blaðið - 24.08.2005, Blaðsíða 10

blaðið - 24.08.2005, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 2005 ! biaAÍA Hungursneyðin í Niger Annan i opin- berri heimsókn BÍLAÞING HEKLU Xúhut all í luHuthun Miun Kletthálsi 11 Laugavegi 174 sími 590 5040 www.bilathing.is Dýravernd- unarsinnar stela líki Miklar deilur geisa nú í Staffords- skíri í Bretlandi á milli búgarðseig- anda Darley Oaks og dýravernd- unarsinna en á Darley Oaks eru ræktaðir naggrísir sem notaðir eru í hverskyns tilraunir vísindamanna. Dýraverndunarsinnar hafa lagt í miklar mótmælaaðgerðir sem sum- ar hverjar hafa verið ofbeldisfullar. Þeir hafa til að mynda grafið upp lík móður eiganda búgarðsins og þrátt fyrir að níu mánuðir séu liðn- ir hefur lögreglu ekki tekist að upp- lýsa málið og líkið er enn ófundið. Búgarðseigandinn, vinnufólk hans og þau fyrirtæki sem eiga einhver viðskipti við búgarðinn hafa öll orð- ið fyrir árásum þar sem jafnvel hef- ur verið ráðist inn á heimili þeirra um miðja nótt. Þrátt fyrir það hefur ekki fengist nálgunarbann á dýra- verndunarsinnana. ■ Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er nú staddur í tveggja daga heimsókn í Afríku- ríkinu Niger þar sem hungursneyð geisar. Ríflega tvær og hálf milljón manna finna með einhverjum hætti fyrir viðvarandi matarskorti í land- inu. Aðstoð berst ekki nógu hratt Sameinuðu þjóðirnar hafa sent út hjálparbeiðni til allra helstu neyð- arsjóða en hafa verið harðlega gagn- rýndar fyrir að dreifa ekki hjálpar- gögnum hratt og örugglega. Annan hittir Mamadou Tandja, forseta Níg- er, 1 heimsókninni en sá síðarnefndi hefur verið harðlega gagnrýndur fyr- ir að gera lítið úr ástandinu í landinu og tefja þar með fyrir hjálparstarfi. Á mörkum sjálfbærni Hungursneyðin nú kemur í kjölfar uppskerubrests og engisprettufar- aldurs í fyrra en ekki er von á öðru uppskerutímabili í Níger fyrr en í október. Fram að þeim tíma þarf að tryggja milljónum manna aðgang að mat og vatni. Hjálparstarfsmenn segja að búast megi við góðri upp- skeru því rigningar hafi verið góð- ar í ár. Til lengri tíma blasir erfitt efnahagsástand við íbúum landsins en fram kemur á fréttavef BBC að almenningur lifi á mörkum sjálf- bærni. ■ UTS 1/ú SKATABUÐIN FERÐAVERSLUN Faxofeni 8 * 108 Reykjavík • síml 534 2727 • e-mail: skatafaudin@skatabudin.com • www.skatabudin.com Handtekin vegna forræðisdeilu Lögregla í Charlotte í Norð.ur Kar- ólínu í Bandaríkjunum handtók hina 48 ára gömlu Nataliu Gibbons á föstudag eftir að hún neitaði að afhenda fyrrverandi eiginmanni sínum tvö börn þeirra sem hann hafði forræði yfir. Börnin, sem eru 8 og 10 ára, höfðu dvalið hjá móður- inni þann tíma sem hún hafði tíma- bundið forræði en þegar hún átti að skila þeim aftur þvertók hún fyrir það. Sjálf fullyrðir hún að eiginmað- urinn fyrrverandi hefði sýnt þeim klámmyndir og misnotað þau á ýms- an hátt. Það vekur athygli að þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem Natalie Gibbons er handtekin vegna málsins en þann 11. ágúst var hún handtekin en sleppt aftur án þess að krafist væri tryggingar. Núna er hins vegar búið að krefjast einn- ar milljóna dollara tryggingar, eða sem svarar 65 milljónum íslenskra króna, og hefur hún ekki efni á þvi að leggja þá peninga fram og þarf því að dúsa í fangelsinu áfram þar til mál hennar verður tekið fyrir. Forræðisdeila Gibbons hjónanna hefur staðið yfir í þrjú ár og hafa all- skyns ásakanir um vanrækslu kom- ið fram og hefur málið vakið mikla athygli í Karólínuríki. ■ Barátta viB skógarelda i Portúgal heldur áfram og var þessi mynd tekin í útjaðri borgar- innar Caminha í norðurhluta landsins. Eldarnir hafa kostað að minnsta kosti 14 manns líf- ið og hafa Frakkar, Hollendingar, ftalir og Spánverjar sent liðsafla og tæki til að berjast við eldana eftir að stjórnvöld í Portúgal sendu út hjálparbeiðni um helgina. Danmörk Klamydíufaraldur meöal ungmenna Hjá frændum vorum Dönum hafa menn miklar áhyggjur af því að fjölgun klamydíutilfella sé orðin það mikil að kalla megi faraldur. Mun fleiri smitast af kynsjúkdómn- um nú til dags en gerðu fyrir fáum árum síðan og blása menn nú í her- lúðra til þess að berjast gegn vanda- málinu með áróðursherferðum. Miðað við að árið 1994 voru ný- smitaðir tæplega 14 þúsund manns á móti 21.500 tilfellum í fyrra er talað um að sprenging hafi orðið í þróuninni. Sérfræðingar óttast að allt að 50 þúsund Danir gætu verið smitaðir af sjúkdómnum án þess að vita af því. Á næstu vikum verður ýtt úr vör áróðursherferð um landið allt sem á að benda ungmennum á sjúkdóm- inn og skaðsemi hans. Samtímis verða send út klamydíupróf í Frið- riksborgaramti til um níu þúsund 20 og 21 árs ungmenna en með þeim er hægt að sjá hvort einstaklingur er smitaður með þvagprufu líkt og gert er í þungunarprófum. Veldur ófrjósemi Klamydía herjar í langflestum til- fellum á ungt fólk á aldrinum 18 til 25 ára og fái þeir sýktu ekki rétta meðhöndlun er hætt við ófrjósemi. Sökum þess telja heilbrigðisyfirvöld í Danmörku að klamydía sé orsök tæplega 500 þeirra tilvika þegar ófrjósemi er greind og 320 utanlegs- fóstra. Þábenda sænskar rannsóknir til þess að klamydía geti einnig gert það að verkum að karlmenn eigi í erfiðleikum með að eignast börn. Kunna að lesa Sérfræðingar eiga erfitt með að út- skýra hvers vegna dregist hefur úr smokkanotkun en hún er nú álíka mikil og hún var á áttunda áratugn- um. Samkvæmt Lars 0stergaard, yfirlæknis á sjúkrahúsinu í Skejby, er orsökina ekki að finna í því að ungmenni viti ekki nóg um kynsjúk- dóma og forvarnir gegn þeim. „Þau eru jú ekki ólæs. Þau vita ósköp vel að smokkar eru vernd gegn kynsjúk- dómum“, segir hann. 0stergaard telur að ungmennin noti sífellt oftar vímuefni á borð við e-töflur og am- fetamín sem valdi því að þau komist í ástand þar sem þau gleymi öllu og noti ekki smokka. ■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.