blaðið - 10.08.2005, Blaðsíða 29

blaðið - 10.08.2005, Blaðsíða 29
blaöið MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2005 DAGSKRÁI 29 ■ Fjölmiðlar Probably the best.... Þegar Stöð i hóf starfsemi haustið 1986 var fljótlega gefinn út bækling- ur um stöðina og þá dagskrá sem hún bauð upp á. Bæklingurinn var auðvitað á ensku, enda var hér alvöru stöð á ferð sem átti erindi við erlenda markaði, ekki síður en þann íslenska. Fyrirsögnin á bæk- lingnum var á þessa leið: Channel 2 - probably the best TV station in the world. Hér var mælt af hógværð og yfirleitt var lögð áhersla á orðið probably þegar lesið var upp úr bæk- lingnum. Þetta er rifjað upp hér vegna þess að dagskrá Stöðvar 2 hef- ur oft verið á milli tannanna á fólki. Þetta er lika rifjað upp vegna þess að undirritaður hefur í sumar ekki verið í hópi áskrifenda og því í fyrsta skipti kynnst því að eiga ekki kost á Stöð 2. Og það verður að segjast eins og er - stöðvarinnar er saknað. Og það jafnvel þó að margt annað fangi hugann á björtum sumarkvöldum. Kannski er sannleikskorn í gömlu slagorðunum frá tímum Jóns Ótt- ars...probably the best. Undirritaður hefur alla vega ekki kynnst á ferðum sínum erlendis stöð sem hefur boðið upp á jafn mikið af góðum þáttum - jafnt innlendum og erlendum og Stöð 2. Sú lína hefur verið mörkuð að bjóða upp á stór innlend „show“ eins og Idol Stjörnuleit. Þetta hefur gefist afar vel - áskrifendum hefur fjölgað verulega og tekjur aukist til muna. Þeir sem eiga ekki síst heiður skilinn fyrir vinnu á bak við þessa þætti eru Heimir Jónasson aðstoðar- dagskrárstjóri stöðvarinnar og Þór Freysson framleiðandi. Þarna hef- ur Stöð 2 náð umtalsverðu forskoti á keppinauta sína - annars vegar RÚV, sem hefur verið sofandi í sam- keppninni og hins vegar Skjá 1 sem hefur verið meira í tilraunaverkefn- um sem hafa gefist misvel. Þar hafa menn ekki heldur áskriftartekjur til að styrkja reksturinn og því verður að fara ódýrari leiðir. Undanfar- ið hafa hins vegar sést merki um breytingar og ber þar helst að nefna 21:00-23:00 23:00-00:00 00:00-6:00 21.00 Fótboltaæði (6:6) (FIFA Fever 100 Celebration) 21.30 Kokkar á ferð og flugl (3:8) (SurfingtheMenu) Áströlsk matreiðslu- og ferðaþáttaröð þar sem tveir ungir kokkar, Ben O'Donoghue og Curtis Stone, flakka á milli fallegra staða 1 Suðurálfu og töfra fram Ijúffenga rétti úr hráefninu á hverjum stað. 22.00 Tíufréttir 22.201 hár saman (7:7) (Cutting It) 23.15 Eldltnan (5:13) (Line of Fire) Bandarlskur myndaflokkur um starfsmenn alrík- islögreglunnar I Richmond (Viriginlufylki og bar- áttu þeirra við glæpaforingja. Meöal leikenda eru Leslie Bibb, Anson MounL Leslie Hope, Jeffrey D. Sams, Juiie Ann Emery, Brian Goodman, Michael Irby og David Paymer. Atriði 1 þáttunum eru ekki við hæfi barna. e. 00.00 Kastljósið Endursýndur þáttur frá því fyrr um kvöldið. 21.30 Strong Medicine 3 (15:22) (Samkvæmt læknisráði 3) Vönduð þáttaröö um tvo ólíka en kraftmikla kvenlækna sem berjast fyrir bættri heilsu kyn- systra sinna. Hjá læknunum Dönu og Lu rlkir engin lognmolla en til þeirra leita konur úr öllum þjóðfélagshópum. Whoopi Goldberg er einn framleiöenda Strong Medicine. 22.15 Oprah Winfrey 23.00 The Handmaid'sTale (Hinar útvöldu) Framtlðarmynd sem segir frá því þegar bók- stafstrúarmenn Bibllunnar hafa komist til valda 1 Bandaríkjunum. Vegna mengunar getur nú aðelns eitt prósent kvenna fætt börn. Kate er ein þeirra útvöldu en hennar blður ekkert sældarllf. Það er yfirvalda að ákveða hver barnsfaðir hennar verður og hér skipta tilfinningar engu máli. Aðalhlutverk: Natasha Richardson, Faye Dunaway, Aidan Quinn, Robert Duvall. Leikstjóri: Volker Schlöndorff. 1990. Stranglega bönnuð börnum. 00.50 Medical Investigations (17:20) (Læknagengið) Hörkusþennandi myndaflokkur. Doktor Stephen Connor fer fyrir sérfræðingasveit sem er kölluð tll þegar hætta er á ferðum og stöðva þarf piágur og smitsjúkdóma. Dr. Connor hefur fullt umboð yfir- valda en þegar fólk fer að gefa upp öndina tekur Dr. Connor málin 1 slnar hendur. Aðalhlutverkið leikur Neal McDonough (Boomtown). 01.35 Fréttir og fsland i dag 02.55 Islandíbítið 04.35 Tónlistarmyndbönd frá Popp TIVI 21.00 Providence - lokaþáttur Syd telur sig hafa fundið hinn eina rétta og svo virðist sem Jim hafi náð sér að fullu. Robbie og Joanie myndast við að koma undir sig fótunum með misjöfnum árangri. Hér er á ferðinni lokaþáttaröðin af þessum frábæru þáttum um Hanson-fjölskylduna í bllðu og stríðu. 22.00 Law & Order 22.45 JayLeno 23.30 CSI:Miami (e) Horatio Cane fer fyrir frlðum flokki réttarrann- sóknafólks sem rannsakar morð og limlestingar 1 Miami. Þættirnlr hafa vakið mikla eftirtekt og eru systurþættir hinna vinsælu CSI og CSI:NY. 1 hverjum þætti rannsaka Horatio og félagar eitt tíl tvö afar ógeðfelld mál sem oftar en ekkl eiga sér stoð 1 raunverulegum sakamálum sem upp hafa komið. Horatio Cane er lelkinn af David Caruso. 00.15 Cheers (e) 00.40 TheO.C. 01.20 Hack 02.05 Óstöðvandi tónlist 21.00 Rescue Me (7:13) Frábærir þættir um hóp slökkvillðsmanna i New York borg þar sem alltaf ereitthvaðlgangi. 21.45 Sjáðu 22.00 Kvöldþátturinn Aðalþáttastjórnandi er Guðmundur Steingrlms- son og honum til aðstoðar er Halldóra Rut Bjarnadóttir. 22.45 David Letterman 23.35 Joan Of Arcadia (6:23) Táningsstelpan Joan er nýflutt til smábæjarins Arcadia þegar skrýtnar uþpákomur fara að henda hana. Hún fer að fá skilaboð frá Guði sem fer að segja henni að gera alls kyns hluti sem hún og gerir. Þessu nýja hlutverki þarf hún slðan að koma inn í daglega líf sitt sem reynlst alls ekkl auðvelt 00.25 Friends 2 (9:24) (Vinir) 00.50 Kvöldþátturinn 01.35Seinfeid 3 (The Boy Friend - part 1) Þriðja þáttaröðin með grínistanum og íslandsvinin- um Seinfeld og vinum hans, 21.30 Mótorsport 2005 Itarleg umfjöllun um Is- lenskar aksturslþróttir. Umsjónarmaður er Blrgir ÞórBragason. 22.00 Olíssport 22.30 UEFA Champions League (CSKA Sofia - Liverpool) 22.00 The 51st State (Gróðavlma) Gamansöm hasarmynd. Aðalhlutverk: Samuel L. Jackson, Emily Mortimer, Robert Carlyle. Leikstjóri: Ronny Yu. 2001. Stranglega bönnuð börnum. 00.00 VanWilder Bönnuð börnum. 02.00 Double Whammy (Toff á ný) 04.00 The 51 st State (Gróðavíma) Stranglega bönnuð börnum. Bachelor sem ætti að hafa alla burði til að ná sömu vinsældum og Idol Stjörnuleit. Það má því búast við að „tveir turnar“ verði í dagskrá stöðv- anna í vetur - og það verður forvitni- legt að sjá hvor sigrar. Það er alla vega athyglisverður sjónvarpsvetur framundan. Þú getur hætt að reykja námskeið með Guðjóni Bergmann Skráning á www.vertureyklaus.is Næsta námskeið á Hótel Loftleiðum 12. og 13.ágúst Haustið 2005 verða námskeið á Akureyri, ísafirði og Egilsstöðum. Veislumánuður PHPINOS Nú býóur Papinos til veislu allan ágúst mánuö PfiPINOS sími: 59 12345 Papinos Núpalind 1 Kópavogi Papinos Reykjavíkurvegi 62 Hfj Opiö alla 16-22 899 kr 1000 kr Stór pizza með 2 áleggstegundum Stór pizza með 4 áleggstegundum ■ Af netinu Botninum náð. Ég vissi satt best að segja ekki hvort ég ætti að hlægja eða gráta eða hreinlega hvort ég ætti að koma eða fara nú í kvöld þegar ég sá þennan þátt Wife Swap. Svo ég hendi þessu nú fljótt og beint af eng- elsaxneskunni yfir á íslenssaxnesk- una Konuskipti. Fyrir þá sem vita ekki hvað ég er að fara er þetta sem sagt Kanaþáttur sýndur á Stöð i um eiginkonur sem skipta um heimili, taka við húsmæðrarstarfinu, setja reglur og já bara ráða öllu (reyna það allavega) í einhvern ákveðinn tíma. Nú jæja ég held satt best að segja að botninum hafi verið náð með eindæmum í lélegri dagskrár- gerð með þessum ansalega þætti og hefur annar eins viðbjóður ekki sést á skjánum síðan Jerry Springer var upp á sitt versta/besta! Ég þurfti nokkrum sinnum að halda fyrir aug- un því einhverra hluta vegna skamm- aðist ég mín geðveikt fyrir þetta og hvað var ég að spá í að horfa á til enda. Ég hafði það þó upp úr krafs- inu að segja skoðum mína á þessu tilgangslausa og leiðindarþætti. Ef þessir þættir verða búnir til á ís-. landi þá er mér nú allri lokið og ég sver að henda sjónvarstækinu út um gluggann. Alveg er nú nóg að koma með þennan íslenska bachelorþátt, plís ekki gera þetta pínlegra, þið sem eruð eitthvað í þáttargerðarleik. Svo ég komi mér nú aftur að þættin- urn, fyrir það fyrsta virtist nú vanta heilu kaflana, ef ekki bara bókina í aðra kerlinguna, segjum bara að hún heiti Jenn. Hún Jenn kom fyrir sjónir sem mjög svo pirrandi mann- eskja, hún skipaði þessum kalli sem hún var „wife-swappari“ hjá að taka niður öll uppstoppuðu dýrin sín sem hann var búinn að skjóta, þar á undan lét hún taka öll skotvopnin hans (ekki það að mér sé sama, hvað þá að ég mundi hafa einhver upp- stoppuð dýr inni hjá mér). En hún var dýraverndunafrík og kolrugluð í þokkabót, greyið þurfti að þrífa á laugardegi og hafði aldrei liðið eins og jafnmiklum þræli og þá og það í 12 ár, ojj sóði dauðans. Til að enda þessi ósköp er komið að endinum. Jenn missir sig og byrjar að grenja og áskar hina um hitt og þetta, nenni bara ekki að fara út í það því það er eiginlega bara tilgangslaust. Það sem fólki dettur í hug að setja í sjónvarp, hvað kemur næst, hver á stærsta kúkinn kúkalabbi? Og þetta var mín skoðun á þessum annars fár- anlega sorglega þætti. http://blog.central.is/isdrottning Siðustu daga hef ég unnið ötul- lega að nýja áhugamálinu mínu, sjónvarpsglápi. Það felur í sér að maður situr eða liggur á sófa og horfir á kassa sem sýnir lifandi myndir. The Contender er að verða uppáhaldsþátturinn minn. Þar er Sylvester Stallone með hóp af væmn- um boxurum. Það er eitthvað furðu- legt við þessa menn, þeir eru allan daginn að rífa kjaft og þykjast vera töff og svo þegar þeir eru að fara í hringinn eru þeir háskælandi. Þeir skæla af því að börnin þeirra eru svo yndisleg og það eina sem getur fært fjölskyldunni betra líf er að þeir vinni einhvern bardaga. Það liggur því beinast við að ég sendi manninn minn á boxæfingar svo við getum nú farið að lifa góðu lífi. http://uggla.blogspot.com/ Heyrðu ég settist niður í gær og kveikti á sjónvarpinu og þar rakst ég á þátt sem heitir The Biggest Loser. Þarna er samankomið fólk sem er feitt og keppist við að missa sem flest kíló til að vinna peninga. Þau þurftu að hjóla á spinninghjóli í fjóra tíma og sá sem hjólaði hrað- ast/lengst vann þrautina. Kræst hvað ég vorkenndi þeim og hámark kaldhæðninnar er þegar maður sjálf- ur liggur i sófanum að éta gúmmí og maltersers að horfa á feita fólkið púla! http://www.liljag.blogspot.com/

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.