blaðið - 10.08.2005, Side 14

blaðið - 10.08.2005, Side 14
Baldursgata Vel byggt steinhús við Baldursgötu er nú til sölu hjá Miðborg en það var TEIKNAÐ OG BYGGT ÁRIÐ 1925 FYRIR SlGURÐ NORDAL. Húsið er 230,5 fermetrar á þremur hæðum auk óinnréttsðs rislofts. Sigurður Karl Jóhannsson, sölumaður hjá Miðborg, segir að þetta sé glæsilegt og vel byggt hús. "Á aðalhæð eru forstofa, hol, tvær stofur,svefnherbergi, snyrting og eldhús,” segir Sigurður Karl. "Á efri hæð eru fjögur svefnherbergi og baðherbergi og yfir þeirri hæð er rúmgott óinnréttað risloft. Síðan er kjallari og þar er tveggja herbergja íbúð með sér- inngangi. í nánari lýsingu segir að komið sé inn í flísalagða forstofu og síðan inná parketlagðan gang. "Eldhús er korklagt með snyrtilegri innréttingu og borðkrók. Innaf eldhúsi er gengið út í glæsilegan gróinn garð sem er með steyptum veggjum. Einnig er þar gengið niður á neðri hæðina, þar sem er þvottahús, svefnherbergi, geymsla og tveggja herbergja íbúð með sérinngangi. Einng er hægt að ganga inn í íbúðina úr þvottahúsi. Tvær parketlagðar stofur með mikilli lofthæð og falleg um bogaglugga til suðurs. í loftum eru fallegir upprunalegir gifslistar, einnig eru allar hurðir og búnaður í kringum hurðir upprunalegur og í mjög góðu ástandi. Flísalögð gesta snyrting er við enda gangs.” Þá segir að á efri hæðinni séu fjögur parketlögð svefnherbergi, þar af hjóna- herbergið með stórum inn byggðum skápum og svölum til vesturs. Baðherbergi er ÓVENJU stórt, flísalagt með baðkari og glugga. Yfir efri hæðinni er rúmgott óinnréttað ris loft sem gefur mikla möguleika. Þaðan er glæsilegt útsýni. ÁSETT VERÐ ER 69 MILLJÓNIR KRÓNA. HOLTSGATA Falleg 123,8 fm fimm herbergja íbúð á þriðju hæð. íbúðin skiptist í forstofu/ hol, fjögur parketlögð herbergi, parketlagða stofu, flísalagt eldhús, baðherbergi og geymslu. Einstakt útsýni er af svölum íbúðar. Góð sameign. V. 27,8 m. 5790 KAMBASEL 48 226,2 fm gott raðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Húsið skiptist í forstofu, tvö flísalögð baðherbergi, þar af annað með baðkari og sturtuklefa, fimm parketlögð svefnherbergi, tvær parketlagðar stofur með svölum til suðurs, eldhús með borðkrók og þvottahús. Geymsluloft yfir efri hæð. Stór og glæsileg verönd til suðurs með skjólvegg. Húsið var málað að utan sumarið 2004. V. 35,9 m. 5717 Laugavegur 182, 4. hæð • 105 Rvk. • Sími 533 4800 • www.midborg.is • midborg@midborg.is

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.