blaðið - 12.09.2005, Page 10

blaðið - 12.09.2005, Page 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2005 blaAÍA Hryðjuverkaárásum hótað I myndbandi sem sýnt var í fréttatíma ABC sjónvarpsstöðvarinnar í gær, fjór- um árum eftir hryðjuverkaárásirnar á New York og Washington, var árásum hótað á bandarísku borgina Los Ange- les og Melboume í Ástraliu. ABC sjón- varpsstöðin segir að myndband hafi borist til hennar í Pakistan. f mynd- bandinu hótar grímuklæddur maður árásunum og segir árásarmennina ekki munu sýna neina miskunn. „í gær var það London og Madrid. Á morgun Los Angeles og Melbourne. Við elskum friðinn en á okkar eigin forsendum", segir maðurinn sem sjónvarpsstöðin heldur að sé Adam Gadahn, Banda- ríkjamaður sem talinn er félagi í A1 Kaída samtökunum. Gadahn er enn fremur talinn hafa komið fram í öðru hótunarmyndbandi fyrir um ári síðan. Skýjakljúfar í Los Angeles. Fjórum árum eftir árásirnar á New York og Wahington hóta hryöjuverkasamtök aö ráöast gegn Los Angeles og Melbourne. Þingkosningarnar í Japan: Stefnir í stórsigur flokks Koizumis Samkvæmt útgönguspám fór Frjáls- lyndi demókrataflokkurinn, flokkur Junichiro Koizumis, forsætisráðherra Japans, með stórsigur í kosningum til neðri deildar japanska þingsins í gær. Spáð er að frjálslyndir demókratar kunni að hljóta allt að 309 þingsæti af þeim 480 sem eru í neðri deild. Það eru 60 þingsætum fleira en flokkur- inn hafði áður en Koizumi leysti þing- ið upp. Lýðræðisflokknum, helsta stjórnarandstöðuflokknum, er aftur á móti ekki spáð nema 104 sætum en áður hafði hann 175 sæti og er tapið því mikið. Katsuya Okada, leiðtogi Lýðræðis- flokksins viðurkenndi ósigur seint í gær en Koizumi var að vonum ánægð- ur. „Ég batt vonir við að flokkur okk- ar gæti unnið meirihlutann einn en við gerðum jafnvel enn betur. Ég tel að það hafi verið mikilvægt að hlusta á rödd fólksins", sagði Koizumi. Ef þetta verða úrslit kosninganna ættu Frjálslyndir demókratar að geta myndað ríkisstjórn án annarra flokka. Ekki er búist við að eiginleg úrslit kosninganna liggi fyrir fyrr en í dag. Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, haföi ástæðu til aö brosa þegar fyrstu tölur úr útgönguspám vegna þing kosninga lágu fyrir en samkvæmt þeim fór flokkur hans meö stórsigur. í kvöld! Kynninqarkvöld Alfanámskeiðs Þu ert hjarrantega velkomin/nn á kynningarkvöid Alfanamskeiðs sem fram fer í Krossinum ki. 19:00 i kvöld. Þú ert velkomin/nn á kynningarkvöld í 12. sept. kl. 19:00 í Krossinum Hlíðasm >94-4150. Skráning á námskeiðið eða frekari upplýsingai KROSSINN Alfa er tiu vikna namskeið mikiivægustu spurnmgar iifsins Hvert kvóJd Fjögur ár eru nú liðinfrá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin Hryðjuverka minnst í skugga hamfara Bandaríkjamenn minntust þess í gær að fjögur ár eru liðin frá hryðju- verkaárásunum á New York og Wash- ington. Á lóð Hvíta hússins leiddi George W. Bush, Bandaríkjaforseti, þjóðina í einnar mínútu þögn klukk- an 8:46 en á þeirri stundu flaug fyrsta flugvélin á annan turn World Trade Center byggingarinnar. Einn- ig fóru fram minningarathafnir þar sem hryðjuverkaárásirnar áttu sér stað. Á reitnum þar sem tvíburaturn- arnir stóðu á Manhattan var mínútu- þögn og síðan lásu systkini fórna- lamba upp nöfn þeirra 2.749 manna sem fórust í árásunum á turnana. „Við erum hér samankomin til að minnast þeirra sem við misstum fyr- Ættingjar þeirra sem fórust í hryðju verkaárásunum á tvíburaturnana í New York þann 11. september 2001 tóku í gær þátt í minningarathöfn á staðnum þar sem turnarnir stóöu. Heilsunudd þegar þér hentar Með fullkominni tölvustýringu og hátækni nuddbúnaði framkallar Rongtai RT-H09 nuddstóllinn áhrifaríkt nudd frá toppi til táar. Með því að styðja á hnapp á meðfylgjandi fjarstýringu velur þú það nuddkerfi sem þér hentar hverju sinni. Stóllinn nuddar þig líkt og fagmaður þegar þú vilt og þar sem þú vilt. Rongtai nuddstóllinn er hannaður með þig og þínar þarfir í huga. Við bjóðum þér að koma í nudd í verslun okkar að Skúlagötu 63 til að sannfærast. www.ecc.is ECC Skúlagötu 63 Sími 5111001 Opið 10-18 ir fjórum árum. Mesti heiður sem við getum sýnt þeim er að minnast þeirra, ekki aðeins hvernig þau dóu heldur hvernig þau lifðu“, sagði Mi- chael Bloomberg, borgarstjóri New York, sem enn fremur vottaði þeim sem fórust í hryðjuverkaárásunum í London í sumar virðingu sína. Ólík viðbrögð við harmleikjum Enn fremur sendi Bloomberg þeim sem eiga um sárt að binda eftir felli- bylinn Katrínu samúð sína. Báðir þessir harmleikir þykja hafa varp- að ljósi á hversu varnarlaus Banda- ríkin eru þrátt fyrir að vera mesta stórveldi heimsins. Munurinn er sá að á meðan hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 þjöppuðu þjóðinni saman í sorg og reiði, virðist Katrín frekar hafa sundrað henni og leitt til margvíslegra deilna og ásakanna um skeytingarleysi yfirvalda, mis- munun á grundvelli kynþáttar og stöðu svo fátt eitt sé nefnt. JustOne Tifboð: USOkr. Skammtar eina i einu Minnkar notkun um 30% Minni kostnaður Aukið hreinlæti Servíettur fyrir kaffistofuna, veitingastaðinn og mötuneytið Rekstrarvörur - v/'nna með þér Réttarhálsi 2*110 Reykjav/k Slmi: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.ts tir'

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.