blaðið - 10.08.2005, Blaðsíða 12

blaðið - 10.08.2005, Blaðsíða 12
 — blaðið____ Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Arog dagurehf. Sigurður G. Guðjónsson. Karl Garðarsson. SKYLDA STJORNVALDA AÐ GRÍPA INN í Igær bárust neytendum þær fréttir til eyrna að bensín og olía væri enn einu sinni að hækka í verði. Þetta er önnur hækkunin í þessum mánuði og er verð á einum lítri af bensíni nú komið upp í 113 krónur í sjálfsafgreiðslu og 118 krónur þar sem boðið er upp á fulla þjónustu. Nú þeim sem finnst þetta ekki nógu dýrt geta síð- an alltaf keypt V-power bensín fyrir 129 krónur á lítrann. Það eru ekki mörg ár síðan verð á einum lítra af bensíni fór í fyrsta skipti yfir 100 krónur og þótti neytendum þá nóg um. Líkegt er að ef einhver biði bensín á því verði í dag myndu langar biðraðir mynd- ast enda væri slíkt væntanlega talið kostaboð eins og ástandið er á þessum síðustu og verstu. Svo allrar sanngirni sé gætt þá má segja að hækkanir nú eigi sér eðlilega skýringu því heimsmarkaðsverð á olíu er í sögulegu há- marki. Verðið fór í gær í um 64 dollara á tunnuna og hefur aldrei verið hærra. Það vekur hinsvegar athygli að á sama tíma og verð á olíu hefur hækkað gríðarlega á stuttum tíma hafa stjórnvöld hér á landi staðið til hliðar án þess að gera nokkuð. Það er þekkt stað- reynd að stærstur hluti olíuverðs hér á landi rennur í ríkissjóð. Af 113 krónum sem íslenskur neytandi greiðir fyrir bensínlítrinn renn- ur vel yfir helmingur í ríkissjóð, eða rúmar 65 krónur. Það vekur ennfremur athygli að þegar olíufélögin greiða um 29 krónur fyrir bensínlítrann þurfa neytendur að greiða sex sinnum hærra verð. Bensín hefur lengi verið ein þeirra neysluvara sem hvað mest er skattlögð hér á landi og ekkert útlit er fyrir að það breytist. Síðustu breytingar á verðlagningu á díselolíu sýna skýrt stefnu stjórnvalda í þessum málum. Almennir bifreiðaeigendur og það sem verra er - atvinnubílstjórar, sem eiga allt sitt undir því að geta rekið bíla sína á hagstæðan hátt, þurfa að greiða háar fjárhæðir í ríkiskassann á þennan hátt. Það er leitin að annarri atvinnustarfsemi sem ber slíka skattlagningu. Eins og áður sagði hefur ekki heyrst hósti né stuna frá stjórnvöld- um um hækkandi bensínverð. Á sama tíma og ríkisstjórnin boð- ar skattalækkanir skellir hún skollaeyrum við eðlilegum kröfum bifreiðaeigenda og atvinnubílstjóra um að örlítið verði dregið úr skattlagningu á eldsneyti. Það er skylda stjórnvalda að grípa inn í áður en hinn almenni borgari hættir að hafa efni á að fylla á tank bifreiða sinna og atvinnubílstjórar hverfa til annarra starfa. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: (slandspóstur. assémmmr.' jtt. 12 I ÁLIT MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2005 blaöiö Með Símanum - gegn neytendum Mörður Árnason Eins og allir vita hefst „Enski bolt- inn“ næstu helgi - á sérstakri sjónvarps- rás sem Skjár einn hefur komið upp fyr- ir hönd aðaleiganda síns, Símans. Það er athyglisverð og .................. djarfleg nýjung að selja úrvalsdeildina ensku á sjónvarps- stöð sem ekki býður neitt annað efni. Því miður stendur þessi viðskiptahug- mynd þó hvorki né fellur með viðtök- unum í bráð og lengd heldur er Enski boltinn fyrst og fremst verkfæri sem stærsta fjarskiptafyrirtæki landsins notar til að tryggja sér enn fjölmenn- ari kaupendahóp fyrir allt aðra vöru, nefnilega Breiðbandsáskrift og ADSL- tengingar. Nýja sjónvarpið gæti þess vegna farið á hausinn strax uppúr ára- mótum - og samt hefði Síminn grætt stóran hóp nýrra viðskiptavina sem væntanlega hikar við að segja honum upp, enda hefur samkeppnisstaða Sím- ans þá væntanlega bamað verulega gagnvart keppinautunum, Vodafóni og Hive. Allt spilið með Enska boltann frá því hinn bláfátæki Skjár einn keypti réttinn - gegnum kaup Símans á þeirri stöð - til nýju boltastöðvarinnar - mið- ast við að treysta yfirburði Símans sem grunnnetseiganda. Fótboltinn sem slíkur hefur hér aldrei skipt máli og í rauninni hefúr dæmið sáralítið með eiginlega fjölmiðlun að gera. Hér er augljóslega verið að brjóta á neytendum með því að skilyrða kaup á einni vöru, boltaútsendingunum, við að kaupa einnig aðra vöru - ADSL-áskrift eða Breiðband. Þetta er sérlega ámælis- vert í tilviki Símans sem markaðsráð- andi fyrirtækis í fjarskiptum og maður hefði ætlað að ADSL-skilyrðið fæli í sér hreint brot á samkeppnislögum. Annar keppinauta Símans kærði málið reyndar til samkeppnisyfirvalda í byrjun apríl, fyrir rúmum fjórum mánuðum, og það er sérkennilegt að enn skuli ekki hafa borist svar. Nokk- uð lengi hefur nefnilega legið fyrir að úrvalsdeildin enska 2005-2006 hefjist hinn 13. ágúst næstkomandi. Ráðherrar gegn neytendum Enn verra er það þó þegar kjörnir full- trúar fólksins í landinu telja hagsmuni Símans mikilvægari en hagsmuni almennings. Síminn var þangað til í fyrradag í ríkiseigu. Akvarðanirnar um enska boltann eru teknar af fólki sem Geir Haarde fjármálaráðherra kaus fyrir hönd okkar allra á síðasta að- alfundi Símans. Þessi gerningur heyrir því beint undir nefndan Geir. Ekkert hefur heyrst f honum um máhð. Það er merkilegt í ljósi þess að þver- pólitískt samkomulag tókst í fjölmiðla- nefndinni síðari sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra skipaði í vor - meðal annars og ekki síst um að koma í veg fyrir að viðskipta- blokkir á fjölmiðlamarkaði skipti neyt- endum á milli sín með skilyrtum tilboð- um eins og um Enska boltann. I skýrslu nefndarinnar er þess vegna fjallað sérstaklega um „lóðrétta“ eignar- aðild (þar sem t.d. fjarskiptafyrirtæki á sjónvarp sem á efni til að senda út) og lagðar til tvær skýrar lagareglur gegn hættunni sem af slíku stafar, nefnilega um flutningsrétt annarsvegar, þ.e. að dreifandi, t.d. fjarskiptafýrirtæki, geti fengið efni til flutnings frá öllum fjöl miðlum/ffamleiðendum, og hinsvegar um flutningsskyldu, þ.e. að fjölmiðill/ framleiðandi geti fengið efni flutt hjá hvaða dreifiveitu sem vera skal. Þess- um reglum er einmitt ædað að koma í veg fyrir að fyrirtæki sjái sér hag í einok- unartilburðum af því tagi sem Síminn beitir nú með Enska boltann. Nú mun vera hafinn einhverskonar undirbún- ingur að lagafrumvarpi í framhaldi af skýrslu nefndarinnar en ekkert hefúr þó heyrst í menntamálaráðherranum um málefni Enska boltans. Þessir sömu ráðherrar tveir höfðu þó uppi mikinn málflutning fyrir skömmu um hætturnar af samþjöppun eignar- halds í fjölmiðlum. Þær raddir virðast hljóðna þegar kemur að gamla góða einokunarfirmanu. Geir og Þorgerður Katrín hafa í máhnu kringum Enska boltann tekið afstöðu með Símanum -gegnneytendum. Þegar á reyndi var heldur ekki mikið að marka hina þverpólitísku samstöðu um umbætur á fjölmiðlavettvangi. Bakkavararbræður - stöðvið svindlið Enn getur nýja einkafyrirtækið bjargað andlitinu í þessu svindlmáli kringum Enska boltann. Nýir eigendur geta tek- ið í taumana og stöðvað þessa viðskipta- hætti gömlu einokunarsjoppunnar. Hér með er skorað á Bakkavarar- bræður að taka upp flautuna og dæma á þetta augljósa brot gegn neytendum öhum almennt og áhugamönnum um enska boltann sérstaklega. Höfundur er alþitigismaðurfyrir Samfylkinguna í Reykjavík og heldurmeð Everton í ensku úrvals- deildinni Stórabróðursárátta ríkislögreglustjóra Össur Skarphéðinsson Ég greiddi atkvæði með virkjun við Kárahnjúka. En ég held að afskipti rík- islögreglustjóra af fóUd sem hefúr mót- mælt framkvæmd- um við Kárahnjúka hljóti að vera ólögleg. Fólkið er elt um landið á merktum bif- reiðum - og fylgst með hverju fótmáli þess. Þetta hlýtur að vera brot á friðhelgi einkahfsins. Þó ég sé hluti af löggjaf- anum sem alþingismaður þá kannast ég einfaldlega ekki við þau lög sem heimha þetta. Hér er um mál að ræða sem Alþingi hlýtur að skoða þegar það kemur saman - og ræða. Þar verður eftir því gengið hvers konar eftirliti var beitt gagnvart mótmælendum við Kára- hnjúka - og í krafti hvaða lagaheimilda. Voru til dæmis símar þeirra hleraðir? Ein af undirstöðum lýðræðisins er tjáningarfrelsi. Allir eiga rétt á að koma skoðunum á framfæri - og án þessa réttar væri lýðræðið sannarlega í hættu. Hér er hins vegar greinUega um skipu- lagt áreiti að ræða af hálfú rikislögreglu- stjóra. Það miðar að því að hræða við- komandi frá því að tjá skoðanir sínar - og fæla aðra frá að gera það í svipuðum málum. Þess vegna er þetta í andstöðu við þá lýðræðislegu grunnreglu að allir eigi að fá að tjá skoðanir sínar - meðan þeir brjóta sannanlega ekki lögin. Ég held að þetta sé skýrt lögbrot hjá ríkis- lögreglustjóraembættinu. Hér er um grundvallaratriði að ræða, og þar skiptir engu máli hvort við er- um með eða á móti Kárahnjúkavirkjun. Andstæðingar þeirrar virkjunar - inn- lendir sem erlendir - eigi tvímælalaus- an rétt á því að tjá andstöðu sína, svo lengi sem það varðar ekki við lög. Eg set sjálfan mig í spor þessara mót- mælenda: Ef ég held uppi harkalegu andófi og skipulegg sýnileg mótmæli sem reynast ríkisstjórninni erfið - er þá réttlætanlegt að ríkisins hálfu að hafa mig undir eftirhti? Terrrorisera mig og fylgja eftir við hvert fótmál á merktum bílum - eða hlera síma? Auðvitað ekki. Ég er ekki að verja það að mótmæl- endur beiti ofbeldi eða brjóti lög með háttsemi sinni. Lög eiga undir öhum kringumstæðum að gilda. Af fréttum að dæma er því haldið fram að einhver hluti mótmælenda hafi ekki farið að öhu leyti að lögum við Kárahnjúka. Við höfum hins vegar ákveðið ferli til að rannsaka það og taka á afleiðingum þeirra brota. En þangað tU sekt er sönnuð eru menn saklausir. Það er undirstaða lag- anna. Af fréttum að dæma virðast þeir líka undir eftirliti sem ekki liggja undir grun um að hafa þrengt að lögunum. Það er því lögleysa - sem virðist byggj- ast á æ sýnUegri stórabróðursáráttu embættis ríkislögreglustjóra - að brjóta svona á friðhelgi og tjáningarfirelsi vegna þess eins að opinbert embætti fer á tauginni þegar fólk mótmæhr harka- lega umdeildri ákvörðun stjórnvalda Össur Skarphéðinsson, alþingismaður www. ossur@hexia. net Ibúðalán jm ^m # 4.15°/o Kynntu þér kostina viö íbúöalán Landsbankans. Fáöu ráðgjöf hjá sérfræöingum okkar og veldu leiðina sem hentar þér best. Hafðu samband í síma 410 4000 eða á fasteignathjonusta@landsbanki.is 410 4000 i iandsbanki.is Landsbankinn Banki allra landsmanna

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.