blaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 14
4
blaði
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Karl Garðarsson.
ÁRÓÐURSSTRÍÐ
í HÁMARKI
^Jjakað hefur verið forvitnilegt fyrir margra hluta sakir að fylgjast með
KJPáróðursstríðinu í kringum Baugsmálið og þá fyrst og fremst hjá
fli sakbomingum. Jón Ásgeir Jóhannesson ákvað að fara þá leið að
handvelja þá fjölmiðla og helst fjölmiðlamenn sem fjölluðu um hans mál.
Þannig var breskt blað með vinveittan blaðamann valið og síðan birtist
kurteisislegt viðtal við hann í Fréttablaðinu. Loks var Kastljósið valið í fyrra-
kvöld og enn bíðum við eftir að Morgunblaðið birti viðtal Agnesar Braga-
dóttur við Jón Ásgeir en tíminn er afstæður hjá því ágæta blaði og því hefur
viðtalið ekki birst enn þegar þetta er skrifað. Það er ekki gott að vinna á
útvarpsstöð ef óskað er efdr viðtali við Jón Ásgeir og væntanlega veit hann
ekki enn að Blaðið er til. Þetta er allt gott og blessað. Jón má auðvitað tala
við þá sem hann vill.
Frammistaða Jóns Ásgeirs í ofangreindum viðtölum hefur verið nokkuð
góð - best þó í Kastljósinu þar sem hann þurfti að svara hvað ágengustu
spurningunum. Honum tókst að svara öllum spurningunum - menn geta
deilt um svörin - en á flesta virkaði hann trúverðugur og samkvæmur sjálf-
um sér. Þar hefúr hann fengið mörg atkvæði hjá þeim sem voru í vafa. Slíkt
er auðvitað gott fyrir forstjóra Baugs og það sem hann stendur fyrir.
Blaðmannafundurinn sem boðað var til í gærmorgun var hms vegar ekki
eins sterkur út á við. f hvert sinn sem íslenskir auðmenn hafa lent í málaferl-
um hafa þeir leitað til erlendra „sérffæðinga“ sem hvítþvo umbjóðendur
sína undantekningalaust í skýrslum sínum. íslenskt réttarfar virðist heldur
ekkert vefjast fyrir þessum sérfræðingum sem þekkja það greinilega betur
en íslenskir koÚegar þeirra.
Þegar öll kurl eru komin til grafar skipa þessar almanntengslasýningar
engu máli. Þær geta haft áhrif tímabundið - en endanlegur dómur verður
kveðinn upp í réttarsal, ekki á blaðamannafúndum eða í fjölmiðlum.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur,
Aóalsími: 510 3700. Símbréf á f réttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: Islandspóstur.
» Kíktu á
taeknival.is og taktu
þátt í TOSHIBA-
týpuleiknum og þú
gætir unnið fartölvu.
Tæknival
Ég vil aö tölva sé ekki bara tæki sem
nýtist mér í skólanum. Fyrir utan allt þetta
hetöbundna þá get ég einnig horft á DVD
myndir á WideScreen skjá, tekið bæði
Ijósmyndir og videóskrár beint inn á
minniskortalesarann í tölvunni og brennt
þetta svo á geisladisk. Þetta er flott
vél á góðu verði.
Verð: 89.700 kr.
TM tölvukaupalán
100% lán til allt að 36
/^jtfNmánaða á 9,5%
vöxtum. Einnig
býðst fartölvutrygging fyrir
lántakendur.
Kaupauki:
Fartölvubakpoki, mús og
MS OneNote fylgir öllum
Toshiba tölvum.
14 I ÁLIT
FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2006 I blaðið
—
Verður dóttir
mín 70% manneskja?
Fyrir 20 árum
skrifaði „The Wall
Street Journal"
fyrst um glerþakið
á milli kvenna og
stjórnunarstarfa.
Greinin markaði
mikil þáttaskil þar
sem þetta var með-
al fyrstu skipta þar
sem svo sterkur miðill fjallaði um
málið frá sjónarmiðum kvenna.
Hugtakið um glerþakið varð al-
mennt eftir greinina og þótti lýsa
vel þeim ósýnilegu hindrunum sem
konur mættu í viðskiptalífinu. Árið
1995 var svo mynduð the Glass Cei-
ling Commision, með það í huga að
leita lausna og auka hlut kvenna í
stjórnunarstörfum. Júlí hefti „The
Economist" er að miklu leyti tileink-
að konum í stjórnunarstörfum og
glerþakinu. The Economist kemst
þó að þeirri niðurstöðu að þær fram-
farir sem við státum okkur af séu
einfaldlega ekki nóg.
Konur eru enn í miklum minni-
hluta í stjórnunarstörfum og konur
eru enn ekki metnar að verðleikum,
því laun kvenna á æðstu stöðum
eru aðeins um 70% af launum karla.
Þess má einnig geta að samkvæmt
lista Forbes um 25 hæst launuðu for-
stjóra Evrópu er ekki eina konu að
finna.
Glerþakið, jafnvel þótt það sé
ósjáanlegt, er raunverulegt. Hér
er um raunverulegt vandamál að
ræða. Lausnin er félagslegt átak
okkar allra. Við verðum að vera til-
búin að berjast gegn svo augljósu
99..........................
Ég sem hugsanlegur
faðir í framtíðinni
læt jafnréttismál mig
varða. Jafnrétti er ekki
kvennamál - jafnrétti
kemur okkur öllum við.
misrétti. í eðli sínu er jafnréttisbar-
áttan öfgakennd, misrétti á sér oft
djúpar rætur í sögu okkar. Margir
„jafnréttissinnar“ tóku andköf yfir
því að konur fengju að kjósa, sama
má segja um konur á vinnumarkaði
eða heimavinnandi feður (fólk tekur
reyndar enn andköf yfir því). Göm-
lu kynjahlutverkin eru partur af okk-
ar sögu, mikilvægt er að endurskrifa
ekki söguna. En engin menning get-
ur afsakað misrétti vegna kyns, trú- i
ar, skoðana eða kynhneigðar. Sama
hversu djúpar rætur búa að baki
misréttis er það ekki partur af okk-
ar menningu, heldur sögu.
íslendingasögur eru stútfullar af
sterkum kvenímyndum og ég vona
að sögur okkar tíma beri með sér aðr-
ar kvenímyndir en hamingjusömu
hóruna. 1 framtíðinni þegar ég tek
við að ala upp mín börn mun ég ekki
sætta mig við þá 70% framtíðarsýn
sem býður konum í dag. Dóttir mín
skal hafa öll þau tækifæri sem sonur
minn mun væntanlega hafa. Ég sem
hugsanlegur faðir í framtíðinni læt
jafnréttismál mig varða. Jafnrétti er
ekki kvennamál - jafnrétti kemur
okkur öllum við.
Það þýðir ekki fyrir karlmenn, né
konur, að taka ekki þátt í jafnréttis-
baráttunni. Jafnrétti kynjanna verð-
ur kvennamál eingöngu ef við karl-
menn leyfum það. Eingöngu með
því að taka virka afstöðu og með
þáttöku getum við tryggt dætrum
okkar, systrum, mæðrum og vinum
jöfn réttindi.
Atli Þór Fanndal - www.politik.is
Atli Þór
Fanndal
ímynd stjórnmálamanna
ímynd er sálfræði-
legt hugtak sem
notað er til að lýsa
hugmyndum fólks
um aðra einstak-
linga ásamt við-
horfum til þeirra.
Við fyrstu kynni Guðbrlnd'Xi,
okkar af öðrum .................
verða til hugmynd-
ir um einstaklinginn sem hafa iðu-
lega áhrif á seinni tíma samskipti.
ímynd getur einnig átt við um hug-
myndir fólks um fyrirtæki, hags-
munasamtök, félög og fleiri aðila.
Imynd manna samanstendur af
mörgum þáttum og að sama skapi er
margt sem haft getur áhrif á ímynd.
Slíkir þættir eru t.d útlit, skapgerð,
framkoma og klæðaburður viðkom-
andi einstaklings. Rannsóknir hafa
t.d sýnt að mismunandi framsetn-
ingar á sömu manneskjunni eins
og breytingar á andlitsmyndum
geta leitt til mismunandi ímyndar
viðkomandi. Útlit fólks getur því
haft mikil áhrif á ímynd þeirra.
Stjórnmálamenn er hópur sem bygg-
ir starf sitt og frama að miklu leyti
á ímynd. Það hefur sýnt sig að kjós-
endur sem hafa hvorki þekkingu né
áhuga á því málefni sem um ræðir
nota iðulega vísbendingar, t.d. útlit
til að leiðbeina sér við mat á stjórn-
málamönnum. Það getur því verið
sérstaklega mikilvægt fyrir stjórn-
málamenn að þekkja ímynd sína,
kosti hennar og galla, þegar að kosn-
ingum kemur. Ef neikvæðar hliðar
ímyndar eru þekktar er mögulegt
að bregðast við og reyna að breyta
þeim eða draga úr. Að sama skapi
er hægt að leggja meiri áherslu á
jákvæða þætti ímyndarinnar. Með
þessu móti geta stjórnmálamenn,
ásamt öðrum, átt möguleika á að ná
betri árangri og meiri frama í starfi.
Rannsóknir hafa sýnt að útlit og lík-
amlegt atgervi stjórnmálamanna
hefur áhrif á kjósendur þrátt fyrir
að upplýsingar um persónuleika
Þetta virðist eiga sér-
staklega við um konur
og hafa rannsóknir
sýnt að fallegar konur
eru betur metnar ef
þær eru klæddar á
frjálslegan háttheldur
en efþær eru fínar.
viðkomandi stjórnmálamanns eða
málefnalegar áherslur lægju fyrir.
Hins vegar getur of mikil áhersla
á útlit verið tvíeggjað sverð. Mjög
mikil fegurð getur þannig vakið
upp mótstöðu þegar koma á upplýs-
ingum á framfæri. Þetta virðist eiga
sérstaklega við um konur og hafa
rannsóknir sýnt að fallegar konur
eru betur metnar ef þær eru klædd-
ar á frjálslegan hátt heldur en ef þær
eru fínar. Hins vegar sýna sömu
rannsóknir að karlar séu metnir á
jákvæðari hátt eftir því sem þeir
eru myndarlegri og betur klæddir.
ímynd manna byggir þó ekki ein-
göngu á útliti eins og áður hefur
komið fram. Trúverðugleiki manna
skiptir einnig miklu máli en trú-
verðugir flytjendur eru taldir búa
yfir sérfræðiþekkingu á málefninu
sem um ræðir, þeim er treystandi,
þeir eru álitnir búa yfir góðvilja,
krafti og ró og eru taldir félagslynd-
ir og úthverfir. Stjórnmálamenn
þurfa því ekki aðeins að huga að
útliti sínu og klæðaburði heldur jafn-
framt framkomu og skapgerð sinni.
Ross Perot er þekkt dæmi um mann
sem kunni að nýta sér jákvæðar hlið-
ar ímyndar sinnar. Perot bauð sig
fram til forseta Bandaríkjanna í lok
síðustu aldar. Perot varþekktur millj-
arðamæringur og kaupsýslumaður
en hafði lítið fengist við stjórnmál
fram til þessa. Hann var hins vegar
vel þekktur fyrir heiðarleika sinn og
var vinsæll meðal almennings þrátt
fyrir að það hafi ekki nægt honum
til að tryggja meirihluta atkvæða.
Sveita- og bæjarstjórnarkosningar
eru á næsta leiti og alþingiskosning-
ar eftir tæp tvö ár. Margir gætu talið
það nægan tíma til að byggja upp öfl-
uga ímynd en hlutirnir gerast hratt
í heimi stjórnmálanna. Fyrir þá
stjórnmálamenn sem telja sig geta
bætt ímynd sína (sem eru líklega
flestir) er því nauðsynlegt að hafa
hraðar hendur.
Ingunn Guðbrrandsdóttir, ráðgjafi
hjá KOM almannatengslum
- www.deiglan.is
Tenerife
Loksins fyrir íslendinga
www.sumarferdir.is
575 1515»-BÓKAÐU ALL6N SÓLARHRINGINN
3
r\r
n'drir
re
r
, ALLTAf
rii Arétrjverði