blaðið - 10.05.2005, Page 23

blaðið - 10.05.2005, Page 23
þriðjudagur, 10. maí 2005 l blaðið & 23 Keflavík að fá leikmann Eins og kom fram í Blaðinu á föstudag var Guðjón Þórðarson í Englandi í síðustu viku í leit að leikmanni eða leik- mönnum. Guðjón er kominn til landsins og í dag kemur Bretinn Brian O'Callag- han til liðs við Keflavík. Hann kemur frá utandeildarliðinu Workshop Town en var áður á mála hjá Barnsley, meðal annars þegar Guðjón var þar við stjórn. O'Cal- laghan þessi er 23 ára og leikur yfirleitt á miðjunni en er einnig vel liðtækur sem varnarmaður. Brian O'Callaghan skrifar undir samning við Kefiavík í dag og verður hann út keppnistímabilið sem hefst í næstu viku. Man. Utd. á eftir Cudicini Breska blaðið The People greinir frá því að sir Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United, ætli á allra næstu dögum að gera tilboð í Carlo Cudicini, markvörð Chelsea. Cudicini, sem er 31 árs, hefur verið varamarkvörður Chelsea eftir að Petr Chech kom til félagsins. Samkvæmt heimildum The People verður tilboð United um fimm milljónir sterlingspunda, sem er jafnvirði um 612 milljóna íslenskra króna. _______________________m Crespo sættir sig ekki við launalækkun Argentíski landsliðsmaðurinn Hernan Crespo, sem leikur með AC Milan á Ítalíu, segist ekki ætla taka á sig launalækkun ef hann snúi til baka til Chelsea. Crespo, sem er í láni hjá Milan frá Chelsea, hefur látið hafa eftir sér að hann vilji helst af öllu vera áfram hjá Milan en Jose Mourinho, framkvæmda- stjóri Chelsea, vill aftur á móti fá Crespo á ný til Lundúna. Ef Crespo snýr aftur til Chelsea er talið líklegt að hann verði að taka á sig launalækkun sem gæti numið allt að 50%. Það er nokkuð sem leik- maðurinn sættir sig ekki við og segist ekki skilja þetta þar sem Chelsea sé nú ekki það félag sem skorti fjármagn. 1. deildin í Englandi Síðasta umferðin í ensku 1. deildinni fór fram í gær. Sunderland varð deildar- meistari með 94 stig en Sunderland vann Stoke 1-0. Wigan tryggði sér einnig réttinn til að ieika í úrvalsdeild- inni á næstu leiktíð en Wigan vann ívar Ingimarsson og félaga 3-1. Wigan var í harðri baráttu við Ipswich um að komast beint upp. Wigan hafði þó betur og hlaut 87 stig en Ipswich 85. Tap Reading gerði það að verkum að Read- ing kemst ekki í umspilið en þar leikur Ipswich við West Ham sem varð í sjötta sæti eftir 1-2 sigur á Watford. Heiðar Helguson skoraði mark Watford en Anton Ferdinand og Marlon Harewood skoruðu fyrir The Hammers. f hinni viðureigninni í umspilinu mætast Derby County og Preston. ókeypis tii heimila og fyrirtækja alla virka daga FRJÁLST ísland með tvð silfur Liðin fjögur frá íslandi sem tóku flátt í Norðurlandamótinu í körfuknattleik um helgina. og eitt brons vbv@vbl.is íslensku ungmennalandsliðin í körfu- knattleik gerðu góða hluti um helgina á Norðurlandamóti unglingalands- liða sem fór fram í Svíþjóð. ísland lék til úrslita í tveimur flokkum og því miður töpuðust báðir leikimir. U-16 drengir töpuðu fyrir Svíum með 60 stigum gegn 64. Hjörtur Hrafn Einars- son skoraði 24 stig og tók 10 fráköst fyrir ísland og Þröstur Jóhannsson skoraði 18 stig. Stórleikur Helenu nægði ekki U-18 ára lið íslands í kvennaflokki steinlá fyrir Svíum með 22 stiga mun. Helena Sverrisdóttir skoraði 20 stig, tók 10 fráköst og átti níu stoðsend- ingar fyrir ísland. Ingibjörg Elva Vil- bergsdóttir skoraði 16 stig, þar af fjór- ar þriggja stiga körfur. U-16 kvenna var einnig tekið í karphúsið og það af Finnum í 20 stiga tapleik um þriðja sæti. U-18 ára landslið íslands í karla- flokki vann Noreg í leik um þriðja sæti með fimm stiga mun, 86-81. Biynjar Þór Bjömsson var með 26 stig og Sig- urður Gunnar Þorsteinsson 17. Helgi Sigurðsson á leiðinni heim um næstu áramót? vbv@vbl.is Samkvæmt heimildum Blaðsins em þó nokkrar líkur á að Helgi Sigurðs- son, leikmaður með AGF í Danmörku, flytji heim til fslands þegar samningi hans lýkur sumarið 2006. Helgi hefur verið einn marksæknasti leikmaður okkar íslendinga um árabil og nú er kappinn orðinn þrítugur. Það er ljóst að ef Helgi ákveður að koma heim á næsta ári koma mörg lið til með að setja sig í samband við hann í von um liðsstyrk hans. Sjö leikmenn AGF í agabann vbv@vbl.is Þeir hefðu betur sleppt því að skemmta sér, leikmenn AGF um helg- ina eftir leik AGF gegn Alaborg, sem AGF tapaði 1-3. Það hefur gengið illa hjá AGF að undanfómu og stjóm fé- lagsins ákvað að grípa til harðra að- gerða gegn leikmönnum liðsins eftir þetta uppátæki leikmannanna sjö um helgina. Með liði AGF leikur Helgi Sigurðsson, sem hefur verið meiddur að undanfómu. Óvíst með Henry og Ljungberg Arsene Wenger, framkvæmdastjóri Arsenal, hefur látið hafa eftir sér að hann ætli að gefa Thierry Henry og Freddie Ljungberg viku til að jafna sig af meiðslum sem hrjá þá. Það er því alveg óvíst með þá félaga í bikarúrslitaleiknum á milli Arsenal og Manchester United sem fer fram á Þúsaldarvellinum í Cardiff 21. maí. Henry hefur verið meidd- ur síðan í leiknum gegn Middlesbrough 9. apríl og því er leikform hans ekki eins og best verður á kosið. _ Kluivert á förum til Spánar Hollendingurinn Patrick Kluivert sem leikið hefur með enska úrvalsdeildarlið- inu Newcastle United, er væntanlega á förum frá félaginu í sumar. Kluivert, sem var keyptur til Newcastle í tíð sir Bobbys Robson, hefur ekki náð að sanna hæfileika sína í enska boltanum. Hann hefur leikið 24 leiki, þar af 14 sinnum í byrjunarliði, og skorað sex mörk í þessum leikjum. Tyrkneska liðið Fenerbache hefur borið víurnar í Kluivert en í samtali við News Of The World seg- ir Kluivert að hann sé á förum til Spánar í sumar. „Ég fer til Spánar en ekki til Tyrklands,“ segir Kluivert. Skíðaþing 2005 Skíðasamband (slands hélt sitt árlega Skíðaþing um helgina. Þingið var haldið í skíðaskála Breiðabliks í Bláfjöllum og þar var mikil og hörð umræða um skíða- íþróttina hér á landi og línur voru lagðar fyrir næsta starfsár. Stærsta verkefni næsta árs er eðlilega vetrarólympíuleik- arnir í Tórínó á Ítalíu. Rekstur síðasta starfsárs skilaði 2,6 milljónum í rekstr- arafgang, sem verður að teljast mjög gott. Þetta þýðir að SKÍ áætlar að vera skuldlaust samþand fyrir árið 2007. Frið- rik Einarsson var endurkjörinn formaður sambandsins. Friðrik Einarsson var endurkjörinn formaður. Ein breyting var gerð á stjórn sambandsins. Þröstur Már Sigurðsson lét af störfum og var Árni Sæmundsson kosinn nýr inn í stjórn. Valencia og Inter í leikmannaskiptum? Forráðamenn spænska liðsins Valencia og ítalska liðsins Inter eru að sögn ítalskra og spænskra fjölmiðla í við- ræðum út af risasamningi sem varðar leikmannaskipti. Samkvæmt fréttum fær Inter Stefano Fiore og Bernardo Corradi til Ítalíu en í staðinn fær Valencia Kily Gonzalez, Andy van der Meyde og Edgar Davids. Þá hefur Grikkinn Georgis Karagounis einnig verið nefndur sem hluti af þessum samningi félaganna ef Bernardo Corradi fer til Charlton á Englandi en það gæti allt eins gerst. Charlton hefur látið það spyrjast að þeir séu tilbúnir til að greiða um sex milljónir sterlingspunda fyrir Corradi en það er jafnvirði um 734 milljóna íslenskra króna. ________________________■ Stefán tryggði Lyn sigur Stefán Gíslason, sem leikur með norska liðinu Lyn, tryggði liði sínu sigur á meist- urum Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni þegar Stefán skoraði sigurmarkið á síðustu mínútu leiksins í 3-2 sigri Lyn. Stefán skoraði markið með skalla og þar með komst Lyn í fjórða sæti deildarinnar en Rosenborg er í 6. sæti með átta stig. Válerenga, sem Árni Gautur Arason leikur með, er í efsta sæti eftir sex umferðir með 15 stig. Válerenga vann Bodö/Glimt á útivelli 0-1 og Árni Gautur var að vanda í marki Válerenga. Start er óvænt í öðru sæti með 13 stig en með því liði leikur Jóhannes Harðarson. Start vann Odd Grenland 4-0. blaðið^ Morten Rasmussen fer í leikbann fyrir fyllerí

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.