blaðið - 30.05.2005, Síða 17

blaðið - 30.05.2005, Síða 17
blaðið ! mánudagur, 30. maí 2005 Nú fer sá tími í hönd að menn fara að úða garða með skor- dýraeitri. í þess- ari grein er ætl- unin að fjalla um hefðbundna úðun gegn ýms- um skordýrum í gróðri í görðum Árni Davíðsson á vorin, einkum hér á höfuðborgarsvæðinu. Ekki verð- ur hér fjallað um úðun gegn sítkalús, enda er ekki ástæða til að úða gegn henni nema á haustin, né heldur verð- ur hér fjallað um sveppa- og veirusýk- ingar gróðurs. Úðunarefnið Varnarefnið (skordýraeitrið) sem not- að er við úðun garða heitir „permetr- ín“ og er það til í nokkrum verslunar- heitum, t.d. permasect. Það er lítið eitrað fyrir menn og spendýr en er banvænt fyrir flest skordýr, t.d. fiðr- ildalirfur, blaðlýs og áttfætlur, spuna- maur og kóngulær. Efnið getur valdið ofnæmi hjá fólki og það er hættulegt fiskum. Permetrín er óstöðugt eftir blöndun með vatni og úðun, það brotnar hratt niður í um- hverfinu og hverf- ur á nokkrum dög- um. Það virkar því aðeins gegn lirfum og blaðlúsum með- an úðað er og í stutt- an tíma á eftir. Gardaúðun e« eW* \W\ vA' ^""earðurinn og trjágróðurinn skoðaður Áður en ákveðið er að úða skal fara út í garð og skoða lauf og brum og leita að lirfum og blaðlúsum. Ávallt eru einhver kvikindi í trjágróðri og það er alls ekki ástæða til að úða nema þegar fjöldi þeirra, sem getur valdið tjóni, er orðinn óhóflegur. Ef aðeins eru fáar fiðrildalirfur er eng- in þörf á að úða. Lirfurnar vaxa þá úr grasi og hætta beitinni þegar þær eru fullvaxnar, oftast fyrri part sum- ars, og láta sig síga niður í grasið og púpa sig. Plantan vex áfram og engin ummerki eru sjáanleg eftir þær þeg- ar líður á sumarið. Aðeins skal úða gegn fiðrildalirfum ef fjöldi þeirra er það mikill að hætt sé við að þær valdi áberandi tjóni á gróðrinum. Að- eins skal úða gegn blaðlúsum ef fjöldi þeirra er mikill. Oft og tíðum valda blaðlýs litlu sjáanlegu tjóni en áhrif- in koma fyrst og fremst fram í minni vexti trjágróðursins. Ef um runna er að ræða getur oft komið til greina að klippa hann þegar svo er komið því blaðlýsnar leggjast fyrst og fremst á nýsprottnar greinar. Úðun getur raskað jafnvægi lífríkisins í garðinum Permetrín drepur jafnt gagnlegar sem skaðlegar pöddur. Garðeigendur njóta því ekki aðstoðar ránskordýra, eins og sveifflugulirfa og smkjuve- spa, við að halda lirfum og blaðlúsum í skefjum. Eitrun er því inngrip í nátt- úruna, sem menn ættu ekki að grípa til nema nauðsyn krefji. Hætt er við að jafnvægið í garðinum á milli gagn- legra skordýra og hinna skaðlegu raskist og meiri þörf verði á endur- teknum úðunum. Rétt plöntuval og umhirða Fyrsta vörnin gegn skordýrum er að hafa réttar plöntur í garðinum. Plönt- ur sem eru þokkalega vel aðlagaðar íslenskum aðstæðum og eru þekktar fyrir að vera ekki viðkvæmar fyrir lirfum og blaðlúsum. í öðru lagi ætti að búa vel að plöntunum, athuga stað- setningu þeirra í garðinum og skjól, gefa þeim hæfilegan áburð, tryggja nægilegt vatn og grisja ef þéttleiki er of mikill. Plöntum, sem standa hátt í þurrum jarðvegi og næringarsnauð- um, er venjulega talið hættast við far- aldri t.d. fiðrildalirfa. Ekki á að úða nema þörf sé á Oftast er engin þörf á að úða gegn blað- lús í görðum nema á einstaka plöntu- tegundum og sjaldnast á hveiju ári. Fiðrildalirfur eru þau kvikindi sem oftast er þörf á að úða gegn í görðum, enda eiga þær það til í sumum árum að éta allt lauf af lauftrjám eins og birki, sumum víðitegundum og fáein- um lauftijám öðrum. Slík ósköp eru ekki óþekkt í náttúrunni, m.a. þekkj- ast faraldrar fiðrildalirfa í íslensku kjíirrlendi og skógum og í birkiskóg- u m norðarlega í Skandinavíu. Slíkir faraldrar eru samt langt frá því að vera árviss viðburð- ur í náttúrunni. Flestar teg- undir lauftijáa eru ávallt lausar við slíka óáran og öll barrtré, að lerki meðtöldu. Garðaúðun hefur ekkert for- varnargildi Sem fyrr segir hefur permetrín mjög skamma eiturvirkni. Því hefur það ekkert að segja að úða garðinn í for- varnarskyni. Uðunin virkar eingöngu gegn þeim skordýrum sem eru komin í tijágróðurinn og eru byijuð að éta. Egg í greinum og brumum og púpur og skordýr í jarðvegi drepast ekki. Þess vegna er það til einskis að úða of snemma á vorin og peningum kastað á glæ. Segja má að það að úða garð að ástæðulausu sé eins og að aka um á vetrardekkjum yfir sumarið í forvarn- arskyni fyrir veturinn. Allir mega úða eigin garð Permetrín er í svokölluðum C-flokki efna til nota við útrýmingu skaðvalda í garðyrkju og landbúnaði og hafa all- ir heimild til að kaupa og nýta þau efni til eigin nota. Úðun í atvinnuskyni Til athugunar fyfir þá sem vilj a kaupa þjónustu þeirra sem bjóða garðaúðun skal eftirfarandi tekið fram: - Viðkomandi skal hafa starfsleyfi viðkomandi heilbrigðiseftirlits. - Hann skal ganga úr skugga um að úðunar sé þörf með -því að skoða garð og tijágróður. - Ekki skal úða ef þess gerist ekki þörf og þá skal bara úða einstök tré eða runna ef þess þarf. - Áður en úðun hefst skulu sett- ir upp vamaðarmiðar. Á þeim skal standa „Varúð - garðaúðun", versl- unarheiti úðunarefnis og virkt efni, takmörkun við umferð um garðinn, dagsetning og tímasetning úðunar. Einnig skal vara við neyslu matjurta og nafn, heimilisfang og sími garðaúð- arans þarf að koma fram. - Þegar þjónustuaðili býður úðun ætti garðeigandinn að ganga með hon- um um garðinn, skoða trjágróðurinn og meta þörfina fyrir úðun áður en þessi þjónusta er keypt. Til fróðleiks má benda á bókina: „Heilbrigði trjágróðurs, skaðvaldar á trjágróðri og varnir gegn þeim“, eft- ir Guðmund Halldórsson og Halldór Sverrisson. Eftir Árna Davíðsson heilbrigðisfulltrúa. Hellur steinar I STEYPUSTÖÐIN S. 540 6800 www.steypustodin.is

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.