blaðið - 30.05.2005, Qupperneq 15
blaðið I mánudagur, 30. maí 2005
RAPSODY RSH-100
HEILSTÆÐ LAUSN FYRIR STAFRÆNA SKEMMTUN HEIMILISINS!
B HORFÐU A MYNDBOND/MYNDIR/TONLISTI SJONVARPINU EÐA SKJAVARPA
ÁN ÞESS AÐ TENGJASTTÖLVU.
0 TENGDU STAFRÆNU MYNDAVÉLINA BEINTVIÐ RAPSODY HVAR SEM ER ÁN ÞESS AÐ
TENGJASTTÖLVU!
S USB2 FLAKKARI!
E LÍTIL OG NETT GRÆJA - TASKA OG FJARSTÝRING FYLGIR MEÐ!
S TAKMARKAÐ MAGN!
VERÐ AÐEINS:
22.900kn
HDD FYLGIR EKKIMEÐ
Fagurkeri
kolbrun@vbl.is
Kvikmyndaíramleiðandinn Ismail
Merchant lést í síðustu viku, 68 ára
að aldri. Ásamt bandaríska kvik-
myndaleikstjóranum James Ivory
gerði hann rúmlega 40 kvikmyndir
á 40 árum. Þar á meðal eru hinar
frægu verðlaunamyndir Room With
A View, Howards End og Remains Of
The Day.
Merchant fæddist á Indlandi.
Fjölskylda hans var af millistétt og
sendi hann til Bandaríkjanna til
að læra stjórnun í New York. Hann
hafði þó meiri áhuga á kvikmyndum
en viðskiptum. I Cannes árið 1961
hitti hann leikstjórann James Ivory
og stakk upp á því að þeir hæfu sam-
starf. Þeir deildu gjarnan hástöfum
um fjármögnun og listræna útfærslu
á kvikmyndum sínum. Þrátt fyrir
þann ágreining var einkalíf þeirra
farsælt og þeir bjuggu saman í fjór-
tán herbergja glæsiíbúð í New York,
sem var hlaðin skrautmunum og mál-
verkum.
í kvikmyndagerð
Félagarnir Merchant og Ivory, sem
hér sjást til hægri, gerðu saman
um fjörtíu kvikmyndir. Ein frægasta
mynd þeirra er Remains of The Day
með Emmu Thompson og Anthony
Hopkins sem sýndu sannkallaðan
stjörnuleik.
Blómlegt samstarf
Fyrsta kvikmyndin í samstarfinu
var The Householder, byggð á bók eft-
ir Ruth Prawe Jhabvala. Hún varð
aðalhandritahöfundur kvikmynda
þeirra. „Þegar við hófum samstarf
sagði Ruth okkur að hún hefði aldr-
ei skrifað handrit," sagði Merchant.
„Það var ekkert vandamál því ég
hafði aldrei framleitt kvikmynd í
fullri lengd og Jim hafði aldrei leik-
stýrt áður.“
Samstarf þeirra félaga stóð með
sem mestum blóma seint á níunda
áratugnum til upphafs þess tíunda.
Myndir þeirra byggðust oft á þekkt-
um skáldsögum frá 19. og 20. öld. Þeir
kvikmynduðu þijár sögur Henrys
James - The Europeans, The Bost-
onians og The Golden Bowl. Einnig
þijár af þekktustu sögum E.M. Forst-
er - A Room With A View, Maurice og
Howard’s End. Einnig The Remains
Of The Day eftir Kazuo Ishiguro, þar
sem Anthony Hopkins sýndi kannski
besta leik sinn á ferlinum. Enginn
vafi leikur á því að myndirnar áttu
þátt í að endurvekja áhuga á þessum
ágætu bókmenntaverkum. Myndim-
ar einkenndust af sérstakri fágun,
glæsilegu umhverfi, fallegum bún-
ingum og góðum leik. Leikstjórinn
Martin Scorsese var undir greinileg-
um áhrifum frá þessum myndum og
stemmningu þeirra þegar hann gerði
The Age Of Innocence eftir skáldsögu
Edith Wharton. Sú mynd hefði allt
eins getað verið verk Merchants og
Ivorys.
Hnignunarskeið
Þegar líða tók á tíunda áratuginn
duttu myndir Merchants og Ivorys úr
tísku. íhaldssöm fagurfræði þeirra
var ekki í takt við tímann. Leik-
stjórinn Alan Parker lýsti myndum
þeirra eitt sinn sem „Lauru Ashley
skólanum í kvikmyndagerð". Ivory
svaraði því með orðunum: „Þessar at-
hugasemdir Parkers verður minnst
lengur en nokkurra þeirra mynda
sem hann hefur gert.“ Sagan segir
að þegar Quentin Tarantino hafði for-
sýningu á hinni ofbeldisfullu mynd
sinni, Pulp Fiction, hafi hann struns-
að upp á svið og beðið þá áhorfendur
sem væru hrifnir af The Remains Of
The Day um að rétta upp hendur.
Hann æpti síðan að þeim sem það
gerðu: „Hypjið ykkur héðan út!“
Merchant var ffægur matgæðing-
ur og á tökustað átti hann til að elda
karrírétti og bera á borð fyrir starfs-
menn. Hann stofnaði veitingahús
árið 1993, gaf út nokkrar bækur um
ferðalög og matreiðslubók sem varð
metsölubók
Þegar Merchant lést höfðu þeir fé-
lagar verið að vinna að söngvamynd-
inni The Goddess með Tinu Tumer
í aðalhlutverki. Eftir á að ffumsýna
mynd þeirra The White Countess,
sem gerð er eftir handriti Kazuos
Ishiguro en í aðalhlutverkum eru
Ralph Fiennes, Natasha Richardson
og Lynn og Vanessa Redgrave.
§
co
PO
30
za
VijeTalk2.0 Pro
README 15IN 1
X-POINTERII (ÞRÁÐLAUST) QUAFE
- USB 2.0 interface LES: r i LASERBENDILL - VIRKAR SEM r 1 ALVÖRU ORKUDRYKKUR FYRIR
- 1.2MEGA Pixel support l l MMC, SD,SM, MD, CF,XD, MS MÚS/LYKLABORÐ! - TILVALIÐ í ALVÖRU GAMERS!
-Innbyggðurhljóðnemi 1 OG MSPRO. ■ : POWERPOINT KYNNINGAR -12 í KIPPU l . : ^
VERÐ AÐEINS:
5.900kr.-
VERÐ AÐEINS:
3.900kr.-
VERÐ AÐEINS:
9.900 kn-
VERÐ AÐEINS:
1.500kn-
ER TÖLVAN AÐ GERA ÞIG BRJALAÐA(N)?
KOMDU MEÐ GOMLU
VÉLINA OG VIÐ
RÁÐLEGGJUM ÞÉR HVAÐ
GERASKAL!
TASK ÞJONUSTA ER
FYRIRÞIG....
HVER ÞJONUSTAR ÞIG?