki í samræmi við ákvæði starfsleyfis.
Heilbrigðiseftirlit Austurlands, HAUST,
hefur um árabil haft með höndum eftirlit með
fiskmjölsverksmiðjunum á Austurlandi sem
og allri sorpförgun á svæðinu skv. samningi
þar um. Ástæðan fyrir því að HAUST tók yfir
þetta eftirlit var sú að þáverandi Hollustuvernd
gat ekki vegna fjarlægðar brugðið nógu fljótt
við ef mengunarslys átti sér stað og heil-
brigðisfulltrúar voru oft kvaddir til án þess að
endurgjald kæmi fyrir þeirra vinnu.
Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur nú
ítrekað óskað eftir viðræðum við Umhverfis-
stofnun vegna framsals eftirlits með annarri
starfsemi sem Umhverfisstofnun veitir
starfsleyfi og/eða hefur eftirlit með á
Austurlandi. Þar má nefna stóru fiskeldisfyrir-
tækin, olíubirgðastöðvar og væntanlegt álver.
Nokkur önnur heilbrigðiseftirlitssvæði hafa
svipaða samninga um ákveðna þætti eftirlits
f.h. Umhverfisstofnunar, en sækjast eftir að fá
einnig þvingunarúrræðin. Þetta á t.d. við um
Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur.
Vesturlandssvæði sækist eftir að fá slíka
samninga á meðan sum svæðanna telja ekki
eftirsóknarvert að yfirtaka eftirlit með þessum
hætti.
Helga Hreinsdóttir, framkvæmdastjóri
HAUST, segir að það virðist vera þungt fyrir
fæti hjá Umhverfisstofnun í þessu máli. Þann
7. september var haldinn fundur um málið og
kom Umhverfisstofnun þar með samningsdrög
sem HAUST þykir ekki aðgengileg.
,,Nú er mikið um að vera hér á Austur-
landi. Fiskeldi komið af stað í stórum stíl,
framkvæmdirnar við Kárahnjúka og á næsta
leiti bygging álverksmiðju á Reyðarfirði, svo
eitthvað sé upptalið. Við teljum að við getum
veitt góða þjónustu og betra eftirlit til dæmis
hvað varðar olíumálin vegna nándar og tíðra
ferða upp á Kárahnjúkasvæðið. Forsvarsmenn
hjá Umhverfisstofnun svara málaleitan á þann
veg að eðlilegt sé að eftirlitið sé sem næst
fyrirtækjunum en þeir telja sig missa yfirsýn
og þekkingu á þessum stóru fyrirtækjum ef
þeir framselja okkur eftirlitið," segir Helga.
Ákveðið hefur verið að setja á annan fund
til að ræða um framsal eftirlitsins enda þótt
heilbrigðisnefndum þyki þunglega horfa um
samkomulag.
Umhverfisstofnun vill
ekki afsala sér
völdum til Austfirðinga
"Það eru þrjú ár síðan Osta-
dagar voru síðasta haldnir í
Perlunni," segir Ólafur E.
Ólafsson, framkvæmdastjóri sölu-
og markaðsmála hjá Osta- og
smjörsölunni. "Margt hefur gerst í
ostaiðnaðinum á þremur árum og
nú verðum við með miklu stærra
pláss, stærri borð undir ostana,
fleira fólk við þjónustu og ráðgjöf
og meira úrval."
Ostadagarnir hefjast á föstudag
með formlegri opnun fyrir
boðsgesti, þar sem kynntir verða
ostadómar. Um 90 ostar verða
teknir til dóma frá öllum ostafram-
leiðendum á landinu og veitt verða
gull, silfur og brons í föstum
ostum, desertostum og flokknum
aðrir ostar. Í lokin stendur einn
ostaframleiðandi uppi sem Ís-
landsmeistari og einn ostur sá besti
á landinu. Allir ostarnir sem teknir
eru til dóma verða sýndir á
sérstöku borði. Opið verður fyrir
almenning kl. 11:00 til 18:00 á
laugardag og frá 13:00 til 18:00 á
sunnudag.
Spennandi Ólympíuborð
"Sýningin er fjölbreyttari nú en
áður og inn koma ýmsir samstarfs-
aðilar sem bæta kryddi í Osta-
dagana", segir Guðbjörg Helga
Jóhannesdóttir markaðsfulltrúi.
"Ég er viss um að mörgum mun
þykja varið í að sjá Ólympíuborð
kokkalandsliðsins. Skreytingin á
það verður sett upp fyrir opnuna á
föstudag, en síðan mun kokka-
landsliðið vinna alla aðfararnótt
laugardags við matreiðslu og
árangurinn fáum við að sjá fyrri
Ostadaginn í Smáralind, þeas á
laugardag. Síðan verður öllu
pakkað niður og kokkalandsliðið
heldur á Ólympíuleika í Aþenu."
Veislueldhús Osta og smjör-
sölunnar verður með starfsemi í
Vetrargarðinum og á miklu borði
verða sýnishorn af öllum
vörumerkjum innan Osta og
smjörsölunnar. "Ég er viss um að
mörgum mun koma það á óvart
hve mikil breidd er í framleiðslu-
vörum okkar, enda verða þarna
bæði vörur til stórnotenda niður í
smæstu pakkningar til eintak-
linga", segir Guðbjörg. "Margt
annað verður þarna á ferðinni eins
og vínráðgjöf á vegum Vínþjóna-
samtaka Íslands og happ-
drættispottur fyrir þá sem skila inn
boðsmiðum, sem verða bornir út
til heimila í vikunni. Í vinning er
flugmiði fyrir tvo með Iceland
Express."
Margar vörunýjungar
Ekki má gleyma vöru-
nýjungum á Ostadögum sem
jafnan kitla bragðlauka og vekja
eftirtekt. "Við vitum ekki alveg
endanlega hve margar nýjungar
verða kynntar en á meðal þeirra er
nýr mygluostur, nýir fetaostar, ný
ostakaka, bragðbættur mysuostur
og smyrjanlegur gráðostur. Við
vonumst til þess að það verði
mikið spjallað og smakkað á Osta-
dögunum og fólk hafi bæði gagn
og mikið gaman af því að
heimsækja okkur í Vetrargarðinn",
segir Ólafur E. Ólafsson að lokum.
Engin sala fer fram í Vetrar-
garðinum á Ostadögum en öllum
sem koma er boðið að smakka á
góðgætinu.
Aðildarfélög Osta- og smjör-
sölunnar eru eftirtaldir ostafram-
leiðendur: Mjólkurbú Flóamanna,
Norðurmjólk, Mjólkurstöðin á
Egilsstöðum Mjólkursamlagið í
Búðardal, Mjólkursamlag Vopn-
firðinga og Mjólkursamlag Kaup-
félags Skagfirðinga.
Einnig verða Ostabúðin á
Skólavörðustíg og Ostahúsið
Hafnarfirði, þátttakendur á Osta-
dögum.
Ostadagar í Vetrargarðinum í Smáralind 1.- 3. október
Hægt að smakka á rösklega
90 ostategundum
Osta- og smjörsalan gengst fyrir Ostadögum í Vetrargarðinum í
Smáralind dagana 1.- 3. október. Þar verður mikið um að vera enda
búist við tugþúsundum gesta. Meðal þess sem væntanlega mun draga
að verður Ólympíuborð kokkalandsliðsins, Íslandsmeistarakeppni
ostameistara, vínráðgjöf vínþjónasamtaka Íslands og frumsýningar á
nýjum ostategundum. Einnig verður Beinvernd á staðnum og býður
upp á beinþéttnimælingar. Alls verður almenningi boðið að smakka
yfir 90 ostategundir á Ostadögunum.
Íslandsmeistarakeppni í ostagerð, ólympíuborð
kokkalandsliðsins og frumsýning á nýjum ostum
Ólafur E. Ólafsson í Smáralind en þar verða Ostadagarnir eftir örfáa daga.
Smáralind verður æ vinsælli staður fyrir sýningar enda er húsnæðiið
rúmgott og auðvelt að finna bílastæði.
Tekjur af netaveiði
óverulegar miðað við
tekjur af stangaveiði
Tekjur af netaveiði eru
vafalítið óverulegar miðað við
tekjur af stangaveiði, segir í
skýrslu Hagfræðistofnunar um
efnahagsleg áhrif lax- og
silungsveiða. Árið 2003 voru
netaveiddir um 7.500 laxar eða
um 22% af stangaveiddum
löxum það árið. Eldri úttektir
hafa gefið til kynna að virði
netaveidds lax fyrir veiðifélög sé
aðeins um 7% af virði
stangaveidds lax og því má
álykta að efnahagslegt virði
netaveiddra laxa sé lítið í
samhengi við virði
stangaveiddra laxa. Árið 2003
voru netaveiddir um 60.000
silungar en algengt er að
veiðiréttarhafarnir veiði sjálfir
silung í net segir í skýrslunni.
Norðurlandsskógar
Mikill
vöxtur
þrátt fyrir
þurrt
sumar
Skógarbændur á Norðurlandi
eru nú í þann mund að ljúka
haustgróðursetningu. Í vor
gróðursettu bændur um
800.000 plöntur og í haust
verða gróðursettar um 400.000
plöntur.
Eins og alþjóð veit hefur
sumarið verið einstaklega hlýtt
en um leið hefur verið afar þurrt
á mest öllu starfssvæði Norður-
landsskóga. Þurrkurinn kom
nokkuð illa niður á smáplöntum
sem gróðursettar voru í vor en
vöxtur hefur verið óvenju mikill
hjá stálpaðri trjám. Dæmi eru um
eins metra ársvöxt á greni og
furan hefur víða vaxið 60-70 cm.
Gríðarlegur vöxtur er einnig í
ösp og mörgum víðitegundum.
Lerkið virðist hins vegar ekki
vera alveg búið að ná sér eftir
hremmingarnar í kjölfar hretsins
í fyrravor og hefur vöxtur í þeirri
tegund ekki verið eins mikill og
búast hefði mátt við. Reynsla
undanfarinna ára sýnir að á snjó-
léttum þurrum svæðum kemur
haustgróðursetning oft betur út
heldur en gróðursetning að vori.
Hins vegar er ekki heppilegt að
bera áburð á samfara gróðursetn-
ingu að haustinu og þarf því að
fara aftur yfir svæðin að vori og
bera á þær plöntur sem gróður-
settar voru haustið áður. Enn-
fremur er ekki heppilegt að
gróðursetja að hausti í landgerðir
þar sem hætta er á frostlyftingu.
Þar sem rakinn er nægur kemur
hins vegar vor- og jafnvel sumar-
gróðursetning yfirleitt best út.
Áhuginn fyrir Norðurlands-
skógaverkefninu hefur aukist
samfara því að nú eru fyrstu gróð-
ursetningarnar að verða sýnilegar.
Umsóknir inn í verkefnið berast
jafnt og þétt en því miður er ennþá
biðlisti þar sem fjármagn hefur
ekki verið nægilegt til að allir
kæmust að. Verði fjármagn til
verkefnisins samkvæmt þeirri
þingsályktunartillögu sem sam-
þykkt var á síðasta ári ætti þó að
verða hægt að útrýma biðlistanum
inn í verkefnið á næstu tveimur
árum. /VJ.
Fjörutíu pöntuðu sér
fánastangir
Búnaðarsamband Suðurlands
safnaði saman pöntunum á
fánastöngum og ljósastaurum og
leitaði síðan eftir verðtilboðum.
Alls bárust pantanir á 40
fánastöngum og 25
ljósastaurum. Valdimar
Bjarnason hjá BSS annaðist
þetta mál og sagði hann að
samið hafi verið við Bros-
auglýsingavörur í Reykjavík um
fánastangirnar. Síðan þurfa þeir
sem pöntuðu að sækja sína
stöng, hver fyrir sig, enda voru
pantanirnar allt frá Stykkishólmi
austur í Skaftafellssýslu.
Ljósastaurarnir koma frá
fyrirtækinu Sandblástur og
málmhúðun á Akureyri en
lamparnir frá Jóhanni Rönning.
Valdimar sagði að um mjög
hagstætt verð hafi verið að ræða.