Bændablaðið - 28.09.2004, Síða 7

Bændablaðið - 28.09.2004, Síða 7
Þriðjudagur 28. september 2004 7 Margir kannast við vísur séra Helga Sveinssonar, sem var prestur í Hveragerði á sinni tíð. Hann var snilldar hagyrðingur og mér er sagt að eftirfarandi vísa sé eftir hann: Margur er kátur maðurinn og meyja hneigð fyrir gaman en svo kemur helvítis heimurinn og hneykslast á öllu saman. Gisin kirkja Þessi vísa mun einnig vera eftir hann og þarfnast ekki skýringa. Mig langar stundum ósköp til að yrkja um unaðsfagur vor og litrík blóm en finnst ég eins og gömul gisin kirkja sem grætur yfir því að vera tóm. Fjóshaugurinn Valdimar Gunnarsson kennari sendi þessa vísu á Leir og sagði hana vera frá Húsavík Þegar hinsta fjöðrin fer og fjóshaugurinn hrynur og hvergi er hægt að hreykja sér þá hugsa ég til þín, vinur Snilldin tær Elías Mar rithöfundur orti þessa slitrubandavísu um kunningja sinn: Anta - jafnan etur - bus, einnig Pega - ríður - sus, spíri - því ei teygar - tus Thorla - kappinn frækn - cius. Getuleysi Séra Hjálmar Jónsson segir svo frá: Árni Johnsen getur átt spretti í ljóðagerð, ekki langa, en samt. Og hann átti part af hálkuvísunni. Einu sinni var hann að basla sama vísu og hún endaði engan veginn. Þá missti ég saman þessa: Árna Johnsen þekkir þjóð og þolir af honum hrekki. Gjarnan vill hann gera ljóð en getur það bara ekki. Slóttugur nörd Mikið var ort um Hannes Gissurarson þegar bókin Halldór kom út í fyrra. Jón Ingvar Jónsson orti þessa limru: Hann Hannes vor hatar að slóra og hamast víst minnst á við fjóra. Hann sló inn í vörd, sá slóttugi nörd, um sexhundruð síður frá Dóra. Slæm í fótunum Stefán Vilhjálmsson sendi þessa vísu á Leir en sagðist ekki vita eftir hvern hún væri Nú er ég með á nótunum, næ því pilta hylli, frekar slæm í fótunum en feikna góð á milli. Himins vangaskeggið Þessi vísa var eitt sinn birt á Leir og spurt um höfund en ég hef ekkert svar séð. Blæs í fangið, breytt er átt, boðar stranga hreggið. Niður hangir hélugrátt himins vangaskeggið. Mælt af munni fram "Lánasjóðurinn veitir lán til fjár- festinga eða framkvæmda og lán mega nema allt að 65% af kostnaði eða virði veðandlags. Undanfarin ár hefur sjóðurinn betur mætt fjárþörf bænda vegna fjárfestinga og framkvæmda og möguleikar hans til skuldbreytinga og endurfjármögnunar hafa batnað. Lánsupphæðir til einstakra bænda hafa hækkað og ekki einsdæmi að þær nemi milli 50 og 60 millj. kr. En það eru ekki upphæðirnar sem skipta megin máli, heldur hver þörf bændanna er og á hvaða kjörum fjármagnið býðst. Ég tel að við séum við með lægstu vextina og bestu kjörin", segir Guðmundur. Mun Lánasjóðurinn lækka vexti líkt og aðrar fjármálastofnanir og fyrirtæki hafa gert á síðustu vikum? "Lánasjóðurinn hefur haft það að leiðarljósi að bjóða bændum sem best kjör, enda lögbundin skylda hans. Við höfum litið svo á að allir bændur ættu að sitja við sama borð, þannig að þeir nytu allir vaxtalækkanna. Þetta hefur orðið til þess að sjóðurinn hefur hækkað vexti mun minna en bankarnir undanfarin ár, en þýðir auðvitað líka að vexti sjóðsins lækka minna en ella þegar vextir lækka aftur. Við höfum rætt hvort stíga eigi sama skref og Íbúðalánasjóður og bankarnir og láta nýja lánþega njóta þeirra kjara sem hægt er að bjóða nú, ef ekki er lækkað jafnframt á þeim sem eru með eldri lán. Vaxtalækkun hafur verið rædd hjá sjóðnum og ég á frekar von á að vextir lækki 1. okt. nk." En hvað er sjóðurinn að lána einstökum bændum mikið fé? Guðmundur segir að í raun sé ekkert hámark á lánveitingum sjóðsins. Lánveitingar sjóðsins séu misháar eftir viðfangsefnum, veltu og veðum. Sem dæmi um lána- möguleika segir hann að sjóðurinn geti lánað til framkvæmda og jarða- kaupa allt að 35 millj. kr. á 3,85% vöxtum og auk þess 2,3 millj. kr. til bústofnskaupa á 4,85%. Meðalvextir af slíkum pakka séu 3,91% en ef tekið er viðbótarlán að upphæð 10 millj. kr. verða meðalvextir 4,45% og 4,81%, ef viðbótarlán nemur 20 millj. kr. Meðalútlánavextir sjóðsins sl. ár voru til samanburðar innan við 4,5%. Það hefur verið nefnt að bankarnir geti ekki boðið bændum eins góð kjör og ella vegna þess að Lánasjóðurinn krefjist ætíð fyrsta veðréttar. Eru hugsanlegar breytingar á því fyrirkomulagi? "Þetta er lögbundið og ekki á færi sjóðsins að gera þar á breyt- ingar. Það hefur hins vegar verið ágætt sátt um að bændurnir nytu þeirra lána sem þeir hafa fengið hjá sjóðnum upp að ákveðnu marki. Ég efast um að það sé í þágu bændanna að gera þarna breytingar á. Verði það gert, gætu möguleikar sjóðsins til lánveitinga til einstakra bænda skerst, m.a. vegna 65% reglunnar. Það er þó rétt að benda á að þau kjör sem bankarnir og aðrir bjóða nú eru bundin við 1. veðrétt." Er skylduaðild bænda að Lánasjóði landbúnaðarins orðin tímaskekkja? Hvað fer mikið af búnaðargjaldinu beint til Lánasjóðsins? "Það er nú varla um aðild að sjóðnum að ræða, en greiðslu bún- aðargjalds fylgir möguleiki á lánum með betri kjörum. Það eru sjálfsagt skiptar skoðanir á þessu fyrir- komulagi, en þetta er leið grein- arinnar til að auðvelda nýliðun og uppbyggingu. Að mínu mati hefur þetta reynst greininni í heild farsælt og tryggt betur en ella að allir bændur hefðu aðgang að fjármagni, óháð búgrein eða búsetu." Guðmundur segir það er breytilegt eftir búgreinum hve mikið þær greiða til sjóðsins. Flestar búgreinar greiði 0,5%, kúabændur greiði þó 0,85%, sauðfjárbændur 0,8% og garðyrkjubændur 0,35%. Að meðaltali sé þetta ekki fjarri því að vera um 0,7% af veltu þeirra greina sem greiða búnaðargjald. En hvað er þá t.d. kúabóndi sem er með 300 þúsund lítra framleiðslu að greiða til sjóðsins í formi búnaðargjalds? "Miðað við 25 millj. kr. árlega veltu greiðir hann um 215 þús. kr. til sjóðsins. Hafi viðkomandi fengið 20 millj. kr. lán hjá sjóðnum á 3,85% vöxtum fær hann til baka 230 þús. kr. í formi vaxtasparnaðar m.v. 5% vexti og 430 þús. kr. ef miðað er við 6% vexti. Sauðfjárbóndi með 600 kindur og jafnmikið greiðslumark greiðir á sama hátt u.þ.b. 55 þús. kr. og garðyrkjubóndi með 20 millj. kr. veltu 70 þús. kr." Telur þú að nú þegar vextir hafa lækkað að einhver tilgangur sé með starfrækslu sjóðs eins og Lánasjóðsins? "Ég tel að það hafi reynst bændum happadrjúgt að þeir héldu "sínum" sjóði þegar sjóðir annarra atvinnuvega hurfu inn í fjármálakerfið. Kjör bænda hjá sjóðnum hafa bæði hvað varðar vexti, lánstíma og önnur kjör verið hagstæðari en þeim hefðu annars boðist og menn verða að hafa í huga að hjá sjóðnum eru rúmir þrír milljarðar króna "í vinnu" fyrir bændur. Sú vaxtalækkun sem nú er orðin er ánægjuleg, en við vitum ekki hve varanleg hún verður. Ég tel því rétt að menn sjái hvað úr þessu verður, en ef bændur kæmust að þeirri niðurstöðu að það sé ekki í þeirra þágu að starfrækja Lánasjóð landbúnaðarins, þá væru það skýr skilaboð." Eru einhverjar breytingar framundan hjá sjóðnum? "Við munum halda áfram að bæta starfshætti sjóðsins með því að einfalda lánareglurnar, fækka vaxta- flokkum, einfalda og auðvelda umsóknarferlið og fella niður sérstakar takmarkanir og frávik í lánveitingum til einstakra verkefna. Sjóðurinn mun áfram krefjast tryggra veða en leggja jafnframt áherslu á rekstrarhæfi og greiðslu- getu. Við viljum leggja okkur í líma við að þjónusta bændur að því marki sem okkur er unnt og gera það á skjótan, einfaldan og skýran hátt" sagði Guðmundur að lokum. /TB Bændum bjóðast nú breytileg kjör á lánamarkaði og hefur umhverfið tekið nokkrum breytingum síðustu mánuði. Bændablaðið hefur heimildir fyrir því að bankar hafi boðist til að greiða upp lán frá Lánasjóðnum og boðið bændum "heildarpakka" hvað fjármögnun áhrærir. Til eru bændur með fjárþörf á bilinu 40-80 milljónir króna og þeir hafa þurft að leita fjármagns utan sjóðsins. Bændablaðið óskaði álits Guðmundar Stefánssonar, framkvæmdastjóra Lánasjóðsins á þessu og ræddi við hann um lánamarkaðinn. Líklegt að Lána- sjóður landbúnaðar- ins lækki vexti Á Írlandi eru 69% kúabúa nautakjötsfram- leiðslubú en greinin hefur mun meira vægi þar í landi en t.d. á Bretlandi og í Frakklandi. Flest eru holdanautabúin mjög lítil, um eða innan við 10 kýr, en meðalstærðin er um 15 holdakýr. Margir nautakjötsframleiðendur kaupa þó kálfa af mjólk- urframleiðendum og ala þá til slátrunar. Heildar- fjöldi kúa á Írlandi árið 2001 var 2.358 þús. kýr, þar af 1.125 þús. holdakýr. Mjólkurkúm hefur þó fækkað síðustu ár á meðan holdakúm hefur fjölgað allnokkuð og nálgast nú hlutfallið um 50:50. Al- gengasta holdakynið er Charolais, um 46%, þá Limousine 25% og Simmental rúm 9%. Belgian Blue er notað í um 8% tilvika en er umdeilt þar sem kálfar af þessu kyni valda oft burðarerfið- leikum og í hreinrækt eru Belgian Blue kálfar undantekningarlaust teknir með keisaraskurði. Alls kyns blendingsræktun er viðhöfð. Algengast er að blanda saman Holstein/Friesian og Hereford eða Angus og kvígurnar af því seldar sem holdakýr. Þessar holdakýr eru gjarnan sæddar með kynjum með meiri vaxtarhraða, oftast Charolais eða jafnvel Simmental en kvígurnar frekar með Limousine sem gefur minni burðarerfiðleika. Meðalfallþungi af uxum um 330 kg Burðartími holdakúnna er nokkuð árstíða- bundinn og þannig eru flestir burðir holdakúa í apríl til júní eða rétt tæp 50%. Um 37% bera á tímabilinu janúar til og með mars, 9% í júlí til september og aðeins 7% í vetrarbyrjun, þ.e. október til desember. Nautin eru nánast undan- tekningarlaust gelt eða í 95% tilvika. Meðal- fallþungi er um 330 kg af uxum en kvígurnar eru nokkru léttari eða um 280 kg. Flestum gripum er slátrað við 22-25 mánaða aldur eða þegar seinni gripagreiðsla frá ESB hefur farið fram. Um 44% gripa fara í R- kjötflokk skv. EUROP flokkun- arkerfinu og 37% í O. Þannig er flokkun vart nægi- lega góð samanborið við önnur Evrópulönd enda er vaxandi áhugi á hreinræktuðum Friesian kúm hjá þeim kúabændum sem selja kálfa til lífs þar sem þær gefa þéttvaxnari holdakýr en Holstein- blandaðar Friesian-kýr. Írskir bændur fá 240-250 krónur fyrir kg. af nautakjöti auk margvíslegra styrkja Nautakjötsframleiðslan veltir um 1.380 milljónum  eða 33% af heildarlandbúnaðarfram- leiðslu á Írlandi. Mikill meirihluti nautakjötsins er fluttur út eða 85%. Umtalsverður fjöldi nautgripa er fluttur út lifandi eða um 10% veltunnar af nauta- kjötsframleiðslunni. Langstærsti nautakjöts- markaðurinn er Bretland með um 53% markaðs- hlutdeild og síðan kemur Rússland með um 15%. Flestir gripa sem eru fluttir út á fæti fara til Spánar. Verð til bænda fyrir nautakjöt er um 240-250 ISK/kg eða um 10-15% lægra en hérlendis. Þar Nautakjötið vegur þungt í írskum landbúnaði Nautakjötsframleiðsla er mjög mikilvæg búgrein á Írlandi, hefur t.d. mun meira vægi en á Bretlandi og í Frakklandi. Framhald á bls. 31 Guðmundur Stefánsson.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.