Bændablaðið - 28.09.2004, Síða 20
20 Þriðjudagur 28. september 2004
Réttað var í Þverárrétt á dögunum og var það var mál manna að dilkar væru í meðallagi vænir í ár. Áætlaður fjárfjöldi var rétt innan
við 20 þúsund en Þverárrétt er ein sú fjárflesta á landinu. Í upprekstrarfélagi Þverárréttar er stærsta sauðfjárbú landsins, Höfði í
Þverárhlíð en þar býr ásamt fleirum markakóngurinn Sigurður Bergþórsson sem er skráður fyrir 21 marki í nýútkominni markaskrá
Mýrasýslu 2004. Þverárrétt í Þverárhlíð er mikið mannvirki en réttin hefur nýlega verið endurbætt og máluð. Hún er ein stærsta
steinsteypta rétt landsins en fyrrum voru þar haldnar hrossaréttir og því eru réttarveggirnir svo háir.
"Það eru forréttindi að geta
ferðast svona um landið og ræða
við ferðaþjónustubændur um
starfsemina, hrósa því sem vel er
gert og koma með ábendingar um
það sem betur má fara. Það er al-
mennt góð samstaða hjá ferða-
þjónustubændum sem er mikil-
væg, sérstaklega fyrir áfram-
haldandi samstarf í tengslum við
vöruþróun og markaðs- og
kynningarmál," segir Berglind og
leggur áherslu á mikilvægi þess að
heimsækja félagsmenn reglulega.
Það skipti máli að vita hvernig
aðstaðan er á hverjum stað og
halda uppi ákveðnu gæðaeftirliti
og síðast en ekki síst eru persónu-
leg tengsl ómetanlegur þáttur. Á
næstu árum er þó ólíklegt að allir
bæir verði heimsóttir á einu og
sama árinu en í framtíðinni er litið
til þess að bæir verði teknir út á
2ja-3ja ári fresti.
Flokkun gististaða og herbergja
Breytingar í kynningarbæk-
lingi Ferðaþjónustu bænda verða
að veruleika næsta sumar. Í fram-
setningu í bæklingi verður gerður
greinarmunur á heimagistingu,
gistihúsum bænda, sveitahótelum
og sumarhúsum auk þess sem IV.
flokkur herbergja verður til. Nú
eru flokkarnir þrír: I. fl. (einföld
herbergi), II. fl. (herbergi með
handvaski) og III. fl. (herbergi
með baði), en með tilkomu IV.
flokks er um að ræða herbergi með
baði þar sem þjónusta og
aðbúnaður er meiri en í III. fl. Þá
stendur einnig til að koma upp
gæðakerfi, nánar tiltekið stjörnu-
eða blómakerfi, og verður unnið
að því í vetur en ekki er ljóst hvort
að það verði tekið í notkun á næsta
ári.
Uppskeruhátíðin
Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu
bænda verður haldin 20.
nóvember. Daginn áður, þ.e.
föstudaginn 19. nóvember, verður
haldið námskeið á vegum Hóla-
skóla og þar mun viðfangsefnið
beinast að mat og menningu. Upp-
skeruhátíðin sjálf verður
laugardaginn 20. nóvember en
henni mun síðan ljúka með
jólahlaðborði þar sem félagsmenn
Ferðaþjónustu bænda og gestir
Bændaferða munu gera sér glaðan
dag saman.
130 bæir innan Ferðaþjónustu
bænda heimsóttir á árinu!
Í sumar hefur Berglind Viktorsdóttir, gæðastjóri Ferðaþjónustu
bænda, verið á ferð og flugi um landið og heimsótt félagsmenn.
Markmiðið í ár var að heimsækja alla ferðaþjónustubændur á árinu
sem bjóða upp á gistingu vegna breytinga á flokkun gistingar og
hefur þessu markmiði nú verið náð. Þá var einnig farið á staði sem
eru í umsóknarferlinu en í sumar hafa yfir 10 aðilar sótt um
inngöngu í Ferðaþjónustu bænda.
Mannaskipti á vegum
Leonardó
Evrópuáætlunarinnar
Þann 13. september lögðu
fyrstu tveir félagarnir í
Ferðaþjónustu bænda til
meginlands Evrópu á vegum
Leonardó mannaskiptaverk-
efnisins og Félags ferða-
þjónustubænda. Þau sem
riðu á vaðið fóru til Eistlands,
en það eru Guðrún
Bergmann á Brekkubæ og
Ari Baldursson í Árgerði. Á
ferð sinni hafa þau skrifað
dagbók á heimasíðunni
www.argerdi.com/eistland og
þar er að finna áhugaverðar
upplýsingar um Eistland auk
ferðalýsinga þeirra úr
ferðinni. Þann 28. september
halda Eyja Þóra Einarsdóttir
á Moldnúpi og Andrea Laible
á Neðra Vatnshorni til Skot-
lands. Síðust fara Unnsteinn
Ingason á Narfastöðum og
Ólöf Þ. Halldórsdóttir frá
Vogafjósi til Noregs. Hver
ferð stendur yfir í 2 vikur.
Ferðalangarnir munu gera
grein fyrir ferðum sínum á
uppskeruhátíð Ferðaþjónustu
bænda í nóvember, auk þess
sem fyrirhugað er að skrifa
ferðapistla í Bændablaðið.
Ásmundur Eysteinsson (t.v.) fyrrum bóndi á Högnastöðum í Þverárhlíð
og réttarstjórinn Davíð Aðalsteinsson á Arnbjargarlæk. Sá fyrrnefndi
þykir afar fjárglöggur en það er haft fyrir satt að Ásmundur þurfi aldrei að
hafa fyrir því að opna markaskrána - hann kunni allt utan að!
Jón Bjarnason gefur Jóhannesi M. Þórðarsyni hinn pólitíska tón.
Efri: Heimir Klemensson og
Bjarki Þ. Gunnarsson.
Neðri: Jóhannes Sigurðsson
og Angela Líf Jóhannesdóttir.
Vélfang með heimasíðu
Vélfang ehf. hefur nú opnað
heimasíðu á slóðinni
www.velfang.is, fyrirtækið Vél-
fang ehf. tók til starfa sl. vor og
hefur m.a. umboð fyrir CLAAS,
Fendt, Kuhn, Kverneland, Accord,
Taarup og Fiona. Á heimasíðunni
má finna upplýsingar um hina
ýmsu erlendu framleiðendur sem
fyrirtækið hefur umboð fyrir, hægt
er að sækja bæklinga beint á
netinu, finna varahlutalista og
mikið úrval notaðra véla.
Fram undan er hringferð um
landið með vélar og tæki til sýnis
og prófunar en dagskráin verður
kynnt nánar á heimasíðu Vélfangs
ehf. og í Bændablaðinu.
Þorgrímur Gestsson, rit-
höfundur og fyrrum frétta-
maður RÚV.
Breytingar á
yfirlitsskýrslu í
nautgriparækt
Á þriggja mánaða fresti er
skrifuð yfirlitsskýrsla fyrir öll
bú í skýrsluhaldi nautgripa-
ræktarinnar. Þar koma fram
upplýsingar um allar kýr sem
verið hafa á skýrslu á búinu
síðustu 12 mánuði, auk þess
sem einnig birtist yfirlit um
afurðir hverrar fyrir sig
síðustu 12 mánuði auk
margra fleiri upplýsinga.
Einnig koma fram á þessu
skýrsluformi ýmsar helstu
fjölda- og meðaltalstölur bús-
ins miðað við síðasta 12
mánaða tímabil.
Þetta skýrsluform hefur
tekið mjög litlum breytingum
frá því að farið var að vinna
skýrslur nautgriparæktarinnar í
skýrsluvélum fyrir þremum ára-
tugum. Þetta skýrsluform er
einnig mjög líkt og þeir sem til
þekkja hafa séð í mörgum ná-
lægum löndum. Þetta er mjög
eðlilegt vegna þess að skýrslu-
hald í nautgriparækt hefur sama
tilgang um allan heim. Því er
ætlað að geyma grunnupp-
lýsingar um uppruna og ættir
gripanna auk þess að afla upp-
lýsinga um mjólkurframleiðslu
og frjósemi einstakra kúa.
Núna þegar bændur fá yfir-
lit skýrsluhaldsins miðað við
lok september sjá þeir að
ákveðnar breytingar hafa verið
gerðar á því. Felldar hafa verið
niður vissar upplýsingar, sumar
þeirra sem hafa verið færðar
yfir á mjólkurskýrslu og berast
því mánaðarlega. Þau atriði sem
þarna eru ný eru hins vegar að
birt er fyrir einstakar kýr magn
verðefna en það er samanlagt
magn mjólkurfitu og mjólkur-
próteins hjá hverri kú. Þá er
kynbótamat kúnna birt á
yfirlitinu. Þess vegna mun
verða fellt niður að senda út
árlegt yfirlit um kynbótamat
kúnna vegna þess að það mun
einnig í framtíðinni verða að-
gengilegt hverjum og einum
skýrsluhaldar fyrir sínar kýr
beint á Netinu. Eftir að tekin
var upp reglubundin skoðun á
fyrsta kálfs kvígum á hverju ári
hefur það leitt til að nær allar
kýr hafa orðið útlitsmat og er
heildareinkunn þeirra úr
skoðuninni birt á yfirlits-
skýrslunni.
Í meðaltalstölum fyrir búið
hefur verið bætt við meðal-
talstölum um magn verðefna
hjá kúnum á búinu. /JVJ