Bændablaðið - 28.09.2004, Síða 23
Þriðjudagur 28. september 2004 23
Nemendur Garðyrkjuskólans í fræðsluferð á Norðurlandi
Dagana 8. - 10. september fóru nemendur á starfsmenntabrautum Garðyrkjuskólans ásamt fimm kennurum skólans í fræðsluferð norður í
land. Fyrsta daginn var Geysissvæðis og Haukadalsskógur skoðaður en síðan var brunað yfir Kjöl og komið að Hólum í Hjaltadal. Þar fékk
hópurinn góðar móttökur og leiðsögn um skólann. Gist var á Hofsósi. Annan daginn var haldið til Akureyrar þar sem Framkvæmdamiðstöð
bæjarsins var heimsótt, Lystigarðurinn og Kjarnaskógur. Borðað var saman á Greifanum og gist hjá ferðaþjónustubændum í Eyjafirðinum.
Síðasta daginn voru Norðurlandsskógar heimsóttir, skrúðgarðyrkjumeistarar og blómabúðir. Ferðin heppnaðist í alla staði vel, hópurinn var
frábær og á greinilega skemmtilega tíma framundan í skólanum næstu tvö árin. Hópurinn stoppaði á Bláfellshálsi á Kjalvegi á leiðinni norður
og stillti sér upp í þessa myndatöku.
FJARNÁMSKEIÐ Í
LJÓSMYNDUN
FYRIR STAFRÆNAR
MYNDAVÉLAR
Hér er á ferðinni skemmtileg
nýjung í námskeiðahaldi á Ís-
landi þar sem almenningur
getur tekið þátt í ljósmynda-
námskeiði, hvar sem fólk er
búsett á landinu, allt í gegnum
tölvu og Netið. Nemendinn er í
tengslum við leiðbeinenda sinn
með tölvupósti. Leiðbeinandi er
Pálmi Guðmundsson, sem jafn-
framt er höfundur námskeiðs-
ins.
Hver nemandi fær sína eigin
síðu sem verður sett upp fyrir
hann og hann vinnur einn með og
getur skoðað ítarlegt námsefni og
fróðleik á íslensku í ró og næði í
alls 90 daga, en hægt er að fram-
lengja námskeiðið án auka-
kostnaðar. Ekkert er þörf á neinni
sérþekkingu á netinu til að taka
þátt í þessu fjarnámskeiði. Staf-
ræna ljósmyndatæknin er útskýrð
nákvæmlega og hugtök eins og
pixlar, JPG, TIFF, RAW, mega-
bæt eru útskýrð. Farið er inn á
tæknilega hlið myndavélarinnar
og á allar helstu stillingar á
vélinni: ljósop, hraði, dýptar-
skerpa, ISO, White balance ofl.
Farið er inn á undirstöðuatriði að
góðri ljósmyndatækni. Ýmiss
konar myndataka er útskýrð bæði í
máli og myndum. Auk textans eru
um 100 skýringaljósmyndir.
Fjallað er um myndbyggingu,
nokkrar reglur útskýrðar og einnig
hvað ber að varast o.fl. Einnig er
farið inn á tölvumálin, varðandi
skipuleg á myndasafni og fleira.
Nemendinn fær send ljós-
myndaverkefni og krossapróf í
tölvupósti fyrsta og fimmtánda
dags hvers mánaðar. Myndir sem
nemandinn tekur og sendir inn eru
gagnrýndar á jákvæðan og
uppbyggilegan hátt og þessar
myndir ásamt gagnrýninni eru
settar inn á síðu viðkomandi
nemanda. Hann einn hefur aðgang
að sinni síðu. Hægt er að skrá sig
hvenær sem er því fjarnámskeiðið
er í gangi allt árið.
Námskeiðsgjaldið er aðeins
11.500.Skráning og allar nánari
upplýsingar er að finna á vef-
síðunni www.ljosmyndari.is.
/Fréttatilkynning.