Bændablaðið - 28.09.2004, Síða 8

Bændablaðið - 28.09.2004, Síða 8
8 Þriðjudagur 28. september 2004 ,,Við útskrifuðumst í byrjun júní sl. þannig að ég hef nú ekkert gert í því enn sem komið er að koma hugmyndinni á fram- færi. Upphaflega var gengið út frá því að þessi hestamiðstöð yrði á Akureyri. Nú eru þeir hins vegar að hefja byggingu reið- hallar og því hef ég í hyggju að breyta áætluninni smávegis og miða hana út frá mínu sveitar- félagi, Mývatnssveit," sagði Árný Hulda. Hún segir að í viðskipta- áætluninni sér gert ráð fyrir meiru en reiðhöll. Þarna gæti verið hestaleiga, reiðskóli, að- staða fyrir hestamenn á ferð að geyma hrossin sín, sýningar- aðstaða, veitingasala og jafnvel sýningar fyrir erlenda ferðamenn. Árný Hulda segir mjög mikinn skort á svona aðstöðu í landinu. Einna helst sé hana að finna á Suðurlandi en lítið sem ekkert þess utan. ,,Þetta er dýrt dæmi en mikið væri gaman að geta staðið fyrir þessu sjálf. Það má segja að kviknað hafi smá neisti fyrir þessu hér í vor og ekki síst vegna hins erfiða ástands í at- vinnumálunum í Mývatnssveit. Hestaflutningar Árný Hulda og eiginmaður hennar, Hólmgeir Eyfjörð, reka hestaflutningafyrirtækið Eldfara. Þau eru með stærsta hesta- tengivagn á landinu sem tekur um 12 hesta. Hún segir að það hafi verið drjúgt að gera í sumar en nú sé komin deyfð í hesta- flutninga enda flest hross komin í haga. Varmaorkuverið á Húsavík er fyrsta jarðvarmaorkuverið í heiminum sem notar Kalina tæknina við raforkuframleiðslu. Stöðin framleiðir um 2 MW af raforku með kælingu á 124 gráðu heitu jarðhitavatni niður 80 gráður áður en vatnið er nýtt fyrir hitaveitu bæjarins. Með þessari raforkuframleiðslu annar Orkuveita Húsavíkur þannig um þremur fjórðu hlut- um af allri raforkuþörf bæjarfé- lagsins. Varmaorkuverið var gangsett í júlí árið 2000. Byrjun- arörðugleikar voru nokkrir einkum vegna galla sem rekja má til hönnunar- og framleiðslu- galla í skiljubúnaði og eim- svölum orkuversins. Þessu hefur öllu verið kippt í lag. Kalina tæknin byggist á því að framleiða raforku með því að nýta varma úr lághita til suðu á blöndu af amoníaki og vatni sem streymir í lokaðri rás. Það er einmitt eðli amoníaks-vatnsblöndunnar sem sker þessa tækni frá öðrum hlið- stæðum. Kalina tæknin hefur verið þróuð í yfir 20 ár en skipulögð markaðssetning hennar hófst fyrir nokkrum árum. Hún er kennd við Rússann Alexander Kalina sem er innflytjandi í Bandaríkjunum. Nú eru tvær Kalina rafstöðvar í heiminum, á Húsavík og í Ástralíu. Í framhaldi af uppsetningu stöðvarinnar á Húsavík stofnuðu Verkfræðistofa Guðmundar og Kristjáns í Reykjavík, Útrás á Akureyri, Tækniþing á Húsavík og Orkuveita Húsavíkur fyrirtækið X- Orku. Markmið fyrirtækisins er að þróa og markaðssetja rafstöðvar sem nýta varma úr lághita til framleiðslu á raforku með Kalina tækni. Rafstöðvarnar verða nýttar til að virkja jarðvarma frá lághitasvæðum auk þess að verða seldar til iðnaðar- og framleiðslu- fyrirtækja til að nota glatvarma á raforkuframleiðslu. X-Orka hefur tryggt sér einkarétt á sölu Kalina tækninnar í Evrópu. Kalina rafstöðin á Húsavík Fyrsta rafstöð sinnar tegundar í heiminum Nettengingar frá eMax Í síðustu viku bauð eMax fyrirtækið undirrituðum á kynningu á þeirri þjónustu sem þeir bjóða upp á í nettengingum. Um kynninguna sáu Oddur Hafsteinsson, deildarstjóri rekstrarsviðs hjá Þekkingu ehf., og Sveinbjörn Nikulásson, kerfisstjóri eMax ehf. Í þessu tölublaði Bændablaðsins er grein um eMax og auglýsing sem kynnir þá kosti sem bændum standa til boða frá fyrirtækinu. Það er fagnaðarefni að fylgjast með þróuninni í þessum málum og ljóst að öll samkeppni kemur bændum til góða. Undanfarna mánuði hafa verið settir upp örbylgjusendar í Vík í Mýrdal, víða í Borgarfirði og á næstunni stendur til að koma upp sendi á Kirkjubæjarklaustri. Sveitarfélög á sumum stöðum hafa lagt sitt af mörkum til að koma á þessari tengingu. Skoða þarf aðstæður á hverjum stað og hjá hverjum og einum hvort tenging frá eMax komi til greina og skoða þá bæði stofn- og rekstrarkostnað. Fyrir þá sem þurfa á öflugri tengingu að halda og nota netið töluvert er rétt að skoða kosti eMax tengingar sem samsvarar ADSL tengingu. Kynbótamat í nautgriparækt í Huppu Nýjasta kynbótamat í nautgriparækt er að finna í nýrri útgáfu af Huppu á netinu sem allir héraðsráðunautar búnaðarsambanda hafa aðgang að. Í gagnagrunni Huppu er nú að finna um 200.000 gripi. Huppa verður opnuð fyrir alla kúabændur á næstunni en á meðan geta bændur leitað til búnaðarsambands á sínu svæði til að fá upplýsingar svo sem um nýjustu lykiltölur úr skýrsluhaldinu, bús- meðaltöl, naustsmæðralista, kynbótaeinkunnir fyrir ætterni, eigin afurðir og afurðamat. Áfangsigur í nettengingum bænda Í frétt í Bændablaðinu er greint frá því að þegar sumarframvæmdum Símans lýkur þá séu aðeins um 60 bæir sem ekki eiga þess kost að fá sér nettengingu. Mikið hefur því áunnist á undanförnum árum eða frá því Bændasamtökin fór að beita sér í málinu. Á þessum árum hefur hins vegar tækninni fleygt fram og hér á undan var greint frá örbylgjusambandi við netið sem eMax fyrirtækið hefur verið að setja upp víða um land. Flestir eru farnir að gera sér grein fyrir að ásættanleg tenging við netið er hluti af þeim lífsgæðum sem landsbyggðarfólk á sama rétt á og þéttbýlisbúar. Þrýsta verður á stjórnvöld og stjórnmálamenn enn betur til að tryggja viðundandi samband við netið fyrir alla landsmenn. Viðunandi netsambandi verður aldrei komið á í eitt skipti fyrir öll heldur er hér um stöðuga baráttu að ræða vegna örra tækninýjunga og breytilegrar eftirspurnar. Jón Baldur Lorange Árný Hulda Sæmundardóttir í Mývatnssveit Fékk hvatningarverð- laun fyrir viðskipta- áætlun um hestamiðstöð Árný Hulda Sæmundardóttir úr Mývatnssveit vann til hvatningarverðlauna fyrir viðskiptaætlun sem hún vann að á námskeiðinu ,,Brautargengi" síðastliðinn vetur. Námskeiðið er á vegum Impru nýsköpunarmiðstöðvar. Þessi viðskiptaáætlun gengur út á hestamiðstöð, reiðhöll með öllu tilheyrandi fyrir hestamenn og áhugamenn. Tölvur og tækni Tungnaréttir í Biskupstungum voru haldnar fyrr í mánuðinum. Jafnvel er talið að þetta hafi verið síðustu réttirnar ef skera þarf niður meira fé í sveitinni vegna riðu. Nú voru um 3000 fjár í réttunum af fimm bæjum, þar af rúmlega helmingur frá Bræðratungu. Fyrir 25-30 árum voru um 14 þúsund fjár í réttunum en fyrst var réttað í Tungnaréttum á núverandi staði árið 1955. Nú fóru 24 einstaklingar á fjall í sjö daga. Fjallkóngur var Kjartan Sveinsson í Tungu. Í réttunum sungu þessir björtu tenórar! /MHH Tenórar í Tungnaréttum Í sumar lauk mikilli endurnýjun á sláturlínu Sláturhúss Kaupfé- lags Skagfirðinga á Sauðár- króki. Þessi endurnýjun hefur staðið yfir í nokkur ár. Ágúst Andrésson sláturhússtjóri sagði að í sumar hefðu þeir fengið tæki sem væru hrein bylting bæði hvað vinnsluhraða og hreinlæti varðar. Annað tækið eru lappaklippur sem virka þannig að lappirnar klippast af án þess að manns- höndin komi þar nærri. Þá er um að ræða fláningartæki sem rífur upp skinnið af bringunni. Ágúst segir að þetta hafi verið þannig og sé enn hjá flestum sláturleyfis- höfum að menn skera í burtu bringusepa sem kallað er í upphafi fláningar. ,,Við höldum þessum sepa og rífum bara upp bringuna með þessu tæki, þannig er hægt að koma í veg fyrir að óhreinindi geti mögulega komist inn á kjötið sem annars vill verða með hinni að- ferðinni. En aðal tækið sem við fengum í sumar er afdragari sem tekur af gæruna frá hálsi, herðum og bógum og niður á bak. Þetta tæki léttir mjög störfin og eins náum við fram betra hreinlæti. Tækið tekur í gæruna og strekkir á henni og fylgir síðan skrokknum og rífur gæruna niður," segir Ágúst. Hann segir að með þessum tveimur tækjum sé afkastagetan mun meiri en áður og hreinlætið aukist. Búnaðurinn býður upp á afköst á milli 500 til 600 skrokka á klukkustund. Þjálfun starfsmanna á tækin og þessi nýju vinnubrögð eru afar mikilvæg. Ágúst segir að tækin séu smíðuð í Bretlandi eftir nýsjálenskri fyrirmynd. Til þess að ná strax tökum á þessum nýju tækjum voru ráðnir til slátur- hússins 6 slátrar frá Nýja-Sjálandi sem vinna á línunni og kenna Íslendingunum um leið. Þá má geta þess að sláturhúsið var að fá nýjan fjárflutningabíl sem tekur 670 fjár. Á bílinn er sett karfa sem féð er flutt í og síðan er tengivagn með sams konar körfu. Körfurnar eru fjögurra hæða og koma frá Nýja-Sjálandi eins og tengivagninn. Ágúst segir að dagslátrunin sé á milli 2300 til 2500 fjár. Búist er við að alls verði slátrað á milli 90 til 100.000 fjár hjá Sláturhúsi Kaupfélags Skagfirðinga. Í haust verður mest flutt út af dilkakjöti til Hollands og Frakklands, Færeyja, Bretlands og einnig fer eitthvert magn til Ítalíu. Sláturhús Kaupfélags Skagfirðinga Mikilli endurnýjun lokið á sláturlínu hússins

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.