blaðið - 24.06.2005, Page 2
föstudagur, 24. júní 2005 1 blaðið
Kampavínseyjan ísland
Nýríkir viðskiptamenn, bullandi efnahagslíf og máttlausar gamlar klíkur
Dýr hlutabréf
Innlendur hlutabréfamarkaður er
hátt verðlagður um þessar mundir,
en úrvalsvísitalan hefur hækkað um
21% frá síðustu áramótum. Þetta
kom fram í Vegvísi Landsbanka ís-
lands í gær. Þar segir ennfremur að
þrátt fyrir þetta sé ekki líklegt að
verðbólga hafi mjmdast sem kalli á
umtalsverða verðleiðréttingu. Þvert
á móti er gert ráð fyrir ásættanlegri
ávöxtun á hlutabréfamarkaði á
næstu mánuðum.
75 milljónir
til Sri Lanka
í gær var tvíhliða samningur um þró-
unarsamvinnu íslands við Sri Lanka
undirritaður í Kólumbó, höfuðborg
landsins. Samningurinn er til fimm
ára og nemur framlag íslands til þró-
unarstarfs í landinu á þessu ári 75
milljónum króna. Upphaflega átti að
verja 25 milljónum til verkefnisins en
í ljósi hamfaranna 26. desember síð-
astliðinn var upphæðin hækkuð um
50 milljónir. Þróunarsamvinnustofn-
un íslands mun sjá um framkvæmd
verkefna í samstarfi við stjómvöld
á Sri Lanka en þetta er í fyrsta sinn
sem stofhunin sinnir þróunarstarfi
utan Afríku.
íslenska efnahagslífið er tilefni ellefu
síðna umfjöllunar í danska vikuritinu
Berlinske Nyhedsmagasin með sömu
fyrirsögn og er hér að ofan. Þar er stikl-
að á stóru og farið yfir þann gífurlega
uppgang sem orðið hefur í íslensku
banka- og viðskiptalífi undanfarin tíu
ár. Bent er á það hvemig setið er um
íslandsbanka, sfðasta vígi gamla Kol-
krabbans, sem mun fljótt missa þau
völd sem hann hafði á íslensku sam-
félagi. Þá kemur fram hvemig stjórn-
völd á íslandi hafa misst vald sitt á
viðskiptalífinu eftir lagabreytingar
á tíunda
áratug síð-
ustu aldar,
sem urðu til
þessaðvina-
sambönd
í viðskipt-
um skipta
ekki lengur
máli eins
og þekktist
á tímum
Kolkrabbans. Greinarhöfundurinn,
Johannes P. Bóggild, segir að enn sé
Gríðarleg spurn er eftir byggingalóð-
um í nýjum hverfum á höfuðborgar-
ekki séð fyrir um það hvort íslands-
banki falli í hendur Björgólfsfeðga
en að hingað til hafi Björgólfur Thor
verið sneggri og duglegri en gömlu
valdhafamir.
Eitt stórt eyðslufyllirí
í greininni er ítarleg umfjöllun
um það hvernig íslenska hagkerfið
hefur sprengt af sér öll höft síðustu
tíu árin og lítur út fyrir að höfundur
hennar hafi ákveðnar efasemdir um
það hvernig þróun næstu ára verður.
Þá er nefnt að burtséð frá gífurlegum
fjárfestingum erlendis kaupi neytend-
ur einnig inn sem óðir væru. Nefnir
hann sem dæmi að í hverri viku séu
aflestaðir 800 bílar og þá helst stórir
jeppar sem kosta um fimm milljónir
króna. Segir hann að þetta myndi í
flestum tilvikum hringja viðvörunar-
bjöllum og láti aðrar þjóðir standa hjá
sem þær væru fastar í hægagangi.
Stjarnfræðilegar upphæðir
Greinarhöfundurinn talar um
stærstu nöfnin í íslensku viðskipta-
lífi með óttablandinni virðingu. Hann
svæðinu. í Vatnsendahverfi, þar sem
Kópavogsbær gerir ráð fyrir um og
yfir 100 húsum, sóttu rúmlega 700
manns gögn um úthlutun svæðis-
ins á skrifstofur bæjarskipulagsins
fyrsta daginn sem opnað var fyrir um-
sóknir. Síðan þá koma um 500 manns
daglega til þess að fá upplýsingar um
úthlutunina.
14 milljónir fyrir lóð
Þá voru gerð yfir 1.000 kauptilboð
í 49 lóðir í Akrahverfi, sem er nýtt
hverfi í Garðabæ. Akraland ehf. bauð
þessar lóðir til sölu en alls verða ein-
býlishúsalóðirnar 139 og verður svæð-
ið byggt í þremur áfongum, en einn-
virðist eiga erfitt með að trúa því að
menn - sem fæstir hafa fyllt 40 ár
- hafi keypt upp fyrirtæki í Englandi
og á Norðurlöndunum fyrir meira en
50 milljarða danskra króna, rúma
530 milljarða íslenskra króna. Hann
ræðir við Jón Ásgeir Jóhannesson
í Baugi um uppgang hans úr kjall-
ara fyrstu Bónusverslunarinnar. Þá
fjallar hann um bræðuma Lýð og Ág-
úst Guðmundssyni í Bakkavör, sem
hann reyndar kallar Bakkabræður,
og endar á því að fjalla örlítið um
ríkasta mann íslands, Björgólf Thor
Björgólfsson, undir fyrirsögninni „Sá
sem síðast hlær“.
ig verða þar fjölbýlishús á hæðinni.
Eins og sést á myndinni er vinna í
Akrahverfi þegar komin vel á veg. Ág-
úst Kr. Björnsson, framkvæmdastjóri
Akralands, hefur sagt í samtali við
Blaðið að hann búist við því að hverf-
ið verði fjölbreytt og lifandi þar sem
sú leið var valin að óska eftir kaup-
tilboðum í þær. Þá séu þær misverð-
mætar þar sem landið er mishátt og
því um misjafna möguleika að ræða
en heimildir herma að sumar hafi lóð-
irnar farið á 14 milljónir króna. Einn-
ig nefndi Ágúst að lóðir Akrahverfis
lægju töluvert lægra yfir sjávarmáli
en sambærileg svæði annars staðar á
höfuðborgarsvæðinu.
Göng um
Almannaskarð
opnuð
í dag opnar samgönguráðherra fyrir
almenna umferð um jarðgöng undir
Almannaskarð, milli Djúpavogs og
Hornafjarðar. Göngin leysa af hólmi
hættulegan veg sem hefur verið farar-
tálmi vegna gijóthruns, auk þess sem
leiðin hefur ofi verið erfið að vetri til
vegna hálku og snjóa. Þá hefur þetta
verið brattasti hluti hringvegarins
en sums staðar er hallinn um 17%.
Vonir eru til að göngin muni auka
umferðaröryggi til mikilla muna á
þessum stað.
Fljótunnið
Vinna við þessi 1.146 metra löngu
göng hófst fyrir tæpum 15 mánuð-
um, eða í mars á síðasta ári. Að sögn
þeirra, sem að göngunum komu, gekk
vel að grafa göngin og lauk því verki
mun fyrr en áætlað hafði verið. Fjár-
veitingar til verksins voru um 1.100
milljónir króna en talið er að heildar-
kostnaður verði lægri en upphaflega
var áætlað.
Farsímaþjón
usta dýr hér-
lendis
Nokkur munur er á verði á far-
símaþjónustu á Norðurlöndum en
samkvæmt könnun breska grein-
ingarfyrirtækisins Teligen í maí er
næstdýrast að nota farsíma hér á
landi miðað við Norðurlöndin. Dýr-
ust er þjónustan í Noregi, Finnland
er í þriðja sæti, Svíþjóð í því fjórða
en ódýrast er að nota farsíma í Dan-
mörku.
Ódýrt með fastlínu
Þótt íslendingum reynist dýrt að
nota farsíma er í fáum löndum ódýr-
ara að hringja með fastlínusímum.
Könnunin sýndi að árlegur kostnað-
ur fyrir meðalnotkun á heimilissíma
var lægstur hér á landi þegar öll
OECD-löndin voru borin saman. Þá
var árlegur kostnaður fyrirtækja af
notkun fastlínusíma sá næstlægsti.
SUMARIÐ ER TÍMINN
-M
ÞAKMÁLUN
S: 697 3592 / 844 1011
Byggingasvæði höfuðborgarsvæðisins eru verðmæt og eftirsótt.
Austurver
Opið alla daga ársinstil kl. 24
Mán.-fös. kl. 8-24
Helgar og alm. frídaga 10-24
JL-húsið
Mán.-fös. kl. 9-21
Helgar 10-21
Kringlan 1. hæð
Mán.-mið. kl. 10-18:30,
fim. 10-21, fös. 10-19,
lau. 10-18, sun. 13-17
Opið lengur
o Helðskfrt 0Léttsk»jað Skýjað
I Alskýjað - * Rlgnlng, Iftllsháttar // Rlgnlng ’ ’ Suld -Jf 'l' Snjókoma rO
“ 7 * w
Slydda
Snjóél
Skúr
Amsterdam 33
Barcelona 28
Berlfn 28
Chicago 25
Frankfurt 29
Hamborg 27
Helsinki 21
Kaupmannahöfn 22
London 28
Madrid 33
Mallorka 31
Montreal 19
New York 21
Orlando 23
Osló 21
París 30
Stokkhólmur 24
Þórshöfn 11
Vín 25
Algarve 25
Dublin 18
Glasgow 15
Veðurhorfur í dag kl: 12.00 11°0
Veðursíminn 102 0600
Byggt á upplýsingum frá Veöurstofu íslands
Amorgun
lO' X
s /
12°' '