blaðið - 10.08.2005, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2005 blaóiö
Tilboðsdagar
Loðvíðir 250 kr
Myrtuvíðir 490 kr.
Ilmreynir 950 kr.
20% afslá+tur af öðrum plön+um
Selja 550 kr
Sitkagreni 750 kr.
Hrúteyjayíðir 550 kr
| Lerki 490 kr.
ÍDvergkvistur 399 kr
' Blágreni 490 kr.
Betri plöntur á góðu verði -Tilboð alla daga
Símhringingarnar í Smáralind
Fimmtán ára
í perraleik
Borgarflokkur Sjálfstæð-
isflokksins
Prófkjör í
lok október
McDonald's vantar nú þegar nokkra hressa starfsmenn í fullt starf á veitingastöðum
við Suðurlandsbraut, í Kringlunni og við Smáratorg. Umsækjendur þurfa helst að vera
18 ára eða eldri. McDonald's eru líflegir og fjörugir vinnustaðir. Alltaf nóg að gera og
góðir möguleikar fyrir duglegt fólk að vinna sig upp. Mjög samkeppnishæf laun í boði.
Langar þig á HM 2006?
[ vor verða heppnir starfsmenn á McDonald‘s dregnir
út og fá fría ferð á HM 2006 í Þýskalandi. Starfsmenn
í fullu starfi verða í pottinum.
FIFA WORLO CUP
GERmftOY
2006
Umsóknareyðblöð liggja
frammi á veitingastöðum
McDonalds’s eða á
heimasíðu
www.mcdonalds.is
McDonald's er styrktaraðili HM 2006
i’m lovin’ if
Lögreglan hafði hendur í hári 15 ára
pilts sem hefur játað að hafa hringt
í símsjálfsala í Smáralind og fíflast
með tíu ára drengi sem svöruðu
símanum. Þar sem að pilturinn er
orðinn 15 ára telst hann sakhæfur
og hafa foreldrar drengjanna fjög-
urra möguleika á því að leggja fram
kæru í málinu. Það hafði þó ekki ver-
ið gert þegar haft var samband við
lögregluna í Kópavogi í gær. „Málið
fer í eðlilegan farveg til félagsmála-
yfirvalda þar sem drengurinn hefur
ekki öðlast sjálfræði“, segir Björgvin
Björgvinsson, aðstoðaryfirlögreglu-
þjónn í Kópavogi. Pilturinn játaði á
sig verknaðinn auk þess sem hann
viðurkenndi að hafa tekið þátt í svip-
uðu - þó ekki jafnalvarlegu - athæfi
áður. Þá var enginn fótur fyrir því
að einhver biði á bílastæði verslana-
miðstöðvarinnar. ■
Hagnaður Actavis
undir væntingum
Actavis Group hf. birti sex mánaða
uppgjör sitt í gær. Hagnaður Actavis
er tæpur 1,8 milljarður króna eftir
skatta á fyrstu sex mánuðum ársins
sem er um 30% minni hagnaður en
á sama tímabili í fyrra.
Heildartekjur félagsins námu tæp-
um 18 milljörðum íslenskra króna
og drógust saman um tæp rúm 5%.
Á sama tíma jukust útgjöld um 1,3%.
í tilkynningu frá félaginu í gær seg-
ir að sala eigin vörumerkja félagsins
síðustu þrjá mánuði hafi aukist um
tæp 28% en sala til þriðja aðila hafi
hinsvegar dregist saman að mestu
leyti vegna tafa á afhendingum til
helstu viðskiptavina.
í tilkynningu frá félaginu segir Ró-
bert Wessman, forstjóri, um gengi
þess síðustu þrjá mánuði.
„Ársfjórðungurinn var annasam-
ur hjá fyrirtækinu þar sem við geng-
um frá stærstu fyrirtækjakaupum
samstæðunnar frá upphafi þegar
við keyptum bandaríska samheita-
lyfjafyrirtækið Amide.“ Hann segist
ennfremur vera bjartsýnn á stöðu
fyrirtækisins í heild þetta árið.
Fyrirtækið stóð nýlega fyrir hluta-
fjárútboði og sölu eigin bréfa lauk
í júní þar sem hluthafar skráðu sig
fyrir hlutum að markaðsvirði um
263 milljónum evra (21 milljarðar
króna). ■
Margir hafa beðið lengi
Blailt/Gúndi
Allir tengdir
fyrir föstudaginn
lillil
11 lír
Dæmi eru um að fólk hafi þurft að
bíða í rúman mánuð eftir að menn
frá Símanum komi að tengja heim-
ili þess ADSL neti Símans svo það
geti fylgst með útsendingum sjón-
varpsstöðvarinnar Enski boltinn
sem hefur göngu sína á föstudag-
inn. „Markmiðið er að tengja alla
þá sem hafa þegar pantað áskrift
að stöðinni nú í vikunni. Við vitum
samt ekki hvernig fólk tekur við sér
í vikunni, hvort fleiri fari að panta,
en við vonum að við náum að tengja
hina í þessari viku“, segir Magnús
Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás
eins. Þá segir hann að áskrifendur
séu teknir fram fyrir þá sem einung-
is sækja um ADSL tengingu hjá Sím-
anum en ekki áskrift að Enska bolt-
anum. Um þrjú þúsund heimili bíða
þess nú að verða tengd en i þeirri
tölu eru ekki einungis áskrifendur
Enska boltans.
Magnús vill ekki gefa upp hversu
margir hafi þegar sótt um áskrift að
Enska boltanum en segir þó að hann
sé mjög ánægður með viðbrögðin.
Sky-útsendingar ólöglegar
„Við erum að ganga frá samning-
um við Samtök veitinga- og gisti-
heimila um að þeir fái að senda frá
útsendingum stöðvarinnar", segir
Magnús. Fordæmi eru fyrir slíkum
samningum og fá þannig barir að
sýna frá þeim leikjum enska boltans
sem þeir velja. Undanfarin misseri
hafa barir sýnt frá leikjum í ensku
úrvalsdeildinni með því að nota
móttökubúnað frá Sky sjónvarps-
stöðinni. Það er hins vegar ólöglegt
þar sem Enski boltinn á sýningar-
réttinn á efninu hérlendis.
Þá hafa verið gerðir samningar
við fréttastofu RÚV um að sýna frá
því helsta úr ensku úrvalsdeildinni
hverju sinni.
Nánar er fjallað um sjónvarpsstöð-
ina Enski boltinn á síðu 22 í Blaðinu
i dag. ■
Borgarflokkur Sjálfstæðisflokks-
ins fer að öllum líkindum í próf-
kjör um mánaðamótin október
- nóvember. Að sögn Ágústs
Ragnarssonar, starfsmanns
Sjálfstæðisflokksins, verður
fundur hjá stjórn fulltrúaráðs
flokksins síðar í mánuðinum
þar sem ákveðið verður með
hvaða hætti prófkjörið verður.
Sjálft fulltrúaráðið verður
boðað á fund í kjölfarið þar
sem hugmyndir verða bornar
undir það. Ágúst segir að á
síðasta fundi stjórnar fulltrúa-
ráðsins hafi verið ákveðið
að af prófkjöri verði en að
á næsta fúndi hennar komi
í ljós með hvaða hætti.
Ertu hress?
Leggur þrjár milljónir
til hjálparstarfs í Níger
Rauði Kross fslands hefur ákveðið
að leggja til þrjár milljónir króna til
hjálparstarfs alþjóða Rauða krossins
vegna hungursneyðar í Níger og ná-
lægum löndum í Afríku. Ennfremur
mun íslenskur sendifulltrúi Rauða
krossins fara á svæðið á næstu dög-
um. Sá heitir Karl Sæberg Júlíusson
en hann mun hafa umsjón með ör-
yggismálum vegna hjálparstarfsins
en nokkuð er um vopnaða gæslu-
hópa í landinu.
Þetta kemur fram f tilkynningu
frá samtökunum á heimasíðu þeirra.
Þar segir ennfremur að óttast sé um
afdrif allt að átta milljóna manna
á svæðinu ef ekkert verður að gert
einkum vegna mikils næringar-
skorts meðal barna. Níger er talið
vera næst fátækasta land í heimi.
Þar varð uppskerubrestur í fyrra-
haust og er ástandið sums staðar far-
ið að verða mjög alvarlegt.
Óttast er um afdrif allt að átta milljóna
manna í Níger, næst fátækasta ríki heims.
Alþjóða Rauði krossinn hefur þeg-
ar hafið matvæladreifingu í landinu
til barna undir fimm ára sem talin
eru í mestri hættu. Sameinuðu þjóð-
irnar tilkynntu á föstudag að senni-
lega þyrfti 80 milljónir dollara, jafn-
virði um 5 milljarða íslenskra króna,
til þess að ná tökum á hungursneyð-
inni í Níger.