Bændablaðið - 28.09.2004, Síða 32

Bændablaðið - 28.09.2004, Síða 32
Bændasamtök Íslands, í samstarfi við búnaðarsamböndin og Upplýsingatækni í dreifbýli, bjóða notendum dkBúbótar upp á tveggja daga námskeið í bókhaldi og notkun dkBúbótar, auk lykilþátta rafrænna samskipta og upplýsingaöflunar. Á námskeiðinu munu þátttakendur vinna á eigin tölvur og að mestu leyti við sitt eigið bókhald og er námskeiðinu jafnt ætlað að koma til móts við þarfir byrjenda sem lengra kominna notenda dkBúbótar. Markmið námskeiðsins eru að þátttakendur öðlist að lágmarki færni í eftirtöldum þáttum: að meðhöndla fylgiskjöl bókhaldsins á fullnægjandi hátt. að skrá, villuleita og uppfæra dag- bókarfærslur. að skrá kaup og sölu á fasta- fjármunum á fullnægjandi hátt í bókhaldinu. að gera virðisaukaskattsuppgjör. að stemma af bókhaldsreikninga og finna og leiðrétta villur í bók- haldinu. að taka afrit af bókhaldinu. að færa stöður á efnahagslyklum milli bókhaldsára. að prenta út helstu skýrslur, s.s. hreyfingalista, rekstarreikning og fleira. að senda upplýsingar úr bókhaldi til Hagþjónustu landbúnaðarins. að senda tölvupóst og hengja við hann skrár eða skjöl. að nálgast aðstoð og leiðbein- ingar á netinu. að uppfæra vírusvarnir tölvu- búnaðar. Auk þess verður uppsetning bókhalds þátttakenda skoðuð og gengið úr skugga um að stofnupplýsingar séu réttar og að upphafsstöður bókhaldsársins séu í samræmi við síðasta skattframtal. Samhliða vinnu við eigið bókhald verður einnig farið yfir uppsetningu hverrar vélar fyrir sig, vírusvarnir, prentarastillingar, uppsetningu forrita BÍ og póstforrita. Skráning á námskeiðin fer fram hjá búnaðarsamböndunum. Nánari upplýsingar veitir Sigurður Eiríksson, ráðunautur BÍ, í síma 563- 0300 eða tölvupóstfangi sei@bondi.is Fyrirhuguð námskeið eru eftirfarandi: 11. - 12. október Bs. Vesturlands - Dalirnir 13. - 14. október Bs. Vesturlands - Fræðslumiðstöð Vestfjarða 18. - 19. október BSSL - Félagsh. Heimaland V-Eyjafjöllum 20. - 21. október BSSL - Búnaðarmiðstöð Suðurlands 1. - 2. nóvember Bs.A - Syðri-vík, Vopnafirði 3. - 4. nóvember Bs.A - Fellabær 8. - 9. nóvember Bs. Vesturlands - Hvanneyri 10. - 11. nóvember Búgarður - Norð-Austurland 15. - 16. nóvember Búgarður - Norð-Austurland 17. - 18. nóvember Bs. Austur-Skaftafellssýslu 19. - 20. nóvember Bs.K - Mosfellsbær 23. - 24. nóvember Leiðbeiningamiðstöðin - Sauðárkróki 25. - 26. nóvember BSSL - Hótel Kirkjubæjarklaustur RAFRÆNT BÓKHALD RAFRÆN SAMSKIPTI Upplýsingatækni í dreifbýli þakkar eftirtöldum aðilum stuðning við verkefnið: KB banki, RARIK, ESSO, KS, Framleiðnisjóður landbúnaðarins, Síminn, Verkefnið um upplýsingasamfélagið , Bændasamtök Íslands.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.