blaðið - 11.08.2005, Page 4

blaðið - 11.08.2005, Page 4
©engin málningavinna hvorki fúi né ryð frábær hita og hljóðeinangrun fallegt útlit margir opnunarmöguleikar örugg vind og vatnsþétting Ljósmynd/Magnús Ólafsson Ljósmyndasafn Reykjavíkur býður þeim sem hafa áhuga til Ijósmyndagöngu um miðborg Reykjavíkur í kvöld klukkan 20. Miðborgin verður skoðuð út frá Ijósmyndum MagnúsarÓlafssonarsem teknarvoru á tímabilinu 1900 til 1930. Borið verður saman hvernig Reykja- vík leit út í þá daga og veit fyrir sér hvaða breytingar hafa orðið á henni. Gangan fer frá Geysishúsinu, Vesturgötumegin, og mun taka um klukkutíma. Göngugarpar fá Ijósrit af myndum Magnúsar svo auðvelt verði að glöggva sig á þeim stakkaskiptum sem borgin hefur tekið. Ætlunin er að hlykkjast um miðbæjarkjarnann með viðkomu i Fógetagarðinum, Templarasundi, Austurvelli, Hafnarstræti, Arnar- hól og fleiri merkum stöðum. Magnús (1862-1937) opnaði Ijósmyndastofu f Reykjavík árið 1901 eftir stutt Ijósmyndanám í Kaupmanna- höfn. Atvinnuleysi hér á landi mælist nú innan við 2% og hefur nánast aldrei verið minna. Mikill skortur er á vinnuafli í ákveðnum atvinnugreinum, svo sem í byggingargeiranum, þar sem mikil þennsla er um þessar mundir. Starfsmenn ráðningaskrifstofa hafa orðið varir við þessa þróun og þeir aðilar sem Blaðið ræddi við í gær eru sammála um að mikil starfsmannavelta sé nú á markaðn- um. Margir hafi notað tækifærið nú í uppsveiflunni og skipt um vinnu, sem verður augljóslega til þess að störf þeirra losni og það hafi skapað keðjuverkun. Mismunandi skoðanir á fjölda umsókna María Jónasdóttir, framkvæmda- stjóri Ráðningarþjónustunnar segir að um þessar mundir sé markaður- inn að taka við sér eftir sumarfrí. Fyrirtæki hafi haldið að sér hönd- um yfir sumartímann með manna- ráðningar, enda vilji yfirmenn ekki ráða til sín fólk meðan þeir eru sjálf- GLUGGI TIL FRAMTÍÐAR ÞÚ VILT FALLEGA VIÐHALDSFRÍA GLUGGA 4 I INNLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 2005 blaðið Mikil hreyfing á vinnumarkaði Mun auðveldara að fá vinnu nú en fyrir nokkrum misserum .................................... ....k Saga miðborgar i máli og myndum ir í fríi. Hún segir nægt framboð af störfum, en að mun færri sæki um hverja stöðu nú en áður. Hún er þannig ósammála Gunnari Haugen, forstöðumanni ráðningaskrifstofu IMG. Hann segir að mjög mismun- andi sé hversu margir sæki um stöður, en dæmi séu um að allt að 200 einstaklingar berjist um sama starfið. Ekki sé marktækur munur á fjölda umsókna nú og fyrir t.d. ári síðan. Hinsvegar sé rétt að fleiri störf séu í boði og því auðveldara að fá vinnu nú en fyrir 2 til 3 árum. Eftirspurn eftir tölvu- menntuðu fólki Bæði eru sammála um að allir sem eru á vinnumarkaðinum fái atvinnu að lokum. Það fari hinsvegar eftir því eftir hverju er leitað hversu fljótt það gengur fyrir sig. María bendir til dæmis á að vegna uppgangsins í byggingageiranum fái almennir iðnaðarmenn vinnu um leið og þeir komi á markaðinn og sömu sögu sé að segja um starfsstéttir á borð við byggingarverkfræðingaogverkfræð- inga. Gunnar bendir hinsvegar á að uppgangurinn sé víðar, til að mynda sé nú nokkur eftirspurn eftir fólki í tölvugeiranum, sem og fólki með viðskiptamenntun. Sú eftirspurn hafi verið hverfandi fyrir nokkru. ■ Meira en helmingur sérfræðinga og stjórnenda vinnur eitthvað heima við. Fleiri í fjarvinnslu Samkvæmt niðurstöðum launakönn- unar Verslunarmannafélags Reykja- víkur (VR) vinna um 28% félags- manna þess fjarvinnu heima. Þetta er nokkuð hærra hlutfall en mældist í sambærilegri könnun fyrir ári, en þá var þessi tala 23%. Þeir sem vinna fjarvinnslu nú eyða í það tæpum 7 tímum á viku en á sama tíma í fyrra var þessi tala um 10 klukkustundir, þannig að tíminn hefur styst nokk- uð milli ára. í könnuninni var spurt hversu mikið af vinnuvikunni fólk ynni almennt heima. Menntað fólk vinnur frekar heima Að sögn Steinunnar Böðvarsdóttur hjá VR er fjarvinnslan hluti af sveigj- anleika í starfi sem margir búa vié ídag. „Fólk er að taka með sér vinnu til að ljúka heima og yfirleitt er það starfsmaðurinn sem biður sinn vinnuveitanda um það,“ segir Stein- unn. Hún bendir á að kyn, starfsstétt, menntun og fleira hafi mikil áhrif á það hvort fólk vinnur fjarvinnu eða ekki. Þannig segjast um 34% karla vinna eitthvað í fjarvinnslu á móti um 22% kvenna. Ennfremur er fólk á aldrinum 30 til 40 ára líklegast til að nýta þennan kost. Menntun hefur einnig mikil áhrif - 59% þeirra sem hafa lokið masters- eða doktorsprófi vinna fjarvinnu. Til samanburð- ar má geta þess að 28% þeirra sem hafa lokið einhverju viðbótarnámi að framhaldsskóla loknum vinna fjarvinnu og aðeins 12% þeirra sem hafa grunnskólapróf eða minni menntun. 1 könnuninni kemur enn- fremur fram að tæpur helmingur stjórnenda og sérfræðinga vinnur fjarvinnu að einhverju marki. ■ PGVf sem þarfnast stöðugs \ * 3$Zf&f' •TÍf)'* ' PLASTGLUGGAVERKSMIÐJAN plastgluggaverksmiðjan ehf. i bæjarhrauni 6 i 220 hafnafjörður i sími: 564 6080 i fax: 564 6081 i www.pgv.is VIÐ HÖFUM ALLAR GERÐIR BÍLA ne4* 5-9 MANNA Tæpar 20 milljónir vegna hraöaksturs Þegar umferðarátak Ríkislögreglu- stjóra, samgönguráðuneytisins, Umferðarstofu og Vegagerðarinnar er hálfnað, hafa menn ríkislögreglu- stjóra 1.560 sinnum stöðvað öku- menn á þjóðvegum landsins. í lang- flestum tilfella er um hraðakstur að ræða eða 1.229 sinnum. Miðað við lágmarkssektargreiðslur samkvæmt lögum má búast við því að bara hrað- aksturinn muni skila rúmum átján milljónum í ríkiskassann. Þar sem 40 milljónum verður veitt til verkefn- isins þá þrjá mánuði sem það verður lítur út fyrir að það komi til með að standa undir kostnaði. Það skal tek- ið fram að þessar tölur ná einungis yfir átakið sjálft en lögregluembætti landsins hafa einnig verið iðin við kolann á sama tíma. Eye-witness reynist vel „Þetta hefur gengið mjög vel og mér heyrist á samstarfsmönnum minum að þeir merki betri umferðarmenn- ingu heldur en var áður en byrjað var á þessu umferðarátaki", segir Hjálmar Björgvinsson, aðalvarð- Stjóri hjá Ríkislögreglustjóra. Hann segir að yfirleitt hafi ökumenn tekið því vel þegar laganna verðir höfðu af- skipti af þeim og gert sér grein fyrir brotum sínum. Þá hafi eye-wi myndavélabúnaður reynst eii lega vel og orðið til þess að í þess að tvímenna í einn bíl ha ið hægt að senda tvo bíla sem e geri lögregluna sýnilegri. HÁDEGISVERÐARTILBOÐ 690. Blandíð saman allt að 3 réttum ur hitaborði Soltun 3 S 562 9060 Bæjarlinú 14-16 S 564 6111 Tilboðin gitda ekki með heimsendingu

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.