blaðið - 24.06.2005, Síða 30
30 hver &
föstudagur, 24. júní 2005 I blaðið
won/...
Börn eru nauðsynleg
Hagfræðingur nokkur hefur, með
tölurýni og flóknum samkeyrsl-
um, komist að þeirri niðurstöðu að
böm séu nauðsynleg. Það er auðvit-
að ókaflega gott að sprenglærðir
menn geti með flóknum formúlum
og reiknikúnstum komist að slík-
um niðurstöðum og haft eitthvað
til að dunda sér við á daginn. Hag-
fræðingurinn hefur dundað sér við
þessa vangaveltu í tilefhi af slæmu
ástandi í Afríkuríkjunum en þar
er meðalbarneignafjöldi allnokkru
hærri en hér hjá okkur sem búum
við betra efnahagsástand. Niður-
staða hans er sú í hnotskum að
þjóð, sem tekst að draga úr fólks-
fjölda um tvö prósent á ári, takist á
sama tíma að auka hagvöx á mann
um eitt prósent.
Hinn gullni meðalvegur
Fyrir okkur hin sem ekki eydd-
um háskólaárum í hagfræði virð-
ist fræðingurinn vera að segja að
eftir því sem færri em um hituna,
því meiru sé til að dreifa á hvem
og einn. Hver og einn fær stærri
bita af kökunni. Hagfræðingurinn
varar þó við því að dregið sé um of
úr fólksfjölgun því það gæti leitt
til ójafnrar aldursdreifingar í sam-
félögum sem aftur gæti valdið því
að þeir sem teknir em að reskjast
geti ekki vænst því að hinir ungu
muni dreifa með þeim ábyrgðinni
af framfærslu samfélagsins. Jafn-
vægi og hófsemd er mikilvæg - seg-
ir hagfræðingurinn.
Raunveruleg verðmæti
Auðvitað er maðurinn ekki að
hugsa um nein sérstök böm þegar
hann veltir þessum málum fyrir
sér. Hann er, eins og hagfræóing-
ar, já, og margir aðrir fræðingar
af ýmsum toga, einungis að velta
fyrir sér einingum og heildum og
hagkvæmum niðurstöðum, það em
jú hans sérfræði. Það vantar þó
kannski örlítið upp á þessa grein-
ingu, eins og svo oft vill brenna við
þegar hagfræðin er annars vegar.
Enda er það einna helsti annmarki
hagfræðinnar að eiga í erfiðleikum
með að mæla og reikna hin raun-
vemlegu verðmæti lífsins.
Afstætt verðmætamat
Hvemig á til að mynda að verð-
leggja fyrsta brosið? Fyrstu orðin?
Fyrstu skrefin? Hvemig á að verð-
leggja litla hönd sem strýkur um
vangann eða torkennilegan Óla
prik á blaði? Hvemig á að verð-
leggja samvistir með afkvæmum
sínum og mikilvægi góðra tengsla
milli foreldra og bama? Arfinn
sem tekur mörg ár að yfirfæra frá
einni kynslóð til annarrar svo vel
megi vera?
Böm í formúlum
Þetta hefur hagfræðingum
illa tekist að setja í formúlur og
líkön, enda er niðurstaðan hjá
þeim þjóðum, sem dregið hafa úr
bameignum sínum og aukið hag-
vöxt, sérlega sorgleg. Að minnsta
kosti héma hjá okkur á íslandinu
góða. Þar er bömum komið fyrir
á stofhunum sem sjá um uppeldi
eftir sprenglærðri forskrift svo for-
eldramir geti hamast við að auka
hagvöxtinn. Vissulega emm við
laus við barnaþrælkun, styrjaldir
og hungursneyð og búum þess í
stað við tölvutækni, DVD-græjur
á hveiju heimili og a.m.k tvær
bifreiðir á heimili, en höfum við í
reynd aukið hin raunvemlegu verð-
mæti?
Auðvitað em börn nauðsynleg
viðgangi hvers samfélags, það þarf
ekki hagfræðing til að reikna það
út en kannski við fengjum meira
út úr hagfræðingunum okkar ef
þeir tækju nokkra kúrsa í uppeld-
isfræði eða bara verknám á leik-
skóla.
Simpson-systur
á stóra skjánum
Gwyneth Paltrow
langar að vera með í Live8
Leikkonan Gwyneth Paltrow er búin
að óska eftir því að taka þátt í Live 8
tónleikunum með því að búa til te fyr-
ir gesti og gangandi. Gwyneth, sem
er gift Coldplay-söngvaranum Chris
Martin, hefur óskað eftir þessu við
Bob Geldof, stjómanda hátíðarinn-
ar, og er haft eftir Gwyneth að hún
sé meira en til í að vera baksviðs og
bjóða fólki upp á te. „Gwyneth sagði
Bob að hana langaði mjög mikið til
að gera hvað sem er til að hjálpa
vegna þess að henni finnst hugmynd-
in að tónleikunum vera svo frábær.
Hún var hins vegar taugaóstyrk að
tala við hann vegna þess að Bob er
ein af hetjum hennar. Hún vildi ekki
að hann héldi að hún væri að krefjast
einhvers mikils svo hún bauðst til að
sjá um teið,“ segir heimildarmaður.
Þess má til gamans geta að Gorillaz-
söngvarinn Damon Albam sá um te-
ið á upptökum á myndbandinu við
Do They Know It's Christmas í fyrra,
sem var upphaflega frá Band-Aid.
Jennifer Aniston hefur verið á hóteli
í Chicago undir nafninu Mrs. Smith,
ep fyrrverandi maður hennar, Brad
Pitt, leikur með Angelinu Jolie í
myndinni Mr. and Mrs. Smith. Jenni-
fer, sem er í borginni til að taka upp
nýjustu myndina sem hún leikur í,
The Break Up With Vince Vaughn,
skráði sig inn á hótelið með þessu
furðulega nafni og hefur gaman af
að láta hótelstarfsfólkið kalla sig
Mrs. Smith, en það eru reglur þar
um að starfsfólkið kalli gestina nafn-
inu sem þeir skrá sig með. Aniston
og Pitt hættu saman í mars, og hefur
Aniston ekki tjáð sig opinberlega um
skilnaðinn. Orðrómur er þó uppi um
að viðtal við hana muni birtast í Van-
ity Fair á næstunni.
Jennifer á
hóteli sem
Mrs. Smith
Hvað segja stjömurnar?
Jessica og Ashlee Simpson verða
báðar í aðalhlutverkum í kvikmynd-
um sem frumsýndar verða í sumar.
Jessica leikur Daisy Duke í myndinni
Dukes of Hazzard sem frumsýnd verð-
ur 5. ágúst, en Ashlee verður í Un-
discovered sem sýnd verður 26. ág-
úst. „Þetta er mjög gaman vegna þess
að við Jessica erum í okkar fyrstu
stóru hlutverkum á sama tíma,“ segir
Ashlee. „Við hringjum hvor í aðra og
spyrjum hvemig gangi í kvikmynda-
verinu.“ Einnig segir Ashlee að hún
væri örugglega ekki góð sem Daisy
Duke og Jessica væri örugglega betri
í því hlutverki.
Myndin Undiscovered gerist í Los
Angeles og §allar um þá sem eru að
reyna að ná frægð og frama. Ashlee
Simpson leikur leikkonu sem freistar
þess að byija söngferil.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem As-
hlee hefur leikið, en hún lék í vinsælu
þáttunum 7th Heaven og kvikmynd-
inni Hot Chick, þar sem hún lék lít-
ið hlutverk. Þá hefur hún verið með
sinn eigin veruleikaþátt, The Ashlee
Simpson Show, á MTV. „Það er ekki
mikil rómantík í þessari nýju mynd.
Ekki mikil rómantík í lífi mínu held-
ur,“ segir hún.
ágll. Vatnsberi ''v.. W (20. janúar-18. febrúar) Tvíburar (21. maí-21. júnQ Öv°9 (23. september-23. október)
S Dagurinn byrjar með hvelli þar sem þú færð fréttir af spennandi verkefni. Metnaðargirn- in fer upp úr öllu valdi oa nú er um að gera að taka þátt. Deildu með öðrum hugmyndum þín- um og gerðu þig nauðsynlegan V Það er einfalt, dagurinn í dag verður frá- bær. Ef þú vilt rómantík og gleði þá er það auð- fengið. Hringdu I ástvin og skelltu þér út. S Víðsýni þín gæti verið vandamál ( dag. Ekki taka tillit til ailra skoðana sem þú heyrir, það gæti leitt þig i ranga átt og þú þar með sóað heilmiklum tíma. V Það er ekkert að því að skipta um skoðun. Það er í raun einn mesti kosturinn við samband að ástvinurinn hafi hæfni til að aðstoða þig við að sjá nýja hlið á málefnum. S Það er kominn tími til að kynnast vinnufé- laga sem þér finnst þú eiga enga samleið með. Spyrðu spurninga, grafðu dýpra til að skilja hvers konar persóna hann er. Hann mun meta áhuga þinn og sambandíð batnar. V Það virðist sem þú hafir óeðlilega hæfni til að skilja annað fólk i dag. Það er ekki beint hugs- analestur heldur hefurðu svona gott innsæi.
A Fiskar (19. febrúar-20. mars) A Krabbi V*F (22. júnf-22. júlQ Sporðdreki (24. október-21. nóvember)
$ Góðsemi þín fær að skína í dag þegar þú færð tækifæri til að hjálpa vinnufélögunum. Hjálpaðu öðrum að vinna sina vinnu og ekki fá samviskubit þótt þú eyðir í það miklum tíma. V Þú átt nokkra drauma sem þú hefur ekki enn deilt með þínum nánustu. Láttu þá vaða og hver veit nema þið verðið enn nánari fyrir vikið. S Haltu ákveðinni fjarlægð þegar þú kynnir hugmyndir þínar fyrir vinnufélögunum. Þú ert opnari gagnvart ferskum hugrnyndum ef þú fjar- lægir öll tilfinningatengsl á milli þin og verkefnis- ins. V Ef þú átt í vandræðum með samskipti við þína nánustu þá skaltu endurskoða aðferoir þínar. Þú tekur á hlutunum á flókinn og tilfinn- mgaþrunginn hátt. Reyndu að tjá þig á rókréttari hátt. S Vandamál heima fyrir gætu truflað þig í dag. Hringdu nokkur símtöl til að róa þig. Náou svo einbeitninni á ný og njóttu þess að þurfa að hugsa um aðra hluti. V Sambandi innan fjölskyldunnar er að Ijúka. Vertu viðbúinn því að það muni bitna á þér að hluta til. Haltu ró þinni.
Q Hrútur VBF (21. mars-19. april) iaiLi6n (23. júlf- 22. ágúst) Bogmaður XtJ (22. nóvember-21. desember)
$ Loksins er allt orðið eins og það á að vera og framleiðnin er góð. Núna er rétti tíminn fyrir framtíðarplön. Harau alla vinnufélagana með i ráðum. Betur sjá augu en auga. V Þú kemst ekkert nær ástinni með því að skipuleggja félagslífið marga mánuði fram í tím- ann. Buou til tækifæri í dag í stað þess að lifa fyrir framtíðina. örlítil hvatvísi I dag getur verið stórt skref. $ Það er kominn tími til að sleppa takinu á einhverju ákveðnu verkefni. Með því að leyfa öðrum að taka stjórnina ertu að sýna gott for- dæmi. Vertu stoltur af því að sýna þann styrk sem þarfnast til að deila ábyrgð. V Það mun einhver reyna að særa þig I dag en stolt þitt verndar þig. Aðilinn er að reyna að pirra þig en þú komst ýfir þetta atvik fyrir nokkr- um árum. Þetta snýst því við í höndum þeirra. $ Þetta er góður dagur til að mynda ný við- skiptasambönd og bæta gömul. Nýttu simann vel og sannfæringarhæfileika þína. Allt sem þú segir mun vera sannfærandi og þokkafullt. V Þrátt fyrir að fjárhagurinn sé ekki upp á sitt besta skaltu ekki hafa áhyggjur. Öll mal leysast um síðir og þú munt sja að afturriald í fjármálum hafi reynst þér vel.
Naut Vr (20. april-20. maí) MeWa Vr (23. ágúst-22. september) áhk Steingeit Vr (22. desember-19. janúar)
$ Þú vilt vera öruggur en allir eru að þrýsta á þig að taka meiri áhættu. Valdabarátta er ekki rétta svarið. Finndu leið til að vinna saman og þú gætir jafnvel þurft að fórna nokkrum hug- myndum. V Stundum er hægt að vera of mikið með einhverjum. Það er einmitt það sem er að gerast hjá þér og ákveðnum vini. Ekki láta hann koma upp á milíi þín og sameiginlegs vinar. S Nýtt flokkunarkerfi mun sýna þér fram á óreiðuna á borðinu þinu. Finndu nýja leið til að skipuleggja vinnuaðstöðu þína. Gerðu hana fal- lega og litríka. V Einn helsti kostur þinn er gagnrýnin, það er þegar þú notar hana í góðum tilgangi. Gagn- rýni þín er æskileg en hugsaðu um hvernig þú setur hana fram. Ekki gleyma að vera uppbyggj- andi og góður. S Vinna þln hefur breyst vegna áfalla, vertu viðbúinn því. Vertu fljótur að komast inn í nýju aðferðina og þú munt uppgötva að hún reynist betur. V Hristu upp í hlutunum í dag. Breyttu hefð- unum. Gerðu allt það sem einhver annar er van- ur að gera.