blaðið - 24.08.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 24.08.2005, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 2005 blaAÍA HVERS VECNA / TÖLVU- ÖKUSKÍRTEINI? Europróka DaUkörkortrt Hh Tictotekniíkan osaamisen EurooppaUinen ykköstodittm í íuropean Compvter I Driving Lkence TÖK er skammstöfun á al- þjóðlegu prófskírteini sem vottar tölvukunnáttu þína og vottar að þú sért tölvulæs. Það þýðir að þú kunnir að nýta þér flesta möguleika tölvunnar og þeirra forrita sem hvað mest eru notuð við vinnu og daglegt líf. TÖK-skírteini er mikill styrkur á vinnumarkaðinum jafnt hér- lendis sem erlendis. TOK NÁMSKEIÐ TÖK tölvunám er 90 stunda tölvunám hjá NTV sem bæði er ætlað fyrir byrjendur og þá sem eitthvað kunna. Námið og kennslugögnin miða að því að gera nemendum kleift að taka þau 7 próf sem þarf til að fá TÖK skírteini. Námsgreinar: Upplýsingatækni - Windows - Word - Excel Access - PowerPoint - Póstur - Internetið MorgunnámskeiÖ: Byrjar 19. sept. og lýkur 21. okt. Kennt á mán., mið. og fös. frákl. 8:30-12:30 Kvöldnámskeið: Byrjar 12. sept. og lýkur 19. okt. Kennt á mán. og mið. frá 18 til 22 og annan hvern laug. kl. 8:30-12:30. ntv Hlíðasmára 9 - Kópavogi UPPL ÝSINGAR OG SKRÁNING I SÍMA 544 4500 OG Á ISITV.IS Verðmæti sjávarafla á Vesturlandi dróst sam- an um 40% Aflaverðmæti íslenskra skipa á fyrstu fimm mánuðum ársins nam 31,4 milljörðum króna á móti rúmum 30 milljörðum á sama tímabili í fyrra. Aflaverð- mæti hefur því aukist um 3,7%. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu íslands. Mest verðmætaaukning varð á karfa eða tæp 40% og á humri var hún 62%. Mesti samdrátturinn varð hinsvegar í verðmæti skel- og krabbadýraafla sem dróst saman um 42%. Ef ein- stök svæði eru skoðuð kemur í ljós að á Suðurlandi jókst aflaverðmæti um 21% milli ára en mesti samdrátturinn varð á Vesturlandi þar sem aflaverð- mæti dróst saman um 40%. Húsasmiðjan: Umsóknum rignir inn „Við höfum tekið við um 60 umsóknum og enn berast fleiri", segir Guðrún Kristinsdóttir, starfsmannastjóri Húsasmiðj- unnar. Húsasmiðjan óskaði eftir þvi nýverið að eldri borgarar með reynslu af hinum ýmsu störfum sæktu um starf hjá fyr- irtækinu og ekki hefur legið á svörum.„Þetta er mikið meira en við bjuggumst við svo að ég hef ekki ennþá komist í að fara yfir allt saman. Ég mun þó gera það í næstu viku og er ákveðin í því að kalla alla í viðtal og svara þeim svo innan mánaðar", segir Guðrún. Hún segir að einnig þurfi að huga að því hvernig vöktum verði púslað saman þar sem margir óski eftir hlutastörfum. Það hafi einmitt verið í samræmi við óskir Húsasmiðjunnar. Vestnorrœna ráðið: Nýr formaður frá Færeyjum Vestnorræna ráðið hefur kosið sér nýjan formann, en það er færeyski lögþingsmaðurinn Henrik Old. Hann tekur við af Birgi Ármannssyni, þingmanni Reykvíkinga, sem gegnt hefur formennskunni undanfarin tvö ár. Formannsskiptin urðu á ársfundi Vestnorræna ráðsins sem lýkur á ísafirði í dag. í ræðu, sem Henrik hélt þeg- ar hann tók við formennskunni, sagði hann að mikilvægi vest- norræns samstarfs hefði aukist fremur en hitt.„Það er erfitt fyrir örþjóðir eins og okkur að láta í okkur heyra á alþjóðavett- vangi“, sagði Henrik en taldi að með samstöðu þjóðanna yrði þeim auðveldara að gera sig gildandi í samfélagi þjóða. Henrik Old fæddist í Vági árið 1947 og var aflaskipstjóri þegar hann var kjörinn á Lögþingið árið 1984 fyrir jafn- aðarmenn. Hann hefur gegnt formennsku í efnahags- og viðskiptanefnd Lögþingsins frá 1995 og er oddviti Færeyinga í Vestnorræna ráðinu sem er samstarfsvettvangur þjóðþinga Grænlands, Færeyja og fslands. Ferðumst meira innanlands en fyrr „Það virðast allir aðilar sammála um það, og tölur sýna, að innlendi mark- aðurinn hefur verið mun meira á ferðinni en elstu menn muna“, segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri. „fslendingar eru búnir að uppgötva að f sland er ekkert síður ferðamanna- land en önnur lönd.“ Hann segir ástæður þessa vera margþættar. „f fyrsta lagi aukin hagsæld sem hefur leitt til mjög aukinna bifreiðakaupa og fellihýsa- og hjólhýsakaupa sem fólk þarf auðvitað að nota.“ Vitundarvakning Magnús segir að auk þessa hafi orð- ið ákveðin vitundarvakning gagn- vart íslandi sem ferðamannalandi. „Það eru tíu ár síðan við byrjuðum með átakið fsland - sækjum það heim, þannig að síðastliðinn áratug hefur verið mikil áhersla lögð á það að íslendingar ferðist innanlands." Að lokum nefnir Magnús aukna uppbyggingu um allt land sem einn þátt í þróuninni sem hann kallar skemmtilega sprengju í innlendri ferðamennsku. „Það þýðir nefnilega lítið að hafa góðar samgöngur, góða bíla og peninga til að ferðast ef mót- tökuþátturinn er ekki í lagi, þ.e. gist- ing, afþreying og slíkt.“ Magnús segir að þetta sýni að markaðssetning á fslandi innan- lands hafi skilað sér en í byrjun sum- ars var rúmum fimmtíu milljónum veitt til þess. Lögreglan Aukin gæsla við skóla Lögregluembætti víða um landið eru með aukna gæslu við skóla þar sem margir eru að stíga sín fýrstu skref í umferðinni þessa dagana. Árni Vig- fússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá forvarnardeild Lögreglunnar í Reykjavík, segir þetta með svipuðu sniði og undanfarin ár. „Það er allt- af ákveðin gæsla í kringum skólana allan veturinn en fyrsta hálfa mán- uðinn eftir skólasetningu er aukin gæsla á morgnana þegar krakkarnir eru að koma í skólann. Þetta er til þess að gera lögregluna sýnilegri við skólana og svo ökumenn slái af. En svo tengist þetta líka því að leiðbeina krökkunum í því að nálgast skólann, t.d. að fara rétt yflr götur. Þegar líður á haustið munu laganna verðir svo fara í skóla til þess að kynna nemend- um betur umferðina og hvernig haga beri sér í henni.“ Vacláv Klaus: Ræddu starfshætti SÞ Forseti Tékklands, sem hefur verið hér á landi í opinberri heimsókn, heldur í dag heim á leið að loknum fundi með Tékkum búsettum á Islandi á Nordica hóteli. Dagskrá forsetans hefur verið þéttskipuð í þessari tveggja daga heim- sókn og í gær hitti hann m.a. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Á fund- inum ræddu þeir samskipti ríkjanna og jafnframt viðskipti landanna tveggja sem þeir voru sammála um að auka enn frekar. Bætum starfshætti Sam- einuðu þjóðanna Þá ræddu þeir Halldór og Klaus um gott samstarf ríkjanna í ýmsum alþjóðlegum stofnunum, t.d. Sam- einuðu þjóðunum og Norður-Atlants- hafsbandalaginu. Voru þeir sammála um að reyna yrði til þrautar á leiðtoga- fundi Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði að komast að samkomulagi um leiðir til að bæta starfshætti og skipulag Sameinuðu þjóðanna. Nokkuð var rætt um samvinnu Evrópuríkja á vettvangi Evrópusam- bandsins og á Evrópska efnahagssvæð- inu, framtíð Evrópusambandsins miðað við niðurstöður í þjóðarat- kvæðagreiðslum um stjórnarskrár- sáttmálann og frekari stækkun, auk þess sem nauðsynlegt væri að auka samstarf við ríki Balkanskaga og við Úkraínu. ■ SKÍ<f*Lm II ifísP^A 100% FJaRMöGNUN á völdum foílum BÍLAÞING HEKLU Aiímer att i imtiuhiiii Ih/iiiii Kletthólsi 11 Laugavegi 174 sími 590 5040 www.bilathing.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.