blaðið - 24.08.2005, Blaðsíða 30
30 I ÍPRÓTTIR
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 2005 biaöiö
Hver er bestur?
Enski boltinn
í kvöld
Á morgun fer fram í Mónakó
mikil veisla fyrir knattspyrnu-
menn sem leika í Evrópu. Þá
verður dregið í riðla í Meistara-
deild Evrópu og besti leikmað-
ur sem spilar með liði í Evrópu
verður valinn. Alls er 21 leikmað-
ur tilnefndur til nafnbótarinn-
ar „Verðmætasti leikmaðurinn
í Evrópu." Sex þeirra koma frá
AC Milan og 4 frá Evrópumeist-
urum Liverpool.
Markverðir: Gianluigi Buffon
Juventus, Petr Cech Chelsea og
Jersy Dudek Liverpool.
Varnarmenn: Cafu AC Mil-
an, Jamie Carragher Liverpool,
Sami Hyypia Liverpool, Paulo
Maldini AC Milan, Alessandro
Nesta AC Milan og John Terry
Chelsea. Miðvallarleikmenn:
Michael Ballack Bayern Munc-
hen, Steven Gerrard Liverpool,
Kaká AC Milan, Juninho Lyon,
Frank Lampard Chelsea, Andr-
ea Pirlo AC Milan og Mark van
Bommel Barcelona. Framherjar:
Adriano Inter, Samuel Eto’o Barc-
elona, Ji-Sung Park Manchester
United, Ronaldinho Barcelona
og Andriy Shevchenko AC Mil-
an. Eflaust eru einhverjir ósam-
mála þessum lista og mörgum
finnst að þarna eigi leikmenn
eins og Thierry Henry að vera
og einnig Ruud van Nistelrooy
svo einhverjir séu nefndir.
í kvöld verður leikið í ensku úrvals-
deildinni í knattspyrnu. Fjórir leikir
eru þá á dagskrá og getur almenn-
ingur horft á þá á fótboltastöðinni
Enski boltinn. Leikirnir hefjast
klukkan 18.45 og klukkan 19.00.
Efsta lið deildarinnar eftir tvær
umferðir, Tottenham sem er með
6 stig og markatöluna 4-0, sækir
Blackburn heim sem hefur hlotið 3
stig. Tottenham er spáð góðu gengi
í vetur og eitt er víst að koma Edgar
Davids til White Hart Lane er ekk-
ert nema mjög gott og hann sýndi
getu sína og styrk um síðustu helgi.
Okkar spá er sú að Tottenham vinni
þennan leik. Bolton og Newcastle
mætast á Reebook leikvanginum í
Bolton en bæði lið eru aðeins með
1 stig eftir tvo fyrstu leikina. Newc-
astle hefur enn ekki skorað mark
og sögusagnir frá Englandi herma
að ef Newcastle tapar í kvöld þá má
búast við að Greame Souness fram-
kvæmdastjóri Newcastle eigi eldd
marga daga eftir í stjórastólnum.
Heimasigur eða jafntefli verða að telj-
ast líkleg úrslit í þessum leik. Arsen-
al tekur á móti Fulham á Highbury í
Lundúnum. Arsenal hefur 3 stig eft-
ir tvær umferðir en Fulham 1 og er
okkar spá að Arsenal fari með sigur
Robbie Keane og félagar í Tottenham
freista þess að halda toppsætinu þegar
þeir mæta Biackburn á Ewood Park
af hólmi í þessum leik. Fjórði leikur
kvöldsins verður á milli Chelsea og
W.B.A. á Stamford Bridge. Chelsea
hefur unnið báða sína leiki til þessa
en W.B.A. hefur 4 stig úr tveimur
fyrstu umferðum. Búast má við að
Shaun Wright-Phillips og Michael
Essien verði í byrjunarliði Chelsea
og þá væntanlega á kostnað Arjen
Robben og Eiðs Smára Guðjohnsen.
Okkar spá er heimasigur þó svo að
Chelsea hafi ekki verið að leika vel
það sem af er þá vinna þeir ávallt
þessa leiki. ■
Fyrirsögn:
Fullt nafn:
Kennitala:
Sendist á - BlaðlS, Baajarllnd 14 - 16,201 Kópavogur
!
íkolavefurinn.
ilsuhúsið
o Afnot af Suzuki Swift i
heilt ár.
o Medion Black Dragon
fartölvur frá BT.
o l-pod frá Apple
búðinni
o25.000.- krúttektí
Office one
oNuddtæki frá Heilsu-
húsinu
oGjafakarfa frá Osta
og Smjörsölunni
o Árs Áskrift að
Skólavefnum
Klipptu út seðilinrt hér að neöan og sendu okkur hann
(Blaðið, Bæjarlind 14-16, 201 Kópavogur) eða sendu okkur tölvupóst
(með nafni kennitölu og símanúmeri) á netfangið skolicd vbl.is
Dregið úr innsendum svörum á mánudögum
Ath. Þú mátt taka þátt eins oft og þú vilt, þvi fleiri innsendir seðlar, þeim mun meiri vinningslikur
blaðió
Borgvardt líklega
á förum frá FH
Svo gæti farið að danski leikmaður-
inn Allan Borgvardt, sem leikur með
FH, fari frá félaginu áður en keppn-
istímabilinu lýkur. Á vefmiðlinum
fotbolti.net kom þetta fyrst fram fyr-
ir um sólarhring síðan. Borgvardt,
sem er markahæstur í deildinni
ásamt Tryggva Guðmundssyni með
13 mörk, hefur leikið feykilega vel
það sem af er leiktíð. Fyrir utan að
vera þessi stórkostlega markavél, þá
leggur hann upp mörg mörk fyrir
samherja sína. Margir hafa undrað
sig á af hverju Allan Borgvardt er
hér á Fróni að spila fótbolta og hafa
sagt að leikmaður með hans hæfi-
leika eigi að leika erlendis í atvinnu-
mennsku. Guðmundur Árni Stefáns-
son, formaður knattspyrnudeildar
FH, staðfesti í gær við Blaðið að fyr-
irspurnir hafi borist í leikmanninn.
„Það getur allt eins komið til álita
og það eru þrjú lið að minnsta kosti
búin að vera að fylgjast með hon-
um. Þau eru frá Danmörku, Svíþjóð
og Þýskalandi", sagði Guðmundur
Árni Stefánsson.
„Ekkert þessara liða hefur enn
verið í alvöru viðræðum við okkur
og þetta er enn í fyrirspurnarformi.
Hann (Allan Borgvardt) er samn-
ingsbundinn okkur fram i október
en ef hann vill fara þá stöndum við
ekki í vegi fyrir því. Hans hugur hef-
ur lengi staðið til atvinnumennsku
á meginlandinu og það er með ólík-
indum að hann skuli ekki vera hjá
einhverju liði þar í fullri' atvinnu-
mennsku”, sagði Guðmundur Árni
Stefánsson, formaður knattspyrnu-
deildar FH, í samtali við Blaðið í
gær.
Samkvæmt heimildum Blaðsins
eru liðin orðin fleiri en þrjú sem
hafa áhuga á Allan Borgvardt. Vik-
ing frá Stavangri i Noregi, sænsku
liðin Halmstad og Malmö, danska
liðið OB og síðan tvö þýsk lið, Greut-
her Furth sem leikur í 2. deild og
Fortuna Dusseldorf sem leikur í 3.
deild.
Ef af utanför Borgvardt verður
þá leikur hann ekki með liðinu í síð-
ustu tveimur umferðunum því að fé-
lagaskiptaglugginn lokar um næstu
mánaðamót. Hann mundi því missa
af leikjum gegn Fylki og Fram en í
leiknum gegn Fylki, sem er síðasti
heimaleikur FH á leiktíðinni, fá
FH-ingar afhentan íslandsmeistara-
bikarinn. ■
Úrval af buxum
frá RALPH LAUREN
og MAC
Ralph
Laugavegi 40
S: 56L1G90,