Bændablaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 28. september 2004 19 Samtök áhugafólks um nautgriparækt á Norðurlöndum (NÖK) hélt fund í þorpinu Loen í Sognsfylki í Vestur-Noregi dagana 25.–28. júlí sl. Aldrei áður í rúmlega hálfrar aldar sögu þessara áhugamannasamtaka hafa jafn margir þátttakendur sótt fundinn frá Íslandi og í þetta sinn. Á myndinni er stærstur hluti íslensku þátttakendanna. Talið frá vinstri á myndinni: Stefán Tryggvason og Þórir Stefánsson, Þórisstöðum, Þórunn Magnúsdóttir, Auðólfsstöðum, Ólafur Kristjánsson Geirakoti, Elvar Eyvindsson, Skíðbakka, Jóhann Bjarnason, Auðólfsstöðum, María Hauksdóttir, Geirakoti, Ásdís B. Geirdal og Bjarni Guðmundsson, Hvanneyri, Arnaldur Stefánsson (fremst) og Inga Arnardóttir, Þórisstöðum, Jóna Sigþórsdóttir, Skíðbakka, Pétur Diðriksson og Karítas Hreinsdóttir, Helgavatni, Bylgja Sveinbjarnardóttir og Sigurgeir Hreinsson, Hríshóli, Eiríkur Loftsson, Stefanía Birna Jónsdóttir, Loftur Páll Eiríksson, Beingarði, Sigríður Magnúsdóttir og Guðmundur Steinar Björgmundsson, Kirkjubóli Önundarfirði, Elín Sigurðardóttir og Jóhannes Torfason, Torfalæk II, Laufey Skúladóttir og Ásvaldur Þormóðsson, Stóru-Tjörnum, Gíslina Lóa Kristinsdóttir og Gunnar Guðmundsson, Akranesi. Sitjandi fremst er Kári Eiríksson, Beingarði. Ljósmynd: Elvar Eyvindsson. Góð veiðihús auka vinsældir veiðisvæða Enginn vafi leikur á því að gott veiðihús er einn þeirra þátta sem veiðimenn horfa hvað mest til þegar þeir velja sér veiðisvæði kemur fram í skýrslu Hag- fræðistofnunar HÍ um efnahags- leg áhrif lax- og silungsveiða á Ísland. Gerð var könnun á veiði- húsum um allt land sem sýndi að í mörgum þeirra er boðið upp á fullkomna gistingu og fæði, auk ýmiss konar þæginda. Tveggja manna herbergi með baði, heitir pottar og jafnvel gufubað þykja nú orðið nær sjálfsögð þægindi, auk þess sem góð aðstaða þarf að vera til að verka aflann og geyma, og fyrir veiðistangir, vöðlur og annan búnað. Í skýrslunni kemur einnig fram að dæmi séu um ár og vötn sem aldrei náðu verulegum vinsældum fyrr en við þau hafði risið veiðihús og að sama skapi eru margar sögur til af veiðisvæðum sem án efa væru mun betur sótt ef veiðihús eða kofi væri til staðar. Óumdeilt er einnig að verð á veiðileyfum hefur tilhneigingu til að hækka á þeim veiðisvæðum þar sem byggð eru ný hús eða hin gömlu tekin í gegn.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.