blaðið - 18.08.2005, Page 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2005 blaAÍÖ
Hrefnuveið-
um lokið
Búið er að veiða allar þær 39 hrefn-
ur sem Hafrannsóknarstofnun
heimilaði veiðar á þetta árið en
síðasta hrefnan veiddist í gær. Alls
hafa því verið veiddar 100 hrefnur
frá því veiðar voru leyfðar á ný í
ágúst árið 2003. Rannsóknarveið-
ar eru því hálfnaðar því gert er ráð
fyrir að veiða 200 hrefnur áður en
þessu rannsóknarverkefni lýkur.
Samkvæmt tilkynningu frá Haf-
rannsóknarstofnun um málið voru
þrír bátar leigðir til veiðanna að
þessu sinni en þeir eru Njörður KÓ,
Halldór Sigurðsson ÍS og Dröfn R..
Veiðar voru stundaðar allt í kring-
um landið á tímabilinu 4. júlí til 17.
ágúst 2005 og var þeim dreift í hlut-
falli við útbreiðslu hrefnu hér við
land að sumarlagi.
Fjölþættar rannsóknir á
hverri veiddri hrefnu
„Sýnasöfnun og önnur gagnaöflun
gekk vel þótt óhagstætt tíðarfar hafi
tafið veiðarnar á tímabili. Dreifing
hrefnu við landið virtist nokkuð
frábrugðin því sem var í flugtalning-
um í júlí á tímabilinu 1986-2001 og
var lítið um hrefnu á sumum svæð-
um þar sem hún er venjulega algeng
á þessum árstíma", segir ennfremur
í tilkynningunni. Markmiðið með
rannsóknum á hrefnu er að afla
upplýsinga um hvað hún étur hér
við land en einnig eru gerðar fjöl-
þættar aðrar rannsóknir á hverri
veiddri hrefnu, t.d. á sviði erfða-
fræði, heilsufræði, æxlunarlíffræði,
orkubúskapar og lífeðlisfræði. ■
Frjálslyndiflokkurinn í Reykjavík
Útilokar ekki samstarf við Sam
fylkingu og Framsóknarflokk
„Við höfum aldrei hafnað því að ræða §>
við nokkurn mann um samstarf eða |
samvinnu ef það gæti orðið okkur |
og okkar málum til framdráttar." |
Þetta segir Guðjón A. Kristjánsson, -
formaður Frjálslynda flokksins um
mögulegt samstarf við Samfylking-
una og Framsóknarflokk í næstu
borgarstjórnarkosningum. Hann
tekur hinsvegar fram að engar við-
ræður hafi farið fram milli flokk-
anna um mögulegt samstarf.
Aðspurður um hvort flokkarnir
eigi mögulega samleið segir Guð-
jón:
„ Að mörgu leyti liggur það fyrir að
frjálslyndir vilja standa fyrir félags-
leg gildi og tryggja velferð borgara
þessa lands. Við höfum gefið okkur
Dæmi um að laun hafi lækk-
að um rúmlega helming
Dæmi eru um að laun einstakra
starfsmanna í fiskimjölsverksmiðju
HB Granda á Akranesi hafi lækk-
að um tæplega helming milli ára.
Ástæðan er að mun minna hefur ver-
ið brætt í verksmiðjunni á þessu ári
en í fyrra sem þýðir að vinna starfs-
manna hefur dregist mikið saman
milli ára. Vilhjálmur Birgisson,
formaður verkalýðsfélags Akraness,
hitti forráðamenn HB Granda í gær
vegna þessa máls og annarra.
„Við áttum ágætan fund með for-
stjóra, starfsmannastjóra og fleirum.
Þar var okkur tilkynnt að Víkingur
AK 100 muni fara á síldveiðar í byrj-
un október sem ætti að þýða meiri
vinnu fyrir umrædda starfsmenn á
næstunni", segir Vilhjálmur.
Mun minni vinna
Það er löng hefð fyrir því í fiskimjöls-
verksmiðjum að settar eru á vaktir
meðan hráefni er brætt. Við það fá
starfsmenn vaktaálög sem og aðra
bónusa sem, auk mikillar vinnu,
hækka laun þeirra verulega frá því
sem þau eru dags daglega. Á síðasta
ári var brætt milli 140 og 150 daga
ársins en í ár hefur sú tala dottið
niður í um 40 sem skýrir lægri tekj-
ur starfsmanna. Vegna þessa hafa
fimm starfsmenn hætt störfum í
verksmiðjunni og að sögn Vilhjálms
hafa þeir sjö sem eftir eru íhugað
slíkt sömuleiðis.
Mun minna hefur verið unnið í
fiskimjölsverksmiðju HB-granda á
Akranesi í ár en í fyrra
„Þetta eru sérhæfðir starfsmenn og
það gengur ekki upp að fleiri hætti.
Ég tel að forsvarsmenn fyrirtækis-
ins geri sér grein fyrir að þeir verða
að halda þessum mönnum“, segir
Vilhjálmur. Hann segist nú vongóð-
ur um að málin fari í betri farveg.
gorenje ÍSSKÁPUR
Verð kr. 69.900
Áður kr. 96.900
RONNING
Borgarfúni 24 | Reykjavík | Sími: 562 4011 | Óseyri 2 | Akureyri | Sími: 460 0800
Dalvegi 32, Kópavogi.
Sími 564-2480
Tilboðsdagar
Lerki 490 kn Loðvíðir 250 kn Selja 550 kr.
Dvergkvistur 399 kr. Myrtuvíðir 490 ki: Sitkagreni 750 kr.
Blágreni 490 kr. Ilmreynir 950 ki: Hrúteyjavíðir 550 kr
20% afsláttur af öðrum plöntum
Betri plöntur á góðu verði -Tilboð alla daga
út fyrir að standa vörð um félagsleg
gildi eldri borgara, sjúkra, fatlaðra
og fleiri hópa. Frjálslyndi flokkur-
inn í borgarstjórn hefur haft sömu
áherslur auk þess að leggja áherslu á
ýmis mál svo sem verndun húsa og
fleira. Mér finnst því sem að sumu
leyti gætum við alveg átt samleið
með þeim sem hafa verið við völd í
Reykjavík undanfarin ár, þó ég taki
sérstaklega fram að það sé algerlega
órætt mál innan flokksins.“ ■
Svo gæti farið að Frjálslyndi flokkurinn
komi í stað fyrir Vinstri Græna og
fari ísamstarf við Samfylkinguna
og Framsóknarflokkinn fyrir næstu
borgarstjórnarkosningar
íbúðaverð
hækkar áfram
Verð á íbúðarhúsnæði á höfuð-
borgarsvæðinu hækkaði um
tæplega 2% í júlí. í Morgun-
korni Islandsbanka er því spáð
að verð muni halda áfram að
hækka. Því er ennfremur spáð
að fermetraverð á höfuðborgar-
svæðinu muni að meðaltali fara
yfir 200 þúsund krónur á fýrri
hluta næsta árs en það stendur
í um 196 þúsund krónum um
þessar mundir. Bent er á að þró-
un íbúðaverðs hafi verið ólíkt
eftir því hvort um hafi verið að
ræða sérbýli eða fjölbýli. Verð
á sérbýli lækkaði litilsháttar í
síðasta mánuði og er sagt að
það sé nú komið í jafnvægi og
því ekki von á mikhim hækkun-
um. Því er að hinsvegar spáð að
verð á eignum í fjölbýli muni
hækka það sem eftir er árs þó
ólíklegt sé að verð muni hækka
að einhverju verulegu ráði.
íslensk erfðagreining:
300 milljónir
í nikótínfíkn
Bandaríska heilbrigðisstofnun-
in hefur veitt Islenskri erfða-
greiningu 4,6 milljóna dollara
(tæpar 300 milljónir króna)
styrk til þess að leita breyti-
leika í erfðamengi mannsins
sem veldur því að ákveðnum
einstaldingum er hættara við
að verða háðir nikótíni. Sam-
kvæmt samningnum, sem er
til fjögurra ára, mun íslensk
erfðagreining standa fyrir
umfangsmiklum erfðarann-
sóknum á nikótfnfíkn á íslandi,
auk samanburðarrannsókna
í öðrum löndum Evrópu og í
Bandaríkjunum. Markmið rann-
sóknarinnar er að einangra
erfðavísa sem tengjast líffræði-
legum orsökum nikótínfíknar.
Guimundur F. Kristjónsson
GSM: 824 2278
gfk@remax.is
NUNA ER RETTI
Hvers virði er eignín bín?