blaðið - 24.08.2005, Blaðsíða 32

blaðið - 24.08.2005, Blaðsíða 32
32 I MENNING MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 2005 blaöiö The Wedding Date Ástin kostar alls konar fórnir. Dermot Mulroney og Debra Mess- ing úr Will and Grace í laufléttri gamanmynd sem kemur öllum í gott skap. EXmOCADU • OlöNfOO NaNCXR **É limjlMlr^-r.1; Hitch Níutíu prósent af því sem maður segir, segir maður ekki með orðum. Will Smith, Kevin James og Eva Mendes í frá- bærri gaman- mynd. Hotel Rwanda Hvernig gat þetta eiginlega gerst? Þegar veröldin lokaði augunum opnaði hann faðm sinn. Æsispenn- andi og átakanleg mynd sem fjallar um voðaatburðina Rúanda 1994. Jazz undir fjöllum Vatnsheldar bækur í Miss Congeniality 2 Hún er hið fullkomna andlit ieyniþjónustunnar. Sandra Bullock er komin aftur sem lögreglukonan Gracie Hart í bráðhressri gamanmynd. Million Dollar Baby Töfrarnir felast í að fórna sér fyrir draum sem enginn sér nema þú. Óskars- verðlaun sem besta mynd ársins auk þrennra aðra. Meistaraverk sem allir verða sjá. Assault on Precinct 13 Eina leiðin út liggur beint í dauðann. Ethan Hawke og Laur- ence Fishburne fara á kostum í dúndurgóðri hasar og spennumynd. Danny the Dog Þjónaðu engum herra.. Jet Li, Morgan Freeman og Bob Hoskins í þrælgóðri spennu- og hasar- mynd sem kemur verulega á óvart. Hide and Seek Sá sem vill komast að leyndarmálinu verður að spila leikinn. Robert DeNiro er í aðalhlutverkinu í hörkuspennandi sálfræðitrylli. Jazzhátíðin „Jazz undir fjöllum" verður haldin dagana 27.-28. ágúst í Skógum undir Eyjafjöllum. Hátíðin er sam- starfsverkefni áhugahóps um „Jazz undir fjöllum“ og Byggðasafnsins á Skógum. Skipuleggjandi tónlistarat- riða er Sigurður Flosason, saxófónleik- ari. Alls koma ífam átta landsþekktir jazztónlistarmenn en þeir munu leika saman í ýmsum samsetningum. Þátt- takendur eru: Björn Thoroddsen - gítar Gunnar Gunnarsson - orgel Matthías Hemstock - trommur Ómar Guðjónsson - gítar Óskar Guðjónsson - saxófónn Pétur Grétarsson - trommur og slagverk Sigurður Flosason - saxófónn Tómas R. Einarsson - kontrabassi Dagskrá hátíðarinnar er eftirfar- andi: Laugardagur 27. ágúst: Kl. 15 á kaffiteríu samgöngusafns Byggðasafnsins á Skógum Tríó Björns Thoroddsen Björn Thoroddsen - gítar Tómas R. Einarsson - kontrabassi Pétur Grétarsson - trommur Kl. 21 í félagsheimilinu Fossbúanum Havanaband Tómasar R. Einarssonar Tómas R. Einarsson - kontrabassi ferðalagið Bandaríkjamaður hefur sett á mark- að bækur sem þola sand, sól, vatn og sólarolíu. „Dag nokkurn var ég í fríi og tók eftir því að allir voru að lesa Da Vinci lykilinn við sundlaugina'1, segir uppfinningamaðurinn Charl- es Melcher. „Ég hugsaði með mér að það væri sniðugt að búa til vatns- helda bók sem fólk gæti tekið með sér á ströndina eða í sundlaugina og þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að hún myndi makast úr í sólarolíu eða falla í vatnið“, segir hann. Melcher safnaði saman smásög- um eftir höfunda á borð við Roald Dahl, Gabriel Garcia Marquez og Jeffrey Eugenides og setti í bók sem er úr plasti. Blaðsíðurnar eru þyngri en í venjulegum bókum en ekki þykkari, þær gulna ekki með árun- um og blettir koma ekki ef vökvi kemst að þeim. Melcher hyggst færa út kviarnar og gefa út skáldsögur, ferðabækur, matreiðslubækur og barnabækur í plasti. In Good Company Það þarf bara einn dropa til að fylla mælinn... Dennis Quaid, Topher Grace og Scarlett Johans- son í stórkostlega vel heppnaðri gamanmynd. Roald Dahl. Smásaga eftir hann er í vatns- heldri bók sem er komin á markað. Punglynda mörgæsin Bókaforlagið Bjartur hefur gefið út skáldsöguna Dauðinn og mörgæsin eftir Andrej Kúrkov í þýðingu Ás- laugar Agnarsdóttur. Bókin kemur út í neon-flokki Bjarts sem helgaður I er nýjum erlendum skáldverkum í allra fremstu röð. Sögusvið bókarinnar er Úkraína eftir að Sovétríkin höfðu liðast í sundur. Viktor, lánlaus og hæglát- ur rithöfundur, býr í lítilli blokkar- íbúð ásamtþunglyndri mörgæs sem hann hefur tekið í fóstur af fjárvana ■ dýragarði í Kiev. Einn daginn er hann ráðinn í lausamennsku við eitt dagblað borgarinnar til að skrifa minningargreinar um mikilshátt- ar menn í samfélaginu sem blaðið vill hafa til taks þegar viðkomandi hrekkur upp af. Skyndilega virðist veröldin brosa við Viktori. En eftir því sem dagarnir líða verður heimil- islíf hans stöðugt flóknara auk þess sem starf hans á blaðinu hefur ýms- ar miður heppilegar afleiðingar í för með sér. 1 þessari bráðskemmtilegu og tregafullu skáldsögu fjallar höfund- ur um fjarstæðukenndan veruleika hversdagsfólks í löndum Austur- Evrópu eftir fall járntjaldsins. Sagan hefur verið þýdd á fjölda tungumála á síðustu misserum og alls staðar fengið rífandi góða dóma. Óskar Guðjónsson - saxófónn Ómar Guðjónsson - gítar Pétur Grétarsson - slagverk Matthías Hemstock - trommur Sunnudagur 28. ágúst Kl. 15 í Skógakirkju, Byggðasafninu á Skógum íslensk ættjarðarlög og sálmar í nýju ljósi Sigurður Flosason - saxófónar Gunnar Gunnarsson - orgel Laugardaginn 27. ágúst kl. 19-21 verður kvöldverður í boði í félags- heimilinu Fossbúanum. Boðið verður upp á hlaðborð og verði stillt íhóf. Björn Thoroddsem er meðal þeirra tónlistar- manna sem taka þátt í jazzhátíöinni Jazz undir fjöllum". Spanglish Spanglish Það er ein hetja í hverri fjölskyldu. Adam Sandler fer á kostum í líflegri og skemmtilegri mynd frá leik- stjóra As Good As it Gets, James L. Brooks.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.