blaðið

Ulloq

blaðið - 24.06.2005, Qupperneq 21

blaðið - 24.06.2005, Qupperneq 21
blaðið I föstudagur, 24. júní 2005 Er sárt að missa listræna stjórn á mynd sinni eins og gerðist hjá þér með Hvíta víkinginn? „Ég held að það sé nánast eins og að barn sé tekið af manni með valdi og sett í fóstur. Ef ég hef einhvern tíma orðið bitur á mínum listamannsferli þá varð það þegar ég fékk ekki að ljúka við myndina. Annars er ég nokkuð sáttur við ferilinn. Ég hef alltaf endurnýjað mig, frá því að gera þjóðfélagslega raunsæ verk eins og Óðal feðranna yfir í að gera þrjór framtíðarsýnir, Reykjavík í öðru ljósi, ísland í öðru ljósi og Opinberun Hannesar." Opinberun Hannesar fékk slæma dóma. Hvernig tekurðu slíkum dóm- um? „Ég hef alltaf fengið slæma dóma hér á landi. Ég hef fengið mínar viðurkenningar erlendis frá. Ef ég færi að fá góða dóma og jókvæða umfjöllun á íslandi þó væri trúlega eitthvað mikið að.“ Tekurðu slæma gagnrýni ekki nærri þér? „Ekki nema hún komi frá þeim sem ég tek mark á. Ég hef aldrei fengið gagnrýni á íslandi sem ég hef tekið mark á.“ Ekki skemmtikraftur Finnst þér ekkert slæmt að vera um- deildur? „Má listamaður ekki þakka fyrir ef skiptar skoðanir eru um hann? Ég held að listamaður sem þjóðin er al- sæl með sé ekki að gera neitt sem skiptir máli, en kannski skemmtir hann þjóðinni. Ég hef aldrei litið svo á að hlutverk mitt væri að vera skemmtikraftur." En ertu ekki erfiður persónuleiki? „Ég er kröfuharður. Kröfuharðast- ur við sjálfan mig. Þegar ég var að alast upp leyfði ég mér að vera á annarri skoðun en var í tísku hjá '68 kynslóðinni. Ég varð aldrei einn af þessum heilögu sósíalistum sem fóru úr Möðruvallarhreyfingunni yf- ir í aðrar stjórnmálahreyfingar. Ég hef alltaf verið anarkisti en ég lifi ekki í pólitík. Ég vil sjá allt öðruvísi pólitíska sýn en vinstri og hægri. Sýn sem bygg- ist ekki bara áefnahagsleg- um og félags- fræðilegum teoríum. Ég vil sýn þar sem lífið sjálft er haft í fyrir- rúmi. Ég hef ekki kosið í síð- ustu tveimur borgarstjórn- arkosningum. Mér hefur ekki fundist neitt um að kjósa. Ég sá engan mun á Sjálfstæðis- flokknum og Reykjavíkurl- istanum hvað framtíðarsýn Reykjavíkur varðaði. Hvorugur flokkurinn kom með framtíðarsýn varðandi uppbyggingu Reykjavíkur og það var allt við það sama.“ Pexað um næsta horn Mynd Hrafns, Reykjavík í öðru ljósi, vakti mikla athygli þegar hún var sýnd en þar komu fram bylting- arkenndar hugmyndir um skipulags- mál í Reykjavík. Hrafn segist ekki sjá betur en ýmsar hugmyndir hans í myndinni sé komnar í breyttum myndum inn á stefnuskrá Reykjav- íkurlistans og Sjálfstæðisflokksins. „Skipulagið í Reykjavík er eins og að lyftan hafi ekki verið fundin upp,“ segir hann. „Stærsta umhverfisslys- ið sem mun verða hér á næstu órum er sennilega í kringum Slippinn og Mýrargötuna. Þar er allt byggt lang- sum og lokað af í múrum sem minna á verkamannabústaðina við Hring- braut í stað þess að reisa húsin lóðrétt og hafa nóg pláss og útsýni. Þarna væri möguleiki á að láta borg- ina rísa og fá kompósisjón á móti Hallgrímskirkju, Sjómannaskólan- um, kaþólsku kirkjunni og Þjóðleik- húsinu. Þar eru hæstu punktar í borginni, byggðir fyrir áratugum. Síðan hefur flatneskjan ríkt. Ef hér væri byggt upp á endann í staðinn fyrir að byggja á hlið þá gætu allir Reykvíkingar komist fyr- ir innan Hringbrautar og úti á eyj- unum. Viðey er að flatarmáli jafn- stór og Mónakó þar sem búa 50.000 manns. Þarna er landflæmi sem ætti að byggja. í minni hugmynd um eyjabyggð er ekki gert ráð fyrir upp- fyllingum, sem menn tala nú mikið um, heldur göngum. Ég hef litla trú á uppfyllingum því þær geta skolast burt hvenær sem er. Ég vil byggja á eyjunum án þess að eyðileggja strandlínuna með uppfyllingum og leyfa þeim að njóta sín eins og þær eru. Það er árótta pólitíkusa að búa til litla kassa á lækjarbakka og gera alla eins. Þegar ég heyri orðin „sam- ræmt skipulag“ og „heildarútlit" fæ ég hroll. Orðin þýða að allir eigi að vera eins og sama flatneskjan eigi að ríkja alls staðar. Vandinn er hin pólitíska sýn á ein- sleita byggð. Borgin flest út um allt og verður eins og sundurlaust banda- rískt úthverfi. Svefnhverfi. Þetta er það skipulag sem báðir flokkar hafa staðið fyrir. Það voru stórbrot- in mistök hjó Sjálfstæðisflokknum á sínum tíma að fara upp í Breið- holt en ekki út á eyjarnar. Ekki tók betra við þegar Reykjavíkurlistinn fór upp á Reynisvatn. Flokkarnir hafa mælt upp vitleysurnar hvor í öðrum gegnum embættismannakerf- ið. Ekki hefur örlað á framtíðarsýn. Menn eru að pexa um næsta horn. Það má ekki neitt. Það má enginn vera öðruvísi. Það er talað um heild- arútlit og samræmi. Ég segi burt með heildarútlit og samræmi. Sam- ræmi sem kallar á flatneskju kemur eðlilegu fegurðarskyni ekkert við.“ Skýrslugerðarmenn í Mennta- málaráðuneyti Frá skipulagsmálum berst talið að menntamálum, sem Hrafn hef- ur sterkar skoðanir á: „Það kemur margt frá Menntamálaráðuneytinu sem mér stendur stuggur af. Þá á ég meðal annars við hugmyndir um að stytta nám til stúdentsprófs og eins frumvarp um Ríkisútvarpið. Mað- ur veltir fyrir sér hvaða mannvits- brekka hafi samið það.“ Voru menntaskólaárin þín skemmti- leg? „Já, þau voru það. Menntaskólinn var góður skóli að því leyti að hann bjó mann vel undir lífið í gegnum félagslífið. Þar myndaðist ákveðið samfélag og maður safnaði mik- illi og skemmtilegri reynslu. Hvað vinnst með því að fækka árunum þar? Á að fórna öllu þessu til þess eins að keyra fólk á ofsahraða í gegn- um skóla og gera það ári fyrr að elli- lífeyrisþegum? Ég varð þeirra forréttinda aðnjót- andi þegar ég var í skóla að vinna á sumrin í brúarvinnu, á togara, í sveit og í byggingarvinnu. Ég kynntist at- vinnuvegum landsins. Ég vissi hvar ég bjó. Nú er stöðugt verið að lengja skóladaginn og skólaárið þannig að börn sem koma út úr skóla vita ekkert um atvinnulif landsins. Þau vita varla í hvaða landi þau búa. Fyrir tilstilli skýrslugerðarmanna í Menntamálaráðuneytinu er staðan að verða æ skelfilegri. Menntamála- ráðherrann virðist lítið annað en blaðafulltrúi þessara skýrslugerðar- manna. Guði sé lof að ákveðið var að fresta styttingu menntaskólanáms um ár. Ég vona bara aó það komi fram einlægir hugsjónamenn í milli- tíðinni og fresti þessu máli til hins óendanlega." Vil ekki missa af lífinu Einhvern tíma heyrði ég þig í sjón- varpi tala um að ekki ætti að setja hömlur á búsetu útlendinga hér á landi. „Ég vil hleypa sem flestum til ís- lands en vil um leið að ein regla gildi. Hún er sú að allir sem hingað koma sverji eið að íslensku stjórn- arskránni og sætti sig við þær leik- reglur sem gilda í þjóðfélaginu. Ég Ég segi burt með heildarútlit og sam- ræmi. Sam- ræmi sem kallar á flatneskju kemur eðli- legu feg- urðarskyni ekkert við. vil ekki þjóðfélag þar sem börnum er bannað að borða skinku í skólan- um vegna trúarkreddna eða konur umskornar og kynfærum þeirra mis- þyrmt. Við eigum ekki að snobba niður á við og sýna þeim óumburðar- lyndu sífellt meira umburðarlyndi eins og Hollendingar hafa gert og eru svo fangar erlendra öfgamanna í eigin landi. Ég held að merkilegasta pólitíska ákvörðun sem tekin hafi verið í áratugi sé ákvörðun Frakka um að banna trúartákn í skólum.“ Ert þú ekki trúaður? „Ég vil ekki missa af lífinu sjálfu. Sumir eru að lifa lífinu fyrir líf sem þeir hafa enga tryggingu fyrir. Ég held að aðalatriðið sé að lifa lífinu meðan maður er hér. Það eina sem við höfum tryggingu fyrir er lífið og dauðinn. Ég held að Guð sem vilji að hann sé tilbeðinn sé afskaplega hégómlegur guð. Ef til er guðlegur kraftur þá hefur hann engan áhuga á tilbeiðslu og bænakvaki. Ég ber hins vegar virðingu fyrir trú- uðu fólki og geri ekki athugasemd við það, frekar en að fólk sé ástfang- ið eða að það aðhyllist pólitískar skoðanir. Sjálfur hef ég alltaf rækt- að minn efa og aldrei verið hræddur við breytingar." Hvað með dauðann, hræðistu hann? „Ég er ekki hræddur við að deyja ef ég fæ að deyja. Ég er hræddur við að deyja og geta ekki dáið. Ég hef séð mikilmenni sem unnu alla mestu menningarsigra sem hægt var að vinna og enduðu síðustu ár sín va- frandi á stofnun lifandi dauðir. Það held ég að séu einhver skelfilegustu endalok sem hægt er að upplifa. Veit nokkur hvað maður skynjar og sér í þeim bergmálsheimi? Þegar ég horfi til dauðans stendur mér mestur stuggur af því að fá ekki að ráða ör- lögum mínum. Ég á ekki til hræðslu við að deyja en ég óttast að verða kviksettur í sjálfum mér lifandi dauður. Menn nutu þó þeirrar virð- ingar í gamla daga að fá að liggja í kör heima hjá sér. Nú eru þeir settir á stofn- anir og njóta ekki nálægðar við neinn sem elskar þá.“ M--------- Ég á ekki til hræðslu við að deyja en ég óttast að vera kviksettur í sjálfum mér lifandi dauður. Hugsa ekki um framtíð- ina Ertu einfari? „Ég hef alltaf verið einfari. Ég kann ágæt- lega við mig í eigin félags- skap og hef ekki þörf fyr- ir að spegla mig í öðrum. Ég hef þó lengi búið við þá gæfu að eiga yndis- lega konu sem hefur stutt mig dyggi- lega í því sem ég hef gert og fyrir það er ég þakklátur." Ertu að fara að gera nýja kvik- mynd? „Nei, ég held ekki. Það er ekkert Kópavogsblóm Dalvegi Á1 f abl óm Á1fheimum svigrúm til þess hér á landi." Ertu þá hættur að gera kvikmynd- ir? „Ætli það ekki.“ Hvað ætlarðu þá að gera? „Ég er svo önnum kafinn að sú hugs- un hefur ekki komist að.“ Hvað hefurðu verið að gera? „Ég hef lært spænsku og hef ver- ið nokkuð mikið í Kína að undan- fórnu." Kanntu vel við þig í Kína? „Kína er merkilegt land. Þar mega menn aðeins eiga eitt barn. Nú er einbirnakynslóðin að komast til valda - hart, ákveðið og duglegt fólk. Það eru gerðar miklar kröfur til einbirna, sem alin eru upp við - aga og hörku, og fyrir bragðið verða þau kröfuharðir einstaklingar sem gera einnig miklar kröfur til sjálfra sín. Ég veit þó ekki hvort heimurinn sem einbirnin búa til er heimur sem við viljum lifa í.“ Hvað ætlarðu að gera í framtíðinni? „Ég leiði ekki hugann að framtíð- inni, ég hef svo mikið að gera.“ •* Hrafn Gunnlaugsson. „Ég hef aldrei fengið gagnrýni á íslandi sem ég hef tekið mark á.“

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.