Bændablaðið - 28.09.2004, Page 21
Þriðjudagur 28. september 2004 21
Sá hlær best...
Bbl/Jón Eiríksson.
Þróunarverkefni
og jarðabætur
Umsóknar-
fresti
seinkað
Á undanförnum árum hafa
bændur séð hér í Bændablaðinu
um þetta leyti árs umsóknareyðu-
blað fyrir framlög til þróunarverk-
efna og jarðabóta. Umsóknum
hefur átt að skila fyrir 15.
nóvember. Í ár og framvegis mun
slíkt blað væntanlega ekki birtast
fyrr en í byrjun þess árs, sem
ætlunin er að vinna verkefnin sem
verið er að sækja um framlag til.
Verið er að endurskoða kaflann
um framlög til þróunarverkefna og
jarðabóta í Búnaðarlagasamningi
en þeirri endurskoðun er ekki
lokið. Það hefur þó verið ákveðið
að skilafrestur umsókna verði
framvegis 1. mars en ekki 15.
nóvember eins og verið hefur.
Eins þarf ekki að sækja um fram-
lag til kornræktar fyrirfram, heldur
verða menn að láta vita um korn-
ræktina (og í raun að sækja um
framlag), eftir að þeir hafa sáð
korninu. Aðrar breytingar, ef ein-
hverjar verða, verða kynntar þegar
endurskoðun er lokið.
Úttektir fyrir 15. nóvember
Úttektum á þeim jarðabótum
sem loforð um framlag fæst til
skal hins vegar lokið fyrir 15.
nóvember eins og verið hefur. Ef
verkefnum er ekki lokið, þegar út-
tektarmaður kemur eða hefur
samband til að kanna hvort eitt-
hvað hafi verið gert, er mikilvægt
að jarðabótamaður hafi samband
við ráðunaut eða skrifstofu hans
strax og verkinu er lokið, takist að
ljúka verkinu í tæka tíð. Það er
óráðlegt að bíða með að tilkynna
að verkinu sé lokið fram að
15.nóvember í þeirri von að ráðu-
nauturinn muni koma eða hafa
samband fyrir þann tíma. Starfs-
væðið er stórt og hann getur ekki
verið alls staðar sama daginn.
Ó.G.
Starfshópur fjallar
um akstur utan vega
Umhverfisráðuneytið hefur, í
samráði við samgönguráðu-
neytið, skipað starfshóp sem á
að gera tillögur um hvaða vegir
og slóðar í óbyggðum skuli
teljast til vega með hliðsjón af
afdráttarlausu ákvæði um bann
við akstri utan vega í náttúru-
verndarlögum. Þetta er liður í
viðleitni ráðuneytisins til að
stemma stigu við akstri utan
vega, sem er viðvarandi vanda-
mál þrátt fyrir aukna fræðslu og
eftirlit á undanförnum árum
segir í fréttatilkynningu frá um-
hverfisráðuneytinu.