Bændablaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 14
14 Þriðjudagur 28. september 2004 Um miðjan ágústmánuð sl. gerði stjórn Framleiðnisjóðs land- búnaðarins sér ferð um Vestfirði og vitjaði viðfangsefna sem leitað hefur verið stuðnings sjóðsins við. Með í för var fram- kvæmdastjóri sjóðsins og Sig- urður Jarlsson héraðsráðu- nautur Vestfirðinga til margra ára. Slíkar ferðir eru árlegur liður í starfi stjórnarmanna; að kynna sér með þeim hætti framgang nýsköpunarverkefna sem FL hefur veitt brautargengi með fjárframlagi. Yfirleitt eru þetta tveggja daga ferðalög og var svo að þessu sinni. Nátt- staður og aðstaða til stjórn- arfundar var fólki búin á bernskuheimili formanns að Kirkjubóli í Dýrafirði þar sem systkini hans búa ásamt móður- bróður sínum. Alls var komið við á 15 stöðum í ferðinni en bæjarleiðir mislangar. Á flestum staðanna var verið að sinna ferðaþjónustu með ýmsum hætti og greinilegt að með batnandi vegum á Vestfjörðum eygja menn aukna möguleika á því sviði enda margt áhugavert að sjá og skoða og við að vera. Það virðist einkenna ferðaþjónustu bænda á Vestfjörðum að hún er í flestum tilvikum rekin samhliða hefðbundum búskap og mátti raunar heyra það viðhorf að tryggara væri með heilsársbúsetu ef saman færi. En bændur á Vest- fjörðum fást við sitthvað fleira í viðleitni til þess að styrkja afkomu sína og búsetuskilyrði. Má þar nefna raforkuframleiðslu, harð- fiskverkun, þorskhausaþurrkun og trjáplöntuframleiðslu sem dæmi. Á meðfylgjandi mynd má sjá Guðjón í Hænuvík, ferðaþjónustu- bónda með meiru, lesa stjórn FL pistilinn en eins og undir öðrum fyrirlestrum reynist eitt og annað verða til þess að dreifa athygli áheyrenda, a.m.k. sumra. Í Hænuvík er stunduð ferða- þjónusta í tveimur húsum; annars vegar í gamla bænum og svo í húsi því sem er í bakgrunni mynd- arinnar. Um 1930 stofnuðu bændur í Rauðasandshreppi til félagskapar um slátrun og sölu búfjár og til innkaupa á nauðsynjum. Félagið, sem nefndist Sláturfélagið Ör- lygur, reisti þetta hús á sjávar- bakkanum í Hænuvík til móttöku og geymslu á vörum félagsmanna. Starfsemi félagsins fluttist síðar inn að Gjögrum en vörugeymslu- húsið stendur enn og þjónar þörf- um ferðamanna eftir gagngerar endurbætur. Á myndinni eru, auk Guðjóns bónda Bjarnasonar, Ari Teitsson, Kjartan Ólafsson, Þórhalla Snæþórsdóttir, Bjarni Guðmundsson, Jón G. Guð- björnsson og Benjamín Baldursson. Myndina tók Sigurður Jarlsson. Stjórn Framleiðnisjóðs fór um Vestfirði Samningur hefur verið gerður á milli ráðgjafarfyrirtækisins Alta og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri um beina aðkomu nemenda skólans að ýmsum verkefnum Alta er varða byggðaskipulag. Ráðgjafarfyrirtækið Alta ehf. og Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri hafa gert með sér samning þar sem kveðið er á um þátttöku nemenda á umhverfis- braut t.d. í undirbúningi og fram- kvæmd íbúaþinga. Markmiðið með þessu samstarfi er að kynna nemendum skólans samráðsferli, einkum í tengslum við byggða- skipulag. Nemendur verða þannig virkir þátttakendur í skipulags- tengdum verkefnum á vegum Alta ehf. Jafnframt felur samningurinn í sér samkomulag um gestafyrirlesara frá Alta við LBH. Vonast er til að samningur þessi verði til frekara samstarfs á sviði ráðgjafar, rannsókna, nem- endaverkefna og þess háttar við- fangsefna. Sérstakir tengiliðir verða tilnefndir innan Alta og Landbúnaðarháskólans til að fylgja samningnum eftir. Í tengsl- um við undirskriftina færir Alta skólanum bækur um samráðsferli og samráðsaðferðir að gjöf. Ráðgjafarfyrirtækið Alta hefur verið leiðandi í samráðsverk- efnum af ýmsu tagi, þ.á.m. á sviði skipulagsmála. Þá má geta þess að Alta opnaði fyrr á árinu útibú á Vesturlandi, sem staðsett er í Grundarfirði. Alta fagnar sam- starfinu og telur að það geti skilað báðum aðilum margvíslegum árangri. Samninginn undirrituðu Magnús B. Jónsson, rektor Land- búnaðarháskólans, og Halldóra Hreggviðsdóttir, framkvæmda- stjóri Alta ehf., að viðstöddum Auði Sveinsdóttur og Kristínu Þorleifsdóttur, kennurum við skólann. Nemendur koma að framkvæmd íbúaþinga Fjörutíu pöntuðu fánastangir Búnaðarsamband Suðurlands safnaði saman pöntunum á fánastöngum og ljósastaurum og leitaði síðan eftir verðtilboðum. Alls bárust pantanir á 40 fánastöngum og 25 ljósastaurum. Valdimar Bjarnason hjá BSS annaðist þetta mál og sagði hann að samið hafi verið við Bros- auglýsingavörur í Reykjavík um fánastangirnar. Síðan þurfa þeir sem pöntuðu að sækja sína stöng, hver fyrir sig, enda voru pantanirnar allt frá Stykkishólmi austur í Skaftafellssýslu. Ljósastaurarnir koma frá fyrirtækinu Sandblástur og málmhúðun á Akureyri en lamparnir frá Jóhanni Rönning. Valdimar sagði að um mjög hagstætt verð hafi verið að ræða.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.