Bændablaðið - 28.09.2004, Qupperneq 9
Þriðjudagur 14. september 2004 9
Kjötmjölsverksmiðjunni í
Hraungerðishreppi hefur verið
bannað að selja afurðir sínar í
heilt ár. Verksmiðjan framleiddi
kjötmjöl og fitu úr sláturúrgangi
á öllu Suður- og Suðvesturlandi.
Við kúariðufaraldur sem kom
upp í Evrópu stöðvaðist út-
flutningur á kjötmjöli og í fram-
haldi af því bannaði landbúnað-
arráðherra verskmiðjunni alla
sölu á afurðum sínum. Kjötmjöl
hafði fram að því verið selt utan
og til innlendra loðdýrabænda
og einnig sem áburður. Fitan
hafði verið notuð bæði til eldis
loðdýra og svína. Smitefni riðu
hefur aldrei fundist í fitu og talið
er að það eyðist í framleiðslu
kjötmjöls sé það hitað nógu hátt
og lengi, eins og Kjötmjöl gerði.
Sölubannið leiddi til þess að
fyrirtækið Kjötmjöl varð gjald-
þrota og Búnaðarbankinn keypti
rekstur þess og stofnaði nýtt fyrir-
tæki, Förgun, utan um reksturinn.
Núna er allur sláturúrgangur hita-
meðhöndlaður í verksmiðju
Förgunar og síðan urðaður á aðal
sorpurðunarstað Suðurlands í
Kirkjuferjuhjáleigu í Ölfusi. Úr
hluta úrgangsins er unnin fita sem
notuð er til brennslu á kötlum
verksmiðjunnar og þá fellur til
mjöl sem er líka urðað.
Torfi Áskelsson, framleiðslu-
stjóri Förgunar, fór nýverið á fund
landbúnaðarráðherra og gerði
honum grein fyrir því að annað-
hvort fengi verksmiðjan leyfi til að
selja loðdýrabændum fitu og mjöl
og hefja útflutning kjötmjöls aftur
eða verksmiðjunni yrði endanlega
lokað. "Við erum með kaupanda
að kjötmjöli í Asíu," segir Torfi.
"Við erum að borga rúma milljón á
mánuði í kostnað við urðun sem er
að sliga reksturinn. Með afléttingu
sölubannsins getum við selt mjöl
til Asíu og til loðdýrabænda
innanlands og losnað við fituna
bæði í loðdýrafóðri og til brennslu
í verksmiðjunni. Annars lokar
verksmiðjan og þá verða menn að
finna aðra leið til að farga
sláturúrganginum." /Soffía.
Sláturúrgangur er hitameðhöndlaður í kjötmjölsverksmiðju Förgunar og fluttur til urðunar. /Bbl. Soffía.
"Við tökum ekki við neinum sýktum afurðum," segir Torfi. "Hér er ekki tekið við
afurðum af fé sem skorið er niður vegna riðusmits, ekki af neinum skepnum sem
vitað er til að séu sjúkar og ekki við neinu nema frá viðurkenndum sláturleyfishöfum
og kjötvinnslum.
Ég má fara út í búð og kaupa kjöt í matinn, sem kemur frá sláturhúsum og
kjötvinnslum hérna," bendir Torfi á, "en ég má ekki selja hitameðhöndlaðan
sláturúrgang frá þessum sömu aðilum, til að bera undir tré eða til að fóðra loðdýr, af
því að það felur í sér hættu á riðusmiti. Hver sér glóru í svona ákvörðunum?"
Ófremdarástand í málefnum
Kjötmjölsverksmiðjunnar í
Hraungerðishreppi
Ráðherra beðinn
um að aflétta
sölubanni
Guðmundur Tryggvi Ólafsson, um-
hverfisfræðingur hjá Sorpstöð
Suðurlands, segir algjörlega óvið-
unandi að taka aftur upp urðun ómeð-
höndlaðs sláturúrgangs. "Þessi
úrgangur er fljótandi, sérstaklega í
sláturtíð, þá verður urðunarsvæðið að
fúamýri og hætta á að úrgangurinn
vaðist út. Hann má heldur ekki vera á
yfirborði í lok dags. Ómeðhöndlaður
sláturúrgangur er það sem meindýr
hafa áhuga á, ekki kjötmjölið. Hann
getur líka innihaldið sjúkdómsvaldandi
örverur eða smitefni sem drepast í
vinnsluferli kjötmjöls. Eftir
meðhöndlun er efnið aðeins 30% af
því sem það væri annars og þurrara
og meðfærilegra til urðunar. Annars er
urðun kjötmjöls sorgleg meðferð á
góðu áburðarefni og engin rök fyrir að
farga því. Um allan heim er verið er
að þrengja reglur sem heimila urðun á
sláturúrgangi og lokun verksmiðjunnar
væri mikil afturför," segir Guðmundur.