blaðið - 11.08.2005, Page 15

blaðið - 11.08.2005, Page 15
Mafti6 FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 2005 ÁLIT 115 R-listinn a grafarbakkanum Nú líður ekki á löngu þar til geng- ið verður til borgar- stjórnarkosninga í Reykjavík. Sjálf- stæðisflokkurinn Jón skjöldur hefur verið mikið í sviðsljósinu vegna komandi leiðtoga- prófkjörs þar sem enginn frambjóð- andi virðist stefna á neitt ákveðið sæti. Það eina sem er vitað er að Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson ætlar sér að leiða listann en hinir frambjóð- endurnir láta líta svo út að þeir séu í hálfgerðu kurteisisframboði. Menn gera kannanir en kannast síðan ekki við neitt. Borgarstjórnarflokkur D- listans hefur einnig verið í sviðsljós- inu þegar menn þar hafa skotið föst- um skotum á R-listann um málefnalægð og valdabaráttu. Einn- ig hafa menn haldið fram að tilvera hans byggist eingöngu á því að halda völdum og um leið að halda D-listan- um frá völdum. Undir venjulegum kringumstæð- um hefði maður varist þessum skotum með kjafti og klóm og beitt mótrökum. Staðan er einfaldlega sú að nokkuð virðist vera til í þessum árásum - því miður. R-listinn hefur í raun gefið út veiðileyfi á sjálfan sig síðustu mánuði. Endalausir fundir bak við luktar dyr sem virðast ekki gefa af sér neinar niðurstöður af viti. Á meðan sitja málefnin á hakanum og hinn almenni kjósandi R-listans hlýtur að klóra sér í hausnum. Nýjustu Gallupkannanir sýna að 99....................... R-listinn er einfaldlega langt frá því að vera það mikla aflsem hann var þegar hann var stofnaður og virðist því miður vera í andarslitrunum. Sjálfstæðisflokkurinn fengi naum- an meirihluta í borginni yrði geng- ið til kosninga nú. Að vísu er það ekki nýtt af nálinni að svona stutt sé á milli fylkinganna svo skömmu fyrir kosningar. Samt hljóta það að vera alvarleg aðvörunarmerki þegar svona mikill titringur er kominn í kjósendahóp R-listans og því brýnt að grípa til aðgerða. Eg er þeirra skoðunar að R-listinn sé í raun orðinn Samfylkingunni fjötur um fót. Ef hún ætlar að eiga möguleika á að vaxa og dafna í borg- inni verður það ekki gert öðruvísi en með eigin framboði. Með góða málefnastefnu og sterkan leiðtoga ættum við góða möguleika og ekki óraunhæft að ætla að flokkurinn myndi ná í versta falli fjórum mönn- um. Síðan væri reynandi að mynda meirihluta og halda borginni. Það er a.m.k. alveg ljóst að margir mega ekki til þess hugsa að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi bæði völd í borginni og í landsmálunum. R-listinn er einfaldlega langt frá því að vera það mikla afl sem hann var þegar hann var stofnaður og virð- ist því miður vera í andarslitrunum. Jón Skjöldur, gjáldkeri ungra jafnaðarmanna í Kópavogi Strætó Það var í vor að sá er þetta ritar, reiknaði út þyngd- arpunkt samhang- andi byggðar á höf- uðborgarsvæðinu. Þessi þungamiðja var þá um miðja götuna Furugrund í Kópavogi. Þegar strætisvagnar voru fyrst notaðir var torgið mið- punktur og því sjálfgefið að hafa samgöngumiðstöðina þar, seinna var Hlemmur miðsvæðis en er það ekki lengur, Hvað með mjódd . Þeg- ar verið er að skipuleggja þarf að miða hvernig eitthvað verður en ekki hvernig það var. Almennings- samgöngur geta verið með ýmsum hætti, í höfuðborg Jemen 'Sanaa' eru notuð s.k. bitabox. Miðstöðvar eru á tveim stöðum þ.e. við gamla markaðinn og nýja pósthúsið. Bíl- arnir standa í röðum og þjóta af stað þegar þeir eru orðnir fullir af far- þegum. Ég spurði einn bílstjórann hvað þetta væru margir bílar, hann sagði að þeir væru to.ooo, nú eru ar- abar ekki voða talnaglöggir og vita ekki endilega hvað þeir eru margir. Svona fimm hundruð til þúsund bílar er sennilegur fjöldi. Fulltrúar strætó ættu að skreppa þarna aust- ur og skoða þetta merkilega kerfi. Þarna í borginni er líka flugvöllur sem búið er að leggja niður og er nú hluti af gatnakerfinu. Flugrekst- urinn er allur kominn upp í sveit. Hér eru risastórir strætóar akandi um göturnar oft með bara einn eða tvo farþega. Er hugsanlegt að bjóða út til reksturs eina leið til prufu, þar sem bjóðandinn mætti t.d. nota VW rúgbrauð þegar fáir eru farþegarnir. Getur verið að Strætó sé ekki endi- lega fyrir notendurna. Er hugsanlegt að Strætó sé tæki til að flytja peninga frá almenningi til bíla og varahlutasala. Gestur Gunnarsson Gestur Gunnarsson ókeypis til heimila og fyrirtækja alla virka daga FRJÁLST blaóió

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.