blaðið

Ulloq

blaðið - 01.09.2005, Qupperneq 22

blaðið - 01.09.2005, Qupperneq 22
22 I MATUR FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2005 blaöiö RAGGA ÓMARS MATREIÐSLUMEISTARA Enn og aftur ætla ég að minnast á hvað ég er ánægður með úrvalið í verslunum í dag og það er hægt að gera „gourmet” veislu heima hjá sér án þess að þurfa að væla í heild- verslununum um að redda sér hinu og þessu. Ég ætla að gefa ykkur smá hugmynd um hvernig á að matreiða andabringur. Þessar bringur í búð- unum eru allar erlendar alibringur en því sem ég best veit er enginn að framleiða andabringur hér heima, allavega ekki í einhverju magni. Þeg- ar andabringur eru matreiddar eru ristir grunnir skurðir í fituna, það er gert til að bræða sem mesta fitu þegar þær eru steiktar. Gott er að láta þær liggja í smá olíu og gróft rifnum appelsínuberki og fersku timiani í lágmark einn sólarhring. Þá er panna hituð vel upp og bring- urnar steiktar á fituhliðinni á þurri pönnunni því það kemur heilmikið af fitu úr bringunni. Bringurnar eru steiktar þar til þær eru gullinbrúnar og vel stökkar. Þá er bringunni snú- ið við og steikt mjög stutt eða í um það bil tvær mínútur og þær krydd- aðar með salti og pipar. Andabring- ur eru, að mér finnst og flestum held ég, bestar miðlungs-steiktar og það er sama reglan með andakjöt og annað kjöt. Það þarf að leyfa þvi að hvíla áður en skorið er í sneiðar. Andakjöt kallar svolítið á eitthvað súrsætt eins og ávexti í bland við annað meðlæti. Steiktar andabringur með mangó, bak choy og sesam-soya gljáa. Fyrir4 4 stk andabringur (eða 200 g á mann) 2 stk mangó.vel þroskaður 2 hausar bak choy (asískt kál.má nota spínat eða eitthvað álíka) saltog plpar Aðferð: Steikið andabringurnar eftir aðferð- inni sem lýst er hér að ofan. Skerið mangóið í grófa bita og bak choy-ið í strimla. Þegar bringurnar eru tekn- ar af pönnunni þá er mangóið og kál- ið steikt á sömu pönnu og smakkað til með salti og pipar. Gljáinn: 4 msk soyasósa 2 msk tómatsósa 2 msk púðursykur 2mskbalsamicoedik safi úr2appelsínum safi úreinni sítrónu 1/3 tsk karrýduft 1/3 tsk engiferduft 2 msk sesamfræ Aðferð: Allt nema sesamið er sett í pott og soðið þar til það byrjar örlítið að þykkna. Þá er sesaminu bætt út í, borið fram heitt eða kalt. Kveðja Raggi Blaðið kynnir: Líklega besti bjór í heimi klár í kælinn Nú eru Carlsberg 33cl dósir fáanlegar í skemmtilegum 10 dósa kössum sem taka lítið pláss í ísskápnum og eru afar þægilegir í ferðalagið. Kassinn er opnaður að framan og dósirnar rúlla á móti manni. Kassinn kostar aðeins 1.350 kr. í næstu vínbúð. Cote de Nuits í Búrgund f annarri grein af fimm um Búrg- und verður fjallað um Cote de Nuits sem er talið helsta rauðvínssvæðið í Búrgund. Eins og í flestum svæðum í Búrgund er aðal rauðvínsþrúgan Pinot Noir. Sú vinþrúga er almennt ekki talin eins þung og kröftug og Bordeaux vínþrúgurnar Cabernet Sauvignon, Merlot eða Ca- bernet Franc og alls ekki eins krydduð og Syrah/ Shiraz vínþrúgan. En sagt er að Pinot Noir beri meiri klassa og sé vandaðara vin. Hvort þetta er satt verð- ur hver og einn að dæma en enginn getur neitað þvi að vel gert rautt Búrg- und vín er hrein unun að drekka! Pinot Noir hefur ákveðinn eiginleika þegar það er fullþroskað, það gefur af sér mikið af sveita-, villi- sveppa- og fjósalykt og bragð. Þó að þetta hljómi ekki beint vel er þetta bragð sem hentar afar vel með alls konar mat og gerir meðal annars dádýr, hreindýr og villifugla að stór- kostlegri máltíð. Eins og í Chablis er Grand Cru talinn hæsti gæðaflokkur, Premier Cru næst besti og AC Bourgogne fyr- ir neðan. Hér eru örlitlar upplýsing- ar um helstu svæðin í Cote de Nuits, fjallað verður um svæðin frá norðri til suðurs. Marsannay er nyrsta svæðið og þar er aðallega búið til rauðvín en svæðið er einnig þekkt fyrir mjög góð rósavín framleidd úr Pinot Noir. Fixin er rétt fyrir neðan Marsannay og þar eru framleidd góð og ódýr rauðvín á Búrgund mælikvarða. Gevery-Chambertin er með flest Grand Cru svæðin í Búrgund, alls átta talsins og þar er eingöngu fram- leitt rauðvín. Vínin eru þekkt fyrir mikil gæði og möguleika á endingu í 20 til 40 ár. Morey-St.-Denis er með fimm Grand Cru svæði og er talið aðeins fínlegra en Chambertin svæðið. Chambolle-Musigny er með tvö Grand Cru svæði en býr einnig til mjög vandað hvítvín. Vougeot er með eitt af stærstu Grand Cru svæðum Clos Vouge- ot sem getur verið gott en er oft ekki eins vandað vín og á hinum svæðun- um. Flagey-Echezeaux er lítið svæði með einungis tvö Grand Cru svæði og ekkert Premier Cru, mjög gott vín framleitt þar, en erfitt að finna. Vosne-Ro- manée er án efa besta svæðið í Cote de Nuits. Bordeaux hefur Lafite, Petr- us o.s.frv.. Búrgund hefur La Tache og Romanée-Conti, dýrasta og án efa besta Pinot Noir vín framleitt í heiminum, vínin eru framleidd og ræktuð í Vosne-Romanée. Nuits-St.-George hefur 40 Premi- er Cru svæði en ekkert Grand Cru svæði. Það virðist vera að svæðið sé gott en það vantar herslumun til að búa til Grand Cru vín. Premeaux svæðið er alltaf tengt Nuits-St.-George og meðal annars eru öll Premier Cru vínin þeirra merkt sem Nuits-St.-George. Einn- ig er búið til þokkalega gott hvít- vín á svæðinu. I Cote de Nuits Villages þorpunum er framleitt AC Bourgogne vín sem er í aðeins hærri gæðum en venjuleg AC Bourgogne. Helstu þorpin eru Brochen, Coml- acheim, eaux. Corgolion, ,Fixin og Prem- WWW.SMAKKARINN.IS

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.