blaðið

Ulloq

blaðið - 10.08.2005, Qupperneq 8

blaðið - 10.08.2005, Qupperneq 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2005 blaöið Kjarnorkuárásarínnar á Nagasaki minnst 1 gær voru liðin 6o ár frá því að Bandaríkjamenn vörpuðu kjarn- orkusprengju á japönsku borgina Nagasaki. Minnst 70.000 manns létu lífið í árásinni sem var önnur sinnar tegundar í heiminum á eftir árásinni á Hiroshima þremur dög- um fyrr. Yfirvöld í Nagasaki segja hins vegar að rekja megi yfir 140.000 dauðsföll til árásarinn- ar þar sem tugþúsundir hafi látist af veikindum sem orsak- ast af hinni miklu geisla- virku meng- un sem sprengjan hafði i för með sér. Bandaríkjamenn ætluðu upphaflega að varpa sprengjunni á borgina Kok- ura en sökum slæms skyggnis og þykkra skýja þar varð borgin Naga- saki fyrir valinu. Eftirlíking af kjarnorkusprengjunni á safni í Nagasaki. „Feiti maður“, var varpað. Forsætis- ráðherra Japans, Junichiro Koizumi, tók þátt í minningarathöfninni og hélt ræðu í friðargarðinum. „Þetta er tilefni til að minnast fórnarlamb- anna og biðja fyrir heimsfriði", sagði Koizumi meðal annars. Borgarstjóri Nagasaki, Iccho Ito, ávarpaði minningarathöfnina og beindi m.a. orðum sínum til banda- rískra borgara og spurði hvort þeim fyndist öryggi sitt í raun og veru tryggt með kjarnorkuvopnabúri Bandaríkjanna. „Við skiljum reiði ykkar og áhyggjur eftir árásina 11. september. Samt sem áður, er ör- yggi ykkar í raun og veru tryggt með þeirri stefnu stjórnvalda að búa yfir 10.000 kjarnorkuvopnum, með því að gera stöðugar kjarnorkutilraunir neðansjávar og með því að reyna að þróa smærri kjarnorkuvopn," sagði Ito. Hvatti hann Bandaríkjamenn til þess að leggja sitt að mörkum ásamt öðrum við að berjast fyrir friðsælli heimi, lausum við ógn kjarnorku- sprengjunnar. Öryggi ekki tryggt með kjarnorkuvopnum Mínútuþögn var í friðargarði borgar- innar þar sem eftirlifendur og skyld- menni fórnarlambanna minntust þeirra sem fórust með tár í augum. Friðarbjöllu var hringt út þegar ná- kvæmlega 60 ár voruliðin frá því að sprengjunni, sem bar viðurnefnið Fórnarlömb banvænnar kjarnorkutilraunar Ibúar Nagasaki hafa alla tíð efast um réttmæti þess að Bandarikja- menn hafi varpað annarri kjarn- orkusprengju í seinni heimsstyrj- öldinni. Sprengjan sem varpað var á Nagasaki hafði plúton í kjarna sínum, ólíkt sprengjunni sem varp- Nunnur bera logandi kyndla í minningargöngu um fórnarlömb kjarnorkuárásarinnar í gær. að var á Hiroshima sem hafði úran- hafa verið álíka öflug og 21.000 tonn kjarna. Borgarstjóri Nagasaki vildi af hefðbundnu sprengjuefni. Flestir meina að borgarbúar hefðu verið þeirra sem létust í seinni árásinni fórnarlömb banvænnar kjarnorku- bráðnuðu eða brunnu til dauða sam- tilraunar. Kjarnorkusprengjan mun stundis. ■ 7 milljóna skaðabætur fyrir ruslpóst Maður frá Washington-fylki, Scott Richter að nafni, hefúr samþykkt að greiða banda- ríska tölvurisanum Microsoft 7 milljónir Bandaríkjadollara (rúmar 450 milljónir islenskra króna) i skaðabætur fyrir að hafa sent ómælanlegt magn af ruslpósti. Þetta kom fram í tilkynningu frá Microsoft-fyrir- tækinu í gær en Richter hefur verið sagður einn af þremur stærstu ruslpóstssendurum heims.Yfirmaður innan Micro- soft, Brad Smith, segir að stærst- ur hluti fjárupphæðarinnar sem Richter og fyrirtæki hans OptInRealBig.com mun greiða verði notuð til að efla varnir gegn ólöglegum sendingum á óumbeðnum og misvís- andi tölvupósti; ruslpósti. „Þessar bætur eru sigur fyrir neytendur sem reiða sig á internetið því að þær þýða einnig færri óumbeðna tölvupósta í innhólfið“, sagði Smith. Smith lét einnig hafa eftir sér að Microsoft ætlaði að nota 1 milljón dollara af upp- hæðinni til að bæta aðgengi fólks í fátækrahverfum New York að tölvum og interneti. Segir hungursneyð í Níger blekkingu Forseti Afríkuríkisins Níger, Mam- adou Tanja, hefur neitað því að hung- ursneyð ríki í landi hans. „Nígerbú- ar virðast vel aldir eins og þið getið séð“, sagði Tanja við fréttastofu BBC. Hann játaði að matarskortur væri í Hjúkrunarkona hugar aö vannærðri stúlku á sjúkrahúsi í Níger. Stúlkan lést nokkrum klukkustundum eftir að myndin vartekin. einhverjum héruðum landsins eftir þurrka undanfarið og mikinn engi- sprettufarald en sagði að það væri alls ekkert óvenjulegt í landi sínu. Tanja sagði að ríkisstjórn sín hefði brugðist við ástandinu með því að skera niður matarverð til muna. „Við erum að upplifa matarskort rétt eins og öll lönd Vestur-Afríku um þessar mundir", sagði hann. Vildi hann meina að ef vandamál- ið væri alvarlegt myndu kofaþorp myndast um stóra þéttbýlisstaði, fólk myndi flýja til nágrannalanda og götubetlarar yrðu útbreiddari. Sagði hann að þetta ætti sér ekki stað nú. Matvælaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (WFP) hefur neitað því að stærð vandans hafi verið ýkt. „Við höfum ekki talað um hungursneyð heldur um alvarlegan næringar- skort í ákveðnum héruðum“, sagði Greg Barrow, talsmaður WFP. Misnota hugmyndina um hungursneyð Tanja hefur vakið máls á því að Níger hafi verið lofað 45 milljónum Banda- ríkjadollara til aðstoðar vegna matar- skortsins en stjórn hans hafi aðeins fengið í hendurnar 2,5 milljónir. Barrow svaraði þessum ásökun- um á þá leið að WFP bæri vissulega ábyrgð á öllum fjárframlögum sín- um til fátækra ríkja en benti á að ekki færu allir fjármunirnir beint í gegnum stjórnvöld hinna þiggjandi landa. Barrow játaði að íbúar Niger stæðu oft frammi fyrir matarskorti en vildi meina að uppskerubrestir síðasta árs og þurrkar hefðu verið sérstaklega slæmir. Tanja vill hins vegar meina að stjórnmálaandstæð- ingar sínir og hjálparstofnanir Sam- einuðu þjóðanna séu að misnota hugmyndina um hungursneyð sér til pólitisks og efnahagslegs ávinn- ings. „Það er aðeins með blekkingu sem stofnanir á borð við WFP eru fjármagnaðar“, sagði Tanja. Sameinuðu þjóðirnar hafa áætlað að allt að þrjár milljónir af 12 milljón- um íbúa Níger þjáist af matarskorti um þessari mundir. { skýrslu þeirra segir að 32.000 börn sem þjást af al- varlegri vannæringu gætu dáið fái þau ekki mat og nauðsynlega lækn- isaðstoð. SkýrsTur hjálparstofnana greina frá því að daglega deyi börn af völdum matarskorts. ■ Abbas biður Palestínumenn að sýna stillingu Mahmoud Abbas, forseti palest- ínsku heimastjórnarinnar, hefur þrýst á Palestínumenn að sjá til þess að brottför Israela frá Gaza-svæðinu fari friðsamlega fram. Á sérstökum fundi palestínsku heimastjórnar- innar í gær sagði hann að Palest- ínumenn yrðu að hafa stjórn á sér meðan Israelar yfirgæfu Gaza og sýna þannig heiminum að Palestína ætti skilið sitt eigið ríki. Hann ítrek- aði að vopnamenn á Gaza yrðu að leggja niður vopn og virða ríkjandi vopnahlé. Þá yrðu Palestinumenn Mahmoud Abbas að hætta grjótkasti á ísraela „Þetta verður að hætta, svo við getum ein- beitt okkur að öryggis- og efnahags- málum“, sagði Abbas. Áætlað er að brottför Israela frá Gaza hefjist eftir vikutíma. Abbas talaði einnig um í ræðu sinni í gær að þingkosningar Palest- ínumanna myndu fara fram í janúar 2006 en gaf þó ekki nákvæma dag- setningu. Kosningarnar áttu upp- haflega að fara fram um miðjan júlí síðastliðinn en var frestað sökum ágreinings um endurgerð á kosn- ingalögum. Andspyrnuhópurinn Hamas hefur lýst því yfir að hann muni taka þátt í kosningunum. ■ Discovery komin til jarðar Geimskutlan Discovery lenti heilu og höldnu við Edwards-flughersstöð- ina í Kaliforníu um hádegisbil í gær. Ekki reyndist mögulegt að lenda í Flórída, eins og upphaflega stóð til, sökum veðurs. Er þetta fyrsta geim- ferð bandarísku geimferðastofnun- arinnar NASA frá því að Kólumbía fórst árið 2003. Sjö manna áhöfn Discovery, með yfirmanninn Eileen Collins fremstan í flokki, virtist afar létt að vera loks komin til jarðar eft- ir að hafa upplifað erfiðleika bæði í geimnum og þegar reynt var að lenda. Collins kvaðst á heildina litið vera ánægð með hvernig til tókst. ■ Vopnaðir kínverskir hermenn gæta pandabjörns sem fannst ráfandi um götur borgar- innar Dujiangyan í Sichuan-héraði í suðaustur Kína fyrir þremur vikum síðan. Um er að ræða birnu sem talin er vera milli fjögurra og fimm ára gömul. Pandan er að sögn afar lipur og hafði gaman af þvf að vera I feluleik með fbúum Dujiangyan. Verður hún flutt á verndað svæði en pandastofnin er sem kunnugt er afar viðkvæmur.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.