blaðið - 24.08.2005, Blaðsíða 13

blaðið - 24.08.2005, Blaðsíða 13
blaðiö MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 2005 Kindin Dolly sem var svo eftirminnilega klónuð. Byltingarkennd aðferð mun útrýma klónun Wú er hægt að endurrita frum- ur úr fullorðnum einstak- lingum til fósturstigs þann- ig að þær geti myndað allar tegundir líkamsvefja. Þessi aðferð getur kom- ið í stað klónunar sem er siðferðis- lega röng að margra mati. Þessi tækni getur hugsanlega orðið til þess að vísindamenn geta loksins gert staðgengilsvefi, sem eru klæðskerasaumaðir fyrir sjúk- linga sem þjást af sjúkdómum eins og Parkinson eða sykursýki, án þess að nota til þess klónaða fóst- urvísa. Um leið og þessi aðferð verður fullkomnuð verður hægt að nota hana til þess að endurforrita húð- frumur sjúklingsins með því að blanda þeim saman við fóstur- stofnfrumur og búa þannig til nýj- ar slíkar sem innihalda erfðaefni sjúklingsins. Þessar frumur sem verða til við þessa blöndun eru síðan notaðar til að þróa þær frumur sem þarf til að endurnýja sýkta eða skemmda vefinn. Allt þetta þarf að gera á mjög nákvæman og öruggan hátt þar sem öll erfðamengi þurfa að vera nákvæmlega eins til að ónæm- iskerfið hafni ekki nýju frumun- um. Ef þessi tækni gengur upp eins og vísindamenn vonast til verður því engin þörf fyrir að rækta fóst- urvísa til að fá erfðaefni fyrir þá sem eru veikir. Því munu þeir sem hafa mótmælt klónun á þeim sið- ferðislega grundvelli að lífið byrji við getnað fá uppreisn æru. ■ MSG í barnamat í gær birtist grein um MSG í barna- mat en þau leiðu mistök urðu við vinnslu blaðsins að röng grein birt- ist. Hér er rétta greinin. Stuttu eftir að matvælafyrirtæk- ið Gerber, sem flestir þekkja fyrir barnamat í krukkum og í duftformi, var stofnað stuttu eftir 1950 fóru framleiðendurnir að bæta MSG, eða „þriðja kryddinu", við barnamatinn. MSG er efni sem dregur fram bragð af öðru í matnum og gerir hann bragðbetri. Hins vegar befur kom- ið í ljós að MSG er alls ekki hollt og mikið hefur dregið úr neyslu þess undanfarin á r vegna rannsókna sem benda til þess að það valdi ofnæmi og öðrum sjúkdómum. Það sem er sláandi við það að Gerber hafi notað MSG er að ástæðan var ekki að láta matinn bragðast betur fyrir börnin heldur mæðurnar. Þeir höfðu áttað sig á því að mæðurnar smökkuðu matinn áður en þær gáfu börnun- um sínum hann og ef þeim fannst hann góður voru meiri líkur á að þær keyptu hann aftur. Þetta var gert frá því að Gerber var stofnað og þar til á áttunda áratugnum. Þá var gerður sáttmáli um það að MSG yrði fjarlægt úr barnamatnum þar sem heilbrigðislög sögðu svo um. Jón Nordal Islandsmeistari Landsbankinn 410 4000 landsbanki.is VISA Electron Faröu inn á landsbanki.is og búöu til þitt eigið kort.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.