blaðið - 18.07.2005, Blaðsíða 14

blaðið - 18.07.2005, Blaðsíða 14
blaðiö • m. Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Ár og dagurehf. SigurðurG.Guðjónsson. Karl Garðarsson. UTVARPSSTJORI I VANDA Senn dregur til tíðinda. Tilkynnt verður hverjir hafa sótt um stöðu út- varpsstjóra og í kjölfarið mun hefjast hefðbundin umræða um kosti og galla þeirra sem hafa sótt um. Markús Örn hverfur á brott eftir að hafa verið úthrópaður í fréttastjóramálinu svokallaða i vetur þar sem pólitík hafði betur í baráttunni við heilbrigða skynsemi þegar kom að vali á nýjum fréttastjóra hljóðvarps. Margvísleg vandamál bíða nýs útvarpsstjóra - ekki bara sem varða hlutverk RÚV, heldur einnig rekstur. Dæmin eru fjölmörg og hér skal að- eins tæpt á tveimur sem snerta fréttir. RÚV rekur tvær fréttastofur undir sama þaki, með tveimur fréttastjór- um. Á milli þessara fréttastofa eru aðeins skilrúm. Samkeppni ríkir milli þessara fréttastofa, að minnsta kosti í orði, og mæta þvi yfirleitt tveir frétta- menn frá RÚV á alla blaðamannafundi - annar frá hljóðvarpi og hinn frá sjónvarpi. Þeir vinna því tvær fréttir um sama mál og flytja þær í sínum miðlum. Á milli þessara manna eru i besta falli nokkrir metrar á frétta- stofum RÚV. Oft hefur verið talað um sameiningu fréttastofa RÚV - enn gerist ekkert. Annað lítið dæmi eru iþróttalýsingar frá útlöndum. Það dugar ekkert minna en að senda tvo eða fleiri íþróttafréttamenn frá RÚV á viðburði erlendis. Það er síðan hægt að hlusta á annan þeirra í útvarpi og hinn í sjónvarpi. Lýsingarnar eru keimlíkar. Af hverju er ekki sparað og sendur einn íþróttafréttamaður? Þessi litlu dæmi lýsa stjórnunarlegu vandamáli hjá RÚV. Þau segja okkur að yfirmenn eru ekki tilbúnir að taka á þeim rekstrarlegu vandamálum sem þarf að taka á til að ná fram hagræðingu. Kannski er vandamálið líka hjá starfsmönnum. Þeir eru góðu vanir. Fréttastjóramálið í vetur sýndi fram á að þeir vilja stjórna RÚV sjálfir - ef þeir fá ekki sínu framgengt eru þeir tilbúnir til að ganga mjög langt - jafnvel að misnota eigin miðil til að fá sínu fram. Það er alla vega ljóst að nýr útvarpsstjóri þarf að glíma við margvísleg vandamál. Það er því afar mikilvægt að til starfans veljist maður sem stenst þá prófraun. Það er nauðsynlegt að pólitíkin víki til hliðar þegar farið er í gegnum umsóknir - ef einhverjar eru. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aöalsími: 510 3700. Símbréf á f réttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýs ingadeild: 5103711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: Islandspóstur. 14 I ÁLIT MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2005 blaöió Stjórnsýslan föl? Síðasti áratugur hefur verið markaður viðskiptalífinu. í sífellt meira mæli hefur allt snúist um frelsi til athafna á því sviði til að þjóna gróðasjónarmiðinu. Það var full þörf á því að breytingar yrðu og þær hafa að mörgu leyti ekki á sér standa. Forstjóri Samherja krafðist þess að fá að vinna í friði fyrir stjórnmálamönnunum. Sem sé, þetta er hans mál og stjórnmálamenn eiga ekki að „ . .. skipta sér af þvi, hvort hann Kristinn H. ‘ \ , , . Gunnarsson er að flyÚa kvótann ur hverju skilaðgóðumárangriogstuðlað ................. plássinu á fætur öðru, fólkið að framförum í þjóðfélaginu. En í þessu sem öðru virðist vandratað meðalhófið. Hið fornfræga KEA, löngum flaggskip samvinnufélaganna á fslandi, er nú í viðræðum við a.m.k. tvo ráðherra, sjávarútvegsráðherra og iðnaðarráðherra, og býðst til þess að borga peninga fyrir „réttar stjórnsýsluákvarðanir". Er svo komið að menn úr viðskiptalífinu telja að stjórnsýslan sé eins og hvert annað svið viðskiptalífsins og að það sé hægt að kaupa það? Já, svo virðist vera, því miður. Það fer, að mínu mati, að verða ansi þunn línan á milli þess sem KEA er að gera núna og þess að stíga skrefið til fulls og bera hreinlega fé á menn. sem verður fyrir barðinu á því getur bara étið það sem úti frýs. Þetta er línan frá einum helsta ráðamanni greinarinnar. Það er svo önnur saga að hann fékk á sínum tíma meira gefið frá stjórnmálamönnunum en nokkur annar. 99............ Og þeirsem ekki eiga peninga fá þá líklega engin störftilsín eða hvaðÁrni Mathiesen? Afleiðing auðhyggjunnar Þetta á sér forsögu sem hefur leitt menn skref fyrir skref á þessari braut. Með framsalinu í sjávarútvegi var forsvarsmönnum fyrirtækjanna falið að ráða byggðaþróun sem snertir tugi þúsunda einstaklinga. Hagsmunir forsvarsmanna fyrirtækjanna voru ákvarðaðir mikilvægari en fólksins. Á sjómannadaginn flutti ég ræðu á Patreksfirði og talaði fyrir breytingum í þágu þeirra sem eiga starf sitt og heimili undir atvinnugreininni og búa við auðlindina. Viðbrögðin létu Okkarer mátturinn... Framámönnum í viðskiptalífinu er hampað daglega í fjölmiðlum landsins og endalausar fréttir af gengi hlutabréfa og kaupum á þessu og hinu félaginu, yfirtöku, sameiningu, afskráningu, gróðaupp ámilljarðakróna. Þetta eru aflaskipstjórar viðskiptaþjóðfélagsins. Ekkert má verða í vegi þeirra, þá er þjóðfélagið að tapa og fyrir vikið verða óljós öll skil á milli þess eðlilega og óeðlilega. Athafnarými viðskiptamannanna hefur jafnt og þétt aukist og áður en menn vita af eru viðskiptamógúlarnir farnir að tala eins og þeir séu komnir ' með umboð stjórnmálamannanna í sínar hendur. Þorsteinn Már telur Iöggjöf um sjávarútveg sitt mál en ekki stjórnmálamannanna, forsvarsmenn KEA tala um vegalagningu um hálendið eða jarðgöng rétt eins og það sé í þeirra höndum að ákvarða það. Þeir eru nú hættir við veg um Stórasand af því það var ekki nógu góð hugmynd en þá fara þeir í staðinn um Kjöl. Umferðin á að borga með sérstöku gjaldi. Svo verða gerð göng í gegnum Vaðlaheiði og ríkið á að fella niður skatt og borga svolítið. í þessu eins og sjávarútveginum eiga stjórnmálamennirnir ekki að vera að flækjast fyrir heldur gera eins og þeim er sagt. Keypt byggðastefna Enn ganga menn í viðskiptalífinu lengra í því að færa sig inn á svið stjórnmálanna eða kannski á að segja að þeir víkki út svið viðskiptalífsins og dragi saman viðfangsefni stjórnmálanna þegar sett eru fram formleg tilboð til einstakra ráðherra um kaup á opinberum störfum. I fjölmiðlum hefur að undanförnu mátt fylgjast með fréttum af viðræðum forsvarsmanna KEA við iðnaðarráð- herra og sjávarútvegsráðherra um flutning opinberra starfa norður til Akureyrar. Stjórn KEA býður ríkinu greiðslur fyrir ómakið og er tilbúið að leggja fram hundruð milljóna króna til þess að greiða kostnaðinn við flutning starfanna norður. Sjávarútvegsráðherra er fjöðrum feginn og segir í Fréttablaðinu á föstudaginn var að vilji KEA til þess að koma að fjármögnun á flutningi verkefna sé mjög jákvæður og að slíkt liðki til fyrir flutningi verkefna. Ég trúði ekki mínum eigin augum þegar ég las þetta. Er sjávarútvegsráðherrann kominn svo af leið að hann telji eðlilegt að einkafyrirtæki geti borið fé á stjórnvöld í því skyni að fá þau til að taka tiltekna stjórnsýsluákvörðun? Hvar er verðlistinn? Hefur ríkisstjórnin ákveðið hann? Hvað kostar Hagstofan eða Námsgagnastofnun? Og þeir sem ekki eiga peninga fá þá líklega engin störf til sfn eða hvað Árni Mathiesen? Verður starfræktur uppboðsmarkaður opinberrar þjónustu og fá hæstbjóðendur eða verða bara handvaldir góðir viðskiptavinir sem fá að gramsa í dótakassanum og velja sér bestu leikföngin? Háskóli Akureyrar suður? Ég er ekki að gera athugasemd við þá viðleitni KEA að styrkja atvinnulíf á félagssvæði sínu, ég skil það mætavel, en þeir eiga að halda sig við atvinnulífið og fyrirtæki þar. Þau ganga kaupum og sölum og eru flutt til og frá. Öðru máli gegnir um opinbera stjórnsýslu, hún á ekki að vera til sölu. Hvað ætlar KEA að gera ef eigendur Háskólans í Reykjavík ákveða að kaupa Háskólann á Akureyri og flytja hann suður og sameina skólana þar? Það gæti verið næsti leikur í þessari skák og efast einhver um góðan hug menntamálaráðherra til Háskólans í Reykjavík? Má ég minna á að sá skóli er ekki í neinu fjársvelti en Akureyrarskólinn er kominn í spennitreyju. Stefna ríkisstjórnarinnar? Þegar þessi umræða kom upp síðastliðið vor tók ég málið upp á fundi þingflokks framsóknarmanna og spurði forsætisráðherrann um stefnu ríkisstjórnarinnar og hvort það væri virkilega svo að hægt væri að kaupa byggðastefnuna. 1 ljósi svara forsætisráðherra þá vekja ummæli og undirtektir sjávarútvegsráðherra furðu mína og tel ég nauðsynlegt að forsætisráðherra geri sem fyrst opinberlega grein fyrir afstöðu ríkisstjórnarinnar til þessara mála. ■ Ryðfrítt alvöru gasgrill - engar afsakanir! Nánari upplýsingar í síma 5111001 Skúlagötu 63 -105 Reykjavík Stökustund Við byrjum á aðsendum botnum við fyrriparta síðustu viku. ÓÞ sendir þennan botn: Framsóknar er flokkur smár fylgið varla mcelist. Er hér kannski einhver skár sem eftir völdum sœlist? Finnur Sturluson botnar: Framsóknar er flokkur smár fylgið varla mcelist. Hjá SF eifalla trega tár en tröllslegur hlátur bœlist. ÓÞ botnar svo úr verður hringhent stikluvik: Veðrið stundar Ijúfan leik lifnar grundin frjóa. Grœnka lundir laufgast eik lífsins undurfer á kreik. Finnur botnar svo: Veðrið stundar Ijúfan leik lifnar grundinfrjóa. Er kölski gamlifer á kreik þá kannski fer að snjóa Fyrripart Kristins H. Gunnarssonar botnar ÓÞ: Gróðapungar ganga’um enn grœðgin hungur vekur. Þessa ungu metorðsmenn Mammon slunginn skekur. í umsjótt Péturs Stefánssonar Pétur yrkir um lyginn blaðamann: Hér ognú er helst sem yljar — háðugt skeyti, blaðasnápur glaður giljar Gróu’á Leiti. Um R-listann og íhaldið: Reykjavíkurlistans lið leynimakkast bak við tjöldin. Er ekki best að íhaldið afturfái borgarvöldin? Uppgangur Baugs Baugur Group er öflugt afl sem öfund vekur. Ævin þar er auratafl sem enda tekur. Fyrripartar: Vinstri grœnir þrasa’á þingi þráfaldlega’um slœma tíð. Bjart eryfir bændastétt baula kýr í haga. Botnar vísur ogfyrripartar sendist til stokustund@vbl.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.