blaðið - 30.05.2005, Side 14
mánudagur, 30. maí 2005 I blaðið
blaðiðs
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri:
Kari Garðarsson. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn og auglýsingar:
Bæjariind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510-3700. Slmbréf á fréttadeild: 510-
3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510-3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is,
augiysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur.
Stelpur standa sig vel
Við útskrift úr Verzlunarskóla íslands vakti athygli að af ellefu
hæstu nemendunum á stúdentsprófi þetta vorið voru tíu stúlk-
ur. Skólastjórinn, Þorvarður Elíasson, sem nú var að ljúka 26
ára glæstum skólastjóraferli við skólann, spurði eftir að hafa
afhent þessum fríða hópi verðlaun sín: „Hvar eru strákarnir?"
Skólastjórinn fékk að einhverju leyti svar við spurningu sinni
síðar á skólaslitahátíðinni þegar í ljós kom að fjórir strákar,
en engin stúlka, hlutu viðurkenningu fyrir forystu og forsvar í
félagsmálum Verzlunarskóla íslands. Á því virtist einnig vera
að verða breyting því forseti nemendafélags Verzlunarskóla ís-
lands er stúlka.
Væntanlega er Verzlunarskóli íslands engin imtantekning
þegar kemur að glæsilegum árangri stúlkna í námi. Á æ fleiri
sviðum náms og starfa eru stúlkur og ungar konur að taka
forystuna. Þessari forystu hafa þær náð án þess að þeim hafi
verið skapað eitthvert sérstakt forskot, með tímabundnu mis-
rétti kynjanna eða kynjakvótum, eins og gamlar konur í stjóm-
málum og atvinnulífi vilja beita til að fjölga jafnöldrum sínum
á Alþingi, í stjórnum, ráðum og nefndum einkaaðila og hins
opinbera. Þetta er auðvitað algjörlega úrelt hugmyndafræði,
sem ekki hefur skilað neinu og mun ekki skila neinu fyrir jafn-
rétti kynjanna.
Vonandi mun aukin menntun kvenna, og þar af leiðandi for-
ysta þeirra í stjómmálum og atvinnulífi, leiða til þess að kon-
ur fái sömu laun fyrir sömu störf og karlar en á því virðist
enn vera misbrestur ef marka má viðtal við Runólf Ágústs-
son, rektor Háskólans á Bifröst, síðastliðinn laugardag. Sam-
kvæmt könnun, sem skólinn hefur gert um launakjör fyrrum
nemenda sinna virðast konur, sem þaðan útskrifast, enn bera
skarðan hlut frá borði þegar að launum kemur fyrir sambæri-
leg störf og karlar gegna, sem er óviðunandi sé hæfni þeirra
hin sama og karlanna.
Ir)
Leyndarmál lífsins!
eftir Þorgrím Þráinsson
Ýmislegt hefur verið rætt og ritað
um upphaf veraldar en Fom-Grikk-
ir höfðu ákveðna sögu að segja. Þeg-
ar guðirnir höfðu skapað jörðina og
manninn, dýrin, lífverur hafsins,
plöntur og allt annað sem lífsand-
ann dregur, áttu þeir aðeins eitt eftir
ógert. Að fela leyndarmál lífsins þar
sem það fyndist ekki fyrr en maður-
inn hefði þroskast og þróað vitund
sína nægilega til að geta skilið leynd-
armálið.
Guðirnir rökræddu fram og til
baka um það hvar væri best að fela
leyndarmálið. Einn sagði: „Við skul-
um fela það uppi á hæsta fjallinu. Þar
finnur maðurinn það aldrei."
Annar sagði: „Við höfum skapað
manninn með óseðjandi forvitni og
metnað. Hann klífur að lokum hæsta
fjallið." Þriðji guðinn stakk þá upp á
því að fela leyndarmál lífsins á botni
dýpsta hafsins. Annar svaraði þá
að bragði: „Við höfum skapað mann-
inn með ótæmandi ímyndunarafl og
brennandi þrá til að rannsaka veröld
sína. Fyrr eða síðar kemst maðurinn
niður í hyldýpi hafsins."
Að lokum fann guð nokkur bestu
lausnina: „Við skulum fela leyndar-
mál lífsins þar sem maðurinn mun
síst leita, á stað sem hann finnur ekki
fyrr en hann hefur gefist upp á öllum
öðrum möguleikum og er loksins tilbú-
inn fyrir leyndarmálið."
„Hvar er það nú?“ spurðu hinir guð-
imir hissa.
„Það er í hjarta mannsins. Við skul-
um fela leyndarmálið þar.“ Og þeir
gerðu það.
í hjartanu er lykillinn sem opnar
dymar að ótakmörkuðum fjársjóði -
hæfileika sem allir búa yfir, og dyrnar
opnast ekki út á við heldur inn.
Mörg okkar eyða ævinni í stöðugri
leit að einhverju sem
við getum ekki endilega
skilgreint en tengist
hamingju, ríkidæmi, við-
urkenningu, huggun, fyr-
irgefningu, frama og svo
mætti lengi telja. Þegar
líður að ævilokum gera
flestir sér grein fyrir
því að leitin var tímasó-
un. ÞAÐ VAR EKKERT
TÝNT. Það sem við leit-
uðum að var innra með
okkur en hraði nútímans, kröfumar,
lífsgæðakapphlaupið, samkeppnin og
metingurinn villti okkur sýn. Til allr-
ar hamingju átta margir sig á því í
tíma að lykillinn að hinum ótakmark-
aða fjársjóði er innra með okkur. Til
að festa hönd á honum þarf einungis
að staldra sig við, gefa sér tíma í ein-
rúmi til að hugleiða, draga djúpt and-
ann og einbeita sé inn á við.
Vitrir menn hafa sagt að við þrosk-
umst mest í þögninni. Það vita þeir
sem til þekkja að kyrrð er undir-
staða sköpunar. í hinni aldagömlu
kínversku Qi-gong „lífsorkuíþrótt" er
sú æfing mest krefjandi að standa í
fullkominni kyrrð og draga djúpt and-
ann. Með þeim hætti aflar maður sér
mestrar lífsorku og innan skamms
opnast dyrnar inn á við. Öndunin
hleður okkur orku en djúpur, meðvit-
aður andardráttur veitir okkur sýn
inn í nýja og eftirsóknarverða veröld.
Þegar sú sýn blasir við fómm við að
treysta innsæinu, sjá veröldina í nýju
ljósi og lifa því lífi sem okkur langar
virkilega að lifa.
í amstri dagsins getur verið erfið-
leikum bundið að eiga kyrrðarstund,
hugleiða eða hreinlega gefa sér tíma
fyrir sjálfan sig en ef við helgum
ákveðnum tíma dags sjálfum okkur og
virðum friðhelgi hans, höfum við tek-
ið ákveðið skref í þroska og þeirri leit
sem skiptir okkur máli.
Sumir vinna við þær að-
stæður að geta slökkt
á símanum tímabundið
og skellt blaði á hurðina
með áletrunni: „Ónáðið
ekki“, til að fá firið fyrir
sjálfan sig. Flest eigum
við lögbundinn kaffi- og
matartíma en hvemig
veijum við honum? Þá
er hægt að vakna hálf-
tíma fyrr á morgnanna
og gefa sjónvarpinu frí á kvöldin til að
draga djúpt andann, hugleiða, nálg-
ast leyndamál lífsins.
Ef viljinn er fyrir hendi er hægt
að finna hugleiðsluhópa, sameinast í
kyrrðarstund með öðmm, og nokkrar
kirkjur em opnar jdir daginn. í þeim
er kyrrð og friður. Minn eftirlætisstað-
ur er Landakotskirkja. Hún er opin al-
menningi nánast allan sólarhringinn.
Þar er guðdómlegt að sitja í kyrrð og
draga djúpt andann, hugleiða og fær-
ast nær fjársjóðnum. Það að ganga
inn í Landakotskirkju er eins og að
ganga inn í aðra veröld.
Ef við gefum okkur tíma fyrir sjálf
okkr, fórum í könnunarleiðangur, þá
skomm við veikleika okkar á hólm,
tökumst á við hégómann, neitum að
sætta okkur við að láta leiða okkur í
blindni í gegnum lífið. Það er engin
tilviljun að margir fá sínar bestu hug-
myndir í þann mund sem þeir em að
festa blund. Þá erhugurinn ekki leng-
ur eins og ólgusjór heldur spegilslétt-
ur. Hugmyndimar spretta þá upp,
hver annarri betri. Við uppljómumst
og öðlumst innblástur. Þá er um að
gera að nýta tækifærið, skrifa hjá sér,
nýta meðbyrinn. Andann. En... svo
hefst nýr dagur á þeim ógnarhraða
sem einkennir líf flestra og við sjáum
ekki handaskil fyrir verkefnum sem
sum hver skipta engu máli.
Með því að láta Póstinn sjá unrfy
allan pakkann sparar þú rekstfi
kostnað. Pósturinn kemurá Jfí
fyrirfram ákveðnum tíma. teáur
allar sendingar og skilar þejng
fljótt og örugglega til viðtakferyda
Hafðu samband við sölufuprúa
í síma 580-1090 eða í nejfangið
sala@postur.is og fáði/nánari
upplýsingar. / jpf?
www.postur.is
PÓSTURINN