Bændablaðið - 28.09.2004, Qupperneq 10

Bændablaðið - 28.09.2004, Qupperneq 10
10 Þriðjudagur 28. september 2004 Um síðustu áramót fundu margir svínabændur fyrir því að fóðrið sem þeir keyptu til að gefa dýrunum var ekki eins og það átti að sér að vera. Óvenjumikið var um rusl og mylsnu í korninu og þess voru jafnvel dæmi að sandur og grjót gerði vélum sem þeir nota við fóðrun svínanna erfitt fyrir. Nokkur fjöldi bænda kvartaði yfir þessu til Aðfangaeftirlitsins sem hefur það hlutverk að fylgjast með gæðum fóðurs, áburðar og sáðvöru sem notuð er í íslenskum land- búnaði. Afdrif þeirra kvartana má fræðast um í rammaklausu sem birt er hér á síðunni. Sú saga vekur hins vegar upp forvitni um starf- semi Aðfangaeftirlitsins og þess vegna bað Bændablaðið Ólaf Guðmundsson, forstöðumanns þess, að segja frá því. Aðfangaeftirlitið starfar að mestu leyti í krafti laga og reglu- gerða sem byggjast á reglum Evrópusambandsins um heilbrigði dýra og matvælaöryggi. Þær reglur tóku miklum breytingum í kjölfar kúariðunnar og annarra áfalla sem evrópskur landbúnaður varð fyrir um aldamótin og tóku þær breytingar flestar gildi á árunum 2001-2 þótt sumt sé enn að breytast. Reglurnar sem Íslendingar verða að hlíta varðandi gæði og hreinleika fóðurs og sáðkorns er að finna í viðaukum við EES- samninginn. "Þótt við séum undanþegin reglum um lifandi dýr og plöntuheilbrigði þá nær undan- þágan ekki til fóðurs, áburðar og sáðvöru. Hvað hin sviðin varðar þá verðum við líka að laga okkar reglur að regluverki ESB af þeirri einföldu ástæðu að við þurfum að eiga viðskipti við ESB-ríkin," segir Ólafur.Samkvæmt þessum reglum ber Aðfangaeftirlitinu að fylgjast með gæðum og hreinleika fóðurs, áburðar og sáðvöru sem er á markaði hér á landi og gildir það bæði um innflutning, sölu og dreifingu erlendrar vöru og framleiðslu og viðskipti með innlenda vöru. Eftirlitið eykst Reglugerðin um fóður sem Aðfangaeftirlitið starfar eftir var sett árið 2001 en síðan hefur henni verið breytt fjórtán sinnum og segir það sína sögu um þær öru breytingar sem orðið hafa og eru að verða á þessu sviði. "Það sem helst hefur breyst er að efnum sem notuð eru við fram- leiðslu fóðurs er sífellt að fjölga, til dæmis hafa bæst inn í reglugerðina ýmis ensím eða efnahvatar. Einnig hefur óleyfi- legum efnum fjölgað, til að mynda var bannað að nota kjötmjöl við framleiðsluna í kjölfar kúafársins," segir Ólafur. Hann bætir því við að enn séu ekki komin nein ákvæði um erfða- breytt fóður en að þau séu væntan- leg á næstunni. "Það hafa verið settar reglur um erfðabreytt matvæli og fóður í Evrópusam- bandinu og reglurnar um fóðrið taka gildi hjá okkur. Þar er meðal annars kveðið á um að allt fóður sem framleitt er með erfðabreytt- um plöntum skuli sérstaklega merkt á umbúðum. Einnig þarf að vera hægt að rekja það til fram- leiðandans og Aðfangaeftirlitinu ber að hafa eftirlit með þessu. Árið 2006 verður einnig sú breyting að eftirlitið nær til fram- leiðslu bóndans á fóðri til eigin nota, en hingað til hefur Aðfanga- eftirlitið eingöngu fylgst með framleiðslu fóðurs til dreifingar og sölu. Þegar sú breyting tekur gildi þarf að auka eftirlitið heima á bæjunum. Loks hefur ESB sett á fót eftirlit sem á að fylgjast með að eftirlitsstofnanir landanna standi sig í stykkinu. Hvað okkur varðar sér eftirlitsstofnun EFTA um það eftirlit." Breyttar áherslur Ólafur segir að þessar Evrópureglur hafi haft veruleg áhrif á starfsemi Aðfangaeftir- litsins. "Þegar ég hóf hér störf árið 1997 var ég eini starfsmaðurinn og það segir sig sjálft að ég gat ekki framfylgt öllum þessum reglum. Við höfðum til dæmis eingöngu eftirlit með fiskimjöli sem fór á innanlandsmarkað. Eftirlitsstofnun EFTA gerði þá athugasemd að þar sem EES-svæðið er einn markaður yrðum við að hafa sams konar eftirlit með öllu fiskimjöli og fóðri sem framleitt væri í landinu, hvort sem það væri til útflutnings eða til nota innanlands. Það höfum við svo gert að því frátöldu að Fiskistofa fylgist með hreinlæti í verksmiðjunum eins og í öðrum fiskvinnsluhúsum. Þetta jók að sjálfsögðu verulega verkefni okkar því hér eru framleidd um 200.000 tonn af fiskimjöli á hverju ári og mikið af lýsi sem notað er í fóður. Önnur breyting sem hefur orðið er að áður var aðalverkefni Aðfangaeftirlitsins að fylgjast með gæðum fóðursins, að það stæði undir þeirri lýsingu sem fram- leiðandinn setti á umbúðirnar. Nú beinist eftirlitið fyrst og fremst að óæskilegum og bönnuðum efnum, svo sem díoxíni og þungmálmum í fóðurefnum og að skordýra- og sveppaeitur sé ekki yfir leyfilegum mörkum í korni. Þetta hefur náttúrlega bitnað á eftirliti með næringarefnum, það segir sig sjálft. Þetta helst í hendur við breytingu sem varð hjá ESB þegar matvælaöryggið varð aðalatriðið en ekki næringargildið í fóðrinu." Dýrar rannsóknir Nú hefur starfsfólki Aðfanga- eftirlitsins fjölgað í tæplega fjögur stöðugildi. En hefur atvinnu- greinin sem því er gert að fylgjast með ekki breyst? "Jú, hún tekur stöðugum breytingum. Nú geta bændur ýmist blandað fóðrið sjálfir eða keypt Reglugerðinni breytt fjórtán sinnum á þremur árum Það hefur verið sótt að svínabændum úr ýmsum áttum undanfarin misseri. Verð á svínakjöti til framleiðenda hefur lækkað verulega á sama tíma og verð á korni og öðru fóðri hefur hækkað hressilega. Þegar við bættist að vélakostur svínabúanna fór að slitna óeðlilega hratt vegna aðskotahluta í fóðurkorninu þótti þeim skörin vera að færast upp í bekkinn. Þeir kvörtuðu til Aðfangaeftirlitsins og fóru fram á að stofnunin gerði athugun á því hvers vegna gæðum kornsins hefði hrakað svo mjög. Ingvi Stefánsson, formaður svína- bænda, sagði að bændur hefðu um síðustu áramót orðið varir við að mylsna og rusl væri í korninu. Það fór einnig að bera á sliti í vélbúnaði sem rakið var til þess að í korninu leyndist bæði sandur og grjót. Einnig leiddu léleg gæði kornsins til þess að gefa þurfti svínunum meira og það munar um það í rekstrinum því fóðrið er langstærsti útgjaldaliður svínabúanna. Allt að 20% mylsna og rusl Aðfangaeftirlitið heimsótti tvö býli, annað á Norðurlandi sem keypti sitt korn hjá Bústólpa, hitt á Suðurlandi sem var í viðskiptum við Mjólkurfélag Reykjavíkur. Tekin voru sýni úr kornvörunni og reyndust niðurstöðurnar athyglisverðar. Í hveiti sem keypt var hjá Bústólpa reyndust 15,5% vera sandur og mulningur og 8,6% af bygginu var sama eðlis. Auk þess fannst grjót í sýnunum. Í maís frá MR voru 19,9% mylsna og stönglar en þar var enginn sandur og heldur ekki í bygginu sem reyndist þó innihalda 14% af hálmi og mulningi. Á sama tíma tók stofnunin sýni úr tveimur skipum sem komu með korn til landsins. Í þeim var talsvert af mulningi en enginn sandur. Að sögn Ólafs Guðmundssonar hjá Aðfangaeftirlitinu var rætt við fóðursalana sem ekki vildu kannast við að neitt væri í ólagi hjá þeim. Vildu sumir kenna bændum sjálfum um og settu fram ýmsar skýringar, svo sem þá að þeir beittu hringdælingu þannig að þeir söfnuðu til dæmis ryki og mulningi sem til félli til að nýta hráefnið betur og að þetta gæti orsakað uppsöfnun í tönkunum. Þessu mótmæla svínabændur og benda á að sýnin hafi verið tekin úr tönkunum áður en korninu var dælt inn á fóðurkerfi. Að sögn Ólafs voru fóðursalarnir beðnir að skoða hlutina hjá sér og það virðist hafa borið árangur því nú í sumar var ástandið kannað aftur og hafði þá batnað til mikilla muna. Ekki kvaðst Ólafur hafa skýringu á því hvað þarna hefði gerst. Hugsanlega hefði verið um að ræða einn eða fleiri farma sem hefðu verið með óvenjulega miklu ryki og mulningi en um það væri erfitt að segja. "Það gerir okkur erfitt fyrir í þessu máli að reglurnar sem við störfum eftir eru frekar óljósar hvað gæði snertir. Þar segir einungis að fóðrið skuli vera heilbrigt og af háum gæðaflokki, en um þessi hugtök er hægt að deila. Við eigum líka erfitt um vik að taka sýni því fóðrinu er yfirleitt dælt í turna á bæjunum og við komumst einungis til að taka sýni neðst í þessum turnum. Þar gæti verið meira af mylsnu og hálmi en ofar í turnunum, um það vitum við ekki. Það verður líka að hafa það hugfast að korn er selt sem hrávara svo það eina sem við getum gert er að ráðleggja bændum að sigta kornið áður en það er sett í vélarnar." Verðhækkanir og fákeppni Ingvi Stefánsson sagðist ekki hafa neina einhlíta skýringu á því af hverju gæðum kornsins hefði hraka svona tímabundið. Væntanlega hefur korninnflytjandinn keypt lélegra korn en hann var vanur. Ólafur kannaðist ekki við þetta og sagði að kornið væri keypt hjá mörgum fyrirtækjum í Kanada, Bandaríkjunum og Evrópu. Það væru engir opinberir alþjóðlegir gæðastaðlar á fóðurkorni sem næðu yfir þetta en samkeppnin væri hörð og enginn vildi láta á sig sannast að hann seldi lélega vöru. Það jók svo enn á óánægju svínabænda að á sama tíma og þeir glímdu við þetta lélega korn máttu þeir sæta miklum verðhækkunum á fóðrinu. Verðið hækkaði um 30% frá áramótum og fram á sumar. Ingvi sagði að þetta hefði átt sér eðlilegar orsakir framan af því verð á korni á alþjóðamörkuðum hækkað talsvert fram eftir árinu. Þannig hafi verð á sojamjöli til að mynda verið hærra en nokkru sinni fyrr á fyrri hluta ársins. "Hins vegar fór verðið að lækka í vor en sú lækkun var mjög lengi að skila sér til okkar, það er raunar ekki fyrr en nú í haust sem það gerist. Við teljum að fyrir þessu sé meðal annars sú ástæða að fóðursalar séu að bæta sér upp tap sem þeir hafa orðið fyrir að undanförnu vegna gjaldþrota í svína- og kjúklingarækt. Þeir virðast ætla að afskrifa þetta tap á kostnað þeirra sem enn lifa í greininni," sagði Ingvi. Mylsna og rusl, sandur og grjót -í allt að fimmtungi sýna, sem tekin voru úr fóðurkorni, sem íslenskir svínabændur keyptu snemma á þessu ári - Breytingar á starfsemi Aðfangaeftirlitsins hafa verið örar en hún fylgir að mestu reglum Evrópusambandsins um matvælaöryggi og dýraheilbrigði Guðmundur Leifsson, verksmiðjustjóri hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur, var í óða önn að skipa upp evrópsku byggi þegar ljósmyndara bar að garði. Farmurinn í þessu skipi var á bilinu 1.600 – 1.700 tonn. Íslenskir bændur framleiða um 8.000 tonn af byggi árlega svo það fer nærri að áætla að skipsfarmurinn sé ígildi fimmtungs ársframleiðslu íslenskra kornbænda. Samskipti Aðfangaeftirlitsins við fóðurinnflytjendur felast m.a. í því að skrá vörurnar, gefa upplýsingar til tollayfirvalda og taka eftirlitssýni. Til að fyrirbyggja að flutt sé til landsins vara sem ekki hefur verið skráð hjá Aðfangaeftirlitinu eru skjöl skoðuð við innflutning og gengið úr skugga um að varan falli að þeim reglum sem í gildi eru, m.a. að því er varðar hollustu, heilbrigði og umhverfisvernd.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.