blaðið - 18.08.2005, Síða 16
16 I BÖRN OG UPPELDI
FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2005 blaöið
Vanrœkt
böm i
Tasiilaq
99.
.Pabbi, börnin hérna horfa svo illilega
á mig“, sagði ellefu ára gömul blíð-
lynd íslensk stúlka við föður sinn þar
sem þau voru á skákmóti í Tasiilaq.
Daginn eftir var þessi sama stúlka
komin í eltingaleik við grænlensku
börnin sem henni hafði ekki sýnst
sérlega vinaleg við fyrstu kynni.
Það er engin sæla að vera barn í
þessum 1700 manna bæ sem er sá
stærsti á austurströnd Grænlands.
Þar er hæsta sjálfsmorðstíðni barna á
norðurhveli jarðar. Fjöldi barna í bæn-
um hefur orðið fyrir kynferðislegri
misnotkun og í þessum fámenna bæ
eru tugir barna á munaðarleysingja-
hælinu. Engin furða að það er engin
hamingja í augum barnanna í Tasi-
ilaq. Þau eru litlar daprar manneskj-
ur en samt eins og önnur börn því
þegar þeim er sýnd hlýja færist ljómi
í augun. Charles Dickens skrifaði á
sínum tíma um umkomulaus börn
þannig að eftir var tekið en það skrif-
ar enginn um þessi börn. Flestum
virðist standa á sama um þau. Skóla-
kerfið kemur þeim ekki til bjargar.
Eitt barnanna sagði fslendingi að
námið skilaði litlu því kennararnir
væru of oft fúllir.
Engin furða að það
er engin hamingja
í augum barnanna í
Tasiilaq. Þau eru litlar
daprar manneskjur.
Vaknað við gól sleðahunda
f Tasiilaq er veiðimannasamfélag.
Þeir sem sjá bæinn úr fjarlægð
koma auga á dýr í hlíðunum og
halda jafnvel að þarna séu kind-
ur. Þetta eru sleðahundar sem eru
vandlega bundnir og góla mestallan
sólarhringinn af sulti því þeir fá tak-
markaða fæðu. Hvolparnir ganga
hins vegar lausir enda stafar enn
ekki hætta af þeim en grimmir sleða-
hundar hafa orðið mannsbanar. Það
er sérkennileg reynsla að gista í bæn-
um og vakna klukkan sex að morgni
við að sleðahundar góla tugum sam-
an í kór og hafa úthald í þann söng
fZ-l ' m ; ct-i. M,Ærfll *' ■' :
f p| jr, > A ' . \ i k I
klukkustundum saman.
Tasiilaq er hrár og drungalegur
bær. Húsin eru öll í eigu bæjarins.
Þau eru lítil og flestöll eins. Þau
eru sóðaleg að utan því íbúar losa
sig við ruslið fyrir framan hús sín.
Þar myndast stórir staflar sem
eru losaðir á tveggja vikna fresti.
Einhvern veginn hefur maður á til-
finningunni að bæjarbúar eigi ekki
neitt enda ber fas þeirra með sér að
þá skorti sjálfsvirðingu og vonleysi
skín úr augunum. Fullorðna fólkið
er því ekki betur statt en börnin.
Skákin gleður
Bæjarbúar taka gestum vel, kalla
jafnvel til þeirra vingjarnlegum
orðum gangi þeir framhjá. fslend-
ingar hafa ekki lagt leið sína til
Tasiilaq í miklum mæli. Sennilega
eru reglulegustu ferðirnar þær sem
skákfélagið Hrókurinn hefur farið
síðustu tvö árin. Þær hafa skilað
miklu. Grænlensku börnin mæta
á skákmótin og tefla af áhuga enda
miklu vænlegri leið til árangurs
í lífinu að læra að tefla skák frem-
ur en að byrja níu ára að drekka
brennivín.
Óvist er hvort björt framtíð bíði þessara
stúlkna í bæ þar sem er hæsta sjálfsmorðs-
tíðni barna á norðurhveli jarðar.
Manni finnst stundum að auð-
jöfrar séu á hverju strái á íslandi.
Einn þeirra er sagður hafa keypt
sér þotu til þess að geta vaknað hjá
barni sínu. Auðjöfrar mættu aílt
eins íhuga að leggja andvirði þotu
til uppbyggingastarfs í litlum bæ í
Grænlandi. Með því væru þeir mjög
sennilega að bjarga barnslífum.
kolbrun@vbl.is
RYMINGARSALA!
í DAG,
ÁMORGUN OG
LAUGARDAG
ALLl
A TA
50
o
c
AFSLA'I’TUR