blaðið - 11.08.2005, Qupperneq 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 2005 blaðið
/
Dýralækn-
ar ósáttir
við Guðna
Dýralæknafélag íslands (DÍ) sendi í
gær frá sér yfirlýsingu þar sem tek-
ið er undir gagnrýni embættis yfir-
dýralæknis í síðasta mánuði. Þar
gagnrýndi yfirdýralæknir Guðna
Ágústsson, landbúnaðarráðherra
vegna staðsetningar Landbúnaðar-
stofnunar annarsvegar og hinsvegar
vegna ráðningar forstjóra stofnunar-
innar.
í ályktun DÍ um málið segir með-
al annars:
„DÍ mótmælir þeirri ráðstöfun
landbúnaðarráðherra að staðsetja
Landbúnaðarstofnun utan höfuð-
borgarsvæðisins. Ekkert samráð var
haft við starfsmenn þeirra stofnana
sem mynda Landbúnaðarstofnun
þegar ákvöðun var tekin...”
A öðrum stað segir ennfremur:
„DÍ mótmælir einnig harðlega
ráðningu nýs forstjóra þar sem geng-
ið var fram hjá greinilega hæfari
umsækjendum úr dýralæknastétt...
Með þessari ráðningu er gróflega
vegið að dýralæknum, en eins og
kunnugt er mun starfssvið Land-
búnaðarstofnunar að miklu leyti
verða á starfsvettvangi dýralækna."
Samtök auglýsenda
Alfarið á móti hugmynd
veróandi útvarpsstjóra
Samtök auglýsenda (SAU) lýsa sig
alfarið á móti hugmyndum um að
Ríkisútvarpið eigi að hverfa af aug-
lýsingamarkaði. Páll Magnússon,
verðandi útvarpsstjóri, hélt því fram
á dögunum að hann teldi það rétt að
draga RÚV af þessum markaði. Á
fundi framkvæmdastjórnar SAU
var samþykkt að auglýsendur vilja
að RÚV verði áfram á auglýsinga-
markaði af ýmsum ástæðum.
Minnkar aðgengi að neytendum
Framkvæmdastjórnin telur áhrif
brotthvarfs RÚV fyrir auglýsendur
í meginatriðum af tvennum toga. I
fyrsta lagi minnki aðgengi auglýs-
enda að almenningi þar sem RÚV
nær augum og eyrum flestra lands-
manna og ekki er hægt að ná til
ákveðins hluta þjóðarinnar nema í
gegnum RÚV. Það yrði því erfiðara
fyrir auglýsendur að nálgast neyt-
endur ef RÚV nyti ekki við. í öðru
lagi telja Samtök auglýsenda að
brotthvarf Ríkisútvarpsins af auglýs-
ingamarkaði myndi þýða að dýrara
yrði fyrir auglýsendur að koma skila-
boðum sínum á framfæri við neyt-
endur. Þannig myndi bæði framboð
auglýsingatíma minnka með tilheyr-
andi verðhækkunum og samval aug-
lýsingatíma verða óhagstæðara.
Hækkar vöruverð
Samtökin telja einnig að þetta geti
haft víðtæk áhrif á almenning í land-
inu. í fyrsta lagi myndu afnotagjöld
hækka miðað við óbreyttar rekstrar-
forsendur. Þá yrði þetta til þess að
mun erfiðara væri fyrir almenning
að afla sér upplýsinga um vörur og
þjónustu. Einnig er talið að verð
á vöru og þjónustu myndi hækka
vegna þess að auglýsendur þyrftu
að leita dýrari leiða til að koma upp-
lýsingum um vörur sínar eða þjón-
ustu á framfæri. Að síðustu megi
ekki gleyma því að auglýsingar hafa,
auk upplýsingahlutverksins, ákveð-
ið afþreyingar og skemmtanagildi,
og geta jafnvel lengt líf fólks ef rétt
reynist að hláturinn lengi lífið eins
og rannsóknir benda til. ■
Enn vantar sjálfboðaliða
fyrir menningarnótt
Menningarnótt verður um aðra
helgi með tilheyrandi hátíðarhöld-
um, skemmtunum og listviðburð-
um. Gert er ráð fyrir að um 100.000
manns muni leggja leið sína í mið-
borg Reykjavíkur í tengslum við
hátíðina. Að mörgu er að hyggja við
undirbúning slíkrar hátíðar og nú
leita aðstandendur hennar að sjálf-
boðaliðum til að sinna ýmiskonar
verkefnum. Siv Gunnarsdóttir, verk-
efnisstjóri viðburða hjá Höfuðborg-
arstofu segir að nokkra vanti ennþá,
svo sem til að vinna í upplýsingabás-
um sem koma á fyrir víða í miðborg-
inni og einnig sé hugmyndin að fá
ljósmyndara til að vera á ferðinni
og taka myndir af hátíðinni og gest-
um hennar. Hún segir að nokkrir
hafi þegar gefið kost á sér, og að það
komi skemmtilega á óvart að hluti
þeirra skuli vera útlendingar. Þeir
séu að flytja til landsins og séu van-
ir að taka þátt í slíkri vinnu í sínu
heimalandi, og líti á þetta sem tæki-
færi til að kynnast fólki og komast
inn í samfélagið. ■
Frá menningarnótt í fyrra.
Ljósmynd: Svavar Ítagnarsíon
Gler augnaversl unin
Si ónar hÓl 1
stærri verslun
meira úrval
frábær tilboð
Reykjavíkurvegi 22, Hafnarfirði S.565-5970
www.sjonarholl.is
Verið að hræða fólk frá
því að nota tjáningarfrelsi
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
hefur farið þess á leit að þeir
einstaklingar sem mótmælt hafa
byggingu Kárahnjúkavirkjunar
og álvers í Reyðarfirði verði vísað
úr landi. Útlendingastofnun er
þessa dagana að skoða málið en
niðurstaða liggur enn ekki fyrir.
Össur Skarphéðinsson, þingmaður,
er ósáttur við hvernig staðið hefur
verið að málum.
Mér finnst almennt mjög
harkalega farið að þessu fólki, en
það er elt við hvert fótmál um landið
í krafti vafasamra lagaheimilda. Nú
er þess jafnframt krafist að þvl verði
fleygt úr landi. Mér finnst það mjög
vafasamtámeðanaðmálumáhendur
þessara mótmælenda er ekki lokið.
Ég hef stutt Kárahnjúkavirkjun, en
ég styð líka skýlausan rétt manna
til að mótmæla stefnu stjórnvalda
enda sé lögum fylgt. Allir eru
saklausir þar til sekt hefur verið
sönnuð - það er grundvallarregla.
Mér sýnist hinsvegar að framkoma
ríkislögreglustjóra gagnvart
mómælendunum eigi að fela í sér
Össur Skarphéðinsson finnst„harkalega
að mótmælendum farið í krafti vafasamra
lagaheimilda".
sterk skilaboð til að hræða fólk við
svipaðar aðstæður frá því að nota
rétt sinn til tjáningafrelsis. Það er
ennfremur merkilegt að stjórnvöld
höfðu, - og hafa ekki fjárveitingar til
að fylgja eftir augljósum lögbrjótum
á vinnusvæði Impregilo en senda
hinsvegar fólk þvert yfir landið til
að elta nokkra mótmælendur,” segir
Össur.
Fáir aðilar
eiga mikið í
stóru íslensku
fyrirtækjunum
Tíu stærstu hluthafar í 26 íslensk-
um fyrirtækjum eiga að meðaltali
um 75% hlutafjár í viðkomandi fyr-
irtæki. Fimm stærstu hluthafarnir
eiga liðlega 61% hlutabréfa. Þetta
kemur fram í úttekt Viðskiptablaðs-
ins sem kom út í gær. Þar er fullyrt
að eignarhald i íslenskum félögum
í Kauphöll Islands sé þröngt og að
mikill meirihluti hlutafjár sé í eigu
fárra aðila. Bent er á að þetta sé
mun þrengra eignarhald en til dæm-
is í Bandaríkjunum, og að við stönd-
um mun nær löndum Evrópu hvað
þetta varðar.
Varað er við þessari þróun þvi
þröngt eignarhald getur haft þær
afleiðingar að mjög dragi úr seljan-
leika hlutabréfa í viðkomandi fyrir-
tæki. ■
Krefst upplýs-
inga vegna
Jökulfells-
slyssins
Færeyski þingmaðurinn Torbjörn
Jacobsen hefur sent lögmanni Fær-
eyja, Jóannesi Eidesgaard, sérstaka
fyrirspurn vegna viðbragða fær-
eyskra björgunarmanna þegar Jök-
ulfellið sökk við Færeyjar í febrúar
síðastliðnum. Fyrirspurnin er í átta
liðum og vill Jacobsen meðal annars
fá að vita hvaða upplýsingar lögmað-
urinn hafði fengið frá því slysið átti
sér stað þar til sjávarútvegsráðherra
Færeyja greindi frá því 3. mars
síðastliðinn að opinber rannsókn
myndi fara fram á málinu. Þá vill
jingmaðurinn ennfremur fá að vita
rvort lögmaðurinn sé ánægður með
3á pólitísku afgreiðslu sem málið
íafi fengið.
Eins og kunnugt er urðu deilur
í kjölfar slyssins um viðbrögð fær-
eyskra björgunarmanna,. og telja
margir, meðal annars Jacobsen, að
hægt hefði verið að senda þyrlu fyrr
á slysstað og þannig jafnvel bjarga
fleiri mannslífum.
Skýrt er frá málinu á heimasíðu
færeyska útvarpsins. ■
Skólakort
fyrir alla
Öllum farþegum Strætó verður frá
15. ágúst boðið upp á að kaupa svo-
kallað Skólakort. Kortið tekur mið
af skólaárinu en verður þó í boði fyr-
ir alla sem vilja. Þetta er gert til þess
að koma til móts við óskir og þarfir
þeirra sem nýta sér þjónustu Strætó
reglulega. Það virkar svipað og önn-
ur afsláttarkort Strætó, t.d. græna
kortið, en virkar allt skólaárið, þ.e.
í nlu og hálfan mánuð. Það mun
kosta 25 þúsund krónur og er selt á
sölustöðum farmiða Strætó.