blaðið - 18.08.2005, Qupperneq 26
26 IFERÐALÖG
FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2005 blaöiö
Veiði í vötnum
Stöðuvötn og manngerð lón eru
hér um bil óteljandi á íslandi. í
flestum þeirra er silungur, ýmist
bleikja eða urriði og sums stað-
ar hvort tveggja auk þess sem
lax finnst á stöku stað. Það er
heillandi kostur fyrir fjölskyld-
ur að eyða nokkrum dögum við
falleg veiðivötn. Margir góðir
veiðimenn stigu sín fyrstu skref
á veiðibrautinni við silungsveiði-
vötnin. Fjöldi þessara vatna er
frábær til veiði og sums staðar
er algengt að veiðist 6-8 punda
urriðar og bleikjur. Fuglaskoð-
un er skemmtileg aukabúgrein
við stangaveiðina. Áhugasamir
veiðimenn eru oft meðal mestu og
bestu fuglaþekkjara vegna hins
mikla fjölda fuglategunda á þess-
um slóðum.
Vötnin á hálendinu.
Sum hálendisvatnanna eru tengd
mismunandi löngum ám. í flestum
þessara vatna er urmull af silungi og
það er líka hægt að krækja í stóran
fisk í hálendisánum. Helstu veiði-
svæðin á hálendinu eru Veiðivötn,
Fjallabak við Landmannaleið, Skaft-
ártunguafréttur, Auðkúluheiði,
Eyvindarstaðaheiði og Arnarvatns-
heiði. Það er ekki hægt að komast
að sumum veiðivatnanna nema á
fjórhjóladrifnum bílum og sums
staðar verður að leggja land undir
fót til að komast í tæri við bleikjuna
og urriðann.
Auðkúluheiði, Grímstungu-
heiði og Eyvindarstaðaheiði.
Leiðir að vötnum á þessum heið-
um liggja upp úr nokkrum dölum
á Norðurlandi, Vatnsdal, Blöndu-
dal og Svartárdal í Húnaþingi og
Mælifellsdal og Vesturdal í Skaga-
fjarðarsýslu. Leiðin upp á Grím-
stunguheiði um Vatnsdal verður
að jeppaslóða og tengist Kjalvegi
um Stórasandsleið inn á Auðkúlu-
heiði. Leiðin upp á Auðkúluheiði
um Blöndudal er öllum bílum
fær eftir uppbyggðum vegi Lands-
virkjunar fram hjá Blönduvirkjun.
Sé ekið áfram suður og sveigt til
hægri skammt norðan Geirsöldi á
Kili, er hægt að komast jeppaleið yf-
ir Blöndu á vaði inn á Eyvindarstaða-
heiði. Leiðin frá þjóðvegi nr. 1 upp á
Eyvindarstaðaheiði liggur um Vest-
urdal (751, 752 og F72) að Ásbjarnar-
vötnum og Laugafelli.
Auðkúluheiði: Friðmundarvötn.
Grímstunguheiði: Þórarinsvatn,
Svínavatn.GaltarvatnogRefkelsvatn.
Heiðavötn sunnan Skagafjarð-
ar: Ásbjarnarvötn, Reyðarvötn,
Urðarvötn og Aðalmannsvatn
Arnarvatnsheiði og Tvídægra.
Arnarvatnsheiði og Tvídægra eru
heiðaflæmi sem þekja norðvest-
urhluta meginhálendisins. Þar
eru vötnin sögð óteljandi líkt og
hólarnir í Vatnsdal og eyjarnar
á Breiðafirði. Á Arnarvatnsheiði
er mikill fjöldi veiðivatna. Á Tví-
dægru, sem er votlend og ill yfir-
ferðar, er m.a. vettvangur Heiðar-
vígasögu sem hún dregur nafn sitt
af. Ýmsar ár renna frá Tvídægru,
s.s. Þorvaldsá, Núpsá og Vesturá til
Miðfjarðar, Hrútafjarðará til Hrúta-
fjarðar og Kjarrá til Borgarfjarðar.
í flestum vötnunum er mikil fiski-
sæld og einhver veiði í þeim öllum.
Þar hafa Borgfirðingar og Húnvetn-
ingar stundað veiði frá örófi alda.
Fuglalíf er mikið á heiðinni og þar
var mikil grasatekja fyrrum. Sekir
menn áttu oft bólstaði á heiðinni
eins og lesa má um í Grettissögu.
F578 - Arnarvatnsveg-
ur. Vegalengd: 79 km.
Syðri helmingur Arnavatnsleiðar er
fær sérbúnum jeppum. Torfært vað
er á Norðlingafljóti. Norðan Arnar-
vatns stóra er vegurinn fær jeppum
en getur verið grýttur og blautur.
Vötnin á Arnarvatnsheiði: Arnar-
vatn stóra, Réttarvatn, Gunnarssona-
vatn, Arnarvatn litla, Úlfsvatn, Há-
vaðavötn, Urðhæðarvatn, Kvíslavatn
nyðra, Grunnuvötn, Kleppavatn og
Fiskavatn, Hólmavatn, Nautavatn
og Breiðavatn Langavatn.
Veiðivötn.
Veiðivatnasvæðið er meðal fegurstu
svæða landsins. Það er ungt að árum
í núverandi mynd því að það varð til í
stórkostlegum náttúruhamförum ár-
Vötnin á
Veiðivatnasvæðinu:
• Stóra-Fossvatn
• Litla-Fossvatn
• Tjaldvatn
• Langavatn
• Eskivatn
• Kvíslarvatn
• Skálavatn
• Breiðavatn
• Nýjavatn
• Arnarpollur/Arnarvatn
• Snjóölduduvatn
• Ónýtavatn
• Ónefndavatn
• Grænavatn
• Litlisjór
• Hraunvötn
• Þórisvatn
• Fellsendavatn
ið 1477 þegar gaus á Veiðivatnasprun-
gunni, allt frá Landmannalaugum
að Heljargjá. Mörg vatnanna hafa
af- og aðrennsli neðanjarðar því
berggrunnurinn á þessu svæði er
mjög gropinn. Við sum vötnin eru
gróðurvinjar og gróðurinn þarna er
mjög viðkvæmur. Það finnst silung-
ur í 20-30 þessara vatna. Yfirleitt
er urriðinn í vötnunum mjög stór,
2-6 pund, og stundum koma menn
með 10 punda fiska úr veiðiferðinni.
Bleikju var sleppt í sum vötnin.
Veiðivötn að Fjallabaki.
Hin eina sanna Landmannaleið
liggur á milli Landsveitar og Skaft-
ártungu um Dómadal. Þetta er einn
fegursti og litskrúðugasti fjallvegur
landsins sem er akfær flestum bíl-
um í þurrkatíð á sumrin. Skaftfell-
ingar kalla þessa leið Fjallabak og
telja það nafn eldra og því réttara.
Það er ótrúleg fiskmergð í flestum
þessara vatna og undanfarna ára-
tugi hefur verið unnið markvisst
að grisjun sumra þeirra. Fiskurinn
úr þeim getur verið allstór og er af-
ar ljúffengur, hvernig sem hann er
matreiddur. Miðvegur, Syðri-Fjalla-
baksleið, liggur á milli Rangárvalla
og Skaftártungu um Mælifellssand
norðan Mýrdalsjökuls. Þessi fjall-
vegur er aðeins fær jeppum og er
gjörólíkur Landmannaleið, bæði
auðnarlegri og litfátækari, en engu
að síður tignarlegur. ■
Vötnin á
Fjallabaki:
• Sauðleysuvatn
• Hrafnabjargavatn
• Loðmundarvatn
• Herbjarnarfellsvatn
• Lifrarfjallavatn
• Dómadalsvatn
• Eskihlíðarvatn
• Hnausapollur
• Ljótipollur
• Blautaver
• Kýlingavatn
• Kirkjufellsvatn
Listi yfir fleiri vötn á íslandi og
veiðileyfi er á www.nat.is
Ekki láta appelsínuhúðina í friði:
raunhæfur árangur hjá 85%*
PERFECTSLIM
EFTIR 24 TIMA
MINNI APPELSÍNUHÚÐ + STINNANDI ÁHRIF
■ PerfectSlim inniheldur niöurbrjótandi efni
gegn fitu, vinnur gegn appelsínuhúö sem safnast
hefur fyrir á lærum og rassi.
■ Bætt með Par-Elastyl™, sem sléttir og stinnir
húöina stig af stigi.
/ Árangur:
/ Eftir 8 daga: +41% þéttari, +89% stinnari
/ Eftir 15 daga: -1 cm minna ummál á lærum
Viltu vita meira: www.lorealparis.com
Body-Expertise. Þín eigin fegrunaraðgerð
Því ÞÚ ÁTT ÞAÐ SKILIÐ.
Apstekið
TSlyfja
&
V Lyf S heilsa Apótekarlnn
L'ORÉAL
PARiS
HAGKAUP
BMoncjkjia