blaðið - 18.07.2005, Blaðsíða 24
24 I MENNING
MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2005 blaðið
r >?i .
fæðingunm
Hm ftmstn
Tómas R. Einarsson sendirfrá sér nýjan geisladisk
Sönglög um ísland
.Þetta eru sönglög eftir mig sem flest snú-
ast um Island, íslendinga og íslenskuna,
sungin á íslensku. Titilinn er sóttur í fs-
landskvæði W H Auden, þar sem segir á
einum stað: troðum djassinum í torfkof-
ana. Skýringar á ensku fylgja diskinum
sem er ekki síður ætlaður útlendingum
en fslendingum," segir
Tómas R. Einarsson
um nýjan geisladisk
sinn Let jazz be besto-
wed on the huts.
Opinn hugurog
ævintýraþorsti
Hvað heillar þig við
Auden?
„Það sem heillar mig
við Auden og þá bresku
skáldakynslóð sem hann er af, er sýn
þeirra, opinn hugur og ævintýraþorsti,"
segir Tómas. „Þetta voru vel menntaðir
menn sem voru tiltölulega óbundnir af
hefðum og viðjum samtímans. Auden
og félagi hans, Christopher Isherwood,
voru þar að auki hommar í uppreisn
gegn samfélagi sínu. Það hrakti þá að
vissu leyti út í kant og frá þeim kanti
sáu þeir ýmsa hluti sem lágu ekki jafn
Ijóst fyrir öðrum.
Faðir Audens var mikill íslandsáhuga-
maður og Auden sá ísland fyrir sér sem
ósnerta paradís. Þegar hann kom hing-
að árið 1936 var verið að spila jazz á Borg-
inni. Auden varð ljóst að hinn skelfilegi
nútími hafði haldið innreið sína og hon-
um brá. Svo yppti hann bara öxlum og
sagði að svo yrði þá að vera: Látum djass-
inn tröllríða torfkofunum.
Ýmsar athugasemdir Audens í ferða-
bók hans um íslenskt þjóðlíf og menn-
ingu eru mjög skemmtilegar. Ef það
er eitthvað eitt
í hans skrifum
sem hefur heill-
að mig þá er
það hversu óá-
byrgur hann er
og fullkomlega
óhræddur við
að hneyksla.
Hann var frjáls
andi.
Auden er
ekki eina skáld-
ið sem á texta á geisladiskinum því
Steinn Steinarr, Guðbergur Bergsson
og Sigurður Guðmundsson eiga þar
ljóð ásamt öðrum. Meðal söngvara eru
Kristjana Stefánsdóttir, Þorvaldur Þor-
valdsson, KK, Ellen Kristjánsdóttir og
Einar örn Benediktsson.
Frelsun ítrommunni
Næsta verkefni Tómasar er geisladisk-
ur með suður-amerískri tónlist sem
kemur út að ári. „Suður Ameríka kom
tiltölulega seint inn í músík mína en í
marga áratugi hef ég þýtt bækur af því
svæði og ferðast þar um,“ segir hann. „Á
seinni árum hef ég aðallega verið með
hugann við tónlistina á Kúbu og í Bras-
ilíu og kannski tengist það lífsstarfinu,
djassmúsíkinni. Hún kemur frá Banda-
Marx kosinn mesti
heimspekingurinn
Karl Marx var á dögunum kosinn mesti
heimspekingur sögunnar í skoðana-
könnun BBC útvarpsstöðvarinnar, Ra-
dio 4. Um 30.000 hlustendur greiddu
atkvæði. Marx, höfundur Kommún-
istaávarpsins og Das Kapital, fékk 27.93
prósent atkvæða. I öðru sæti varð Dav-
id Hume með 12.67 prósent og Ludwig
Wittgensein varð í þriðja sæti með 6.8
prósent. Grísku snillingarnir Plató og
Sókrates urðu að sætta sig við fimmta
og áttunda sæti.
Andrew Chitty, breskur kennari í
marxískri heimspeki, segir mögulegt
að marxistar hafi skipulagt atkvæða-
greiðslu innan sinna raða, þar sem þeir
séu skipulagðari hópur en til dæmis
stuðningsmenn Hegels. „Þó þykir mér
líklegra að fólk skilji að í heimi sem verð-
ur æ kapítalískari veitir Marx okkur
bestu sýnina á þá veröld. Marx talar um
Karl Marx. Mesti heimspekingur allra
tíma að dómi breskra útvarpshlustenda.
fjármagn á heimspekilegan hátt - og
það gerir hann einstakan,“ segir Chitty.
GANGANDI
Ný
Ijóðabók
Út er komin ljóðabókin Gangandi
vegfarandi eftir Halldóru Kristínu
Thoroddsen. Þar er fjallað um lífið og
tilveruna á grátbroslegan hátt. Halldóra
Kristín Thoroddsen hefur áður gefið út
ljóðabækurnar Stofuljóð (1990) og Hár-
fínar athugasemdir (1998) og örsagna-
safnið 90 sýni úr minni mínu (2002).
Gangandi vegfarandi kemur út hjá
Máli og menningu og er 53 blaðsíður að
lengd.
ríkjunum en tengist flutningi svartra
þræla frá Afríku. Slagverksmenning
blökkumannanna varð stór þáttur í al-
þýðutónlist 20. aldar.
Það býr ákveðin hreyfing, dans, og
líkamleg frelsun í trommunni ásamt
sveiflu sem heltók mig. Það má segja
að latneska tónlistin mín sé eins konar
þverskurður af því hvernig bandarísk
og suður amerísk áhrif rekast saman
við það að vera alinn uppi í sveit.“
„Ef það er eitthvað eitt í hans skrifum sem
hefur heillað mig þá er það hversu óábyrg-
ur hann er og fullkomlega óhræddur við
að hneyksla. Hann varfrjáls andi," segir
Tómas R, Einarsson um W.H. Auden en á
nýjum geisladiski er að finna lög Tómasar
við texta breska Ijóðskáldsins.
Steina Vasulka á heiðurinn af þessu vfdeóverki
CIA.IS úthlutar styrkjum
CIA.IS, Kynningarmiðstöð íslenskrar
myndlistar, hefur úthlutað verkefna-,
ferða-, og útgáfustyrkjum.
Fagnefnd CIA.IS, sem úthlutar
styrkjunum, skipa Dr.Christian Schoen
forstöðumaður CIA.IS, Helgi Þorgils
Friðjónsson myndlistarmaður og Ólaf-
ur Kvaran forstöðumaður Listasafns ís-
lands. Fagráð tilnefnir tvo fulltrúa fyrir
hönd stjórnar sem hafa atkvæðarétt til
jafns við skipaða meðlimi, til ráðgjaf-
ar við úthlutun. Fulltrúarnir voru að
þessu sinni Ingólfur Arnarsson mynd-
listarmaður og Eva Heisler listfræðing-
ur.
Menntamálaráðuneytið veitir fé til
styrkjanna, sem munu framvegis verða
veittir tvisvar sinnum ár hvert.
I heild bárust 52 umsóknir. 9 styrkir
eru veittir.
Verkefnastyrk
(hver að upphæð kr.20o.ooo.-)hljóta;
KlinK og BanK vegna þróunar og
undirbúnings verkefnisins „KlinK and
BanK moves to Berlin". Myndhöggvara-
félagið vegna „Site Ations'1 alþjóðlegs
samstarfsverkefnis sem hefst í haust.
Steina Vasulka vegna undirbúnings og
gerðar verka sem sýnd verða í October
Gallery í London í nóvember nk.
Ferða og dvalarstyrk
(hver að upphæð kr.200.000.-) hljóta;
Erla Haraldsdóttir vegna dvalar og
sýningar í Kúenstlerhaus Bethanien, í
Berlin. Heimir Björgúlfsson vegna „Ra-
id Project" dvalar á vinnustofu og sýn-
ingar í Los Angeles. Hildur Bjarnadóttir
vegna sýninga í Bandaríkjunum.
Útgáfustyrk
(hver að upphæð kr.200.000.-) hljóta;
Kling & Bang gallerí vegna útgáfu
á kynningarriti yfir sýningar og starf-
semi gallerísins. Ólöf Nordal fyrir út-
gáfu á kynningarriti um myndlist sína.
Ómar Stefánsson vegna útgáfu bókar
um „Cosmosis".
Skyndistyrkir
CiA.IS úthlutar einnig svokölluðum
„Skyndistyrkjum" hverjum að hámarki
kr 50.000.- Þeir styrkir eru ætlaðir til
verkefna sem þurfa styttri undirbún-
ingstíma eða koma upp með styttri fyr-
irvara. Hægt er að sækja um þá hvenær
sem er, eða þar til sjóðurinn fyrir árið
2005 er tæmdur.