blaðið - 18.07.2005, Blaðsíða 10

blaðið - 18.07.2005, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2005 blaöiö de j brúðkaupinu HmhmstN Emilía ríður yfir Cancun Hótelstarfsmenn f Cancun byrgja glugga og búa sig undír yfirreiö fellibyisins Emilfu Tugþúsundir ferðamanna yfirgáfu strandir Cancun í Mexíkó um helgina og heimamenn leituðu skjóls þegar fellibylurinn Em- ilía stefndi á ströndina. Emilía hefur maelst 4 á Saffir-Simpson kvarðanum sem maelir fellibyli en það er næst hæsta stig kvarði. Var fellibylurinn á mörkum 4 og 5 á skalanum og þykir nógu kraftmik- ill til að leggja heilu byggingarnar f rúst. Emíla reið yfir suðurhluta Jamaíka á laugardag og olli miklum flóðum. Þá lést einn maður þegar fellibylurinn fór um Grenada. vmkœlar Verð í pBT" 1.000 kr.l lp| ÍS-hÚSÍð 566 6000 Fjöldamorð í írak Mikið mannfall eftir árásir uppreisnarmanna í Bagdad og nágrenni um helgina. Vel á annað hundrað manns létust í árás- um andspyrnumanna í Irak um helgina. Minnst 22 létu lífið í sprengjuárásum í Bagdad í gær, degi eftir að sjálfsmorðs- sprengjuárás banaði yfir 90 manns í þorpinu Musayyib. Þá liggja hundruð særðir eftir árásirnar. Næst mannskæðasta árás- in síðan stríðið hófst Sjálfsmorðsárásin í Musayyib á laugar- dag var næst mannskæðasta hryðjuverk uppreisnarmanna síðan stjórn Saddam Hussein var steypt af stóli í apríl 2003. Uppreisnarmaður sprengdi sig við hlið bensínflutningabíls sem staðsettur var í nánd við mosku í Musayyib. Sprakk bensínflutningabíllinn einnig með þeim afleiðingum að yfir 90 manns lét- ust og bílar og byggingar í nágrenninu urðu rústir einar. Mikil mannþröng var í götunni þar sem sprengingin átti sér stað þar sem bæði fjölskyldur fengu sér göngutúr í kvöldloftinu og trúarmenn héldu til sólarlagsbæna sinna. Forseti Iraks, Jalal Talabani, vottaði íbúum Musayyib samúð sína og fordæmdi árásirnar. Mikil sorg og reiði ríkir í Musayyib sem hefur verið miðpunktur harðvítugra deilna súní- og sjíta-mús- lima undanfarið. Fjórar sprengjuárásir í (rak í gær I gærmorgun hófust árásir f Bagdad þegar árásarmaður sprengdi sig í loft upp með þeim afleiðingum að tveir lög- reglumenn og óbreyttur borgari létu líf- ið. Höfðu lögreglumennirnir rannsakað tvö lík sem skilin höfðu verið eftir af upp- reisnarmönnum, líklegast sem gildra. Um klukkustund síðar var önnur sjálfs- HlgpP'* Fólk virðir fyrir sér rústir eftir aö sjálfsmorðssprengjuárás var framin í þorpinu Musayyib i (rak á iaugardag. Árásarmaöurinn sprengdi sig viö hlið bensínbils með þeim afieiðing- um að minnst 90 manns létu lífið. HEFSTIDAG MINNST 40% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM RCWELLS Kringlunni 7, sími 588 4422 Fólk ehf. morðsárás gerð á lögreglufylgdarlið ná- fylgdu tvær árásir sem urðu minnst ■ lægt rútustöð með þeim afleiðingum að bana og særðu fjölmarga. að þrír lögreglumenn og fjórir borgarar ....................................... létu lífið. I kjölfar þessara ódæðisverka bjornbragi@vbl.is Blökkumenn langt á eftir hvítum Blökkumenn í Los Angeles eru enn langt á eftir hvitum þar í borg þegar kemur að menntun, húsnæðismálum, heilbrigðismálum og tekjum. Þetta kem- ur fram í rannsókn sem gerð var nýlega af Los Angeles Urban League og United Way. I niðurstöðum rannsóknarinnar kom fram að blökkumenn eru 10 sinn- um líklegri en hvítir til að verða myrtir, 35% líklegra er að þeir útskrifist ekki úr gagnfræðaskóla og tekjur þeldökkra fjöl- skyldna eru að meðaltali 40% lægri en hvítra. Rannsóknin sýndi einnig fram á að kosningaþátttaka er yfirgnæfandi mest meðal blökkumanna af öllum kyn- þáttum. Þá hafa 94% þeldökkra barna sjúkratryggingu og 63% þeldökkra barna á aldrinum 3-4 ára eru í leikskóla. Tölfræði umferðarlögreglunnar sýndi að fjórum sinnum oftar var leitað í bíl- um þeldökkra og rómanskra en asískra og hvítra. Þykir það sýna fram á að enn sé langt í land með að ná jafnrétti kyn- þátta. „Sumir eru haldnir þeirri rang- hugmynd að allt sé 1 stakasta lagi í afr- ísk-ameríska samfélaginu“, sagði John Mack, fyrrum forseti Urban League á ráðstefnu 600 borgarleiðtoga á miðviku- dag. „Það er mikilvægt fyrir Los Ange- les að leiðtogar borgarinnar skilji og viðurkenni að þau vandamál sem mæta afrísk-amerískum hafa ekki verið leyst“, sagði Mack. Niðurstöðurnar kalla á aðgerðir Antonio Villaraigosa, borgarstjóri Los Angeles, sagði að misréttið milli kyn- þátta sem fram kæmi í skýrslunni ætti að „vekja hroll hjá fólki". Hannsagðinið- urstöðurnar kalla á aðgerðir og sagði að nýtt húsnæði og auknir atvinnu- og menntunarmöguleikar ættu að vera fyrsta mál á dagskrá. Sérstaklega þyrfti að grípa til aðgerða í suðurhluta borgar- innar. 1 næsta mánuði verða 40 ár liðin frá kynþáttaóeirðunum sem áttu sér stað í Watts í Los Angeles árið 1965. Stóðu þær í 6 daga en í þeim létu 34 lifið og yfir þús- und særðust. 1 tilefni þessa hafa málefni þeldökkra verið í umræðunni undanfar- ið. Líta menn nú um öxl og líta á hvaða árangri hefur verið náð og hverju þurfi enn að breyta og betrumbæta. ■ bjornbragi@vbl.is Hundabúr - Hvolpagrindur Full búð af nýjum vörum 30% AFSLÁTTUR AF ÖLLU TOKYO gæludýravörur Hjallahraun 4 Hafnarfirði s.565-8444 Opið mán-fös. 10-18 Lau. 10-16 Sun 12-16 Leikfimi nauðsynleg fyrir nemendur Skólar á Englandi verja nú stöðugt meiri tíma og vinnu í íþróttir og leik- fimi en áður þar sem það þykir hafa afar jákvæð áhrif á nemendur. Þetta kemur fram í niðurstöðum úr nýlegum könn- unum sem gerðar voru á íþróttaiðkun tengdri skólakerfinu og birtust á frétta- vef BBC. Rannsakaðir voru 22 skólar og 117 leikfimis- og tómstundatímar. Þótti það sýna jákvæðan mun að eyða meiri tíma og athygli í líkamlega þjálfun. Þá virðist aukið samband milli skóla og íþróttafélaga skila sér í talsvert aukinni tómstundaiðkun barna og hvetur börn til að stunda íþróttir oftar en aðeins í leikfimi tvisvar í viku. I könnuninni kom einnig fram að margir kennarar vita oft ekki hvernig þeir eiga að prófa árangur nemendanna í líkamlegri þjálf- un og sýna lítinn skilning á mikilvægi þess. Bresk stjórnvöld hafa í auknum mæli gert sér grein fyrir mikilvægi íþróttaiðk- unar nemenda og hafa gripið til aðgerða vegna þess. Andrew Adonis, skólamála- ráðherra, sagði að margir þeirra sem kæmu til með að vinna til verðlauna á Ólympíuleikunum í Lundúnum 2012 væru í grunnskóla í dag. „Ég er staðráð- inn í að greiða leið fyrir börnin frá leik- vellinum að verðlaunapallinum", sagði Adonis. David Bell, aðalfulltrúi í skólarann- sóknunum, sagði að áætlanir stjórn- valda væru að skila árangri. „Áætlunin á þó enn eftir að ná til allra skóla. Áskor- unin framundan er að tryggja hag allra skóla og nemenda þeirra“, sagði Bell. „I ljósi þess að við munum halda Ólymp- íuleikana er frábært tækifæri núna til þess að gefa öllum nemendum bestu möguleikana á íþróttaiðkun“, sagði Bell ennfremur. ■ bjornbragi@vbl.is Hussein ákærður Dómstóll í Irak hefur lagt fram fyrstu ákærurnar gegn Saddam Hussein fyr- ir glæpi sem framdir voru undir hans stjórn. Hussein er ákærður ásamt þrem- ur öðrum í tengslum við fjöldamorð á sjía-múslimum í þorpinu Dujail árið 1982. Dujail-morðin voru framin í kjöl- far þess að reynt var að myrða Saddam þegar hann fór með fylgdarliði í gegn- um þorpið. Mun þetta vera fyrsta málið af mörgum sem réttað verður yfir Sadd- am. Dómarinn, Raed Jouhi, sagði að rétt- arhöldin myndu hefjast innan fárra daga en sagði ekki hvenær ákærurn- ar hefðu verið gefnar út. Samkvæmt írökskum lögum verða að líða minnst 45 dagar frá því að ákærur eru gefnar út þar til réttarhöld hefjast. ■ bjornbragi@vbl. is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.