blaðið - 30.05.2005, Síða 16
mánudagur, 30. maí 2005 I blaðið
Mynd: Stefán Örn Valberg.
fíflin
Túnfífillinn er af körfublómaætt og
mjög algengur um allt land, bæði í
túnum, úthaga og til fjalla, að mað-
ur tali nú ekki um garða og við hús-
veggi. Hann er einn af vorboðunum
og opnar sín skærgulu blóm snemma
vors á skjólgóðum stöðum. Hver blóm-
Pað getur verið
gaman að blása
fræjum biðukoll-
anna, eins og
sést á þessum
unga manni.
emar
STEYPUSTÖÐIN S. 540 6800 www.steypustodin.is
hnappur er í raun ekki eitt blóm
heldur mörg, sem mynda saman
blómhnappinn sem er kallaður karfa.
Eftir blómgun lokar fífillinn blóma-
körfunni um hríð en opnar hana svo
aftur þegar fræin eru fullþroskuð og
heitir þá biðukolla. Túnfífillinn er
einn versti óvinur garðeigenda. Hann
fjölgar sér hratt og festir rætur sem
límdur væri við jörðina.
Fífillinn er þó ekki bara plága því
lækningamáttur hans og notagildi
í mat hefur verið þekkt í aldaraðir.
Ný fíflablöð eru góð í salat, ræturn-
ar hafa verið malaðar í kaffibæti og
blómin verið borðuð, steikt úr smjöri,
eða búið til úr þeim vín. Bæði blöðin
og rótin voru notuð til lækninga á
alls kyns meinum og gott á að vera
að hreinsa húðina með fíflamjólk.
Laufin eru mjög næringarrík og
innihalda A, C, D, og B-vítamín, sem
og járn, magnesíum, sink, mangan,
kopar, kólín, kalk og boron en þó
einna mest af kalíumi.
Ekki neyta túnfífils ef grunur leik-
ur á að þú sért með gallsteina eða
stíflaða gallrás. Fólk með stíflu/fyrir-
stöðu í görnum eða ristli ætti ekki að
nota túnfífil. Notið ekki á meðgöngu
nema í litlum mæli.
Þá er líklega best að fjárfesta í
fíflajárni og losa sig við fíflana með
rótum og öllu og njóta þeirra frekar
þar sem þeir lifa ftjálsir og óháðir í
náttúrunni.
1 £ m í*
•
§&/
L
m * m
>err 'ft ao rari ▲
Cirðingar og girðingaefni
i miklu urvali
■ Skrautgirðingar
■ Hefðbundnar girðingar
■ Rafgirðingar
BUÐIN
Opnunartími:
mán.- föst. 8-19
laugard. 9-15
MR BÚÐIN LYNGHÁLSI 3 SÍMI: 540 1 125
Eilffðar smáblóm
meðtitrandk
tár
f9
Allir sem farið hafa til Parísarborgar að vori til vita hvernig trjágróðurinn
þar tekur stakkaskiptum og blómstrar. Ingólfur Arnarson vissi sennilega ekki
hversu erfitt það yrði að rækta slík tré hér á landi þegar hann kom fyrir öll-
um þessum árum. Við Frónbúar þurfum þó ekki að örvænta þar sem nóg er
af gróðrarstöðvum og blómabúðum sem bjóða upp á hinar ýmsu sumarblóma-
tegundir sem lífga upp á garðinn og gera hann fegurri og litríkari. Þær vin-
sælustu eru stjúpurnar sígildu en fast á hæla þeirra koma frænkur þeirra
fjólurnar og hengi-brúðarauga (hengi-lóbelía.) Þó má finna fjölmörg önnur
sumarblóm þannig að málið er einfaldlega að skoða og velja. Nóg er úrvalið;
skrautnál, flauelsblóm, margaríta, sólboði, pelargónía, morgunfrú, daggarbrá,
hádegisblóm, snædrífa, borgardís (tvíburaspori), hengijárnjurt og svo mætti
lengi telja. Blómin þurfa alls ekki að vera dýr og má fá stjúpur fyrir minna en
hundrað kall.