blaðið - 18.07.2005, Blaðsíða 2
2 I IWNLEWDAR FRÉTTIR
MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2005 blaAÍð
de; j
andártakinu
HAHífcimtH
Nýja
Potterbókin
uppseld
Nýja Harry Potter bókin er uppseld
en þessar vinkonur voru fyrstu
kaupendur hennar í Eymundsson
í Austurstræti en þær biðu í hálfan
sólarhring eftir miðnæturopnuninni.
Nýja Harry Potter bókin, Harry
Potter and the Half-Blood Prince,
er uppseld hér á landi. Rúmlega
1700 eintök voru pöntuð en seldust
upp á rúmum sólarhring. Önnur
sending er á leið til landsins og
vonir standa til að bókin verði
komin í bókaverslanir á þriðjudag.
Bókin er ekki bara að slá sölu-
met, hún er einnig að fá fina dóma
og er sögð vera afar áhrifamikil. í
New York Times er henni líkt við
Hringadróttinssögu og Los Angeles
Times bar hana saman við hina
sígildu bamabók Vef Karlottu.
Bókin fær einnig ágæta dóma í The
Observer en gagnrýnandinn segir
þó að eins og Harry Potter sé lýst í
bókinni þá sé hann táningur sem
fæstir foreldrar þekki. Almennt álit
gagnrýnanda virðist vera að þetta
sé myrkasta sagan í bókaflokkn-
um og dauðadagi einnar aðalper-
sónunnar þykir ansi hrottalegur
miðað við barnabók. 1 neikvæð-
ustu dómum um bókina er helst
kvartað undan því að of margar
hliðarsögur séu í bókinni ogþar sé
einblínt um of á atburði í fortíð.
Búist hafði verið við að 10
milljónir eintaka myndu seljast
í heiminum fyrsta söludag-
inn. Ekkert bendir til annars
en að það hafi gengið eftir.
loftkœling
Verð frá 49.900 án vsk.
ís-húsid 566 6000
Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Framsóknar
Sakar ráðherra um að
falbjóða stjórnsýsluna
Kristinn H. Gunnarsson, alþingismað-
ur Framsóknarflokksins, gagnrýnir tvo
ráðherra ríkisstjórnarinnar mjög harð-
lega í grein, sem hann ritar í Blaðið í dag,
og sakar þá um að vilja bjóða stjórnsýslu-
ákvarðanir hæstbjóðanda.
Þar vísar Kristinn til umræðu um
að embætti, stofnanir og störf á veg-
um hins opinbera kunni að verða flutt
norður til Akureyrar að ósk Kaupfélags
Eyfirðinga (KEA), en kaupfélagið hefur
boðist til þess að leggja fram hundruð
milljóna til þess að liðka fyrir slíku.
Það eru Árni Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra og Valgerður Sverrisdóttir
viðskiptaráðherra, sem Kristinn beinir
spjótum sínum helst að, en Valgerður
er flokkssystir Kristins. Þá gagnrýnir
Kristinn KEA. einnig fyrir að seilast inn
á stjórnsýslusviðið, en fátítt er að fram-
sóknarþingmenn gagnrýni samvinnu-
hreyfinguna eða félög innan hennar.
„Ég hef rætt þetta innan míns þing-
flokks og fékk þá skýr svör að mér
fannst, en það virðist ekki hafa gengið
eftir,“ segir Kristinn og kveðst einnig
hafa fært málið í tal við einstaka þing-
menn samstarfsflokksins.
„Árni Mathiesen segir það býsna op-
inskátt í Fréttablaðinu á laugardag að
stefnan ráðist af peningum frá KEA.
Hér höfum við flokka,
sem marka sér stefnu, og
kosið er um svo þeir geti
framfylgt henni. En núna
virðist viðskiptalífið geta
keypt sér stefnu.“
Kristinn hefur áður lent
í ágreiningi við samflokks
99..............
En núna virðist
viðskiptalífið
geta keypt
sérstefnu
„Það held ég ekki. Mér finnst að þessir
ráðherrar þurfi að gera grein fyrir því
hvert þeir eru að fara. Sú vegferð er ekki
í neinu samræmi við stjórnarsáttmálann,
hún er ekki í samræmi við stefnu Fram-
sóknarflokksins og ég held ég megi segja
að hún sé ekki heldur í
neinu samræmi við stefnu
******** Sjálfstæðisflokksins. Þeg-
ar menn beygja svona af
leið er ekki nema eðlilegt
að maður láti í sér heyra.“
Kristinn kveðst ekki
vera á förum úr Framsókn-
sína á þingi, m.a. arflokknum þó hann leyfi
vegna Iraks og fjölmiðlalag-
anna. Síðastliðið haust var hann settur
hjá við val á fulltrúum flokksins í þing-
nefndum og sagði þingflokksformaður
framsóknarmanna ástæðuna vera þá
að Kristinn nyti ekki lengur trúnaðar
þingflokksins. Sættir tókust þó í febrúar
síðastliðnum og tók hann þá aftur sæti
í þingnefndum. Kristinn óttast ekki að
hann sé að koma sér úr húsi á nýjan leik.
sér að gagnrýna það sem
þar kann miður að fara. Hið sama eigi
við um gagnrýni hans á KEA. „En mér
finnst að þarna hafi menn farið of langt
í að þjóna auðhyggjusjónarmiðum þegar
viðskiptalífið seilist til áhrifa í stjórn-
sýslunni," segir Kristinn og telur menn
hafa ekki nógu minnuga á einkunnarorð
framsóknarmanna: „Manngildi ofar auð-
gildi.“ ■
Nóatún:
Erum klárir í að selja bjór og vín
„Við höfum fullan hug á því að selja vín og
bjór með matvörunni ef við fáum leyfi
til,“ segir Kristinn Skúlason, markaðs-
stjóri Nóatúns, en segir að þeir hafi ekki
hugleitt hvort reynt verði að sækja um vín-
veitingaleyfi eða undanþágu frá einkasölu-
ákvæði Áfengis- og tóbaksverslunar ríkis-
ins (ÁTVR). „En við vitum að það kemur
að þessu og þá verðum við klárir.“
Um helgina urðu forráðamenn mat-
vöruverslunarinnar Nóatúns við tilmæl-
um lögreglu og hættu að bjóða bjór í kaup-
bæti með gasgrillum eins og verið hafði í
liðinni viku.
„Við ætlum að setjast niður nú eftir
helgina og meta stöðuna,“ segir Kristinn
en segir að ekkert hafi verið ákveðið um
framhaldið enn. „Við vitum ekki hvert
verður næsta skref, en það er allt opið.“
Kristinn segir Nóatúnsmenn hafa mik-
inn áhuga á að fá að selja léttvín og bjór,
enda standi áhugi viðskiptavinanna til
þess.
„Við gætum farið út í að selja bjór og vín
með stuttum fyrirvara. Það er ekkert mál.
Við erum með mikið af þjálfuðu starfs-
fólki og búðir til þess að selja vin eins og
hvað annað og gætum gert það rétt eins
og ÁTVR.“ Kristinn segir að sjálfsagt
þyrfti að hnika einhverju til í verslunum
ef til kæmi, en kveðst ekki hafa áhyggjur
af slíku. „Það kallar á einhverjar tæknileg-
ar lausnir en þær eru engan veginn óyfir-
stíganlegar."
Kristinn segir að í Nóatúni hafi þeir
fundið fyrir áhuga viðskiptavina til þess
að geta sinnt þeim innkaupum sem öðr-
um í verslunum þeirra. „Maður heyrir að
menn vilja einfaldlega getað klárað helgar-
steikarinnkaupin í matvörubúðum frekar
en að þurfa að fara í margar búðir eftir því
sem til þarf,“ segir Kristinn og telur að
sala á bjór og léttvíni myndi fara vel við
þá stefnu, sem Nóatún fylgir f vöruúrvali
og þjónustu. ®
Laun nýrra starfsmanna
allt að 40% lægri
Verkalýðsfélag Akraness hyggst á næst-
unni fara með mál félagsins gegn fyr-
irtækinu Fangi ehf. fyrir félagsdóm.
Fang er undirfyrirtæki Islenska Járn-
blendifélagsins og vinna starfsmenn
þess við ræstingar og í mötuneyti.
Deila Fangs og verkalýðsfélagsins er
að mörgu leiti sérstök, því hún snýst
ekki um kaup núverandi starfsmanna
Fangs, heldur komandi starfsmanna
fyrirtækisins.
Forsaga málsins er að fyrirtækið
Fang var stofnað árið 2002, og er al-
farið í eigu Járnblendifélagsins. Starfs-
menn í mötuneytum og við ræstingar
fluttust við breytinguna yfir í nýtt
fyrirtæki og töldu forráðamenn þess
að eftir breytinguna gætu þeir greitt
starfsmönnum eftir almennum kjara-
samningi í stað sérkjarasamnings Járn-
blendifélagsins. Munur á launatöxtum
og launauppbótum þessara samninga
er á bilinu 30 til 40%. Frá upphafi lá
fyrir að þeir starfsmenn sem þegar
unnu hjá fyrirtækinu myndu ekki
lækka í launum, en það liggur líka fyr-
ir að fyrirtækið hefur í hyggju að ráða
nýja starfsmenn inn til fyrirtækisins
á lægri töxtunum.
Að sögn Vilhjálms Birgissonar,
formanns Verkalýðsfélags Akraness
hyggjast núverandi starfsmenn ekki
una þessu, og standa nú í baráttu með
félaginu sem tryggir þeim ekki hærra
kaup sjálfum, heldur komandi starfs-
mönnum fyrirtækisins.
Svipuðum aðferðum
beitt í fiskvinnslunni
Að sögn forráðamanna í verkalýðshreyf-
ingunni, sem Blaðið ræddi við í gær er
þessi aðferðafræði ekki óþekkt. Þannig
hafa fiskvinnslufyrirtæki víða á land-
inu farið þá leið að hætta að sjá um þrif
á frystihúsum sínum sjálf, en ráða þess
í stað utanaðkomandi fyrirtæki í verkið.
Dæmi eru um að við þetta hafi starfs-
mönnum við þrif verið sagt upp störf-
um en boðin vinna á ný hjá nýja þrifa-
fyrirtækinu á mun lægri launum. Mjög
erfitt sé að eiga við þetta, því breytingin
sé sú að farið sé úr akkorði yfir í tíma-
kaup sem sé iðulega mun lægra.
Atvinnuleysi
ungs fólks
minnkar
Atvinnuleysi fólks á aldrinum 16 til 24
ára hefur minnkað verulega samkvæmt
tölum Vinnumálastofnunar. 1 júnímán-
uði síðastliðnum var 731 einstaklingur
á þessum aldri atvinnulaus, en í sama
mánuði í fyrra var þessi tala 1.360. Það
þýðir að atvinnuleysi í þessum aldurs-
hópi hefur minnkað um tæp 90% milli
ára.
Hlutfall ungs atvinnulauss fólks hef-
ur einnig minnkað talsvert. f júnímán-
uði síðastliðnum voru 21% allra atvinnu-
lausra á aldrinum 16 til 24 ára, en í sama
mánuði í fyrra var hlutfallið 26%.
Meðaltal 16 til 24 ára atvinnulausra
af öllum atvinnulausum á árinu 2004
lækkaði og var 23,5, en þetta hlutfall var
um 26% árin 2003 og 2002. ■
Eggert safnaði
milljónum
Eggert Skúlason við upphaf ferðar sinnar.
Milli sex og sjö milljónir króna söfnuð-
ust í tengslum við ferð Eggerts Skúla-
sonar á reiðhjóli hringinn í kringum
landið. Ferðin var farin til að safna fé
fyrir Hjartaheill, landssamtök hjarta-
sjúklinga.
Að sögn Ásgeirs Þórs Árnasonar,
framkvæmdastjóra samtakanna, gekk
fjársöfnunin vonum framar. Hann seg-
ir að rúm ein milljón króna hafi komið
í gegnum söfnunarsímana 907-2001 og
907-2003, en að milli 5 og 6 milljónir
hafi komið í beinum framlögum frá fyr-
irtækjum og einstaklingum. Ekki sé þó
endanlega búið að fara yfir hversu mik-
ið fé safnaðist. Ásgeir bendir ennfremur
á að þó ferð, Eggerts hafi lokið síðastlið-
inn föstudág ljúki söfnun samtakanna
ekki formlega fyrr en um næstu mánað-
armót, og því er ennþá hægt að styðja
gott málefni.
„Við lögðum upp með að hafa gaman
af þessu, kynna samtökin og sýna fram
á að einstaklingur sem hefur fengið
hjartaáfall gæti gert allt það sem venju-
legur einstaklingur gerir. Allir fjármun-
irnir í áheitum og peningum er því í
raun bónus fyrir okkur“ segir Ásgeir.
Hann segir ennfemur að peningarnir
muni koma í góðar þarfir og verði nýttir
í starfi samtakanna, sem og að aðstoða
efnaminni hjartasjúklinga fjárhagslega.
„Ég vil nota tækifærið og koma á fram-
færi hjartans þökkum til þjóðarinnar
fyrir frábærar viðtökur' sagði Ásgeir
að lokum.
O Heiísklrt 0 Léttskýjað ^ Skýjað Q Alskýjað / f Rlgnlng, liUlsháttar Rignlng Súld Snjðkoma 'jj Slydda Snjðél skúr
Amsterdam 25
Barcelona 28
Berlin 24
Chicago 25
Frankfurt 28
Hamborg 24
Helsinki 24
Kaupmannahöfn 23
London 23
Madrid 30
Mallorka 31
Montreal 23
NewYork 25
Orlando 27
Osló 23
Parls 23
Stokkhólmur 21
Þórshöfn 12
Vín 29
Algarve 25
Dublin 18
Glasgow 15
f
ac
r <•. ■
/
11 "
/
%
/ /
®i3
Á morgun
Veðurhorfur í dag
Veðursíminn >02 0600
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu fslands
14o12,®
13°