blaðið - 24.06.2005, Page 9
blaðið I föstudagur, 24. júní 2005
80 latnir i Irak a tveimur dögum
bjornbragi@vbl.is
Hátt í 40 manns létust í röð bíl-
sprengja á aðeins hálfum sólarhring
í Bagdad, höfuðborg íraks, í gær. Dag-
inn áður, á miðvikudag, höfðu 32 lát-
ist víða um landið. Mesta mannfallið
varð í héruðunum Karrdah og Shula
þar sem sjíta-múslímar eru í meiri-
hluta. Andspyrnumennirnir, sem
stóðu fyrir árásunum, eru súnní-músl-
ímar og tilheyra flokki sem stjómaði
írak þar til Saddam Hussein var bol-
að frá völdum fyrir tveimur ámm. Á
meðal þeirra sem létust á miðvikudag
var Jassim al-Issawi, fyrrum dómari,
sem átti hlut að því að leggja drög að
nýrri stjómarskrá íraks. Morðið á
honum er að öllum líkindum pólitískt
mikilvægasta ofbeldisverk sem fram-
ið hefur verið síðan Ibrahim al-Jaa-
fari tók við embætti forsætisráðherra
íraks fyrir tveimur mánuðum. Al-Issa-
wi, sem var lagaprófessor og súnní-
múslími, var skotinn til bana ósamt
syni sínum, af vopnuðum mönnum.
Irakar biðja um Marshall
aðstoð
Ráðstefnusalurinn
í Bmssel hefði ekki
getað verið ólíkari
blóði drifnum göt-
um Bagdad-borg-
ar þegar írakskir
leiðtogar biðluðu
þar til heimsins
um aukna aðstoð.
„Börn íraks eru
alveg eins og börn
ykkar. Þau vilja ekki
missa feður sína,“ sagði
Ibrahim al-Jaafari, forsætisráðherra
íraks. Hann talaði um að írakar
þyrftu ekki bara peninga heldur einn-
ig aðstoð í líkingu við Marshall-að-
stoðina sem Bandaríkjamenn veittu
stríðshijáðri Evrópu eftir síðari
heimsstyijöldina. Al-Jaafari bað þjóð-
ir heimsins um loforð fyrir að hjólpa
þeim varnarlausu í írak. Beiðni ír-
akska forsætisróðherrans hlaut góð-
ar viðtökur og Sameinuðu þjóðirnar,
Evrópusambandið, Bandaríkin og yf-
ir 80 þjóðir, hétu stuðningi sínum en
höfðu einnig á orði að írakar þyrftu
að gera meira í að hjálpa sér sjálfir.
Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu
þjóðanna, sagði þann mikla stuðning
sem aðilar fundarins vildu veita írök-
um vera tímamót fyrir íraka. „Samt
sem áður er framtíð íraks, að sjólf-
sögðu, í þeirra eigin höndum," sagði
Annan.
Bandaríkjamenn segjast geta
stöðvað hryðjuverk
Eftir fundinn í Brussel hét Condole-
ezza Rice, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, því að andspyrnumenn í
írak yrðu sigraðir. „Við getum
unnið bug á hryðjuverk-
um í írak,“ sagði Rice.
„Þegar það hefur
tekist, í hjarta Mið-
Austurlanda, verð-
ur það feigðarboði
fyrir hryðjuverka-
starfsemi eins
og við þekkjum
híma.“ Stjómvöld
í írak hafa biðlað
til uppreisnarmanna
að hætta órásum og
leggja niður vopn. Þannig
Ung íröksk stúlka býður írakska peninga með myndum af Saddam Hussein, til sölu
handa ferðamönnum í Amman, höfuðborg Jórdaníu, í gær. Þúsundir íraka hafa flúið
stríðshrjáð heimalandið til Jórdaníu í leit að öryggi.
geti þeir tekið virkari þátt í stjómmál-
um og stuðlað að lýðræði í landinu.
Áætlað er að 1.727 bandarískir her-
menn hafi týnt lífi síðan stríðið í írak
hófst árið 2003. Hins vegar er óætlað
að a.m.k. 1.230 írakar hafi látið lífið
ó síðustu tveimur mónuðum.
Killen hlaut
60 ára dóm
Hinn áttræði fyrrum meðlimur Ku
Klux Klan, Edgar Ray Killen, hlaut
60 ára fangelsisdóm í gær fyrir morð
á þremur mönnum sem framin vom
árið 1964. Dómarinn í málinu sagði
að líf þeirra James Chaney, Micha-
els Schwerner og Andrews Goodman
bæri að virða og að Killen hlyti 20 ára
fangelsisdóm fyrir hvert morð, Killen
mun því eyða, að öllu óbreyttu, því
sem hann á eftir ólifað í fangelsi, en
hann hyggst áfrýja dómnum.
Ákærður fyrir
morð í hlut-
verkaleik
Réttarhöld eru hafin yfir Alexey Zhi-
vavev, 31 árs Síberíumanni, sem drap
„andstæðing" sinn í hlutverkaleik í
bardögum úr ævintýrabókum rithöf-
undarins J.R.R. Tolkien, sem skrifaði
m.a. Hringadróttinssögu. Slíkir hlut-
verkaleikir tíðkast í Rússlandi meðal
þeirra fjölmörgu aðdáenda Tolkiens
sem þar er að finna. Klæðast menn
þá fullum bardagaskrúða og nota
plast- eða málmgerð vopn. Zhivavev,
sem er forfallinn Tolkien-aðdáandi,
lamdi 16 ára pilt í höfuðið með sverði
með þeim afleiðingum að pilturinn,
sem var hjálmlaus, lést. Hefur hann
játað sök og nú þegar greitt skaðabæt-
ur vegna málsins. Foreldrar piltsins
segjast vissir um að um slys hafi ver-
ið að ræða og vonast til að Zhivavev
hljóti ekki of þunga refsingu.
Friðarviðræður í kyrrstöðu:
Heimastjórn Palestínu getur ekki gengiö aö kröfum ísraela
bjornbragi@vbl.is
Götur Jerúsalems, höfuðborgar ísra-
els, voru rýmdar þegar Mahmous
Abbas, forseti Palestínu, kom þangað
til fundar við Ariel Sharon, forsætis-
ráðherra ísraels, á þriðjudag. Örygg-
isgæsla á svæðinu var þó með engu
móti jafnmikil og væntingarnar til
útkomu fundarins. Condoleezza Rice,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
hafði fundað með Sharon tveimur
dögum áður og krafðist þess að báðir
aðilar ynnu saman að áætlun Israels-
manna um að yfirgefa Gaza-svæðið.
Vildi hún að þeir kæmust að raun-
hæfri lokaniðurstöðu um eftirstand-
andi málsatriði.
Palestínumenn ósáttir
Kröfur Palestínumanna eru á þá
leið að þeir fói ferðafrelsi til og fró
Gaza-svæðinu og geti komist þangað
loft- og sjóleiðis. Þeir vilja einnig að
ísraelar afhendi palestínska fanga og
að palestínskir bæir verði undir pal-
estínskri stjóm. ísraelar segjast fúsir
munu ganga að kröfum Palestínu-
manna með því skilyrði að öllum árás-
um Palestínumanna á ísrael verði
hætt. Hængur liggur í orðinu „öllum“
og vilja margir stjórnmálaskýrendur
meina að skilyrði ísraela seu óraun-
hæf þar sem heimastjóm Palestínu
geti t.a.m. með engu móti ráðið því
sem gerist á Gaza-svæðinu. Þá vilja
Palestínumenn meina að árósimar
gegn ísraelsmönnum séu óhjákvæmi-
leg afleiðing nær 40 ára langrar land-
töku ísraela ó palestínsku landsvæði.
Ariel Sharon staðhæfir þó að vanda-
málið byrji og endi hjá palestínskum
hry ðj uverkamönnum.
Eftir fund leiðtoganna var
þungt hljóð í Palestínumönnum og
Mahmoud Abbas, sem var væntan-
legur á blaðamannafund, lét hvergi
sjá sig. í stað hans talaði forsætisráð-
herra Palestínu, Ahmed Qurai, við
fjölmiðla og var örmagna og niðurlút-
ur. „Við náðum ekki framför eða end-
urbótum í neinum af þeim atriðum
Aldraður Palestínumaður gengurfram hjá vígamönnum í mótmælagöngu, á Gaza-
svæðinu í gær, þar sem lausnar palestínskra fanga í haldi ísraelsmanna var krafist.
sem til umræðu voru. Á heildina litið
var það sem okkur var kynnt hvorki
sannfærandi né ásættanlegt á nokk-
urn hátt,“ sagði Qurai. Hljóðið í ísra-
elska forsætisráðherranum var öllu
betra. „Við munum samræma aðgerð-
ir okkar við brottfórina frá Gaza, það
er betra fyrir báða aðila, en við mun-
um ekki heimila brottför, sé að okkur
ráðist. Við erum ekki að stöðva brott-
fórina, við erum að stöðva hryðjuverk-
in,“ sagði Sharon. „Frekari friðarvið-
ræður verða ekki mögulegar fyrr en
altækum endi á hryðjuverkaárásum
er náð.“
Kröfur ísraelsmanna óraunhæf-
ar
Stuðningur ísraela við áætlun
Sharons fer minnkandi og þykir staða
hans sem pólitískur leiðtogi orðin við-
kvæm. Vilja stjórnmálaskýrendur
meina að því sé hann farinn að tala
það tungumál sem muni vinna hon-
um fylgi - að Palestínumenn verði að
sjó til þess að árósir á ísraelsmenn
hætti, annars muni ísraelar sjá til
þess sjálfir. Stöðugt virðist þó ólík-
legra að kröfur ísraela nái fram að
ganga. Undanfama daga hafa árásir
verið gerðar og morð verið framin af
báðum málsaðilum. Á mánudag var
gyðingur, búsettur á Vesturbakkan-
um, skotinn til bana af palestínskum
10 BITAR,
STÓR FRANSKAR
& 2I PEPSI
fcf „ af QQQ Opið alla daga frá
J\I • 1*999 kl: 11.00 - 22.00
Phumzile Mlambo-Ngcuka brosir breitt
eftir að hún var sett í embætti varafor-
seta Suður-Afríku í gær. Tekur hún við
af Jacob Zuma, sem var rekinn úr emb-
ætti af Thabo Mbeki, forseta landsins,
14. júní síðastliðinn. Zuma mun mæta
fyrir rétt á næstu dögum og svara fyrir
sakir sínar.
Skógareldar
í Arizona
Miklir skógareldar geisa nú í Ariz-
ona-fylki í Bandaríkjunum. Hafa
eldarnir valdið miklu öngþveiti og
valdið allt að 160 kílómetra löngum
umferðarhnútum. Talsmaður al-
mannavama í Arizona, Rick Knight,
sagðist ekki vita hvað hefði valdið
eldinum. „Það hefði getað verið hvað
sem er. Logandi sígaretta hefði verið
nóg, það er svo þurrt hérna,“ sagði
Knight en bætti við að talið væri
að eldamir væru af mannavöldum.
Mikill þurrkur og vindar hafa gert
slökkviliðsmönnum afar erfitt fyrir
og hjálpað eldinum að breiðast út yfir
stórt svæði. Talið er að nú þegar hafi
rúmlega 140.000 hektara svæði orðið
eldinum að bráð. Alls hafa 45 hús ver-
ið rýmd og er von á því að mun fleiri
þurfi að yfirgefa heimili sín.
vígamönnum. Stuttu fyrir fundinn á
þriðjudag hófu ísraelskir menn skot-
hríð ó mannlausa byggingu á norður-
hluta Gaza-svæðisins en í henni var
talið að íslamskan uppreisnarmann
væri að finna. Margir vilja meina að
þær skærur sem orðið hafa síðustu
daga hafi valdið því að fundurinn
milli leiðtoganna hafi farið á þá leið
sem hann fór.
írú / míUjvnutn bi
.v.Yii iJla^A
HVER
só/ ogbití 365daga á árí
framfærsíukostnaður /ógur %■
dýrðlegf'Tándsfag
wm i
'iri
1 ' j
L áttu okkur aðstoða þig við að fjárfesta i Qgff
L/FEYRI sem ski/ar arði
TM Fasteignir - Hamraborg 1
200 Kópavogur- Simi 5174600 ^ imh
www. tmfasteiqnir. is