Bændablaðið - 28.09.2004, Qupperneq 12
12 Þriðjudagur 28. september 2004
Verkið hefur gengið vel og var
vefurinn formlega opnaður á
Landsmóti hestamanna á Hellu sl.
sumar af Jóni Alberti Sigurbjörns-
syni, formanni LH, og Magnúsi
Guðmundssyni, forstjóra LMÍ.
Mikill fjöldi leiða er þegar kominn
inn í grunninn og geta hestamenn
skoðað vefinn á slóðinni
http://atlas.lmi.is/reidleidir. Með
því að smella á spurningamerkið
neðst á skjánum fást upplýsingar
um grunninn og hvernig á að nota
hann. Um kynningarútgáfu er að
ræða og eru hestamenn hvattir til
að kynna sér hana vel og gera
athugasemdir um endurbætur og
leiðréttingar.
Landssamband hestamannafé-
laga keypti nokkur GPS tæki sl.
sumar og dreifði til ferðafólks sem
tók að sér að leggja verkefninu lið
með því að safna punktum á
ferðum sínum svo hnita megi
leiðirnar inn í grunninn. Meðal
annars safnaði ferðahópur sem fór
frá Fonti á Langanesi alla leið á
Reykjanestá punktum af þeirri leið
og eiga þær upplýsingar eftir að
nýtast vel í framtíðinni, en þetta
mun vera í fyrsta skipti sem þessi
langa leið er farin á hestum.
Verkefnið er á undan áætlun
og er það vel, en haldið verður
áfram að vinna úr þeim gögnum er
hafa borist í haust og vetur og svo
mun söfnun punkta halda áfram
enda verkefnið stórt í sniðum og
verður ekki lokið á stuttum tíma.
Hestamenn sjá um að safna
gögnunum saman, Landmælingar
skrá þau inn í grunninn og svo er
það verkefni Vegagerðarinnar að
flokka reiðleiðirnar og númera.
Hestamenn sem eiga GPS punkta
af ferðum sínum eru hvattir til að
leggja verkefninu lið og afhenda
gögn til LH, auk þess sem þeir sem
hafa áhuga á málinu geta haft
samband við skrifstofu LH vilji
þeir taka að sér að skrá leiðir sem
þeir þekkja. Allar upplýsingar um
ástand og staðhætti leiða sem
komnar eru í grunninn eru einnig
vel þegnar. Það er von þeirra sem
að verkefninu standa að það muni
gagnast hestamönnum og öðrum
ferðamönnum í framtíðinni og að
hestamenn og heimamenn á
hverjum stað taki því vel og að-
stoði við upplýsingaöflunina. Að-
standendur verkefnisins vilja jafn-
framt koma á framfæri þökkum til
þess fólks sem þegar hefur afhent
gögn eða tók að sér að hnita
punkta á ferðum sínum sl. sumar.
/HG
Reiðleiðir á vefnum
Hestamenn safna hnit-
settum upplýsingum
Síðastliðið vor skrifuðu Landssamband hestamannafélaga, Land-
mælingar Íslands og Vegagerðin undir samkomulag um skráningu
hnitsettra upplýsinga um reiðleiðir í gagnagrunn á Netinu.
Allstór hópur fólks fór á dögunum í Leppistungur, nokkru sunnan
Kerlingafjalla, en þar er ágætur fjallaskáli fyrir leitarmenn og aðra
vegfarendur. Tilgangurinn var að gera upp kofa, sem löngu er
aflagður og engin veit hve gamall er, og bjarga þar með sögulegum
verðmætum.
Í vetur sem leið var stofnað félag í Hrunamannahreppi sem heitir:
Áhugamannafélag um verndun sæluhúsa á afrétti Hrunamanna , skamm-
stafað ÁSÆL. Félagsmenn eru nú tæplega 60. Sveitarfélagið og Bykó
hafa styrkt verkið.
Viðurkenndur hleðslumaður, Hallgrímur Helgason, fyrrum bóndi á
Þorbrandsstöðum í Vopnafirði, var fenginn til að stjórna verkinu. Hann
hefur meðal annars annast uppbyggingu og viðhaldi á Bustarfellsbænum
í Vopnafirði, kom að því verki fyrst 17 ára gamall.
Félagskapurinn ÁSÆL ætlar sér í framtíðinni að stuðla að bætri um-
gengni á afréttinum, meðal annars að merkja gönguleiðir en æ fleiri gera
sér grein fyrir því hve óendanlega mikil verðmæti við Íslendingar eigum í
okkar víðáttumikla hálendi og ósnortnu náttúru. /Sig.Sig.
Sögulegum verðmætum bjargað
Brynjólfur Ottesen og Kristín Helga
Ármannsdóttur eru bændur á Ytra
Hólmi í Innri Akraneshreppi. Þau eru
með 550 ær á fóðrum og Brynjólfur
sæðir sjálfur yfir fengitímann um 150-
180 ær. Hann telur kosti sæðinganna
ótvíræða, ræktunin sé markvissari og
einstaklingarnir sterkari. Bændablaðið
sló á þráðinn og ræddi við Brynjólf
bónda um búskapinn.
"Ég fór á námskeið á sínum tíma í
sauðfjársæðingum sem haldið var á vegum
Búnaðarsamtaka Vesturlands og hef
stundað sæðingarnar síðastliðin fjögur ár.
Eftir námskeiðið hætti ég alfarið að nota
samstillingar og sæði blæsmur jafnóðum.
Áður hafði ég notað svampa en reynsla mín
af þeim var upp og ofan. Ég næ í sæðið
daglega og get valið úr þegar kindurnar eru
blæsma. Í einstaka tilfellum hef ég geymt
sæðið yfir nótt og sætt daginn eftir. Þá var
mér ráðlagt að setja ísmola ofan í brúsann
og kæla niður undir núll gráður. Það er mun
meiri áhætta við að geyma sæðið en það er
þó hægt." Brynjólfur telur árangur af
sæðingum góðan. "Með því að sæða
ósamstillt er ekki óalgengt að ná svona 65-
70% árangri í sæðingunni. Mín reynsla af
samstillingu með svamptöppum er um 50%
árangur sem er öllu slakari haldprósenta".
Sæðislömbin eru
sterkari einstaklingar
Sæðingarnar skipta miklu máli þegar
ræktunarstarfið er annars vegar að mati
Brynjólfs. "Maður nær miklu fyrr árangri
til hins betra. Það er alveg greinilegt þegar
farið er að stiga lömbin til lífs á haustin að
sæðislömbin eru mun sterkari einstaklingar.
Helstu eiginleikar sem ég leitast eftir í
ræktuninni eru einfaldlega sem mest
vöðvabygging og minnst fita. Um leið vill
maður reyna að halda frjósemi uppi. Þeir
hrútar sem ég á sjálfur eru nánast allir
komnir til af sæðingum, sennilega um
80%."
Metur hrútavalið
út frá mörgum
forsendum
En hvað er það sem ræður hrútavalinu?
"Það eru góðar upplýsingar sem liggja fyrir
um hrútana en það þarf að taka tillit til fleiri
þátta. Það getur t.d. verið mjög misjafnt
hvernig hrútar reynast á hverjum stað - það
getur skipt máli á hvernig landi ærnar
ganga á með lömbin. Sumir hrútar henta
t.d. ekki þar sem fé gengur á landi þar sem
lömbin ná ekki mjög miklum þroska. Aðrir
hrútar geta gengið betur upp við slíkar
aðstæður. Í raun er þarna um samspil að
ræða, milli hrúta, ærinnar og þeirra
landgæða sem ærin gengur á. Það er
mikilvægt að bændur meti m.a. hrútavalið
út frá þessu að mínu mati."
Fósturtalningin
breytir miklu
um vinnuhagræðingu
Brynjólfur tók þátt í fósturtalningu í
vetur og er ekki í vafa um ágæti hennar.
"Mælingin var 98-99% örugg og það hefur
mikið að segja með allt vinnulag. Vinnu-
hagræðingin er hvað mest á sauðburði
þegar vitað er hvaða kindur eru með eitt,
tvö eða þrjú lömb. Sérstaklega er það
þægilegt vegna einlembanna. Þegar þær eru
með lambsóttina eru þær oft gráðugar í að
stela lömbum frá öðrum kindum og þá er
gott að venja undir þær. Það er nær
algjörlega fyrirhafnarlaust að færa lömb á
milli með þessum hætti þegar maður veit að
hverju maður gengur. Einnig getur maður
hagað fóðruninni eftir fósturtalningunni. Ég
fóðra tví- og þrílembur með byggi síðla
vetrar og einlemburnar fá góð hey.
Gemlingar hafa fengið fiskimjöl."
Ræktunarstarfið
getur skapað
sauðfjárbændum forskot
Brynjólfur er ákveðinn í því að halda
áfram að sæða á haustin og rækta sitt fé.
"Ég er þeirrar skoðunar að um leið og
sauðfjárbændur slaka á í ræktunarstarfi að
þá fyrst tapist orrustan í samkeppninni við
aðrar kjöttegundir. Meðan við reynum að
halda áfram ræktunarstarfinu og bæta okkar
kjötgæði og vænleika þá eigum við betri
von" sagði Brynjólfur að lokum.
Markvissari
ræktun með
sæðingum
Sviðamessa í
sjöunda sinn
á Vatnsnesi
Félagsskapurinn
"Húsfreyjurnar" hefur veg og
vanda af samkomu nokkurri er
nefnist Sviðamessa og haldin
verður í Hamarsbúð á
Vatnsnesi laugardaginn 16.
október nk.
Þetta er mikil matarhátíð sem
dregur nafn sitt af gamalli hefð
þar sem eingöngu svið og meðlæti
eru á borð borin. En svið eru ekki
bara ný svið því þarna bjóðast þau
einnig reykt og söltuð að
ógleymdum sviðalöppum og
reyktum kviðsviðum.
Eins og á öðrum góðum
mannamótum er veislustjóri á
staðnum sem fer með grín og
gamanmál og gestir taka vel undir
í fjöldasöng við undirleik á
harmoníku.
12 .
október
Útgáfudagur næsta Bændablaðs.