Vér mótmælum allir - 01.05.1946, Page 3

Vér mótmælum allir - 01.05.1946, Page 3
látið mikið yfir sér, en hún liefur verið ótrú- lega lífseig, og enn sem fyrr mun hún reynast öllum hrakspám máttugri. Þess vegna skulum við ekki láta neina ímyndaða skugga, frá austri eða vestri, myrkva fyrir okkur sólskin þessa bjarta dags. Treystum því, að þær hugrökku þjóðir, sem á liðnum árum hafa úthellt blóði sínu til þess, að óbornar kynslóðir megi anda frjálst, virði það hlutverk, sem sérmenningu vorri er ætlað í menningu heimsins, og sjáum sóma vorn í því, að brjóta sem stærst skarð í þá múra, sem tortryggni og launung hafa hlaðið um þær jjjóðir, sem þó, þegar allt kemur til alls, vilja eitt og hið sama: Frið á jörðu og bræðralag allra manna. Höfum við engan rétt til að vona, að eftir svo langan vetur sé slíkt sumar í nánd? Er það ekki beinlínis skylda vor að hafa slíka trú? Sá heimur, sem rís upp úr blóði, tárum og örvæntingu styrjaldaráranna, óskar sér ekki þjóðar, sem er hikandi, undirgefin og tvílráðug. Hann æskir sér grunlausrar og fagnandi æsku, spyr eftir iiöndum, sem réttar eru frarii til sam- starls.bláum augum, sem hlakka til framtíðar- innar. Látum allan heiminn finna, að þennan æskulýð eigunt vér. Eg gat áðan um heilagan söng, sem ómað hafi sál þjóðar vorrar liandan stornts og strauma í þúsund ár, söngur vorsins, sem hefur kallað okkur heim til jtessa dags, heim til framtíðar- innar. Megi eyru vor ávallt verða næm á þann söng. Flest yðar munið vafalaust hið yndislega æfintýr eftir H. C. Andersen, sent heitir Klukk- an. Það var í einni stórborginni, að þegar kvölda tók og sólin rann og skýin glóðu sem gull á milli el’stu reykháfanna, jtá tók fólk að ieggja eyrun við undarlegu og yndislegu hljóði. Það var eins og klukkum væri hringt í fjarska. „Skyldi vera klukka í skóginum þarna útfrá”, sögðu menn, og þegar tíðindin bárust keisaran- um, hét hann því, að sá, er gæti uppgötvað, hvaðan hljómurinn kæmi, skyldi fá nafnbótina yfir- klukkari eða heimshringjari. Nú fóru margir á stúfana, en aðeins einn hlaut titilinn. Hann kont til baka og kvað hljóðið koma frá uglu í skóginum, eins konar vísdómsuglu, sent lemdi höfðinu við tréð, en hvort hljóðið kænti frá höfðinu eða trénu, vissi liann ekki. En svo var það um vorið, að fermingarbörn- in í borginni lögðu leið sína inn í skóginn til að leita klukkunnar dularfullu. En leiðin sótt- ist séint, og flest börnin snéru við og hugguðu Jónas Jónsson alþlngismaður er 61 árs í dag Myndin sýnir hann á ungum aldri. Þá þráði hann frelsi Islands. — Nii er hann gamall. Nú reynir hann að svipta Jtjóð sína lrelsinu — ár- angurslaust þó. # # # GÓÐ GJÖF Gunnlaugur Scheving listmálari hefur gefið blaðinu 100 kr. Við þökkum jressa góðu gjöf. # # * I næsta blaði verður skýrt frá nýjum mót- mælum félaga og samtaka gegn herstöðvum á íslandi. sig með því, að líklega væri sagan um klukkuna hugarburður einn. Loks voru jreir tveir einir eftir, kóngssonurinn ungi og drengurinn á tré- skónum, en jteir gátu ekki komið sér saman um, hverja leið þeir færu. En löngu seinna, ein- mitt þar sent skógarnir sungu og hafið söng og öll náttúran söng, mættust drengirnir tveir, komnir hvor um sinn veg að sama marki og tókust í hend- ur, undrandi og fagnandi mitt undir hvelfingu liinnar miklu kirkju náttúrunnar og skáldskap- arins. Ég ætla mér ekki jxi dtd að ráða gátu jæssa skáldskapar. Ég veit ekki sjálfur, hvaðan hið lieillandi klukknahljóð er komið inn í sönglist daganna. Ég veit ekki einu sinni, livort klukkan í skóginum verður nokkru sinni fundin, og lík- lega mundi hún þann dag hætta að syngja. En ég vil aðeins vara yður við því að leggja eyrun við ræðum yfirklukkaranna, sem neyta allra bragða til að fá yður til að leggja trúnað á ugluna í skóginum. En ef við höfum einu sinni heyrt í hjarta okkar hinn morgunbjarta söng framtíðarinnar, munum vér leita lians upp frá Jjví, og fyrr eða síðar munum vér komast að raun um það, að allir, sem í einlægni leita feg- urri og bjartari heims, eiga samleið, livern veg sem þeir velja sér. í þeirri trú kveð ég yður öll, og óska yður enn einu sinni gleðilegs sumars. VÉR MÓTMÆLUM ALLIR! 3

x

Vér mótmælum allir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vér mótmælum allir
https://timarit.is/publication/937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.