Bændablaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 29
Þriðjudagur 28. september 2004 29
Nemendur Garðyrkjuskólans á Reykjum hafa
kosið fulltrúa sína í nemendaráð og nefndir fyrir
veturinn. Niðurstaðan varð þessi: Nemendaráð:
Íris Hödd Pétursdóttir,blómaskreytingabraut,
Kristín Dögg Jónsdóttir, garðplöntubraut og Njáll
Ómar Pálsson, skrúðgarðyrkjubraut. Skólaráð:
Arndís Þórðardóttir, blómaskreytingabraut,
Guðbjörg María Sigmundsdóttir, ylræktarbraut
og Siggeir Ingólfsson, skrúðgarðyrkjubraut.
Fulltrúi í skólanefnd: Guðrún Sigríður
Vilhjálmsdóttir, skrúðgarðyrkjubraut og Kolbrún
Karlsdóttir, blómaskreytingabraut, varamaður.
Skemmtinefnd: Kolbrún Karlsdóttir,
blómaskreytingabraut, Helgi Þór Gestsson,
garðplöntubraut og Viðar Jakob Gunnarsson,
skrúðgarðyrkjubraut. Sumardagurinn fyrsti:
Hákon Ásgeirsson, blómaskreytingabraut,
Ingibjörg Leifsdóttir, garðplöntubraut og
Sigurður Kristjánsson, skrúðgarðyrkjubraut.
Nemendur munu síðan sjálfir sjá um að skipa í
aðrar nefndir ef ástæða þykir til, eins og t.d. í
árshátíðarnefnd, fjáröflundarnefnd og fleira.
KOSIÐ Í NEMENDARÁÐ OG NEFNDIR
GARÐYRKJUSKÓLANS Á REYKJUM
Aðeins 65 heimili í landinu sem
tengd eru grunnneti Símans eiga
ekki möguleika á ISDN tengingu
þegar sumarframkvæmdum hjá
Símanum lýkur. Þetta þýðir að
um 99,96% heimila á landinu
eiga þá möguleika á ISDN.
Síminn fullyrðir að þessi þétta
útbreiðsla ISDN sé einsdæmi í
Evrópu.
Frá árinu 2000 hafa 80 nýjar
símstöðvar verið settar upp í
tengslum við ISDN væðingu
landsins en Síminn og Bænda-
samtökin hafa átt árangursríkt
samstarf frá þeim tíma um þessi
mál. Þetta kom fram hjá Gunnari
Magnússyni, vörustjóra sölu- og
vörustjórnunar talsímasviðs
Símans, á fundi tölvudeildar
Bændasamtaka Íslands með
Símanum í byrjun september.
Fundinn sátu Einar Reynis,
Gunnar Magnússon hjá Símanum
og frá tölvudeild Bændasam-
takanna Baldur Óli Sigurðsson,
Hjálmar Ólafsson og Jón Baldur
Lorange. Tilgangur fundarins var
að fara yfir stöðu á ISDN
væðingunni og að kynna nýjustu
ISDN tækni sem Síminn er með í
boði fyrir bændur. Þá kom fram að
Síminn vinnur í að svara öllum
ISDN umsóknum eins fljótt og
auðið er en Bændasamtökin hafa
lagt á það áherslu. Í framhaldinu sé
þá hægt að meta kostnað við að
koma á viðundandi netsambandi
fyrir þau heimili sem standa eftir
en Síminn áætlar að kostnaður við
að slíkt sé um 1-2 milljónir á
heimili. Flest þessara heimila eru á
Vestfjörðum.
Aðeins um fjórðungur af
skráðum símum í dreifbýli sem
hafa kost á ISDN eru ISDN
tengdir og mætti þeir vera fleiri að
mati Símamanna. Bentu fulltrúar
Bændasamtakanna á að ekki væri
nóg gert af því að kynna kosti við
ISDN+ tengingu fyrir bændur sem
væru ótvíræðir í stað upphringisa-
mbandsins gamla. Með ISDN+
fáist meira öryggi, meiri hraði og
lækkun símareiknings ef um
einhverja netnotkun er að ræða. Þá
mætti búast við aukinni útbreiðslu
og netnotkun bænda með nýjum
tölvukerfum Bændasamtakanna á
netinu, þ.e. Huppa.is fyrir
kúabændur og Fjárbókin fyrir
sauðfjárbændur, en nú standa
bændum til boða tölvukerfin
WorldFengur og MARK á netinu.
Síminn lýsti yfir áhuga á að fara
aðra fundarherferð um landið til að
kynna ISDN og hitta bændur með
svipuðum hætti og gert var með
velheppnaðri fundarherferð á
síðasta ári í samvinnu við
Bændasamtökin, Upplýsingatækni
í dreifbýli og búnaðarsamböndin.
Fullyrt að útbreiðsla
ISDN á Íslandi sé
einsdæmi í Evrópu
Á undanförnum árum hefur
Síminn varið hundruðum milljóna
í að efla ljósleiðara- og
örbylgjukerfi sitt sem í daglegu
tali er kallað grunnkerfi Símans.
Grunnkerfi Símans er
ljósleiðarakerfið,
fjarskiptaþjóðvegur sem rúmar
talsíma, GSM, gagnaflutninga,
sjónvarp og útvarp. Uppbygging
núverandi grunnkerfis hófst með
lagningu ljósleiðaranets frá
Reykjavík til Selfoss árið 1986 og
hringnum var lokað árið 1993.
Flestir staðir á landinu hafa nú
tvær aðskildar leiðir og skiptir
kerfið sjálfkrafa yfir á norðurleið
rofni ljósleiðari á suðurleið. Til
viðbótar ljósleiðarakerfinu hefur
Síminn byggt upp öflugt
örbylgjukerfi sem meðal annars er
notað sem varaleið fyrir
ljósleiðarakerfið.
Að undanförnu hefur verið
mikil umræða um Símann í
fjölmiðlum, sérstaklega um
dreifikerfi Símans og þær skyldur
sem á fyrirtækinu hvíla vegna
þess. Í umræðunni hefur meðal
annars verið farið fram á að
Símanum verði gert að koma upp
ADSL þjónustu um allt land, áður
en fyrirtækið verður selt.
Í núgildandi fjarskiptalögum
er kveðið á um að Síminn eigi að
sjá til þess að á hverju heimili á
Íslandi sé talsími og
gagnaflutningsþjónusta með 128
Kb/s flutningsgetu. Þetta hefur
Síminn uppfyllt með ISDN
tengingu um allt land. Vegna
hennar hefur Síminn varið miklum
fjármunum í uppbyggingu á
símakerfinu. Frá árinu 2000 hafa
80 nýjar símstöðvar verið settar
upp í tengslum við ISDN væðingu
landsins en Síminn og
Bændasamtökin hafa átt
árangursríkt samstarf frá þeim
tíma um þessi mál. Nú er svo
komið að um 99,96% þjóðarinnar
hefur aðgang að ISDN
þjónustunni. Aftur á móti hefur
eftirspurnin ekki verið í samræmi
við væntingar og nýtingin mun
lakari en vonast var til. Aðeins um
fjórðungur af skráðum símum í
dreifbýli sem hafa kost á ISDN
eru ISDN tengdir.
Töluverður tæknilegur munur
er á ISDN og ADSL. ADSL
þjónustan er sniðin fyrir þéttbýli.
Það helgast m.a. af því að hús sem
tengist ADSL þjónustunni verður
að vera í innan við 3-5 km
fjarlægð frá símstöð til þess að
línan beri gagnaflutninginn. Það
takmarkar því möguleika á
uppbyggingu ADSL í dreifðari
byggðum og bent hefur verið á að
nánast þyrfti að leggja símstöð á
hvern bæ sé búseta mjög dreifð.
Ekkert símafyrirtæki í heiminum
sem vitað er um gengur jafn langt
og Síminn í því að veita íbúum í
dreifbýli ADSL tengingar. Í
Bretlandi, Noregi og Svíþjóð nær
ADSL þjónustan til um 80%
landsmanna miðað við 92% hjá
Símanum.
Stefnt er að því að Síminn
hefji dreifingu á sjónvarpsefni
gegnum ADSL kerfið í lok þessa
árs. Með dreifingu stafræns
sjónvarpsefnis í gegnum ADSL
kerfið er Síminn að nýta þá miklu
fjárfestingu sem liggur í
fjarskiptakerfunum. Arðurinn sem
þar skapast flýtir fyrir almennri
uppbyggu dreifikerfisins. Auknir
tekjumöguleikar stuðla að því að
hægt verði að leggja ADSL í
minni bæjarfélög. Næsta skref í
uppbyggingu á ADSL er að veita
þessa þjónustu á fámennari
stöðum með íbúum undir 500 og
er þegar farið að vinna við
uppsetningu ADSL á Flateyri,
Búðardal, Flúðum og Djúpavogi.
Síminn er einnig að prófa
þráðlausar tæknilausnir sem munu
hugsanlega nýtast í dreifðum
byggðum.
Eva Magnúsdóttir,
upplýsingafulltrúi Símans
Síminn prófar
þráðlausar
lausnir í dreifbýli
Kawasaki KVF er mjög gott í erfiðum
þröngum aðstæðum, létt að stjórna
hjólinu og það er mikill vinnujálkur! Eitt
mest selda fjórhjól í heiminum í dag!
Skiptingin gerir hjólið einstakt í akstri -
"Automatic Power-Drive System
(KAPS)" sem þýðir í raun “sjálfskipt,
orkumikið gírskiptikerfi”!
Einnig er hjólið með stórt og gott
geymslupláss bæði að framan og
aftan, stór og góð fótstig og hægt að skipta úr 4X2 í 4X4 með einum
takka á stýrinu. Tvöfaldar diskabremsur að framan og olíubaðað
fjöldiskabremsukerfi að aftan sem er í raun einstakt og án efa eitt besta
bremsukerfi á markaðnum. Hægt er að splitta hjólið að framan með
einu handtaki.
Vertu í sambandi við
okkur hjá Nítró og við
gerum allt sem við
getum til að aðstoða
þig og þína. Umboðsaðili fyrir Kawasaki.
Erum að fá beltabúnað undir flestar gerðir fjórhjóla.
Erum einnig með skó, vettlinga og annan hlífðarbúnað.
Sérpöntum nánast allt frá USA fyrir fjórhjólamanninn,
t.d. töskur, spil, kerrur, byssufestingar, dekk og fl.
Pöntunartími ca. 7-15 dagar.
Tilboð: Kawasaki KVF 4X4 360cc 2004
715.000 kr. án vsk. - 890.000 kr. með vsk.