blaðið - 18.07.2005, Blaðsíða 29

blaðið - 18.07.2005, Blaðsíða 29
blaðiö MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2005 DAGSKRÁ I 29 ■ Fjölmiðlar Þegar markaðsdeildin bilast Einu sinni vann ég á fjölmiðli þar sem markaðsstjórinn hafði áhuga á því að breyta nafni miðilsins í þriggja stafa nafn af því að allar frægustu fréttastof- urnar væru með þriggja stafa nöfn: ABC, BBC, NBC, CNN, Sky, Fox... og blablabla. Það var, minnir mig, á þessari stundu, sem ég komst að því að markaðsstjórar væru frá annarri stjörnuþoku. Þeir eru yfirleitt ágætt fólk en þeim hættir mörgum til þess að gleyma þeirri staðreynd að á Islandi búa aðeins um 300.000 manns en ekki 300 milljónir. Það sem er borðleggjandi í Kaliforníu er ekki gefið í Keflavík. Um þetta fór ég að hugsa þegar ég frétti að nýjasta ráðagerð míns gamla vinar og viðskiptafélaga, Gunnars Smára Egilssonar framkvæmdastjóra hjá 365 miðlum, væri að setja á laggirnar fréttastöð, sem sjónvarpa skal fréttum yfir landslýð daginn út og daginn inn. Svei mér, ef þetta er ekki versta við- skiptahugmynd, sem ég hef heyrt. Nú hef ég lítið unnið í sjónvarpi, en mér hefur ávallt skilist að dýrasta dagskrár- efnið þar séu fréttir. Á hinn bóginn er langur vegur frá því að auglýsingasala kringum fréttir hrökkvi fyrir tilkostn- aði. Nú segja innanbúðarmenn í 365 miðl- um mér reyndar að á Fréttastöðinni eigi að nota nýjustu tækni til þess að spara og síðan eigi að margnýta starfsfólkið með því að breyta 250.000 króna blaða- mönnum prentmiðla 365 í sjónvarps- fréttaklippara í hjáverkum. Það verður athyglisvert. En hvaða fréttir á að segja á Frétta- stöðinni? Lesendur þessara orða þekkja það sjálfsagt vel að alþjóðlegar frétta- stöðvar á borð við Sky og CNN hafa engan veginn úr of mörgum fréttum að moða flesta daga. Hvað má þá segja um fréttastöð í litlu landi þar sem lítið ger- ist? Þessa dagana eru fjölmiðlar uppfull- ir af tímamótafréttum eins og þeim að búið sé að taka upp kartöflur í Þykkva- bænum. Myndi Fréttastöðin senda töku- teymi þangað og boða siðan helstu kart- öflusérfræðinga landsins í umræðuþátt um málið? Rjúfa svo útsendingu til þess að greina frá því að seinkun sé á leið 62 í Kópavogi? Æ, ég held það verði eitthvað skrýtið. En segjum sem svo að hvorugt sé vandamál: útgjöldin né fréttaeklan. Gnægð verði af fréttaefni, sem kosti nánast ekkert í framleiðslu. En hver í ósköpunum á að horfa? Það hefur áður verið reynt að sjónvarpa hádegisfrétt- um og síðdegisfréttum, en áhorfendurn- ir reyndust samtals 22 að gæludýrum meðtöldum. Þegar við bætist að áhorf á kvöldfréttir hefur dalað verulega hjá 365 miðlum, dregur maður mjög í efa að bet- ur gangi hjá Fréttastöðinni. Það er rétt að hafa í huga að flestir nota sjónvarp sér til afþreyingar, til þess að flýja hvers- dagsleikann í smástund. Er eitthvað sem bendir til þess að þeir vilji fá meira af ísköldum raunveruleikanum? Og það allan daginn? Alltaf? Ég er afar vantrúaður á þessa hug- mynd og skil raunar ekki markmiðið með því að setja slíka stöð á laggirnar, nema sérstök ástæða hafl þótt til þess að minnka framleiðni blaðamanna DV og Fréttablaðsins. Markmiðið er a.m.k. ekki það að hámarka arð eigenda fyrir- tækisins. Sem hlýtur að teljast einkenni- legt í ljósi þess að hér ræðir um dóttur- fyrirtæki almenningshlutafélags, sem skráð er á markaði. Einn kunningi minn hjá 365 sagðist reyndar halda að markmiðið gæti aðeins verið það að setja sjoppuna á hausinn á methraða. Það held ég nú ekki, en mér sýnist að það hafi eitthvað — eða einhver — bilað í þessari nýjustu markaðssókn 365 miðla. Andrés Magnússon 21.00-23.00 23.00-00.00 00.00-6.00 21.15 Lögreglustjórinn (The District III) Sakamálasyrpa um Jack Mannion, hlnn skelegga lögreglustjóra ÍWashington, sem stendur (ströngu (baráttu viö glæpalýð og við umbætur innan lögreglunnar. Aðalhlutverk leika Craig T. Nelson, John Amos, Jayne Brook og JustinTheroux. 22.00 Tiufréttir 22.25 Lffsháski (16:25) (Lost) 23.10 Út og suður (12:12) Gísli Einarsson flakkar vitt og breitt um landið og bregður upp svipmyndum af áhuga- verðu fólki. e. 23.35 Kastljósið Endursýndur þáttur frá því fyrr um kvöld- ið. 23.55 Dagskrárlok 21.10 The Guardian (18:22) (Vinurlitlamannsins3) 21.55 Filthy Homes From Hell (Subbubæli dauðans) Breskur þáttur þar sem sjónvarpsáhorfendum er boðið í heimsókn á nokkur þeirra allra sóðaleg- ustu heimila sem fyrlrfinnast. 22.40 American Pimp (Melludólgar) 00.05 Shield (11:13) (Sérsveitin 4) The Shield gerist í Los Angeles og fjallar um sveit lögreglumanna sem virðast hafa nokkuð frjálsar hendur. Aðalhlutverk leika Glenn Close og Michael Chiklis en hann fékk bæði Golden Globe og Emmy-verðlaun sem besti leikari í dramahlut- verki. Stranglega bönnuð börnum. 00.50 Eyes (1:13) (A gráu svæöl) 01.35 A Hard Day’s Night (Bítlaæðið) 03.00 Fréttir og Island f dag Fréttir og Island I dag endursýnt frá þvl fyrr i kvöld. 04.20 Islandíbítið Fjölbreyttur fréttatengdur dægurmálaþáttur þar sem fjallað er um það sem er efst á baugi hverju sinni (landinu. 06.00 Tóniistarmyndbönd frá PoppTiVí 21.00 TheContender 22.00 Dead Like Me Við rifjum upp kynnin af George og félögum hennar sálnasöfnurunum sem hafa það að að- alstarfi að aðstoða fólk við vistaskiptin úr heimi hinna lifenda i heim hinna dauðu. 22.45 Jay Leno 23.30 Da Vinci's Inquest (e) Vandaðir sakamálaþættir um réttarannsókn- ardeild í Vancouver, Kanada, sem unnið hafa til fjölda verðlauna.Þættirnir byggja á lifi Larry Campell, metnaðarfullsog vandvírksdánardóms- stjóra (Vancouver sem 1 starfi sínu lagði einlæga áherslu á að gera borgina sína að betri stað til að búa á en þættirnir gerast einmitt (Vancouver. 00.15 Cheers - 4. þáttaröð (e) 00.40 Boston Public 01.20 Hack 02.05 Óstöðvandi tóniist 21.00 American Dad (4:13) (Francine's Flash- back) 21.30 isienski listinn 22.00 Kvöldþátturinn 22.45 David Letterman Góðir gestlr koma i heimsókn og Paul Shaffer er á slnum stað. 23.30 The Newlyweds (7:30) (Newlyweds Decorate) (þessum þáttum er fylgst með poppsöng konunni Jessicu Simpson og eiginmanni hennar Nick Lachey. 23.55 The Newlyweds (8:30) (Video Shoot) 00.20 Friends (16:24) (Vinir) (THEONE WITH THE 2 PARTS (P.1)) 00.45 Kvöldþátturinn 01.30 Seinfeld 2(11:13) (Heart Attack) 21.25 Playmakers (3:11) (NFL-liðið) 22.10 Landsbankamörkin 22.30 Bestu bikarmörkin (England’s Greatest Goals) 23.45 Alfukeppnin 2005 Útsending frá leik i Álfukeppninni sem haldin var 1 Þýskalandi i slðasta mánuði. Þátttökuþjóöir voru Þýskaland, Ástralía, Argentína og Túnis ( A-riöli og Brasilla, Grikkland, Japan og Mexikó í B-riöli. 22.00 Unlawful Entry (Friðhelgin rofin) Þriggja stjörnu spennumynd. Aðalhlutverk: Kurt Russell, Ray Liotta, Madeline Stowe. Leikstjóri, Jonathan Kaplan. 1992. Stranglega bönnuð börnum. 00.00 Proximlty (Innikróaður) Spennumynd. William Conroy afplánar dóm fyrir manndráp af gáleysl. (fangelsinu kemst hann á snoðir um áform fangavarða sem þegar eru ábyrgir fyrir mörgum ódæðisverkum í tukthús- inu. Conroy óttast aö verða næsta fórnarlamb þeirra og leggur allt 1 sölurnar til að komast undan. Aðalhlutverk: Rob Lowe, Jonathan Banks, Kelly Rowan. Leikstjóri, Scott Ziehl. 2001. Strang- lega bönnuð börnum. 02.00 Pilgrim (Vegferð) Aðalhlutverk: Ray Liotta, Gloria Reuben, Armin Mueller-Stahl. Leikstjóri, Harley Cokeliss. 1999. Stranglega bönnuð börnum. 04.00 Unlawful Entry (Friðhelgin rofin) Aðalhlutverk: Kurt Russell, Ray Liotta, Madeline Stowe.Leikstjóri.Jonathan Kaplan. 1992.Strang- lega bönnuð bömum. Allt í drasli úti á landi 1 haust mun ný þáttaröð af Allt í drasli þáttunum fara af stað á Skjá 1 þar sem Margrét Sigfúsdóttir og Heiðar Jónsson munu segja skít og drasli stríð á hendur. Síðastliðinn vetur sýndu þau skötuhjú ótrúleg tilþrif við hreingerningarnar og gáfu landsmönnum fjölda heilræða hvernig best væri að bera sig að við til- tektina. Að þessu sinni verður einnig tekið til hendinni á landsbyggðinni. Maríanna Friðjónsdóttir er yflrmaður innlendrar dagskrárgerðar hjá Saga Film sem framleiðir þættina og hún seg- ir eftirspurnina vera gríðarlega. „Það gekk ótrúlega vel að fá fólk i síðustu þáttaröð. Við vorum með fólk á biðlista fyrir næstu seríu, sem er að byrja núna og við fáum að sjá það fólk fyrst. Svo eru komin nokkur heimili utan af landi en við viljum mjög gjarnan fá fleiri heimili þaðan svo við höfum úr virkilega góðu að velja." Kunnum ekki að taka til Maríanna sagði að allir þátttakendur hafi verið virkilega einlægir í þessari þörf að fá hjálp við að skipuleggja sig upp á nýtt, enda eru ótrúlega margir sem hafa misst stjórn á þessu sviði lífs síns. „Þættirnir fjalla ekki um fólk sem er veikt á neinn hátt. Það eru ótrúlega margir sem hafa misst stjórn á þessu því fólk er upptekið í öllu mögulegu öðru. Auk þess erum við í dag með heila kynslóð fólks sem hefur ekki lært að taka til, vegna þess að lífsmynstrið hef- ur breyst.“ t næstu þáttaröð verður lögð sérstök áhersla á heimili út á landi og áhugasamir geta sent tölvupóst á allti- drasli@sagafilm.is og Maríanna leggur áherslu á að því verra sem ástandið sé því betra. Maríanna talar einnig um að fólkið sem býður fólki heim til sín í þáttunum sé hugrakkt. „Ég tek hattinn ofan af fyrir þessu fólki vegna þess að það leitar sér hjálpar. Hinir sem sitja áfram í skítnum, það eru þeir sem ættu að skammast sín.“ ■ Hefur þú fylgst með Kvöldþættinum á Sirkus? Ásmundur Arndal Jóhannsson „Nei, ég er búinn að vera í sum- arfríi og hef ekkert horft á sjón- varp.“ Jóhannes Gauti Sigurðsson „Nei, ég hef ekki haft neinn tíma til þess.“ Anna Þorleifsdóttir „Nei, ég hef aldrei horft á hann. Það er sennilega bara áhugaleysi." Steinar Björnsson „Ég hef ekkert séð á Sirkus.“ Kristin Guðmundsdóttir ; Guðbjörg Hjartardóttir „Já. Mér finnst hann bara sæmi- -„Nei, ég næ ekki Sirkus.“ legur, ekkert til að hanga yfir.“ ;

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.