blaðið - 10.08.2005, Page 10
10 I HEILSA
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2005 blaAÍ6
Augun sýnn allt
Það hefur löngum verið sagt að
augun séu spegill sálarinnar en
þau segja einnig heilmargt um
heilsu og líkamlegt atgerfi fólks.
Augnlestur.hefur verið stundaður
um aldir en þeir sem þau lesa skoða
þá bæði lithimnu og hvítu augans
og gefa fólki ráðleggingar um hvað
til bragðs skuli taka gefi augun til
kynna einhverja kvilla.
Lithimnan kortlögð
.Augnlestur er aðferð til að greina
alhliða ástand líkamlegrar heilsu.
1 lithimnunni skoðar maður
mynstrið sem getur verið ákaflega
mismunandi og litirnir líka“, segir
Lilja Oddsdóttir sem hefur fengist við
lithimnufræði (iridology) síðastliðin
fimm ár en lithimnufræði hafa
verið stunduð á Islandi síðastliðna
tvo áratugi. „Lithimnan er kortlögð
og þar eiga öll líffæri sér stað og
það sama á við um hvítuna. Þannig
liggja oft mörg og mismunandi
merki á svæðum þar sem veikleikar
eru. Svo segja mynstrin til um
ákveðnar augntýpur og þeim fylgja
bæði veikleikar og styrkleikar og
persónulegir þættir auk líkamlegu
Stafganga
,Ég tók námskeið hjá ÍSl árið 2002 og
fékk þá réttindi til að kenna öðrum
stafgöngu. Alþjóðlega stafgöngusam-
bandið sendi hingað tvo menn og
þeir menntuðu tvo íþróttakennara
til að vera yfirþjálfarar. Þetta gerðu
þeir ekki bara hér heldur í hverju
landi þar sem þetta er stundað“, seg-
ir Guðný Aradóttir, einkaþjálfari og
stafgönguleiðbeinandi.
Guðný segir talsverðan metnað
vera lagðan í þessa íþrótt, bæði hvað
varðar menntun og endurmenntun
leiðbeinanda. Fólk sé enda farið að
sækja í stafgönguna í sífellt meira
mæli.
„Þetta kemur upphaflega frá Finn-
landi og hefur verið stundað til
marga ára þar. Þjálfari landsliðsins
í skíðagöngu byrjaði að þróa þessa
íþrótt þannig að hann lét skíða-
göngumenn ganga með stafi sumar-
langt til þess að halda þeim í þjálfun
og fá þá inn í keppnistímabilið um
veturinn í góðri þjálfun', segir Guð-
nÝ-
Ekki er ráðlegt taka gömlu skíða-
stafina af háaloftinu og ætla að fara
beint út að ganga - stafirnir eru sér-
hannaðir fyrir íþróttina.
„Stafirnir eru úr trefjaefni þannig
að þeir eru mjög léttir. Handfangið
er lagað eftir hendinni og er frekar
mjótt. Ólarnar eru líka þannig gerð-
ar að þú nærð að festa þá við þig
þannig að þeir fylgja líkamshreyf-
ingunni. Gúmmískór er á oddunum
sem þú notar á malbiki sem er síðan
tekinn af þegar gengið er á jarðvegi",
segir Guðný og bætir við að hægt sé
að fá stafi frá 5.000 krónum upp í
11.000 krónur.
Það kunna að vera ánægjulegar
fréttir fyrir fólk sem er að einbeita
sér að fitubrennslu að stafganga er
einkar vel til þess fallin.
„Það bendir allt til þess að brennsla
sé 40% meiri í stafgöngu en í göngu
án stafa. Ég las síðan í bandarísku fit-
ness tímariti um daginn, sem er þó
kannski ekki alveg staðfest, að ef far-
ið er í klukkutíma stafgöngu þrisvar
sinnum í viku er verið að brenna
1500-2000 hitaeiningum. Það er um
það bil það sem meðalmanneskja
má innbyrða á dag. Svo er styrking
efri hluta líkamans 30-40% meiri en
í venjulegri göngu. Stafgöngutækn-
in vinnur mest á efri hlutanum, fót-
um, maga og rassi svo ekki sé talað
um aukningu súrefnisupptöku“, seg-
ir Guðný.
Karlar eru farnir að auka þátttöku
sína í stafgöngu undanfarið þó að
konur séu í meirihluta.
„Konur hugsa öðruvísi. Þær eru
nýjungagjarnari og það hentar ekki
öllum konum að fara í líkamsrækt-
arstöðvarnar. Þær vilja njóta hreina
loftsins og náttúrunnar."
Guðný er með námskeið í Laugar-
dalnum fyrir alla þá sem vilja læra
tæknina og hún segir ekki bara þá
sem vilja komast í form koma á
heilsunnar."
Forvarnargildi
Lilja segir að mismunandi
augntýpur séu misviðkvæmar
fyrir mat og ýmsu öðru og eftir
greiningu á augunum er fólki
gefnar ráðleggingar um lífsstíl. En
augnhimnugreining getur einnig
greint sjúkdóma á frumstigi og
þannig komið í veg fyrir að þeir
þróist. Þetta má sjá jafnvel löngu
áður en fólk finnur til nokkurra
einkenna. „Við getum sagt fyrir um
ástand einstakra líffæra, ef það er
mikil sýra í líkamanum, ef það þarf
að hreinsa eiturefni úr líkamanum
og ýmislegt fleira."
Kalkanir
Eftir því sem fólk eldist taka augun
oft breytingum bæði í lit og mynstri
og segir Lilja að í þeim megi sjá
merki um stirðnanir og kalkanir
sem komi fram með aldrinum. „Það
er eiginlega eina augntýpan sem ekki
er meðfædd heldur er hún áunnin.
Það kemur fram í lithimnunni hvað
kölkunin er mikil.“ Þá segir Lilja að
flestir geti séð ef einhver hefur verið
að drekka áfengi ótæpilega en það
sjáist skýrt í augum fólks sem láta
vita að líkaminn er fullur af eitri
sem hann þarf að vinna úr.
Æðar og litbrigði
Hvítugreiningar, eða sclerology
eins og þær nefnast á fagmáli, eru
systurfag lithimnugreiningar.
Þær eru sagðar ein einfaldasta og
fljótlegasta greiningaraðferð sem
fyrirfinnst innan óhefðbundna
geirans en hún byggist á því
að skoða æðar og litabrigði
hvítunnar.„Hvítufræðin eru í reynd
mun einfaldari því í lithimnunni
er svo margt að sjá en í hvítunni
eru æðarnar lesnar. Æðar, hvort
þær koma fram og hvernig þær
liggja segja mikið um ástandið á
líkamanum. Þær geta bent til álags á
einstök líffæri eða almenns andlegs
ástands eins og áhyggjur."
Námskeið í augnlestri
Um næstu helgi er von á einum helsta
augnlestrarsérfræðingi heimsins,
Leonard Melmauer, til landsins.
Hann sérhæfir sig í rannsóknum á
hvítu augans við Grand Medicine í
Nevada en námskeið við þá stofnun
hafa verið eftirsótt af svokölluðum
hefðbundnum læknum í Evrópu.
I Rússlandi er augnlestur hluti af
námi í læknisfræði og hann er einnig
mikið nýttur í þýskri heilsugæslu.
Melmauer mun um helgina kenna á
námskeiði í hvítugreiningu en opinn
kynningarfundur um augnlestur
verður haldinn í Rósinni, Bolholti 4
á fimmtudagskvöld klukkan átta. ■
ernak@vbl.is
þeirra er því oft að læra að sleppa
takinu og velja vel hvað kemur inn
í líf þeirra og stundum þurfa þeir
að leggja mikið sig á til að læra
að segja nei. Lithimnan og hvítan
umhverfis sýna álag á meltingu,
nýru og lifur en bæði þessi líffæri
gegna lykilhlutverki í útskilnaði og
hreinsun líkamans. Hvað hvítuna
varðar segir Leonards Mehlmauer
að í henni sjáist veikleiki inn
á hjartasvæði, maga, meltingu
og innkirtlakerfið.. Vandamál í
kringum leg og blöðrusvæði en þar
eru stíflur.
Hvað er
I lithimnugreiningu myndar Lilja
fyrst augun, greinir þau svo og í
kjölfarið ráðleggur hún um lífsstíl
viðkomandi og hverju hann þarf að
huga að í heilsu sinni. Eftirfarandi
er stuttleg greining, annarsvegar á
lithimnu og hins vegar á hvítu:
Lithimnan sýnir tvær mismunandi
grunngerðir. Laufin, opnu svæðin
eru vísbending um gerð sem tengist
samspili meltingar, innkirtlakerfis
og tilfinninga. Þetta er manneskja
sem er frekar opin og tilfinningarík,
það skiptir miklu máli fyrir hana
að velja vel hvað hún borðar
að sjá?
því meltingin verður að ganga
vel. Einfalt og trefjamikið fæði
er best og hún má alls ekki að
borða þungan mat seint á kvöldin.
Hin lithimnugerðin tengist
ljósgráu litaflekkjunum sem
eru umhverfis meltingarsvæðið.
Merkin tengjast viðkvæmni í
sogæðakerfi og hættu á tregðu
í vökvaflæði og slímmyndun í
líkamanum. Manneskja með
þessa lithimnugerð er mjög
viðkvæm fyrir slímmyndandi
mat eins og mjólk og sykri, hún
situr auðveldlega uppi með slím og
óhreinindi.
Persónuleiki þessarar gerðar
tengist mikilli næmni fyrir
umhverfinu og manneskjur með
þessa lithimnugerð þurfa oftast að
horfa á heiminn í gegnum rósrauð
gleraugu því þeir eiga erfitt með
að sætta sig við það ljóta og vonda
sem fylgir manninum. Verkefni
-Allra meina bót
námskeiðið heldur líka þá sem eiga
við heilsufarslegan vanda að stríða.
Stafirnir taki álag af mjöðmum,
hnjám og ökklum þannig að minni
hætta verður á að gömul meiðsli
taki sig upp.
„Ég hef stundað hlaup í gegnum tíð-
ina en var að ná mér eftir meiðsli. Ég
fór alltaf of hratt af stað þannig að
meiðslin náðu aldrei að jafna sig. Ég
hafði lesið mér til um stafgöngu fyr-
ir mörgum árum og ákvað að prófa
fyrst til að ná mér góðri. Það tókst
og núna er ég farin að hlaupa aftur.
Sjúkraþjálfarar nota þetta einnig
fyrir fólk í endurhæfingu, brjósklos-
sjúklinga, gigtarsjúklinga og hjarta-
sjúklinga. Það er bara um að gera að
fara á námskeið til að byrja með til
að nota stafina örugglega rétt“, segir
Guðný. ■