Bændablaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 27
Þriðjudagur 28. september 2004 27 Á heimasíðu Öxarfjarðarhrepps er greint frá því að Meindýravarnir Íslands hafi gert tilboð í refa- og minka- veiðar í Öxarfirði. Verðið í til- boðinu er 12.500 kr. fyrir ref og 7.200 kr. fyrir minka. Árni Logi Sigurbjörnsson á og rekur Meindýravarnir Íslands og hef- ur honum verið gert gagntilboð upp á 6.500 kr. fyrir mink en 10.500 kr. fyrir ref. Árni Logi hefur verið með þessar veiðar fyrir Öxarfjarðarhrepp í nokk- ur ár en samningurinn var út- runninn og þess vegna gerði hann þetta tilboð. Fyrir utan að veiða refi og minka fyrir þá sem þess óska stundar Árni líka venjulegar meindýraveiðar. Hann hefur veitt ref og mink í Þingeyjarsýslum í mörg ár og hann stundar ekki aðra vinnu en veiðar. Hann veiðir ekki bara á vorin held- ur er hann að allt árið um kring. Hann segir mikið um að hann sé fenginn til að eyða mink við laxveiðiárnar á vorin og sumrin. Sömuleiðis að hreinsa varplöndin áður en æðarfuglinn sest upp á vorin. Hann segist hafa náð mikl- um árangri með gildruveiðar og vera með 200 til 300 gildrur úti allt árið. Eiríkur Þorsteinsson á Blika- lóni veiðir mikið með Árna Loga og saman eru þeir með á fimmta hundrað gildrur þegar mest er. ,,Það er enginn vandi að út- rýma mink bara ef það er gert skipulega en það er ekki hægt með þeirri veiðistjórnun sem nú er. Ég get nefnt sem dæmi að fyrsta leitarvorið mitt í Öxarfjarðar- hreppi veiddum við rúmlega 300 minka á 5-6 dögum. Í vor er leið veiddust 32 minkar á mun stærra svæði en fyrsta leitarvorið á 11 dögum," sagði Árni Logi. Hann segist hafa veitt á svæð- inu frá Jökulsá á Fjöllum að Rauf- arhöfn í ár og þá hafi hann ein- göngu veitt mink. Hann sagðist hafa leitað við Hafralónsá í Þistil- firði í vor áður en laxveiðarnar hófust. Leitarsvæðið var 17 km og veiddust 49 minkar. Þeir voru þrír saman við þetta og eru það gjarnan á vorin þegar verið er að hreinsa mink úr varplöndum og hjá laxveiðiánum. Hann segir nú svo komið að bændur í Öxarfirði geti gengið að hreinu varpi á vorin. Árni Logi segir að þegar heið- arvötnin leggur á haustin og mó- fuglinn fer leiti minkurinn niður í fjörur eftir æti. Þá sé auðvelt að veiða hann. Vetrarveiðar séu því mjög árangursríkar. Árni Logi er sem fyrr segir meindýraeyðir og fer hvert á land sem er sé þess óskað auk þess sem hann annast meindýravarnir hjá fiskvinnslufyrirtækjum víða um land. Þar er um að ræða rottur og skordýr og eru þessar varnir á vegum sveitarfélanna. Meindýravarnir Íslands Hægt að útrýma minknum ef rétt er að staðið Ryðfríir að utan og innan Sérúttak í þvottavél Hámarkshiti 95°C Áreiðanlegir, öruggir og endingargóðir Sérhannaðir fyrir mjólkurframleiðendur HITAVATNSKÚTAR Innra byrði úr ryðfríu stáli „Polyurethane” einangrun án umhverfiseyðandi efna Sér heitavatnsúttak í þvottavél „95°C” Stillanlegur blöndunarventill Umskiptanleg tæringarvörn Ytra byrði úr ryðfríu stáli Hitaelement Öryggisventill Lágmúli 7 108 Reykjavík sími 588 2600, fax 588 2601 Ákall til hestamanna Riðuveiki er smitsjúkdómur, sem ekki sýkir hross en getur borist með óhreinindum, sem stundum loða við hross, utan á þeim og undir hófum, við hlífðarföt hestamanna og ekki síst skófatnað. Áður var leyft að selja hestamönnum hey frá riðubæjum. Nú er alveg tekið fyrir það. Á riðusvæðum getur smitað hey leynst víðar en á riðubæjunum sjálfum vegna þess hver riðan er lengi að koma fram. Riðuveiki er alvarlegur sjúkdómur í sauðfé sem verið er að reyna að útrýma úr landinu. Hestamenn geta hjálpað til við þessa baráttu með aðgát og með því að kynna sér málið. Hafið aldrei hesta í fjárhúsum á riðusvæðum, hreinsið undan hófum og þvoið óhreinindi frá sauðfé af hestum áður en þeir eru teknir til flutnings. Fræðist um það hvar smithætta er, hugið að varnarlínum og lokið hliðum á þeim. Flytjið ekki með ykkur hey, kaupið það heldur á viðkomandi varnarsvæði og fáið hey til vetrarfóðurs af ósýktum (friðuðum) svæðum. Vegna hættu á dreifingu smits um landið og vandasamrar sótthreinsunar ættu hestamenn alls ekki að flytja sauðfé í hestakerrum. Óæskilegt er að hafa sauðfé í hesthúsum og ætti hvergi að vera nema rækilega aðskilið. Sigurður Sigurðarson dýralæknir

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.